Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1993, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 15 Eyðsluskattur í stað tekjuskatts - meiri spamaöur og lægri vextir Nú blasir við að virðisaukaskatt- ur á matvælum verður færður nið- ur í 14% um næstu áramót og nýr skattur á fjármagnstekjur lagður á. Hallinn á ríkissjóði minnkar ekki vegna þessara aðgerða og það vekur spumingar hversu raunhæft er að reikna með því að raunvextir geti lækkað svo nokkru nemi þegar horft er fram í tímann. Innan hag- fræðinnar hefur lengi verið rætt um skynsemi þess að leggja á eyðsluskatt í stað tekjuskatts. Hér á landi var Ólafur Bjömsson pró- fessor lengi talsmaður slíks skatts. Eyðsluskattur kemur jafnvel nú inn í umræður í Bandaríkjunum þar sem skattahækkanir eru í vændum vegna aukningar ríkisút- gjalda til heilbrigðismála. Eyðsluskattur í sinni einfóldustu mynd virkar þannig að eignaaukn- KjaUaiinn Vilhjálmur Egilsson framkvæmdasfjóri Verslunarráðs íslands „Innan hagfræðinnar hefur lengi verið rætt um skynsemi þess að leggja á eyðsluskatt 1 stað tekjuskatts.“ ing eða sparnaður er dreginn frá tekjum áður en þær koma til skatt- lagningar. Ef fólk eyðir meiru en það hefur tekjur bætist það við skattstofninn. Eyðsluskattur verð- launar þannig fólk sem sparar en gerir umframeyðslu afar dýra. Hjón með 200 þúsund króna mán- aöartekjur sem spara 10 þúsund að meðaltali á mánuði fengju 190 þús- und til skattlagningar. Ef þau eyða meim en 200 þúsund að meðaltali á mánuði er viðbótin skattlögð eins og tekjur. í eyðsluskatti koma allar fjár- magnstekjur sjálfkrafa til skatt- lagningar svo fremi sem þær eru notaðar í eyðslu. Komið er til móts við sparifjáreigendur með því að þeir sem t.d. láta innstæður, verð- bætur og vexti haldast inni á spari- fjárreikningum lenda ekki í skatti þar sem peningamir fara þá í sparnað en ekki í eyðslu. Eyðslu- skattur er því réttlátur að því leyti aö þeir sam hafa miklar fjármagns- tekjur greiða af þeim skatta eins og öðrum tekjum vegna þess að Greinarhöfundur segir að meginkosturinn við eyðsluskatt sé sá að hann er afar sparnaðarhvetjandi og sjálfsagt besta tækifærið til að ná niður vöxtum. fyrr eða síðar koma þær fram í eyöslu. Helstu útfærsluatriði Eyðsluskattur virkar eins og tekjuskattur að flestu leyti. Þannig haldast persónuafsláttur, barna- bætur og staðgreiðslukerfið eins og við þekkjum það. Eyðsluskatt- urinn yrði endanlega gerður upp eftir á eins og tekjuskatturinn nú. í sjálfu sér er hægt að viðhalda vaxtabótum vegna húsnæðislána en hins vegar ber líka að hafa í huga að sú eignaaukning sem myndast við niðurgreiðslu hús- næðislánanna kemur fram í minni skattlagningu. Eyðsluskattur kem- ur sér þvi vel fyrir fólk sem hefur mikla skuldabyrði. Helstu undan- þágurnar í eyðsluskatti yrðu vænt- anlega vegna fólks sem eykur skuldir sínar vegna þess aö ábyrgð- ir falla á það og umframeyðsla sem tengist námi og skuldaaukningu vegna námslána. Eyðsluskattur í stað tekjuskatts getur því bæði virkað sem réttlæt- ismál þar sem fjármagnstekjur eru skattlagðar eins og aðrar tekjur ef þeim eræytt. En meginkosturinn við eyðsluskatt er að hann er afar spamaðarhvetjandi og sjálfsagt besta tækið til að ná niður vöxtum. Vilhjálmur Egilsson Til Einars Kárasonar: Kastalahrun Fyrir nokkru kynnti Reykjavík- urborg teikningar og hugmyndir aö menningarmiöstöð á Korpúlfs- stöðum og stuttu síðar kom yfirlýs- ing frá stjóm Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) varðandi þá hug- mynd og hvernig að málum var staðið. Yfirlýsingin hefur orðið Einari Kárasyni tilefni skrifa í DV 19. mai sl. Yfirlýsing BÍL er fyrst og fremst um það að aðgerðir stjórnvalda í menningarmálum eigi að byggja á almennri samstöðu, áhuga, þekk- ingu, skýrum forsendum og að tek- ið verði tillit til sjónarmiða þeirra Ustamanna sem í landinu búa. Hins vegar má rétt vera að forseti BÍL hafi gengiö fulllangt í túlkun á þessari yfirlýsingu, Tónhstarhúsi til framdráttar, og engum kunnugt um að BÍL hafi sett menningar- framkvæmdir í forgangsröð. Tón- Ustarhús er ekki efst á óskaUsta myndUstarmanna. Gagnrýni þeirra á Korpúlfsstaðafram- kvæmdimar beinist ekki gegn Listasafni Reykjavíkur enda hafa þeir fuUan skfining á þörf þess fyr- KjáQarinn Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður ir bætta aðstöðu til sýningarhalds o.fl., heldur er hún á þá póUtísku aðferð sem notuð var og kem ég þá að kjama málsins. Gömul hugmynd Einari er ekkert metnaðarmál að Korpúlfsstaðir eða póUtískt valda- kerfi í menningarmálum grotni niður. „Góð og rétt“ ákvörðun borgaryfirvalda í þessu máli kemur hins vegar tuttugu árum eftir að myndUstarmenn lögðu hugmynd- ina fyrst fram og því Ijóst að hún er ekki ný og ekki Davíðs Oddsson- ar en yfirvöld vantaði þó alltaf eitt- hvert bitastætt tilefni til aö fram- kvæma hana þar til nýlega. Per- sónulegur áhugi og stórhugur stjómmálamanns afskræmir hug- mynd myndUstarmanna og úr veröur „hof listanna" og Erró-safn. Einar dáist að og treystir þessum athafnaskáldum í menningarlífinu og því má ætla að hann fagnaði því ef forsætisráðherra tæki sér fyrir hendur að skrifa bókmenntasögu þjóðarinnar með sama hætti og myndUstarsöguna. Og treysti Ein- ar yfirvöldunum til sUkra verka má vel reikna meö að hann tæki við opinbem bókasafni sem kennt yrði við hann eða áhka rithöfunda í bragga við ReykjavíkurflugvöU. Ef til viU stendur eitthvað slíkt til og „rausnarleg og óverðskulduð" gjöf á leiðinni frá Einari Kárasyni. KorpúlfsstaðamáUð er á margan hátt skýrt og ákjósanlegt dæmi um vinnubrögð stjómkerfis sem er meingaUað og vel þess virði að breyta. Stjómkerfið er hins vegar sá kastali sem Einar viU bjarga frá hmni en aðrir vUja að falh. MáUð snýst þvi ekki um húsafriðun og sé þaö stóra máUð í huga Einars mæUst ég tíl þess að hann kynni sér teikningar að nýjum Korpúlfs- stööum og svari af hreinskUni hvort hann geti skrifaö upp á þær. Kjarni málsins Einar skilur ekki kjarna þessa máls og því eðUlegt að hann rísi upp tíl vamar póUtíkusunum þegar þeim dettur í hug að gera eitthvað fyrir sjálfa sig í nafni Usta og menn- ingar. Yfirvöld hafa hins vegar aUt- af verið „lögregla og slökkviUðið" í menningarmálum á íslandi og þurfa ekki á hjálp Ustamanna að halda í því starfi sínu. Hræðsla Einars við að samtök listamanna „geri eitthvað eða segi sem hægt er að nota menningunni tU háðung- ar og vansa“ er hlægUeg og að hon- um detti í hug að „hinar eilífu smá- sáUr og öfundarmenn Usta“ hætti að þjóna lund sinni í þeim efnum að beiöni samtaka Ustamanna er hreinn bamaskapur. En að þeir tímar séu upp runnir að rithöfund- ar verji þetta kerfi jafn aumum til- finninga- og hræðslurökum segir mér margt um ástand þeirra og er mér vísbending um það hversu langt stjórnmálamenn geta leitt þessa þjóö. AUtaf er þó bót í máU að þaö er nokkurn veginn sama hversu vel minnisvarðamir em byggöir, gras- ið nær alltaf að sá sér í spmngum- ar. Og grasrót Ustanna fer ekki að heimskra manna ráði. Kristinn E. Hrafnsson „Persónulegur áhugi og stórhugur stjórnmálamanns afskræmir hugmynd myndlistarmanna og úr verður „hof listanna“ og Erró-safn.“ byggðamál „Þetta mál er á athugun- arstigi og niö- urstaðan enn óviss. Þarna spilar inn í mat beggja aðila á hlut Akureyrar- bæjar í Landsvirkjun sem getur venð úrsUtaatriði. Það er verið að ræða um að stofnaö veröi orkusölufyrirtæki og þá kæmi hlutur Akureyrar í Landsvirkjun þar inn sem hlutafé. Rikisvaldið er þarna að sýna viðleitni í þá átt sem alltaf er verið að ræða um en minna hefur orðið úr, að auka vægi landsbyggðarinnar til móts við höfuðborgina og að öUum rík- isstofhunum sé ekki hrúgaö nið- ur í Reykjavík. Ef af þessu verður yrði það tU þess að styrkja lands- byggðina verulega og þá ekki síst Akureyri. Ég vænti þess líka að þetta leiddi til hagræðingar sem þýddi að orkuverð hér á svæðinu myndi Iækka. Ég sé fyrir mér fyrirtæki á Akureyri sem starfaöi um allt land g hefði 50-70 starfs- menn. Auövitað er hluti þess fólks þegar í störfum á Akureyri en þetta myndi tvímælalaust hleypa nýju lífi í atvinnulífið á Akureyri. Varðandi það hvort sé verið aö taka frara fyrir hendur nefndar, sem á að vinna að flutn- ingi opinberra stofnana út á land, fæ ég ekki séð að svo sé, það er stjórnvalda að taka ákvörðun í þessum efhum. Þetta er fyrst og fremst gríöarlegt byggðarmál og vonandi bara byijunin á ein- hverju meiru.“ Glsii Bragi Hjartar- son, baejartulltrúi Alþýðuflokksins. uppboð „Ég tel eðli- legt að flytja höfuðstöðvar Rafmagns- veitna ríkis- ins frá Reykjavík vegna þess að markaðs- ' . _ _____ svæði þeirra son, á sæti í nefnd er allt utan um flutning rikis- borgarinnar, stofnana út á land. Markaður RARIK er stærstur á Austurlandi og það eitt ætti aö vera nægjanleg rök fýrir að flytja fýrirtækíð austur. Síöan má nefna þau rök að sú vatnsorka, sera við komura til með að nýta á næstu árura og áratugum, er að verulegum hluta hér austan- lands. Þá finnst mér þessi sölu- mennska sem þetta lyktar af frá Akureyringutn heldur ógeðfelld og ég hugsa til þess með skelfingu ef þaö starf sem viö höfum verið að vinna í nefndinni á að enda á einhverju allsherjaruppboði þar sem sveitarfélögin Jeggja undir. Þaö liggur fyrir að meginástæðan fyrir þeirri umræðu sem komin er upp um að flytja höfuðstöðvar RARiK til Akureyrar er hlutur Akureyrar í Landsvirkjun. Þaö er jafiiframt verið aö huga aö vanda Hitaveitu Akureyrar. Gangi þetta eftir fara sveitarfé- iögin í landinu að standa á torg- um og bjóða í einstök ríkisfyrir- tæki með hlunnindum til að ná þeim til sín. Ég sé í sjálfu sér ekkert athugavert viö að höfuð- stöðvar RARIK verði á Akureyri en harma að Akureyringar skuli láta hafa sig út í að auka þennan byggðaslag." gk-Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.