Alþýðublaðið - 23.03.1967, Síða 14

Alþýðublaðið - 23.03.1967, Síða 14
 Ðr. Jakofc Framliald úr opnu. stefna varð þeim fagnaðarerindi vim hið stéttlausa „guðsríki” og flokkurinn varð þeim „kirkja,” sem ekki þoldi hina kristnu kirkju við hlið sér. Það er mál út af fyrir sig, hvaða áhrif það kynni að hafa fyrir framvindu mannlífsins, ef kommúnistum tækist að losa sig úr viðjum 19. aldar heimspekinnar. En við, sem erum lýðræðissinnar á grundvelli jafnaðarstefnunnar, verðum að vera nógu raunsæir til að sjá, að kommúnistar eru ekki einir um að lafa í efnishyiggjunni. Hún náði einnig tökum á Norðurlöndum, og meðal annars hér á íslandi. I>að eru þrír aldarfjórðungar síðan þess fór að gæta í íslenzku þjóðlifi, að helgidagurinn væri minna og minna metinn. En tómstundirnar urðu menn að nota til einhvers. Þegar ekkert var um skipulagsbundið „tóm- stundastarf” eða „skemmtana- líf,” var eiginlega ekki nema um tvennt að ræða. Afsala sér hvildardeginum, halda áfram ' að dudda „sýknt og heilagt" eða bregða sér í útreiðartúra og smáferðalög til næstu bæja. Nú hafa allar ytri ástæður breyzt, En eitt er það í þessu máli, sem engir virðast veita athygli, og það er sú staðreynd, að trúar- þörfin liefur haldið áfram að gera vart við sig. Fjallaferðir, íþróttaleikir o. fl. hafa í raun- inni orðið að nýjum „trúar- brögðum” fyrir fjölda fólks. SIGURÐUR ÓLAFSSON, kennari, lézt að heimili sínu, Tjarnarbraut 3. Hafnarfirði, miðviku- daginn 22. marz. , BÖRNIN. LAUGARDAGUR 25. marz 19G7. 20.00 Fréttir. 20.30 Kraftaverkin í Lourdes. Á hverju ári streyma þúsundir manna í eins konar píla grímsferð til liins fræga hellis í Lourdes í Frakk_ landi. Sumir til þess að öðlast andlegan styrk en aðr ir í von um lækningu líkamlegra kvilla í lindinni við hellinn. , 20.55 Riskupsvígsla í Skálholti. Kvikmynd frá biskupsvigslunni í Skálholtskirkju I septembermánuði síðastliðnum, sém var önnur biskups vígslan á þeim stað frá upphafi. Biskupinn yfir ís- lanfli, dr. Sigurbjörn Einarsson, vígði þá síra Sig- urð Pálsson, prófast, vígslubiskup Skálholtsbiskups- dæmis hins forna. Þulur er Ólafur Ragnarsson. 21.35 Rembrandt. Mynd þessa gerði Alexander Korda árið 1936. Handrit ið gerði Carl Zuckmayer. Leikendur: Rembrandt. Charles Laughton. Grtje: Gertrude Law- rence. Handrickje: Elsa Lanchester. Fabrizius: Ed- ward Chapman. Banning Coq: Walter Hudd. Beggar Saul: Roger Livesey. Sunnudagur 26. marz 1967. Páskadagur. 16.00 Páskaguðsþjónusta. Prestur er séra Jón Auðuns. 17.00 Stundin okkar. Þáttur fyrir börnin í umsjá Hinriks Bjarnasonar. Meðal efnis: Börn úr tónlistarskóla Garðahrepps leika, og nemendur úr Réttarholtsskóla flytja þátt úr Skugga Sveini eftir Matthías Jochumsson, Grasafjallið. 17.50 Hann er upprisinn. Þessi mynd er í svipuðum stíl og „Koma frelsarans", sem sýnd var um Jólin, byggð á málverkum eftir heimsfræga meistara miðalda- og Renaissance tímans, er sýna ásjónu Krists, eins og þeir hugsuðu sér hann. Saga myndarinnar snýst um síðustu daga Krists á jörðinni. Robert Russell ‘ Bennett samdi hljómlistina, sem er symfónískt verk í fjórum þáttum. Þýðandi textans og þulur er séra Arngrímur Jónsson. 18.15 Dagskrárlok. Slík trúarbrögð hafa sitt gildi, svo sem sjá má af trúar- bragðasögunni, en ég vona, að mér verði fyrirgefið, þó að ég segi, að hér sé um hnignun að ræða í andlegu lífi, þegar horf- ið er frá kristindómnum, sem er undirstaða samfélagsmenn- ingarinnar, og til náttúrudýrk- unar eða einhvers þess háttar. Eitt af því, sem er mest aðkall- andi i menningarlífi þjóðarinn- ar, en enginn virðist geta skil- ið, er það, að koma á sambandi viilli þjóðlífsins og kristindóms- ins að nýju. Félagasamtök af ýmsu tagi nota einnig sunnudag- inn þannig, að þar er nærri því um að ræða skipulega vanhelg- un dagsins. Ég á ekki við, að það starf, sem haft er með hönd- um, sé vanheilagt, heldur er þarna verið að leggja sunnu- daginn niður sem helgidag. Hér eru reyndar sum félög byrjuð að brúa bilið að nýju. Það er t. d. afar ánægjulegt að sjá framtakssemi skátaflokkanna í Reykjavík, sem koma alltaf við og við til messu á sunnudögum. Einn aðili kemur hér við sögu í æ ríkara mæli, en það er mammon, Auðvitað er nauðsyn- legt, að það fólk, sem vill nota tómstundir til skemmtana eða ferðalag, eigi kost á gagn- legri þjónustu. En nú er svo komið, að risnar eru upp heilar stéttir og fyrirtæki, sem eiga allt sitt undir því að ná sem föslustum tökum á tómstund- um fólksins, geta stjórnað því og liaft af því peninga. Þessir aðilar eru orðnir stórveldi í landinu, og hafa í frammi mik- inn áróður allt árið um kring. Þessi atvinnuvegur leggur ekki sízt undir sig stórhátíðar kirkj- unnar, svo að það er jafnvel farið að tala um páska-bingó. Um þetta er svo mikið rætt og ritað, að ég tel þess ekki þörf að fara fleiri orðum um í þessu sambandi . En niðurstaðan er sú, að vestræn heimshyggja og féhyggja auðvaldsins hafa þarna tekið höndum saman við aust- rænan kommúnisma í því að lama hvíldardaginn sem helgi- dag. Ög afleiðingin sýnir sig. Fyrir utan þá, sem reglulega rækja helgidaginn, skiptast menn í tvo hópa. Sumir afsala sér ölium hvíldardögum, reyna jafnvel heldur að vinna á helgi- dögum, af því að þeir fá ein- hverja lúsarögn fram yfir í kaupi. Aðrir geta ekki átt sér neinn hvíldardag, nema þeir um leið eigi kost á óhóflega dýrum skemmtunum og hér á ég þó ekki við þá, sem beinlínis eyði- leggja friið fyrir sjálfum sér og öðrum með því að haga sér ver en skepnur. ■s. Snúum okkur nú aftur að Mánudagur 27. marz 1967. Annar í páskum. 20.00 Fréttir. 20.30 Bragðarofir. Þessi þáttur nefnist „Olía og ættarbönd“. Aðalhlut- verkið leikur Gig Young. í gestahlutverki er Joanna Moore. íslenzkur texti: Eiður Guðnason. 21.20 í tónum og tali. Að þessu sinni er fjallað um Emil Thoroddsen. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir tónskáldið, og söng- flokkur syngur nokkur þekkt lög þess. Einsöngvarar eru Svala Nielsen og Kristinn Hallsson. 21.50 Farandtrúðarnir. (Los Forains) Franski ballettnieistarinn Roland Petit hefur samið þennan ballett, sem fjallar um farand- sirkus, sem kemur í lítið þorp til þess að skemmta. Auk Roland Petit dansar m.a. Zizi Jeanmaire, en tónlistin er eftir Ilenri Sauguet. 22.20 Öld konunganna. Leikrit eftir William Shakespeare, búin til flutnings fyrir sjónvarp. VIII hluti — Bræðralagið. Ævar R. Kvaran flytur inngangsorð. Söguþráður: Hinn ungi Hinrik konungur dulbýr sig og gengur á meðal manna sinna í því skyni að kanna hugi þeirra, því að í vændum er orusta við ofurefli lðis. Hann rökræðir við hermenn sína sem einn þeirra og hlýðir á tal þeirra og verður þá enn ljósari hin þunga ábyrgð, sem hvilir á herðum hans. Hann leggst á bæn og biður um fyrirgefningu synda sinna Og föður síns og um styrk til hinna miklu mannrauna í orustunni daginn eftir. —< Morguninn eftir hafnar konungur með fyrirlitningu þeirri beiðni franska marskálksins að hafa sig á burt og fylkir nú ótrauður liði til orustu. Frakkar bíða hinn herfilegasta ósigur enda her þeirra illa stjórnað og brezki herinn að sama skapi undir stjórn viljasterks og þróttmikils herforingja. Missa Frakkar tíu þúsund menn en Bretar aðeins tuttugu og níu. Hinrik konungur þakkar guði einum þennan mikla sigur og heldur til London sigri hrósandi. Fyrir milligöngu hertogans af Búrgund kemst á friður milli landanna, og friðurinn er staðfestur með trúlofun og lijónabandi Hinriks V og Katrínar dóttur Frakkakon- ungs. Fylgir það skilyrði, að barn þeirra skuli erfa bæði ríkin, Frakkland og Bretland, að konungum þeirra látnum og þau sameinast þannig undir einum konungi. 23.30 Dagskrárlok. manninum, sem ekki vissi, hvað hann átti að gera við páskafrí- ið. Ég ætla að gefa honum fáein 'ráð til umhugsunar. 1) Farðu til messu alla helgidagana. Þeir eru ekki fáir víðsvegar um him- inn, sem myndu fagna þvi, e£ þeir hefðu tækifæri til að koma til guðsþjónustu fjóra daga í röð eða því sem næst. Kannski gætir þú beðið fyrir því fólki við páskamessurnar. 2) Notaðu einhvern hluta dagins til að líta í góða bók, ganga stutta göngu- ferð út f.vrir bæinn ef vel viðr- ar. Heilsaðu upp á einhvern æskuvin, spjallaðu við barna- börnin, ef þú átt barnabörn, eða rifjaðu upp, hvort ekki liggur einhver á sjúkrahúsi, sem kynni að hafa gaman af að fá heim- sókn. — Ég gæti bezt trúað því, að þegar páskafríið er liðið, fynd ist þér, að dagarnir hefðu orðið þér til gleöi. Eða — eigum við kannski að leggja niður föstudaginn langa og páskana sem helgidaga? Eig- um við að segja við Krist á kross inum: Það var óþarfi fyrir þig að færa þína fórn fyrir mig. Hún má gleymast. Og þó að þú hafir risið upp frá dauðum, — þá vil ég ekki láta það trufla mig frá því að dunda við mína vinnu. Annars eru kirkjurnar þau „fé- lagsheimili“, sem einna bezt eru sótt, þegar á allt er litið, og flestir verða skárri menn af því, að rækja þær samkomur, sem þar fara fram. Að svo mæltu óska ég hinum iðjusama bróður gleðilegra páska, þegar þar að kemur, og lesendum yfirleitt. Jakob Jónssont/ Tangó Framhald af 2. síðu. er forvitnileg og áhugaverð leiktilraun og fengur að leikn- um sem slíkum á sviðinu í Iðnó . . .“ Myndin er úr fyrsta þætti og sjáfst þar frá vinfctri Áfeó’rjl Halldórsdóttir (Efgenía), Pétur Einarsson, (Eddi), Bryinjólfur Jóhannesson (Efgeníus), Arnar Jónsson /Artúr), Sigríður Haga lín (Elenóra) og Guðmundur Pálsson (Stomil). Leikhúsdagur I Framhald af 2. síðu. um og lagt örlög hans í lian9 eigin liendur. List getur framselt mannkynið vímu, tálsýnum og kraftáverkum. List getur aukið á fáfræði, en hún getur einnig eflt þekkingu. List getur höfðað til afla, sem sýna mátt sinn í eyði* leggingu, — en engu að síður til afla, er opinbera mátt sinn í hjálp ræðisyerkum". í viðtali við fréttamenn gat þjóðleikhússtjóri þess að Þjóð- leikhúsið hefði undanfarin ár minnzt leikhúsdagsins með ýms- um hætti og jafnan boðið ein- hverjum hópum manna til sýn- ingar, stundum ríkisstjórn og bæj arfulltrúum, stundum vistfólki elliheimila, stundum munaðarf lausum börnum. Að þessu sinni er leikhúsdagurinn annan dag páska og sýnir Þjóðleikhúsið þá Marat-Sade, en ekki er afráðið enn hverjir verða gestir þess í tilefni dagsins. ^ j J,4 23. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.