Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1993, Page 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993
Fréttir_____________________________________
Ráðherrabreytingar Alþýðuflokksins:
Jón Baldvin
með einarðari
þingflokk
- „óróinn“ tálinn hverfa í ráðherrastólnnum
Þær breytingar, sem ákveönar
voru á ráðheraliði Alþýðuílokksins í
gærkvöldi, þurfa ekki að koma á
óvart. í DV í febrúar var gerð ítarleg
grein fyrir þeim breytingum sem nú
hafa orðið. Sighvatur Björgvinsson
fer í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið,
Eiður Guðnason hverfur til sendi-
herrastarfa í útlöndum, Karl Steinar
Guðnason aíþakkar vísan ráðherra-
stól og fer væntanlega í forstjórastól
Tryggingastofnunar. Þá urðu nokk-
uð hörð átök vegna Össurar Skarp-
héðinssonar og Rannveigar Guð-
mundsdóttur sem mögiilegra um-
hverfisráðherra þar sem Össur hafði
betur. Ekkert var hins vegar sagt um
að Guðmundur Árni Stefánsson tæki
við heilbrigðisráðuneytinu en þó tal-
ið ólíklegt að þeir bræður, hann og
Gunnlaugur, sætu báðir sem
óbreyttir þingmenn.
Sighvatur í skjól
Jón Sigurðsson mun brátt koma
sér fyrir í skrifstofu seðlabanka-
stjóra. Vitað var að Sighvatur Björg-
vinsson hafði augastað á iðnaöar- og
viðskiptaráðuneytinu. Sighvatur
hefur stjómað einu erfiðasta ráðu-
neytinu, heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytinu, í tvö ár og hefur mætt
mikið á honum þann tíma vegna nið-
urskurðar. Hafa óvinsældir Sighvats
orðið svo miklar að krötum þótti
nauðsynlegt aö hann fengi friösam-
ara ráðuneyti, honum yrði hreinlega
komið í skjól.
Karl Steinar Guðnason afþakkaði
ráðherrastól, væntanlega í heilbngð-
isráðuneytinu. Guðmundur Árni
Stefánsson stekkur því viðstöðulaust
úr þingsæti í ráðherrastól þegar
hann tekur við heilbrigðisráðuneyt-
inu. Einhvetjum karm að þykja
djarflega teflt að setja nýjan þing-
mann í svo erfitt ráðuneyti. En
kratar, sem DV hefur rætt við, benda
á að Guðmundur Árni hafi meiri
reynslu af stjórnunarstörfum en
velflestir alþýðuflokksþingmenn eft-
ir mörg ár sem bæjarstjóri Hafnar-
fjarðar. Hann sé því best til þess fall-
inn að fara í erfiðasta ráðuneytið sem
losnar við breytingamar. Loks má
rifja upp loforð um ráðherrastól sem
Guðmundi Árna mun hafa verið gef-
ið ef hann féllist á að hætta við próf-
kjör í Reykjanesi fyrir síðustu kosn-
ingar og láta Jóni Sigurðssyni eftir
fyrsta sætið. Nú er komið að reikn-
ingsskilum.
Slagur vegna Rannvelgar
Þó ákveðið hefði verið að Össur
Skarphéðinsson tæki við umhverfis-
málunum er það eina breytingin sem
styr hefur staðið um. Jóhanna Sig-
urðardóttir og hópur krata, þar á
meðal á Suðumesjum, vildi fá Rann-
veigu Guðmundsdóttur í umhverfis-
ráðuneytið, þó hún, samkvæmt
heimildum DV, hafi í raun aldrei
verið inni í myndinni sem ráðherra
krata í þessari ríkisstjórn. Stuðn-
ingsmenn Rannveigar þykja þegar
eiga sterkan fulltrúa í ríkisstjóm þar
sem Jóhanna Sigurðardóttir er. DV
var tjáð að ekki yrði horft fram hjá
Össuri sem menntuðum líffræðingi
með reynslu á því sviöi. Þyki hann
nánast eins og „klæöskerasaumað-
ur“ í umhverfisráðherrastóhnn.
Við breytingamar koma tveir nýir
kratar á þing: Petrína Baldursdóttir
úr Reykjaneskjördæmi og Gísh S.
Einarsson úr Vesturlandskjördæmi.
Petrína er mikið til óskrifað blað en
Gísli, fyrrum forseti bæjarstjómar
Akraness, hefur notið mikiha vin-
sælda á Skaganum og þótt öflugur
atkvæðasegull.
Dofna andófsraddir?
Að þessum breytingum gerðum
segja viðmælendur DV meðal krata
að formaðurinn, Jón Baldvin
Hannibalsson, standi uppi með ein-
arðari þingflokk en áður. Allir hópar
í flokknum eigi þar sína fulltrúa
þannig að bæði einingin og breiddin
sé til staðar.
Þótt „vinstrimönnum" hafi fjölgað
í þingflokki krata þykir ekki hætta á
að þær andófsraddir, sem borið hefur
á úr þeim hópi, muni heyrast af sama
krafti og áður. Með því að Guðmund-
ur Ámi og Össur verða ráðherrar
munu þeir ekki eiga eins hægt um
vik að „vera með læti“. Þá var jafn-
vel búist viö að Gunnlaugur Stefáns-
son yrði formaður fjárlaganefndar
en menn leiöa getum aö þvi að ein-
hveijum innan flokksins hafi þótt
nóg að hafa annan Stefánssona í
meiriháttar áhrifastöðu. Fyrir valinu
varð því Sigbjöm Gunnarsson, af og
til kenndur við óróa. Formaður fjár-
laganefndar stundar ekki stjórnar-
andstöðu.
„Vinstrikratar styrkja óneitanlega
stöðu sína við brottfór Jóns Sigurðs-
sonar og ágreiningur vegna þess að
Jón hefur ekki komið fram öhum
sínum einkavæðingaráformum
hverfur. Ég held að breytingin muni
líka styrkja samkomulag flokkanna
í ríkisstjórn á ýmsan hátt. Sjálfstæð-
isflokkurinn mun eiga betra meö átta
sig á áherslum Alþýðuflokksins. Það
er betra að menn viti almennilega
hvar þeir hafa hver annan,“ sagði
framámaður meðal krata við DV.
-hlh
Kratar skiptast
á stólum
m
%
$*í
í
DM
Viöskípta- og iönaðarráöherra Jón Sigurðsson
seölabankashóri
Heílbrigöisráöherra Sighvatur Björgvinsson viöskipta- og iönaöarráöherra
Umhverfisráðherra
Eiöur Guðnason
sendiherra
iaöur Össur Skarphéðinsson umlwerfisráðherra
íi Guðinundur Ámi Stefánsson heilbrigöi:
Karl Steinar Guðnason forstjöri Tryggingastofnunar
Rannveig Guðmundsdóttir
Petrína Baldursdóttir
Gísli S. Einarsson
þingmaöur
Já, ráðherra
I þingflokki Alþýðuflokksins sitja
tíu manns. Þar af eru fimm ráð-
herrar og svo formaður þingflokks-
ins sem er íghdi ráðherrastóls í
launum og áhrifum. Það gera sex
sem eru meira en óbreyttir.
Þar sem Alþýðuílokkurinn er
jafnaðarmannaflokkur er þetta
auðvitaö ófært ástand og óviöun-
andi fyrir þá fjóra sem hvorki eru
ráöherrar né þingflokksformenn.
Þess vegna íhuga þeir nú, kratarn-
ir, að stokka upp stjómina til að
gera fleiri þingmenn aö ráðherr-
um.
Hvemig fara þeir að því? Jú, Al-
þýðuflokkurinn hefur aðgang að
bitlingum. Bitlingar em handa
þingmönnum sem em orðnir
þreyttir á þingi og í rauninni er
þingmennska í Alþýðflokknum
skyldustarf eða reynslutími fyrir
fólk sem sækist eftir bithngum.
Fyrst þurfa menn að gegna þeirri
þegnskyldu í flokknum að sitja á
þingi og síðan fá þeir bithnga þegar
þingmennimir hafa sýnt fram á aö
þeir em orðnir þreyttir og búnir
með kvótann.
En menn geta líka orðið þreyttir
á ráðherradómi og það gildir um
þá Jón Sigurðsson og Eið Guðna-
son. Jón er búinn að-vera ráöherra
í sjö ár sem er langur tími fyrir
mann sem hefur allan tímann beð-
ið eftir öðrum og betri bithngi held-
ur en ráðherrastól. Eiður hefur
setið í tvö ár í ríkisstjórn, sem er
þreytandi, bæði fyrir hann og hina
ráðherrana sem em með honum.
Þess vegna þarf að finna bithng
handa honum.
Útafskipting Jóns Sigurðssonar
þarfnast aðeins nánari skýringar.
Hann ætlaði aldrei að verða þing-
maður og vildi fá einn bitling á eft-
ir öðrum. En Alþýðuflokkurinn
hefur þá reglu að menn þurfi að
setjast á þing til að öðlast rétt th
bithnga og þess vegna lét Jón Sig-
urðsson til leiðast að setjast inn á
þing með þvi skilyrði að verða ráð-
herra. Nú er Jón búinn með kvót-
ann og nú getur hann fengið stólinn
í Seðlabankanum sem hann sóttist
eftir frá upphafi.
Annað gildir um Eið Guðnason.
Hann er búinn að vera flokknum
afskaplega hohur og verið þing-
maður á annan áratug. Enda Eiöur
orðinn mjög þreyttur og leiöur og
veröur nú sendiherra hjá Samein-
uðu þjóðunum. Þar er gott að hvíl-
ast og þar er gott að vera þegar
maður eru orðinn þreyttur og leið-
ur.
Karl Steinar vill ekki verða ráð-
herra en á þó rétt á því að verða
ráðherra miðað við langan þing-
mannsferil. Karl Steinar fær því
úthlutað til sín forstjórastól í
Tryggingastofnun ríkisins. Það er
ömggara og ekki eins þreytandi.
Þetta gengur nefnhega aUt út á það
að hvíla menn eftir þreytandi starf
og menn vUja ekki fá þreytandi
störf áfram ef þeir geta sloppið við
að verða þreyttir áfram og þá þarf
auövitað að finna hentuga bithnga
þar sem menn verða ekki mjög
þreyttir eftir að vera þreyttir fyrir.
Nú geta alþýðuflokksmenn búið
til tvo nýja ráðherra í staðinn fyrir
þá sem hætta. Annar er Össur
Skarphéðinsson sem verið hefur
formaður þingflokks, þannig að
annar þingmaöur getur orðið þing-
flokksformaður og þá eru bara eftir
tveir, því Karl Steinar er búinn að
fá sinn bitling sem bíður eftir hon-
um.
Guðmundur Ámi Stefánsson
kemur inn á þing fyrir Jón Sigurðs-
son og verður ráðherra strax af því
Guðmundur Árni er bæjarstjóri í
Hafnarfirði og menn hætta ekki
sem bæjarstjórar nema fá eitthvað
fyrir sinn snúð. Þar með getur ann-
ar krati orðið bæjarstjóri og hættir
þá væntanlega í einhveijum bitl-
ingi sem hægt er þá aö úthluta til
annars krata og svo koll af kolli.
Sjálfsagt verða þeir tveir sem eft-
ir eru í þingflokknum óánægðir
með sitt hlutskipti að vera ekki
ráöherrar eins og hinir. En annar
af þessum tveim er séra Gunnlaug-
ur, sem er bróðir Guðmundar
Áma, svo fjölskyldan fær ráöherra
og Gunnlaugur verður að bíða á
meðan Guðmundur er ráðherra en
erfir svo ráðherrastóhnn þegar
Guðmundur Árni er orðinn þreytt-
ur eins og menn verða eftir tveggja
ára setu í ráöherrastól. Séra Gunn-
laugur er þar af leiðandi orðinn
íghdi ráöherra og þess vegna verð-
ur þessi eini sem ekki verður ráö-
herra strax að ávarpa þingflokk
sinn: já, ráöherra, sem er alþýðu-
heiti yfir alþýðuflokksmenn, vegna
þess að flokkurinn er jafnaðar-
mannaflokkur sem fer ekki í
manngreinarálit.
Dagfari