Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1993, Side 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993
Fréttir
Óánægja eftir að Össur var kosinn umhverfisráðherra krata:
Óvíst að Rannveig taki
starfi þingf lokksformanns
- ekki sú niðurstaða sem ég hafði óskað mér, sagði hún
„Það er ekki um annað að ræða
en una þessari niðurstöðu en þetta
var ekki sú niðurstaða sem ég hafði
óskað mér. Mig hefði frekar dreymt
um það að störf mín undanfarin 15
ár á ýmsum vígstöðvum hefðu verið
þess eðlis að nú þætti mönnum aö
þaö væri fengur að mér á nýjum stað.
Það var öðruvísi mat uppi á teningn-
um og það verður svoleiðis. Ég er
hins vegar ekki búin að gera upp við
mig hvort ég er reiðubúin að fara í
formennsku fyrir þingflokkinn núna
og ætla að nota tímann í fríinu til að
velta málunum fyrir mér,“ sagði
Rannveig Guðmundsdóttir eftir
flokksstjórnarfund Alþýðuflokksins
sem lauk skömmu fyrir miðnætti í
gærkvöldi.
Össur Skarphéðinsson var kosinn
í embætti umhverfisráðherra í leyni-
legri atkvæðagreiöslu á þingflokks-
fundi Alþýðuflokksins í gærkvöldi.
Atkvæði fóru þannig að Össur hlaut
7 en Rannveig Guðmundsdóttir 5.
Verulegur ágreiningur var uppi
fyrir þingflokksfundinn um hvort
Össur eða Rannveig færu í umhverf-
isráðuneytið. Varð formaðurinn, Jón
Baldvin Hannibalsson, fyrir miklum
þrýstingi af hálfu stuðningsmanna
Rannveigar en þar fóru fremst í
flokki Jóhanna Sigurðardóttir og
kratar í Reykjaneskjördæmi. í þeirri
stöðu valdi Jón Baldvin ekki að bera
upp tillögu um Össur á fundinum.
Þess í stað lagði hann til aö kosið
yrði um kandidatana í leynilegri
kosningu og að sá er biði lægri hlut
yrði þingflokksformaður. Eftir að
niðurstöður atkvæðagreiðslunnar
voru ljósar fór Rannveig fram á að
umfjöUun um þingflokksformann
yrði frestaö. Var orðið við þeirri
beiðni.
Óánægðar konur boðuðu eft-
irmál
í þann mund er boðaður flokks-
stjómarfundur hófst í næsta sal
fundaði Rannveig með sínum stuðn-
ingsmönnum og komu þau seinna á
fundinn, fylktu liði. Á flokksstjóm-
arfundinum, sem lokaöur var fjöl-
miðlum, uröu heitar umræður um
stööu Rannveigar. Stuðningsmenn
Rannveigar, sérstaklega konur, létu
í ljós mikla óánægju með lyktir mála
og fannst sumum að Rannveigu hefði
verið sýnt mikið vantraust. Sagði
Lára V. Júlíusdóttir að styrkja hefði
þurft stöðu kvenna í ríkisstjórninni
og lét ennfr emur í það skína að eftir-
málar yrðu af því að Rannveigu var
hafhað sem ráðherra.
Það var þungt hljóðið í Jóhönnu
Sigurðardóttur þegar hún yfirgaf
fundinn nokkru áður en honum
lauk.
„Þetta var önnur niðurstaða en ég
hefði kosið. Ég þarf að átta mig á
þessari stööu sem komin er upp,“
sagði hún.
„Ef ég hefði verið valin til þeirra
metorða sem um ræðir hefði ég tahð
að ég væri aö fá umbun 15 ára starfa.
Það hefur verið sagt að formennska
í þingflokki sé ekki lítið embætti en
menn skoða þau mál mismunandi
augum," sagði Rannveig.
Samstaða um Guðmund Árna
Sú tillaga Jóns Baldvins að Guð-
mundur Árni Stefánsson yrði heil-
brigðis- og tryggingaráðherra og Sig-
hvatur iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra var samþykkt samhljóða. Þá
var Sigbjöm Gunnarsson samhljóða
kosinn til formennsku i fjárlaga-
nefnd, að sögn sem umbun fyrir vel
unnin störf.
Jón Sigurðsson og Eiður Guðnason
hverfa nú úr ráðherrastólum. Ráð-
herraskiptin munu eiga sér formlega
stað á ríkisráðsfundi á Bessastöðum
ámánudag. -hlh
Nýir ráðherrar Alþýðuflokksins að afloknum flokksstjórnarfundi I gærkvöldi: Guðmundur Árni Stefánsson, t.v.,
vérðandi heilbrigðis- og tryggingaráðherra, og össur Skarphéðinsson, verðandi umhverfisráðherra. Formleg ráð-
herraskipti verða á ríkisráðsfundi á mánudag. D V-myndir JAK
Jón Baldvin segir ekkert tilefni til hótana gagnvart sér:
Verðum að hlíta ákvörðun meirihluta
Guömundur Ami Stefánsson:
Tilhlökkunog
eftirsjá
„í mér hrærist blanda af tilhlökkun
og eftirsjá. Ég er búinn að vera í
mjög áhugaverðu starfi í Hafnarfirði
þar sem hlutimir hafa gengið mjög
vel. Það er virkileg eftirsjá að því
góða samstarfi sem ég hef átt þar við
flokk og bæjarbúa alla. Á hinn bóg-
inn hlakka ég til að takast á viö þetta
erfiða og vandasama starf sem bíður
mín í heilbrigðisráðuneytinu," sagði
Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjar-
stjóri í Hafnarfirði, eftir aö hann
hafði verið valinn til að gegna emb-
ætti heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra fyrir Alþýðuflokkinn.
- Kvíðir þú því að fara í eitt erfið-
asta ráðuneytið?
„Nei, ég hef áður tekist á við erfiða
hluti og það er enginn verkkvíði í
mér. Ég geng að þessu eins og hveiju
öðru verki,“ sagði Guðmundur og
lýsti yfir ánægju sinni með þann
stuðning sem hann fékk til starfans
ogþakkaðitraustið. -hlh
Össur Skarphéöinsson:
Vartilbúinn
aðvinnalengur
„í slorinu"
„Þetta var mikið drama en ég er
nú vanur því á mínum póhtíska ferh.
Ég hef oft lent í hörðum átökum og
vanur því aö una niðurstöðu. Ég var
búinn að segja Jóni Baldvini það að
hver sem niðurstaðan yrði þá mundi
ég styðja hana. Ég átti jafnvel von á
að það yrði gerð tihaga um annan
mann í þetta embætti og var alveg
sáttur við það. Það er mjög erfitt
verkefni að koma inn í þessa ríkis-
stjóm í núverandi stööu og því hefði
ég ekki tekið því illa þó ég hefði setið
hjá að þessu sinni. En það er karlinn
í brúnni sem ræður, við erum háset-
amir. Ég er oröinn vanur aö vinna
í slorinu og hefði vel getað hugsað
mér að gera það lengur," sagði Össur
Skarphéðinsson við DV að afloknum
flokksstjómarfundi krata í gær-
kvöld.
„Ég er þakklátur fyrir aö sam-
verkafólk mitt í þingflokknum skuh
treysta mér til þessara starfa. En það
er eðlilegt að menn setji spurningar-
merki viö mig þar sem ég hef ekki
veriðlengií Alþýðuflokknum." -hlh
„Eg hef ekki ástæöu til að ætla
annað en aö friður ríki eftir fundinn
í kvöld. Að vísu var vali þingflokks-
formanns frestað en vilji þingflokks-
ins hggur fyrir. Það voru alhr á einu
máli í stuðningi sínum við Rann-
veigu Guðmundsdóttur til fomstu í
þingflokknum. Það er í fyrsta sinn í
78 ára sögu flokksins sem kona er
valin þar til forystu,“ sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flokksins, við DV í gærkvöldi.
Vegna þrýstings og hótana af hálfu
stuðningsmanna Rannveigar Guð-
mundsdóttur sagðist Jón ekki hafa
lagt fram tillögu um Össur Skarp-
héðinsson sem umhverfisráðherra.
„Ég gerði ekki neina tihögu þar
sem gert var upp á milli Rannveigar
og Össurar. Það var þingflokkurinn
sjálfur sem kvað upp úr um þetta í
atkvæðagreiðslu þannig að ekkert
tilefni er til að beina hótunum aö
mér. Menn sem starfa saman í þing-
flokki verða að vera tilbúnir að hhta
meirihlutaákvörðun í lýðræðislegri
kosningu. Þegar mér varð ljóst að
ekki væri hægt að segja um það fyrir-
fram hvort hefði meirihluta lét ég
kjósa milli þeirra.“
Um viðbrögð Rannveigar sagði Jón
Baldvin:
„Formennska í þingflokki er ekki
síður mikilvægt starf en forsvar fyrir
minnsta ráðuneytinu. Að verkstýra
þingflokki, stýra samskiptum við
samstarfsflokk í ríkisstjórn og vera
málsvari út á við er að mínu mati
mikhvægara sem póhtískt starf en
hitt. Menn geta metið þetta öðruvísi
en reyndur stjórnmálamaður hlýtur
að meta þetta svona.“
- Össur og Guðmundur Ámi em títt
nefndir þegar rætt er um óróa í
flokknum. Er nú búið að stinga upp
í þá með ráðherrastöðum?
„Össur var gerður að formanni
þingflokksins og talsmanni hans sem
tiltölulega nýr maður í flokknum.
Hann hefur að sjálfsögöu verið að
fullu ábyrgur fyrir stefnu þeirri sem
þingflokkurinn mótar. Því er ekki
hægt að nefna hann óróasegg. Hitt
er rétt að Guðmundur Árni hefur
gagnrýnt margt varðandi stjórnar-
stefnuna, einstaka ráðherra og ein-
stök mál. Menn minnast þess einnig
að hann hefur löngum verið nefndur
th fokksforystu. Nú gerist þaö að
þingflokkurinn felur honum vanda-
samasta ráðherrastarf á vegum
flokksins. Að taka við af manni sem
staðið hefur sig best okkar manna í
ríkisstjórn þýðir að gerðar verða
miklar kröfur th Guðmundar Árna.
Hann verður mældur á strangan
mælikvarða þar sem samanburður-
inn er við Sighvat. Nú er að duga eða
drepast, sýna hvað í manni býr.“
-hlh
Stuttar fréttir
Svefnpokapláss
Ferðamálaráð hefur skorað á
stjórnendur Flugstöövar Leifs
Eiríkssonar að koma í veg fyrir
að stöðin verði þekkt erlendis
sem helsta svefnpokagistiheimhi
íslands. Tíminn greindi ffá þessu.
Ráðhúsið fram úr áætlun
Framkvæmdir viö Ráðhúsið í
Reykjavik fóru rúmar 200 mhlj-
ónir fram úr áætlun á síðasta
ári. Þá kostaði búnaöur i húsið
um 100 milljónir meira en áætl-
anir gerðu ráð fyrir. Samtals var
í fyrra varið 731 miRjón í húsið.
Kvófigefinn
Aht að 750 skip munu á næstu
dögum fá kvóta Hagræðingasjóðs
án endurgjalds. Um er að ræða
8.800 þorskígildistonn. Rétt á
kvóta eiga skip sem uröu fyrir
meira en 6,9% aflaskerðingu við
upphaf fiskveiðiársins 1. sept-
ember í fyrra.
Fleiri vinir
Hafnfirðingar eignuðust 1.880
nýja vini á nýafstaöinni athafna-
sýningu, Vor ’93. Fjarðarpóstur-
inn greinir frá þessu.
Viðræðurumherinn
Viðræður eru nú hafnar milli
íslenskra og bandarískra stjórn-
valda um framtíð varnarsamn-
íngsins. Átta manna sendinefhd
frá Bandaríkjunum er stödd hér
á landi vegna þessa.
Deilur iagðar niður
Samkomulag hefur náðst mihi
Hagvirkis-Kletts og skiptastjóra
Fórnarlambsins. Samkvæmt
Mbl. mun þrotabúið fá hluta
krafna og skiptastjóri fehur frá
mótmælum við staöfestingu
nauðarsamninganna og kyrr-
setningu eigna Hagvirkis-KIetts
Framkvæmdastjóri EFTA
Líklegt er taUð að Kjartan Jó-
hannsson, fastafuUtrúi íslands í
Genf, verði valinn framkvæmda-
stjóri EFTA á næsta fundi utan-
ríkisviðskiptaráðherra EFTA-
landanna. Mbl. greindi fráþessu.
-kaa
Þegar Rannveig Guðmundsdóttir kom til þingflokksfundar krata ásamt
helsta stuðningsmanni sínum, Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra,
virtist létt yfir þeim stöllum. Rannveig bar í brjósti von um að verða um-
hverfisráðherra. Hún beið lægri hlut í leynilegri atkvæðagreiðslu á fundin-
um þar sem Össur Skarphéðinsson hlaut 7 atkvæði en hún 5. Rannveig
og Jóhanna voru mjög ósáttar við þær lyktir mála.