Alþýðublaðið - 23.03.1967, Síða 4

Alþýðublaðið - 23.03.1967, Síða 4
/MztAi&mmm Eitstjóri: Bonodikt Gröndnl. Sinwr 14900—14903. — Auglýslngasími: 14906. — ASsetur: Alþýðuhúsiö við Hverfisgötu, Bvik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Síini 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa- Eölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Aiþýðuflok’kurinn. Lækkun kosningaaldursins 'FRAM ER KOMIÐ stjórnarfrumvarp um lækkun • f osningaaldursins í tuttugu ár, og virðist einsýntr áð' "^■■að verði að lögum á þessu þingi. Er hér um að ræða ‘ ■^nálj sem Alþýðuflokkurinn hefur mjög beitt sér fyr--' enda átti hann frumkvæði að hugmyndinni um t.ekkun kosningaaldursins. Reynist það mjög í sam- ræmi við afstöðu hans allt frá því að áhrifa hans tók að gæta hér á landi. Rökin fyrir lækkun kosningaaldurs skulu hér ekki rakin. Þau eru í meginatriðum kunn öllum lands- ruönnum. Ber að fagna því, að íslendingar taka í fséssu efni forustu á Norðurlöndum ásamt Svíum. f vosningaaldurinn hérlendis verður lægri en í Dari- ' ♦ iörku, Finnlandi og Noregi, þegar rimrætt frum- varp er orðið að lögum. Margir vilja, að kosningaaldurinn sé þegar lækkað ur í átján ár, eins og Alþýðuflokkurinn lagði til upp t 'iflega. Um það náðist hins vegar ekki samkomu- Fag. Getur Alþýðuflokkurinn og eftir a-tvikum sætt sig við, að lækkun kosningaaldursins verði fram- itvæmd í áföngum, þó að sú lausn taki nokkur ár. £r að því ráði horfið víða á Vesturlöndum um af- greiðslu hliðstæðra mála. Hins vegar mun Alþýðu- flokkurinn ótrauður vinna áfram að því, að hugmynd in um átján ára kosningaaldur verði sem fyrst að veruleika. Skiptir vissulega miklu, að unga fólkið afli henni fylgis með þjóðinni án tillits til flokka og stjórn málaskoðana. Málið er fyrst og fremst þess. Læklcun kosningaaldursins, fyrst í tuttugu ár Qg síðan átján ár, mun verða til þess að auka áhuga æskunnar á stjórnmálum og þjóðarbúskap okkar ís- íendinga. Ber mjög að fagna þeirri þróun. Jafnframt ætti að auka félagsfræðikennsluna í skólum okkar cð mun. Unga fólkið þarf fræðslu um stjórnmál til að geta myndað sér sjálfstæðar skoðanir og tekið af- stöðu til flokka og málefna. Þekking verður til að iíoma í því efni, en ekki sá hvimleiði áróður, sem eán tíðkazt, en ætti að vera öllum aðilum ógeðfelld- uk Færi vel á því, að íslendingar hefðu forystu um þá f;j'óun í menningu og félagsmálum. Ekkert myndi f vemur endurnýja íslenzk stjórnmál. Þetta mál er táknrænt um íslenzka félagsmálaþró ui. Hér ríkir í því efni frjálslyndi og víðsýni þjóðar, í : m hefur áunnið sér sjálfstæði, velmegun og frelsi. .iendingar trúa á æskuna og treysta henni. Hún er c, \ sannarlega trausts verðug. Því er lækkun kosninga a'dursins sanngirnismál, sem allir stjórnmálaflokkar I afa þokazt til fylgis við. Alþýðuflokknum er fagnað arefni, að þessi hugmynd hans skuli svo vel á veg < unin sem raun ber vitni. 4- 23. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ AÐALFUNDUR Litlafell r B ® Sjómannafélags Hafnarfjarðar verður haldinn sunnudaginn 26. marz kl. 4 s.d. í kaffisal Bæj- arútgerðarinnar. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. STJÓRNIN. i slipp Eins og skýrt var frá hér í blað- inu í gær lenti olíuskip SÍS, Litla fell, í miklum hrakningum í stór- sjó á Brciðafirði sl. mánudags- morgun, er stýrisútbúnaðurinn bilaði og skipið rak stjórnlaust fyrir vindi. Rétt fyrir hádegi í gær kom svo togarinn Þorkéll máni með Þkipið til Reykjavíkur. Var þá farmurinn losaður úr því í Ör- AÐALFUNDUR Byggingarsamvinnufélags verkamanna og sjó- manna verður haldinn 30. marz kl. 8.00 e. h. í Breiðfirðingabúð. firisey, en síðan átti að draga skipið í slipp. í gærkvöldi mun svo hafa verið hafizt lianda um að kanna skemmdirnar í stýrisút- búnaðinum. Verður væntanlega ljóst í dag, hvað biluninni olli. D A G S KR Á: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Rafvélavirki eða rafvirki, vanur véla og háspennutenging- um óskast. Upplýsingar gefur Jón Helgason, Egilsstöðum og Erling Garðar Jónasson, Rafmagnsveitum ríkisins, Laugavegi 116. — Sími 17400. T'rúlof unarhringar Sendum gegn póstkröfu. Fljót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson 1 gullsmiður Bankastræti 12. ★ PÁSKAFRÍ. Þá cr páskafríið byrjáð, lengsta samfellda frí ársins hjá flestum, því æ gerist nú algengara, að ekki sé unnið á laugardögum, því fimm daga vinnuvika er að verða staðreynd í flest- um starfsgreinum. Oft hefur verið á það bcnt, að í rauninni er það fáránlegt, að skipa svo fyrir, að kvikmyndahús og aði’ir skemmtistaðir skuli vera lokaðir þessa daga og ekki opna aftur fyrr en á annan í páskum. Annar í páskum er almennur skemmtidagur, og gera menn sér gjarna glaðan dag, þótt virkur dagur sé þá að morgni, en al- gengt mun þó að menn séu heldur framlágir á vinnustöðum á þriðja i páskum. Það mundi áreiðanlega bæta borgarbraginn talsvert þessa daga, ef leyft væri að hafa kvikmyndahús opin og aðra .skemmtistaði, og víst er að við mundum engu verri menn fyrir bragðið. Þjóðir, sem hiklaust má telja talsvert trú- og kirkjuræknari en okkur íslend- inga, hafa fyrir löngu lagt niður skinlielgina, sem hér loðir enn við. Sá, scm þetta ritar, var fyrir nokkrum árum í skóla erlendis, og þar var kennt bæði skírdag, föstudaginn langa og laugardag fyrir páska, en páskaleyfi liófst eftir þann dag og stóð í eina viku. F.kki sakar að taka það fram, að þetta var ekki í Au-Evrópu, heldur í Bandaríkjunum. ★ SJÓNVARPSBÍÓ. ■ Eins og nú háttar eru öll kvik- myndahúsin i Reykjavík lokuð frá skírdegi og þangað til á annan í páskum. Nú er hins vegar ljóst, af fréttum, að í sjónvarpinu eigum við þess kost að sjá forláta kvikmynd á laugardagskvöldið, þar sem fjallað er um líf Rembrandts. Hlýtur nú að verða ljóst, að engu máli skiptir hvort menn horfa á kvikmyndir heima hjá sér eða fara í kvikmyndahús til þess, og meö þessari fyrirhuguðu kvikmyndasýningu sjónvarps- ins, sem auðvitað er í alla staði sjálfsögð og eðlileg er forsendan fallin fyrir því, að hafa kvikmynda- lnisin lokuð a.m.k. laugardaginn fyrir páska. — Verður fróðlegt að sjá hvernig valdhafar bregðast nú við, þvi vafalaust verður þess ekki langt að bíða, að félag kvikmyndahúsaeigenda fari fram á það, að njóta sömu réttinda og sjónvarpið í þess- um efnum. Varla geta yfirvöld verið þekkt fyrir að veita sjónvarpinu, þótt alls góðs maklegt sé, einokunaraðstöðu til kvikmyndasýninga á þessum degi? Við, höfum þessi orð ekki fleiri, en lesendum okkar óskum við gle'ðilegra páska og góðrar hvíldar þessa fi’ídaga. — K a r 1. I

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.