Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1993, Page 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ.1993
Spumingin
Tókstu þátt í sjómanna-
deginum?
Þórir örn Sigvaldason: Nei, ekkert
rosalega mikiö.
Unnur Björnsdóttir: Nei, ég sat
heima.
Arnar Tumi Þorsteinsson: Já, dálítiö.
Ég fór niöur í miðbæ.
Kristinn Sigurður Pétursson: Nei, ég
var ekki í bænum.
Jökull V. Harðarson: Nei, ég komst
ekki.
Eva Mjöll Sigurbjörnsdóttir: Já, Ég
fór niður á höfn. Svo sá ég krafta-
keppni í Hafnarfiröi.
Lesendur^
Svar til Ibs Wessmans matreiðslumanns:
Humarinn hlýtur
að kveljast
Magnús H. Skarphéðinsson skrifar:
Útilokað er aö álykta það að risa-
humarinn eða bara hvaða sjávar- eða
landdýr sem er kveljist ekki þegar
hann eða þau eru sett sprelllifandi
ofan í sjóðandi vatn til aflífunar og
matreiðslu eins og Ib Wessman mat-
reiðslumaður fullyrðir í lesendabréfi
til DV 3. júní sl.
Ég myndi í fyrsta lagi blygðast mín
ofan í tær ef ég væri Ib Wessman og
hefði átt þátt í því að flytja inn þessa
þjáningaifullu matreiðsluaðferð
hingað til lands eins og skilja má af
skrifum hans. Ég vona bara, karma
þessa lands vegna, að þessi Wessman
sé ekki íslendingur. Af nógum þján-
ingariðnaði er samt að taka hér á
landi. Ég nefni sem dæmi þrengsla-
búskapinn í landbúnaðinum (búra-
eldi alifugla sem og ýmissa annarra
dýra).
Sú fullyrðing að lifandi dýr finni
ekkert til þegar þeim er dýft ofan í
sjóðandi vatn er alveg út í bláinn.
Það eru svipuð rök og við öfga-
sinnamir höfum svo oft heyrt að
kjúklingamir sem aldir eru upp í
búrunum ómannúðlegu og ógeðslegu
hafði það bara ágætt þar.
í annan stað upplýsir hann að í
mörgum tilfellum geri matreiðslu-
Bréfritari er ekki hrifinn af búraeldi alifugla.
menn annað af tvennu, að setja hum-
arinn í saltvatn eða stinga á stjórn-
stöðvar dýranna svo þau missi til-
finningaskynið og finni ekkert fyrir
soðningunni. Þó svo þú hefðir rétt
fyrir þér í því að þetta taki alla þján-
ingu af dýrunum við þessa smekk-
legu meðhöndlun, sem er vægast sagt
mjög ótrúverðugt, þá stendur stað-
reynd staðreyndanna eftir. Hvað um
þá risahumra sem eru soðnir lifandi
þar sem engin viðleitni til mannúð-
legrar aflífunar er til staðar?
Nei, kæri Wessman. Heldur ættum
við íslendingar að sjá sóma okkar í
því að reyna að draga úr þeirri þján-
ingu sem við völdum sjálfum okkur
og öðrum dýrum sem þessa jörð
gista. Fallegt og göfugt skref í því
væri að stöðva samstundis þann ljóta
sið sem þú virðist hafa átt þinn þátt
í að tekinn var upp hér á landi fyrir
16 árum.
Málvillur í rituðu máli
Lárus skrifar:
Þrátt fyrir að ég sé ekki með sér-
menntun í íslenskum fræðum tel ég
mig merkja það aö málvillum fer
mjög fjölgandi í rituðu máli. Ég vil
því vekja upp umræðu um helstu
málvillur sem herja á málið um þess-
ar mundir. Ein er sú málvilla sem
er að verða landlæg hér á landi en
það er ótímabær notkun á samteng-
ingunni „og“.
Þegar ég var í gagnfræða- og
menntaskóla var lögö á það rík
áhersla að samtengingin „og“ væri
aldrei notuð á eftir kommu í setn-
ingu. í dag er þessi regla þverbrotin,
jafnvel af mönnum sem eiga að telj-
ast sæmilega ritfærir. Þessi ósiður
hefur gengið svo langt að það sjást
jafnvel setningar sem byija á „Og“.
Mér þætti gaman að fá að vita það
hjá íslenskufræðingi hvort einhveij-
ar breytingar hefðu orðiö á þessari
reglu, úr því að þessi misnotkun er
orðin svo algeng. Til eru dæmi um
það að ákveðin málvilla verði svo
algeng meðal fólks að hún verði að
málvenju og verði tekin góð og gild
í íslenskri tungu. Ég vonast til þess
að gripið verði í taumana og þessi
ósiður verði kæfður áður en hann
nær meiri útbreiðslu en þegar er
oröið.
Einn angi af málvillu, skyldur
þeirri sem hér á undan er nefnd, er
að byrja málsgreinar á „En“. Þá gæti
verið skrifað þannig; „Hann hefur
mjög ákveðnar skoðanir. En ég er
honum ekki sammála." í þessu til-
felli er einfaldast að sleppa orðinu
„En“.
Eitt annað vil ég nefna um vonda
meðferð íslensk máls. Svo virðist
sem afskaplega fáir íslendingar hafi
á hreinu hvernig nota eigi kommu.
Hún er í mörgum tilfellum ofnotuð,
í sumum tilfellum ekki notuð og í enn
öðrum tilvikum notuð á vitlausum
stöðum. Allt er þetta pirrandi, sér-
staklega ofnotkun kommunnar.
Það væri ekki úr vegi að Sjónvarp-
ið tæki að sér aö viðhalda málinu
með því að hafa þætti með einhverj-
um þekktum málvísindamönnum
sem tækju á algengustu málvillum
fólks.
Frágangur á rusli
Sverrir skrifar:
Það hefur lengi loðað við Reykvík-
inga að vera sóðar. Það er ekki nóg
með að unga fólkið fleygi rusli, svo
sem umbúðum utan af sælgæti, síg-
arettum og hverju sem er, í götuna
þó að rusladallur sé aðeins fáum
skrefum frá, heldur er eldra fólkið
ekkert skárra. Ég öfunda satt að
segja ekki fólk í hreinsunardeildum
borgarinnar af að hreinsa allt það
rusl sem til fellur frá íbúum höfuð-
borgarsvæðisins.
Rusl er heiti sem á um fleira en það
sem hér á undan er nefnt. Mjög al-
gengt er að sjá spýtnarusl alls konar
eða gijóthrúgur í kringum hús og er
það bæði leiðinlegt að horfa á og get-
um í sumum tilfellum valdið hættu.
Það er í sumum tilfellum afsakanlegt
að vera með spýtnarusl eða grjót-
hrúgur í kringum nýbyggingar í
Hringið í síma
63 27 00
millikl. 14og 16-eða skrifið
NJfn og slmamr. vcrðúr að fytgja bréluni
skamman tíma en úr því á að bæta
svo fljótt sem auðið er.
Við íslendingar hreykjum okkur
af því við útlendinga að eiga hrein-
asta land í heimi og ómengað en
hætt er við að útlendingar komist á
aðra skoðun ef þeir kynna sér eitt-
hvað hvernig málum er háttað í höf-
uöborginni.
Eitt dæmi er sérlega slæmt og búið
að vera um áraraðir. Fjölmargir út-
lendingar dvelja á Hótel Loftleiðum,
því annars ágæta hóteli. Fyrir austan
þá byggingu er ljót hrúga af drasli,
spýtnarusli og gijóti sem er búin að
vera þar í áraraðir. Það er ótrúlegur
slóðaháttur af stóru fyrirtæki að gera
ekkert í þessu máh langtímum sam-
an en því miður einkennandi fyrir
marga aðra.
Hrúga af spýtum og grjóti við Hótel Loftleiðir fer í taugarnar á bréfritara.
Sóuitopinbersfjár
Sigurður Lárusson skrifar:
Að undanfömu hefur mikið
verið rætt um þá fjóra sjónvarps-
þætti sem Baldur Hermannsson
gerði fyrir Ríkisútvarpið og sýnd-
ir voru í Sjónvarpinu nýlega.
Ekki ætla ég að þessu sinni að
ræða efni þeirra eða þær sjón-
varpsmyndir sem þeiro fylgdu þó
margt mætti um það segja. :
Hitt finnst mér með ólíkindum,
að Menningarsjóður útvarps-
stöðva skyldi gi-eiða Baldri 8,9
miiljónir fyrir þennan samtining
sém ég tel að sæmilega röskur
maður hefði getað tekið saman á
einu ári. Myndefninu held ég að
heföi ekki átt að þurfa nema einn
til tvo mánuði að púsla saman.
Svo bítur stjórn menningar-
sjóðsins höfuðiö af skömminni
með því aö greíða honum 3 milij-
ónir fyrir fiutningsréttinn. Þetta
finnst mér Ijótt dæmi um meðferð
opinbers fjár. Þó benda megi á
mörg dæmi opinberra stofnana
eða nefnda um svipað fiárbruðl
réttlætir það ekki þennan gjörn-
ing. Mér finnst því að stjórn
sjóðsins heföi átt að sjá sóma sinn
í að segja af sér eða biðjast opin-
berlega afsökunar á þessu frum-
hlaupi.
Útibúerlendra
banka
Magnús skrifar:
Ég vil koma á framfæri athuga-_
semd vegna yfirlýsingar ASÍ, VSÍ
og ríkisstjórnarinnar um vaxta-
mál. í yfirlýsingum þessra
þriggja aðila tel ég vanta að at-
hugað verði hvort fá megi erlenda
banka til að setja hér upp útibú.
Hér á ég við banka eins og t.d. í
EB-löndunum og Bandaríkjun-
um. í þessu sambandi mætti at-
huga hvort frekari lagabreyting-
ar þyrfti til en þær sem eru þegar
komnar í tengslum við EES.
Það er viðurkennt hagfræðilega
að virk samkeppni verður undir
og fákeppni ofan á, ef heima-
markaður er eingöngu látinn
einn og sér ura hlutina. Því vant-
ar hérlendis samkeppni frá er-
lendum aðilum. Þetta finnst mér
mjög mikilvægt og þá sérstaklega
í smáríkjum eíns og íslandi. Hæp-
ið er að erlendir bankar sýni
þessum málum áhuga, á meðan
atvinnu- og fiárhagsmál okkar
standa eins og í dag. Því finnst
mér nauðsynlegt að skoða þessa
hluti og stefna að aðgerðum til
langs tíma til að ná þessu mark-
miði.
Týnd myndavél
Sverrir Meyvantssón hringdi:
Ég var með myndavél í afmæli
sem fram fór í Ölkjallaranum 28.
maí sl. Ég tapaði myndavélinni
þar á staðnum en ég tók myndir
þar sem eru mér mjög verðmæt-
ar. Það væri mér miklils virði að
fá filmurnar í hendumar. Sá sem
hefur myndavélina undir hönd-
um má eiga hana ef hann einung-
is setur filmuna úr vélinni í Póst-
hólf Pósts og síma númer 453.
Afsökunarbeiðni
ónauðsynleg
Birgir hringdi:
Mér finnst það algerlega ónauð-
synlegt fyrir sjávarútvegsráð-
herra aö biðja Bill Clinton afsök-
unar á ummæium um hann. Það
voru Bandaríkjamenn sem byrj-
uðu á að móðga okkur og þvi
engin ástæða ti) þess aö beygja
sig í duftið fyrir þeim.
Halldór hringdi:
Er ekki timabært að rjúfa þing
og efha til kosninga úr því Ijóst
er að rikisstjómin nýtur ekki
trausts meirililuta þjóðarinnar?