Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1993, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1993, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Aukið sjónvarp Eitt af því, sem gæta þarf viö nýtingu á nýjum geira ljósvakans til aukins sjónvarps, er kostnaður viö móttöku rása á geiranum. Æskilegt er, aö notendur geti notaö sama loftnetið viö aö taka viö þeim 23 rásum, sem rúm- ast á geiranum, og sama afruglarann til aö ná myndinni. Þetta þýöir, að rétthöfum rásanna ber aö koma sér saman um sendingarstað og afruglunarkerfi, jafnvel þótt þeir standi aö öðru leyti í samkeppni. Sameiginlegt af- ruglunarkerfi kemur £dls ekki í veg fyrir, að hver rétt- hafi fyrir sig geti haft eigin læsingar á sínu efni. Annað brýnt atriöi er, aö ekki sé mörgum af þessum 23 rásum fómaö til aö senda samhliða fleiri en eina út- sendingu af sömu gervihnattarásinni. Mikilvægt er aö nýta sem bezt hvem þann geira ljósvakans, sem bætist viö, því aö mikill kostnaður fylgir hverjum nýjum geira. Þetta þýöir, aö þeir rétthafar rásanna, sem hyggjast nota þær aö einhverju leyti til viðstöðulauss endurvarps efnis frá gervihnöttum, ættu að koma sér saman um þetta endurvarp. Sameiginlegt endurvarp kemur ekki í veg fyrir samkeppni í eigin dagskrám rétthafanna. Þriðja mikilvæga atriöiö er, aö ekki sé fómaö rásum til aö raka dreifamar, það er að ná til skuggasvæða á Faxaflóasvæðinu. Til þess aö fullnýta rásimar 23 er skyn- samlegt að nota kapal til aö koma efninu til þessara svæða í staö þess að taka þrjár rásir undir hveija sendingu. Þetta er rökrétt afleiðing þess, aö geirinn, sem senn verður tekinn í notkun, er stundum kallaður „kapall í lofti“. Líta ber á hann sem eins konar ódýran kapal, sem ekki er fullkomin lausn og getur kallað á heföbundinn kapal í jörð til uppfyllingar á skuggasvæðum geislans. Þetta þýöir, aö rétthafar rásanna ættu aö koma sér saman um lagningu heföbundins kapals um skuggasvæð- in, þegar komiö hefur í ljós, hver þau em. Þetta þriöja atriði er eins og fyrri atriöin tvö fyrst og fremst þjóöhags- legt spamaðar- og hagvæmnisatriöi, sem hafa ber í huga. Með því aö nýta rásimar 23 sem bezt er hægt aö gera skömmtunina til rétthafanna sem minnsta. Forðast ber mistökin frá núverandi sjónvarpsgeira, sem er illa nýttur og hefur komiö á fót tvíokun Ríkisútvarpsins og íslenzka sjónvarpsfélagsins í aðgangi aö núverandi loftnetum. Þegar geiri springur, verður mismunun mifli rétthafa. Þeir, sem ekki komast fyrir á eldri geira, verða aö fara yfir þann þröskuld, aö notendur hafa ekki móttökubún- aö. Þeir rétthafar, sem fara á nýjan geira, hafa því snöggt- um lakari aöstööu en þeir, sem em á gamla geiranum. Þetta þýöir ekki aðeins, aö nýta ber hvem nýjan geira sem bezt, heldur einnig, aö hver nýr geiri er verðminni en þeir, sem fyrir em í notkun. Þetta skiptir máli, ef stjómvöld taka upp þá nýju stefnu aö selja eða leigja réttinn tfl að nota ljósvakann tfl sjónvarps. Slík stefnubreyting er hugsanleg, alveg eins og stjóm- völd gætu fariö að selja eða leigja aðgang að fiskimiðun- um, sem em miklu takmarkaöri auölind en ljósvakinn 1 loftinu. Slíkt væri pófltísk ákvöröun, sem yrði þá aö beita af víösýni og réttlæti og tfl efflngar samkeppni. Ef sú verður niðurstaðan, er rétt að verðleggja núver- andi sjónvarpsgeira Ríkisútvarpsins og íslenzka sjón- varpsfélagsins margfalt dýrar en geirann, sem nú hefur veriö ákveöið aö opna. Þegar þriöji geirinn veröur síðar opnaöur, ber aö veröleggja hann enn lægra en hina fyrri. Atriðin, sem hér hafa verið nefnd, em viðráöanleg. Hinn nýi sjónvarpsgeiri getur því fariö vel af staö og orðið tfl aö auka flölbreytni sjónvarpskosta almennings. Jónas Kristjánsson Frétt hljóðvarps ríkisins um al- þjóðaviðskipti í nafni Búnaðar- bankans svipti hulunni af furðu- legri starfsemi sem stunduð var í skjóli íslenska ríkisins. Búnaðar- bankinn er ríkisbanki eins og menn vita og forráðamenn hans hafa snúist af mikilli hörku gegn öllum hugmyndum um að breyta eignarhaldi hans. Hefðu áform um viðskipti með úraníum fyrir tílstM Búnaðarbankans náð fram að ganga kynni íslenska ríkið að hafa flækst í stóralvarlegt alþjóðlegt hneykslismál. Viðbrögð stjórnenda bankans voru í fyrstu á þann veg að þeir virtust ætla að skella skuldinni al- farið á aðra. Guðni Ágústsson, bankaráðsformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, gaf til kynna að tilraun hefði verið gerð til að beita bankann íjárkúgun af viðskiptavinum hans. Síðan breytt- ust svör Guðna og bankans auk þess sem brottrekstur viðkomandi starfsmanns var tilkynntur. Skýrsla til Alþingis Þessum sérkennilega kafla í sögu Búnaðarbankans er vonandi lokið. Sú spuming vaknar hins vegar hvort ekki sé nauðsynlegt fyrir bankann og eiganda hans, íslenska ríkið, að gera betur hreint fyrir sín- um dyrum. Bankaheimurinn er ekki stór og innan hans gilda sér- stök lögmál. Þeir sem fá illt orð á sig vegna furðulegra viðskipta, ekki síst á alþjóðavettvangi, geta orðið að gjalda þess með óhagstæð- ari viðskiptakjörum en efla. EðU- legt er að Alþingi, sem kýs menn í bankaráð Búnaðarbankans, verði gefin skýrsla um þetta mál. „Lesendur DV hafa getað fylgst með orðaskiptum okkar Páls Pétursson- ar. . . “ segir i texta greinarhöfundar. Alþingi og alþjóðavið- skipti Búnaðarbankans Sérstaka athygU hefur vakið að formaður bankaráðs Búnaðar- bankans hefur komið fram í fjöl- miðlum fyrir hönd hans í þessu máU. Ástæðan fyrir því er ef til viU verkaskipting milti bankaráðs og bankastjómar, þar sem banka- ráðsformaður sé eins konar mál- svari bankans. Skýringin kann einnig að vera sú að bankastjómin Uti þannig á að hinn brottrekni starfsmaður hafi starfað í sérstöku umboði bankaráðsins eða for- manns þess. í skýrslu til Alþingis um málið yrði væntanlega upplýst um hlut bankaráðs annars vegar og bankastjómar hins vegar í þessu máU. Einnig þarf að upplýsa hvem- ig staðiö var að ákvörðunum um að starfsemi af þessu tagi hófst í nafni og á vegum Búnaðarbankans. KjaUaiinn Björn Bjarnason alþingismaður jafnvel þótt ljóst sé að um óstaðfest- ar fréttir sé að ræöa. Þessi nýja túlkun Páls Pétursson- ar á eigin frumvarpi hefur ef til viU þegar leitt til þess að þingflokk- ur framsóknarmanna undir hans stjóm hafi krafist hinnar nauðsyn- legu skýrslu af bankamálaráð- herra til Alþingis um alþjóða- og vopnaviðskipti fyrir tilstuðlan Búnaðarbankans? Auðvitað færi best á því að fram- sóknarþingmaðurinn og banka- ráösformaöurinn Guðni Agústsson hefði sjálfur frumkvæði að því að gefa umbjóðendum sínum á Ai- þingi skýrslu um hin alþjóölegu viöskipti undir hans forsjá. Eru ekki hæg heimatökin fyrir Pál Pét- ursson að stuðla að því? Hin skrif- lega skýrsla þyrfti að birtast sem Frumkvæði Framsóknar- flokksins? Lesendur DV hafa getað fylgst meö orðaskiptum okkar Páls Pét- urssonar, formanns þingflokks framsóknarmanna, um frumvarp Páls varðandi skyldur ráöherra að viðlagðri refsiábyrgð til að skýra Alþingi rétt og satt frá. Benti ég á að PáU fór sjálfur með rangt mál þegar hann kynnti Alþingi þetta Ula undirbúna fmmvarp sitt. í til skyldu til að upplýsa Alþingi og fyrst, umræður um hana gætu far- DV-grein hinn 27. maí túlkar Páll nefndir þess um atburöi hér og er- ið fram þegar Alþingi kemur sam- frumvarpið á þann veg að það nái lendis sem getið er um í fjölmiðlum, an í haust. Bjöm Bjarnason „Þeir sem fá illt orð á sig vegna furðu- legra viðskipta, ekki síst á alþjóðavett- vangi, geta orðið að gjalda þess með óhagstæðari viðskiptakjörum en ella.“ Skoðanir aimarra Batnandi samkeppnisstaða „Aðilar vinnumarkaðarins hafa nú sýnt þann styrk við erfiðar aðstæður að framlengja þann stöð- ugleika sem við höfum búið viö undanfarin misseri, ... ef áform þeirra stæðust yröu kauphækkanir 12% meiri í viðskiptalöndum okkar en hér á landi, mælt í íslenskum krónum, á áðurnefndu tímabiU. Á sama tíma munu verðhækkanir verða 8% meiri en hér á landi. Samkeppnisstaða íslenskra atvinnuvega mun þannig batna um 10% vegna minni kostnaðarhækk- ana hérlendis en erlendis.“ Ásmundur Stefánsson í Mbl. 6. júní Kapítalismi í Kína „Sú stefna Dengs aö taka upp kapítatisma í efna- hagsmálum, en halda fast við alræði kommúnista- flokksins í stjómmálum, er sem sé ofan á í Kína. En hinn hraðvaxandi kapítatismi er óðum að yfir- taka efnahagslífið sem heild og við það á sér stað valdatilfærsla í raun frá Flokknum til stórlaxa í íjár- málum og atvinnurekstri. í Flokknum munu margir hafa af þessu verulegar áhyggjur, og er taUð að þar eigi sér stað talsverð togstreita milU íhaldsmanna og annarra sem fjölmiðlar kalla frjálslynda." Dagur Þorleifson í Tímanum 5. júní Líftæknin veldur byltingu „Spámenn nútímans segja að líftæknin muni valda byltingu á sviöi matvælaframleiðslu á næstu áratugum og bægt hungurvofunnni frá fátæku lönd- unum. Ekki mun þó þessi bylting vera að öUu leyti til heflla því hún mun raska mjög atvinnutækifærum í hinum hefðbundna landbúnaði. í auðugu löndunum tíðkast hins vegar drjúgar opinberar niöurgreiðslur til landbúnaðarframleiðslunnar. Þaö þykir ekki góð- ur kostur." Hulda Valtýsdóttir í Mbl. 6. júní

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.