Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1993, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1993, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 Veiðivon________________________________ Hörkubyrjun í Blöndu: Veiddu fjóra laxa fyrsta veiðidaginn - fréttir úr öllum ánum sem hafa verið opnaðar „Viö erum hörkuhressir með þessa byrjun í Blöndu. Það veiddust fjórir laxar á opnunardaginn,“ sagði Ing- ólfur Ólafsson, leigutaki Blöndu, í gærkvöldi. En veiðin hófst í Blöndu á laugardaginn. „Þetta voru tveir 13 punda og tveir 12 punda, fiskarnir veiddust á devon og maðk. Við missum þrjá fiska á þessum fyrsta veiðidegi. Daginn eftir veiddist einn lax. Fyrsti laxinn í fyrra veiddist á þriðja degi, svo þetta er miklu, miklu betra,“ sagði Ingólfur í lokin. Fjórir af níu löxum niðurgöngufiskar „Laxá á Ásum hefur gefið 9 laxa, 5 á rétti leið upp ána en 4 laxa á leið niður. Fjórir af þessum níu eru nið- urgöngufiskar,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr ánni í gærdag, Opnunarhollið í Blöndu veiddi 4 laxa og var myndin tekin af hópnum við veiðihúsið um kvöldið. DV-mynd Ó Norðurá hafði gefið 23 laxa i gærkvöldi en áin gaf 7 laxa í gær. A myndinni eru Snæbjörn Kristjánsson og Hall- dór Sigurþórsson með lax úr ánni. DV-mynd G.Bender með aðeins einn lax eftir dag í ánni, 11 punda fisk. „Við urðum varir við annan lax í ánni, annars var þetta rosalega ró- legt. Við fengum fiskinn í Dulsunum. Allir laxarnir sem veiðst hafa hafa komið á maðkinn. Stærsti laxinn er 14 pund en niöurgöngulaxarnir eru 5 og 4 pund. Það hefur verið gott veður á daginn við Ásana en á nótt- inni er kalt. Það hefur örugglega haft mikil áhrif á fiskgöngur í ána,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur. Þverá ekki nema fimm gráður „Við opnunina í Kjarrá veiddist einn fiskur á þremur dögum, 10,5 punda fiskur, og svo veiddist annar 12 punda í dag. Það eru bændadagar í Kjarrá þessa dagana," sagði Óli Hrútfjörð, kokkur í veiðihúsinu við Þverá í Borgarfirði, í gærkvöldi. „Þveráin hefur gefið 11 laxa og hann er 14,5 pund sá stærsti ennþá. Áin er ekki nema fimm gráður svo það er ekki ekki von á miklu ennþá, en þetta kemur,“ sagði Óli ennfrem- ur. Norðurá gaf 7 laxa í gærdag „Norðuráin gaf 7 laxa í dag svo hún hefur gefið 23 laxa. Áin hefur hreins- að sig verulega síðan um helgi,“ sagði tíðindamaður okkar á bökkum Norð- urár í gærkvöldi. „Ég held að það verði veisla þegar líður á vikuna og áin fer í sitt rétta horf,“ sagði okkar maður á bakkan- um. -G.Bender Tilkynningar Flóamarkaður F.E.F. Félag einstæðra foreldra heldur flóa- markað í Skeljanesi 6, Skerjafirði, í kvöld, þriðjudagskvöld kl. 20 22. Mikið og gott úrval af fatnaði, búsáhöldum og fleiru. Félag eldri borgara í Reykjavík Opið hús í Risinu kl. 13-17 í dag, frjáls spilamennska. Danskennsla Sigvalda kl. 20. Laugardag 12. júní fara Göngu-Hrólfar með rútu í Skíðaskálann, létt og skemmtileg ganga um Hveradali. Veit- ingar í skálanum að göngu lokinni. Skrá- setning á skrifstofu félagsins, s. 28812. Grænirdagar í Kópavogi Undanfarin ár hefur trjárækt aukist gíf- urlega í landi Kópavogs. Á sumrin hefur Vinnuskóli Kópavogs í samstarfi við Skógræktarfélag Kópavogs gróðursett um 60 þúsund tré á sumri og í sumar heldur það áfram. Dagana 7.-13. júni er ætlunin að fegra hæjarlandið í samstarfi við bæjarbúa með trjáræktarátaki sem gengur undir nafninu „Grænir dagar“. Dreift hefur verið upplýsingum um grænu dagana á hvert heimili í Kópavogi þar sem bæjarbúar geta séð hvenær gróð- ursetning fer fram nálægt þeirra heimili. Sýningar Brúðubílsins Miðvikudaginn 9. júní verðpur Brúðubíl- inn í Fífuseli kl. 10 og Freyjugötu kl. 14. Tapað fundið Páfagaukur tapaðist Gulur páfagaukur flaug út um glugga á Nesvegi sl. laugardagskvöldið. Ef einhver getur gefið upplýsingar um hann þá vin- samlegast hringið í síma 612326. Eigendaskipti á Fil A Fil Eigendaskipti urðu á versluninni Fil A Fil í Borgarkringlunni í mai. Nýir eigend- ur eru Margrét Rögnvaldsdóttir og Hlin Kristinsdóttir. Verslunin býður upp á skyrtur á dömur og herra á öllum aldri. Þá býður verslunin á herraskyrtur með extralöngum enmun. Einnig er mikið úrval af silkiklútum, bindum og slaufum á dömur og herra. Verslunin Barnaland flytur Nýlega flutti verslunin Bamaland í bjart og vistlegt húsnæði að Skólavörðustíg 21a, (Fatabúðarhúsið). Bamaland, sem er umboðsala meö notaðar bamavörur, hefur í nokkur ár haft á boðstólum úrvai af bamavögnum, kerrnm, rúmum og fl. Áður var verslunin til húsa að Njálsgötu 65. Einnig er í versluninni hægt að fá leigðar ýmsar bamavörur. Eigandi versl- unarinnar er Hilmar Öm Gunnarsson en hann tók við rekstri Bamalands fyrir ári. Ættarmót afkomenda Stakkadalssystra Sunnudaginn 13. júni nk. verður í félags- heimilinu Fólkvangi á Kjalamesi ættar- mót afkomenda Jóhaimesar Jónssonar bónda og Herborgar Zakaríasdóttur Stakkadal í Aðalvik 1850-1886. Böm Jó- hannesar og Herborgar vom Ragnhildur, Friðrik, Jónína og Guðrún. Friðrik, er fluttist til Vesturheims, og Jónína létust bamlaus. Ragnhildur og m.h. Hjálmar Jónsson, útvegsbóndi Stakkadal og Látr- um, áttu fjóra syni. Guðrún og m.h. Ámi Gíslason, Látrum, áttu einn son. Frá Ragnhildi og Guðrúnu er margt afkom- enda. Sumar í Sigtúni Út er komið garðyrlguritið Sumar í Sig- túni. Er það í stóm broti, 48 litprentaðar blaðsíður. Blaðið er hið eigulegasta að ailri gerð - vandað að útliti, vel upp sett og prentað í prentsmiðjunni Odda. Blómaval gefúr út. í því má finna marg- víslegar greinar og fróðleik sem tengist sumri og sól - svo sem um rósir, blóma- rækt, garðyrkju, tijárækt, hollustuvörur og útivist ýmiss konar. Með útgáfú þessa sumarblaðs bryddar Blómaval upp á nýj- ung í starfsemi sinni og hefur fengið til liðs við sig fjölmörg fyrirtæki sem kynna framleiðslu sína og vöruframboð á mjög upplýsandi máta. Blaðinu verður dreift ókeypis til viðskiptavina í verslun Blómavals næstu daga. Viðskiptavinir úti á landi geta fengið blaðið sent ef þeir æskja þess. Leikhús dv í ÞJÓÐLEKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðiö kl. 20.00: KÆRA JELENA eftir Ljúdmilu Razumovskaju. Á morgun, 9/6, fim. 10/6. Aðeins þessar 2 sýningar. KJAFTAGANGUR eftir Neil Simon. Lau. 12/6, örfá sæti laus, sun. 13/6, örfá sæti laus. Siðustu sýningar þessa lelkárs. MY FAIR LADY söngleikur eftir Lerner og Loeve. Allra síðasta sýning. Fös. 11 /6, nokkur sæti laus. LEIKFERÐ RÍTA GENGUR MENNTA- VEGINN eftir Willy Russel Þrd. 8/6 kl. 20.30 - Logaland i Borgarf irði. Mvd. 9/6 kl. 20.30 - Borgarnes. Fld.10/6 kl. 20.30 -Ólafsvík. Föd. 11/6 kl. 20.30-Stykkishólmur. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Miða- pantanlr frá kl. 10.00 vlrka daga I sima 11200. Qreiðslukortaþj. -Græna línan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015. Þjóðleikhúsið -góða skemmtun. Gönguskór töpuðust Ef einhver hefur fundiö dökkbrúna Skarpa gönguskó á bilastæðinu við Dal- hús 25-35 eða á leiðinni Dalhús-Miðhús þá vinsamlegast hringið í síma 679024. Námskeið Námskeið í skyndihjálp Reykjavikurdeild RKJ gengst fyrir nám- skeiði í skyndilijálp og hefst það miðviku- daginn 9. júni. Kennt verður 4 kvöld. Kennsludagar verða 9., 10., 16. og 21. júní. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir. Þátttaka er heimil öllum 16 ára og eldri. Námskeiðið verður haldið í Ármúla 34, 3. h. (Múlabæ). Þeir sem hafa áhuga á að komast á þetta námskeið geta skráð sig í síma 688188 frá kl. 8-16. Námskeiðs- gjald er 4000 kr. Skuldlausir félagar í RKÍ fá 50% afslátt. Einnig fá nemendur í framhaldsskóla og háskóla 50% afslátt. Fyrirlestrar Líffræðifélag íslands Næsti fyrirlestur Líffræðifélagsins verð- ur haldinn í dag, 8. júni, og verður fyrir- lesari dr. John P. Ball frá Háskólanum í Umeá í Svíðþjóð. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og nefnist hann: Tilraunir með hlutverk fæðu í búsvæðavali anda og fæðuvenjur anda í í kafi. (Experiments on the role of food in habitat use by ducks and their underwater feeding behavio- ur). Fyrirlesturinn verður haldinn í Ámagarði, húsi Háskóla íslands, stofu 201 og hefst kl. 20.30 og er hann öllum opinn. Fundir Gæði í skólastarfi Á aðalfundi Landssamtakanna Heimili og skóli, sem verður haldinn í Komhlöð- unni (bakhús Lækjarbrekku) miðviku- daginn 9. júni kl. 20.30, flytur dr. Stefán Baldursson erindi um gæði í skólastarfi. Dr. Stefán hefur m.a. unnið að tillögum um framkvæmd gæðamats í skólum í nefnd á vegum Skólamálaráðs Reykja- vikur en hann á einnig sæti í nefnd um mótun menntastefnu sem skilaði áfanga- skýrslu í vetur. Fundargestum gefst tækifæri til fyrirspurna að erindi loknu. Venjuleg aðalfundarstörf að loknum umræðum. A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA I ASKRIFT I SiMA tímarit fyrir alla 632700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.