Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1993, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993
13
Neytendur
Þó að vörugjald hafi verið fellt niður af ýmsum byggingavörum hefur það ekki alls staðar skilað sér í lækkuðu
vöruverði.
Vörugjald fellt niður af byggingavörum:
Engin lækkun á sum-
um byggingavörum
Nýlega voru samþykkt lög á Al-
þingi í tengslum við kjarasamninga
um að fella niður vörugjald af ýms-
um byggingavörum. Gildistöku lag-
anna var flýtt og öðluðust þau gildi
þann 7. apríl síðastliðinn.
Vörugjaldið var m.a. fellt niður af
gleri, steypustyrktaijámi, milli-
veggjasteini, vír úr járni og af gang-
stéttarhellum, svo eitthvað sé nefnt.
Lausleg könnun DV leiddi í ljós að
niðurfelling vörugjalds af þessum
vörum hefur í mörgum tilfellum enn
ekki skilað sér í lægra vöruverði til
neytandans.
Gler hefur lækkað
Rúðugler hefur þó lækkað í verði
um 6-8%. Einfalt 4 mm gler kostar á
bilinu 14-1800 krónur en kostaði áður
15-1900 krónur fermetrinn.
Einnig hefur verðið á vír úr jámi
lækkað. Hjá Vímeti hf. í Borgarnesi,
sem selur m.a. í byggingavöruversl-
anir, kostar 50 kg rúlia nú 4.588 krón-
ur en kostaði áður 4.793 krónur.
Lækkunin er 4% og hefur hún yfir-
leitt skilað sér til neytandans.
Birgðir á gamla verðinu
Verð á steypustyrktarjárni hefur
hins vegar staðið í staö hjá ílestum
verslununum og skýringin, sem gef-
in var á því, var sú að þær lægju oft
með 2-3 mánaða lager og enn væri
því verið að selja birgðir á gamla
verðinu. Þeir hjá Húsasmiðjunni
áttu þó ekkert frekar von á því að
nýja sendingin yrði ódýrari því að
ý’erðhækkanir erlendis myndu að
öllum líkindum éta upp mismuninn.
Hugsanlega yrði þó 2-3% lækkun.
Byko hafði þó lækkað verðið á
steypustyrktaijáminu um 5% og var
það sagt eingöngu gert til að bregð-
ast við samkeppni. Afslátturinn var
af birgðum seni keyptar höfðu verið
með fullum aðflutningsgjöldum.
Verðið þar á 8 mm kambstáli var 239
krónur stöngin en var áður 252 krón-
ur. Til samanburðar kostar 8 mm
stöng 260 krónur hjá Kaupfélagi Ár-
nesinga en þar kemur ekki nýtt verð
fyrr en birgðimar þrýtur.
Milliveggjasteinn lækkar ekki
Byko og Kaupfélag Árnesinga vom
einu verslanirnar af þeim sem haft
var samband við sem seldu milli-
veggjastein. Verðið á honum hafði
ekkert breyst.
Hjá Byko var milliveggjasteinn
5x50x50 cm seldur á 230 krónur
stykkið, 7x50x50 á 290 krónur og
10x50x50 á 368 krónur. Hjá KÁ kost-
aði 5x50x50 241 krónu, 7x50x50 303
krónur og 10x50x50 396 krónur
stykkið. Byko var eina verslunin sem
var með gangstéttarhellur og hafði
verðið á þeim ekki lækkað. -ingó
Gler
— meðalverð —
6-8% lækkun
U
Milliveggjasteinn
— meðalverð —
236 kr. 236 kr.
(5x50x50) (5x50x50)
Engin iækkun
Samkvæmt upplýsingum frá Ingi- hér á síðunni. vörunnar. Áætlað er að þetta leiði til
björgu Þorsteinsdóttur, lögfræðingi í Vegna áætlaðrar heildsöluálagn- u.þ.b. 8,3% lækkunar á útsöluverði
fjármálaráðuneytinu, var 9% vöm- ingar, sem er 25%, var vörugjaldið þessara vara.
gjald á þeim vörum sem rætt er um þó í reynd 11,25% ofan á tollverð -ingo
Sviðsljós
Ung og efnileg. Ragnar Örn Arnarson og Júlía Björgvinsdóttir.
Úrslit í fyrirsætukeppni unglinga:
••
Ragnar Om og
Júlía unnu
Fyrirsætukeppni unglinga á aldr-
inum 13-16 ára var haldin í fyrsta
skipti á fostudagskvöld. Það var
Módel 79, sem stóð fyrir þessari
keppni. Jóna Lámsdóttir sá um að
skipuleggja þessa keppni en hún var
haldin vegna gífurlegrar aðsóknar
unglinga L-samtökin. Þar sem ungl-
ingar á þessum aldri eru aö stækka
og þroskast var engin lágmarkshæð
keppenda en meira tillit tekið til and-
lits þeirra sem sóttu um. Þau voru
150 sem sóttu um, allir voru prófaðir
og svo voru 34 valdir úr. Það var svo
fimm manna dómnefnd sem sá um
að velja 3 stúlkur og 3 pilta sem sigur-
vegara.
Það var Ragnar Örn Arnarson, 16
ára, sem þótti bera af strákunum.
Aðspurður sagðist hann ekki hafa
ætlað að taka þátt í svona keppni en
Þorleifur, vinur hans, fékk til að
koma með sér og sagði að þeir væru
að fara að skrá sig í samtökin. Svo
þegar þeir voru búnir að því komst
hann að hann var orðinn þátttakandi
í keppninni. í öðru sæti varð Styrmir
Karlsson og þriðji varð Birgir Örn
Einarson.
Júlía Björgvinsdóttir bar sigur úr
býtum í stelpnaflokknum. Hún
skráði sig í keppnina af því að hún
hafði áhuga á módelstörfum og vildi
gjarnan vera meö. Þegar kynnir
kvöldsins, Páll Óskar Hjálmtýsson,
tilkynnti um sigurvegarana fór það
ekki fram hjá neinum að sú sem varð
mest hissa var Júlía sjálf. í öðru
sæti varð Freyja Kristinsdóttir og
Áslaug Dröfn Sigurðardóttir í því
þriðja. Magnea Ólafsdóttir fékk sér-
staka viðurkenningu sem besta sýn-
ingarstúlkan.
Að sögn Jónu er stefnt að því aö
hafa þetta árlegan viðburð svo ungl-
ingar geta farið að setja sig í stelling-
ar fyrir næsta ár. .
HMR
Júlía átti ekki von á að hafna í fyrsta sætinu. Frá vinstri Freyja Kristinsdótt-
ir, Magnea Ólafsdóttir, Júlía Björgvinsdóttir og Áslaug Dröfn Siguróardóttir.
DV-myndir HMR
EINN HRAÐSKREIÐASTI BÁTUR LANDSINS
SUMMER BOATS, 21 FET
Vél: Chevrolet 320 hestöfl. Drif: Stern Power Race.
Fjögurra hjóla vagn.
Upplýsingar gefur Magnús Óskarsson í sima 673000.