Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1993, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1993, Page 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rítstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993. ísafjörður: Kría kom upp um þjófana Lögreglan á ísafirði gómaði tvo bensínþjófa á flugvellinum á ísafirði á þriðja tímanum í nótt. Lögreglan var á venjubundinni eftirlitsferð þeg- ar hún sá til félaganna og hlupu þeir og reyndu að fela sig. Með góðri sam- vinnu við fljúgandi vini sína tókst lögreglunni að klófesta þjófana þegar kría, sem var ósátt við nærveru þeirra, stakk sér yfir höfði þeirra. Mennirnir voru fluttir á lögreglu- stöðina og sleppt eftir yfirheyrslur. Þeir hafa báðir komið við sögu lög- reglu áöur. -pp PatreksQörður: Eldur í smábát Eldur kom upp í Þórmundi RE, sex tonna plastbát, í höfninni á Patreks- firði í gær. Slökkvilið var kallað á staðinn og réð það niðulögum eldsins á skömm- um tíma. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá olíueldavél og er lúk- ar, stýrishús og siglingatæki mikið skemmdefekkiónýt. -pp Brotistinní tískuvöruverslun Brotist var inn í tískuvöruverslun við Laugaveg 61 í nótt. Enginn var handtekinn í tengslum við innbrotið en aðfaranótt sunnudags var brotist inn í sama fyrirtæki og einnig í þrjú önnur í sama húsi. Ekki er vitað hvort sömu aðilar voru á ferð í bæði skiptin. -PP Mývetningarráku féáfjallígær Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það var gert samkomulag sem ,kalla má málamiðlun svo að Mývetn- ingar eru ekki að brjóta neitt þótt þeir reki upp fé á þessum tíma,“ seg- ir Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri um upprekstur Mývetninga á fé sínu sem hófst í gær. Gert var samkomulag, sem Skútu- staðahreppur, jarðanefnd S-Þingeyj- arsýslu og fulltrúi Landgræðslunnar voru aðilar að, en það heimilar Mý- vetningum að reka fé sitt á Mývatns- öræfi í áfóngum. Nú í vikunni mátti samkvæmt samkomulaginu reka 15% fjárins til fjalla og var það gert í gær. Sveinn Runólfsson skoðaði afréttarlöndin um helgina og fór fram á að upprekstrinum yrði frestað í einhveija daga vegna lélegs ástands gróöurins en bændurnir töldu sig ekki geta oröið við þeim tilmælum. LOKI Eru aðrir Stuðmenn tilbúnir í tuskið? Tvítug stulka féll 1 Hvítá 1 gærkvöldi: Stúlkan fannst staði í morgun Stúlka, sem féll í Hvítá i Borgar- firði um klukkan tíu í gærkvöldi, fannst látin í ánni við Þorgauts- staöi, skammt austur af bænum Siðumúla, um ldukkan sjö í morg- un. Leitað var í alla nótt að stúlkunni við góð skilyrði og gekk fjöldi fólks úr héraðinu meðfram ánni auk fólks úr sumarbústöðum í Húsa- felli. Björgunarsveitin Ok, úr upp- sveitum Borgarfiarðar, tók einnig þátt í leitinni, einkaflugvél úr Borg- arnesi leitaði úr lofti ásamt þyrlu landlielgisgæslunnar sem var farin í loftiö um 19 mínúíum eftir að til- kynning um óhappiö barst til Land- helgisgæslunnar. Húsafell ,-S>' Skarösheíöi DV Stúlkan var í sumarhúsi i Húsa- felli ásamt foreldrum sínum. Hún ætlaöi að vaða út i Hvitá, um einn kílómetra fyrir ofan ármót Hvítár og Norðlingafljóts, þegar slysið varð. Skammt fyrir neðan fellur áin i þunguin stokki og er straúm- hörð. Til stóð að þyrla Landhelgisgæsl-: unnar færi aftur til leitar í morgun og einnig leitarmenn úr björgunar- sveitinni Brák i Borgarnesi en ekki kom til þess. Stúlkan var úr Reykjavík, ógrft og barnlaus. Ekki er hægt aö greina frá nafni hennar að svo stöddu. -pp ítalska skemmtiterðaskipið Dapne kom til Akureyrar í gær en þetta er fyrsta koma skemmtiferðaskips af 28 sem verða til bæjarins í sumar. Dapne lá úti á Pollinum en farþegar voru ferjaðir i land og margir þeirra brugðu sér i dagsferð austur á bóginn, m.a. til Mývatns. DV-mynd gk Veðriðámorgun: ÞuirtáSuð- vestur- og Vesturlandi V o Á morgun verður austan- og ° norðaustanátt, stinningskaldi eða allhvasst á norðanveröum Vestfjörðum en yfirleitt mun hægari annars staðar. Rigning verður einkum um austanvcrt landið og með noröurströndinni en lengst af þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti 6-14 stig. Veðrið í dag er á bls. 28 Nei, takk - segir Jakob Frímann „Ef til mín yrði leitað myndi ég segja takk en nei, takk,“ sagði Jakob Frímann Magnússon, menningar- fulltrúi íslands í London, í samtali við DV í morgun, aðspurður hvort hann tæki boði um að gerast bæjar- stjóri í Hafnarfirði, nú þegar Guð- mundur Árni Stefánsson er að verða heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra. Fleiri nöfn hafa komið upp, meðal þeirra bæjarfulltrúanna Tryggva Harðarsonar, Ingvars Victorssonar og Jónu Óskar Guðjónsdóttur, for- setabæjarstjórnar. -bjb Ögmundur Jónasson: Dæmiðekkiverið hugsaðtilenda „Á fundinum lýstu ráðherrar því yfir að ekki væri að vænta teljandi niðurskurðar í samneyslunni. Við eigum ekki annarra kosta völ en taka þá trúanlega. Það vekur hins vegar undrun hvað þessi samningamál eru vanhugsuð og byggð á miklum sandi. Þrátt fyrir alla yfirleguna í tengslum viö samninga ÁSÍ og VSÍ hafa menn ekki hugsað dæmið til enda. Við er- um forviða á því hversu allt er svíf- andi í þessum málum,“ segir Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB. Opinherir starfsmenn, kennarar og bankamenn gengu á fund ríkis- stjómarinnar í gær til að ræða stöð- una í samningamálunum. Á fundin- um fengust þær upplýsingar að ekki stæði til að grípa til stórkostlegs nið- urskurðar í opinberum rekstri vegna nýgerðs kjarasamnings ASÍ og VSÍ. Þess í stað yrði auknum útgjöldum ríkisins mætt með auknum sköttum oglántöku. -kaa SVR hlutafélag Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn ætla að leggja til á næsta borgarráðsfundi að Strætis- vögnum Rekjavíkur veröi breytt í hlutafélag í eigu borgarinnar. Breyt- ingar á rekstrarformi SVR verða kynntar á fundi með starfsmönnum SVR í dag en ekki er búist við að neinum starfsmönnum verði sagt upp. -GHS Varnarliðsviðræður Sendinefnd Bandaríkjasijómar kom hingað til lands í gær til að ræða við íslensk yfirvöld um fyrir- hugaðan niðurskurð til varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli. Viðræð- urnar munu hefiast í dag. Vamar- samningur íslendinga og Banda- ríkjamanna hefur verið í gildi frá 1951 en undanfarin ár hafa sfióm- völd vestanhafs lýst yfir þeim vilja símun að draga úr kostnaði við rekst- urKeflavíkurflugvallar. -bm RAFMOTORAR Powlgen SuAuriandsbraut 10. S. 686489. ÞREFALDUR1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.