Alþýðublaðið - 23.03.1967, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 23.03.1967, Qupperneq 15
Badminten Framhald 11. síðu. Tvíliðaleikur kvenna: Iiulda Guðmundsdóttir frá TBR og Lovísa Sigurðardóttir frá TBR sigruðu Jónínu Nieljohníus- dóttur og Rannveigu Magnúsdótt- ur sem einnig eru. báðar frá TBR, með 11:5 — 15:10 —■ 15:0. Tvenndarleikur: Lovísa Sigurðardóttir og Jón Árnason, bæði frá TBR sigruðu hjónin Jónínu Nieljohníusdóttur og Lárus Guðmundsson, einnig frá TBR með 15:6 og 15:12. FYRSTI FLOKKUR Þpr var aðeins keppt í tveimur greinum, þ.e. einliðaleik karla og tvíliðaleik karla. Einliðalekur karla Frðleifur Stefánsson frá KR sigraði Björn Finnbjörnsson frá TBR með 15:2 og 15:13. Tvíliðaleikur karla: Björn Finnbjörnsson og Harald- ur Kornelíusson báðir úr TBR sicjruðu Friðleif Stefánsson og Gunnar , Felixson frá KR með 15:6 — 8:15 — 15:7. Mótsstjóri var Kristján Benja- mínsson. Körfiibolti Framhald 11. síðu. ÍR-ingum gekk fæst í haginn í þessum leik. Állt spil var í mol- um og yfirleitt ekki heil brú í neinu. Bii’gir koraði 11 stig, Agn- ar 10 og Hólmsteinn 9. Ármenn- ingar léku vel og ákveðið, og má segja, að sigur í þessum leik hefði ekki verið óverðskuldaður. Hall- grímur skoraði 12 stig, Birgir 11 og Sveinn 10. Dómarar voru Gunnar Gunnarsson og Kristinn Stefánsson. F I. ’ Framhald af 1 síðu. um einkaleyfi til flugs á þessari leið, en F.í. hefði aldrei sótt um nema leyfi og teldi eðlilegt að önnur flugfélög flygju líka á þess ari leið. Leyfi F.í. til Færeyjaflugs renn ur út 1. maí í vor, en það hefur frá öndverðu aðeins verið veitt til eins árs í senn. Sótti félagið um endurnýjun leyfisins í haust, en svar við þeirri málaleitan hafði enn ekki borizt fyrir nokkrum vikum, er SAS tjáði F.í. að þeir hygðust nota sitt einkaleyfi til Færeyjaflugs, en SAS hefur einkaleyfi til flugs á öllum innan landsleiðum á Norðurlöndum, og leiðin Þórshöfn-Kaupmannahöfn telst innanlandsleið. Hins vegar kvaðst SAS ekki hafa véiakost að sinni til að fljúga til Færevja og fór þess á leit við F.í. að það ann aðigt flugið fyrir sína hönd, en kostnaði og tek.jum væri skipt. til helminga. Féllst F.X. á þetta eftir nokkrar viðræður, en setti það skilyrði, sem SAS gekk að. áð Flugfélag Færeyja, sem F.í. hef- ur frá byrjun haft samstarf við, héldi áfram að annast fyrir- greiðslu í sambandi við flugið, og mun Þórshöfn verða eini stað- urinn á Norðurlönduin, sem SAS flýgur til, þar sem félagið hefur ekki eigin skrifstofu. Örn Johnson lagði á það' á- herzlu, að F.í. gæti ekki álasað SAS fyrir neitt í sambandi við þetta mál. SAS hefði frá byrjun komið hreint fram og tekið það skýrt fram, aö félagið hyggðist með tímanum taka sjálft upp Færeyjaflug og gætu önnur flug félög því ekki vænzt þess að þau fengju að fljúga á leiðinni nema til bráðabirgða. I»á kvað hann því fara fjarri að meö samvinnu sinni við SAS væri F.í. að skerða hag Færeyinga eða íslendinga, og sér kæmi mjög á óvart, ef það væri rétt sem siæði í einu Reykjavíkur blaðanna í gær, haft eftir frétta ritara í Þórshöfn, að F.í. væri búið að glata ölliun vinsældum sínum í Færeyjum. Slíkt hlyti þá að stafa af algjörum misskilningi á málinu. Alþýðufiokksfélag Framhaid ai i. siðu. Sigurveig Hjaltested óperusöng- kona og Guðmundur Guðjónsson óperusöngvari syngja við undir- leik Skúla Ifalldórssonar og Sig- fúsar Halldórssonar. Helgi Sæ- mundsson formaður Menntamála- ráðs flytur minni kvenna o'g: að lokum verður dansað til kl. 2 um nóttina. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansin- um en einsöngvari með hljómsveit inni er hljómsveitarstjórinn sjálf- ur. Veizlustjóri verður Benedikt Gröndal, alþingismaður. Tekið verður á móti aðgöngu- miðapöntunum _n.k. laugardag á skriftsofu Alþýðuflokksins í sím- um 16724 og 19570. Verði að- göngumiða er mjög í hóf stillt. Félagar eru Ihvattir til þess að panta miða sem fyrst þar eð í fyrra seldust allir miðar upp á .veimur dögum. Borgarnes Framliald af 3. síðu. sýning í Barnaskólanum. Sýning- m er aðallega uppbyggð af mynd- rum f!rá Borgarnesi, í gærkvöldi var kvöldvaka í samkomuhúsinu, voru þar fjöl- breytt skemmtiatriði. Þar rifjaði m.a. Guðmundur Sigurðsson banka iulltrúi upp gamlar endurminn- ingar frá Borgarnesi og 14 Fóst- bræður sungu. Að kvöldvökunni lokinni var stiginn dans í sam- Romuliúsinu og hótelinu. Margt manna er samankomið í Borgarnesi í tilefni afmæiis ins, bæði gamlir heimamenn og aðrir gestir. Veour hefur verið hið fegursta í dag og hátíðarbragur yfir öllu. Síðari hluta dags hafði hrepps- nefnd Borgarness gestamóttöku í Hótel Borgarness og kom þangað margt manna. Landsamband ramhald af 2. siöu. 1964, var eins og lávallt á þing- um sambandsins rætt um um- ferðarmál og gerði þingið sér- staka samþykkt um málið og er hún á þessa leið: „Sjötta þing Landssambands vörubifreiðastjóra lialdið í R- vík dagana 7. og 8. nóv. 1964, vekur athygli á þjóðfélagslegu mikilvægi umferðarmálanna og bendir á, aö farsæl lausn þeirra og þróun, sé þegar orðið eitt af brýnustu verkefnum yfirvalda í landinu. Hvetur þingið meðlimi LV hvern á sínum stað til að stuðla að auknu öryggi og aukinni festu í umferðinni, jafnframt því sem þingið lýsir yfir, að Landssamband vörubifreiða- stjóira er reíðubújjið til samK starfs við alla aðila, sem hlut eiga að máli, um að skapa hér á landi nauðsynlega og heil- brgiða umferðarmenningu. Þingið tekur sérstaklega fram að Landssamband vörubifreiða- stjóra er reiðubúið til samstarfs Bílar til sölu og leigu BÍLAKAUP Bílar við allra hæfi Kjör við allra hæfi. Opið tli kl. 9 á hverju kvöldi. BlLAKAUP Skúlasfötu við Rauðará. Shni 15813. síHi 1-44-44 wmwiH Hverfisgöta 103. Síml eftir lokun 31160 Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 20070. og samráðs við nefnd þá, er dómsmáláfáðherra hefur skip- að til að rannsaka orsakir um- ferðarslysa, og væntir þingið mikils af niðurstöðum og álykt- unum þeirrar nefndar. Þingið leyfir sér að beina þeim tiimælum til yfirstjórnar vegam'ála, að hún láti lagfæra þá staði í vegakerfinu, sem enn geta talizt hættulegir umferð- inni, en jafnframt þakkar þing- ið og metur þá viðleitni, sem sýnd hefur verið í þessum efn- um. Að lokum lýsir þingið yfir fullum stuðningi við álitsgerð stjórnar Landssambands vöru- bifreiðastjóra (frá 21. marz 1964), þar sem mælt er með því við Alþingi af hálfu samtakanna, að hér á landi verði tekinn upjl* ihægri handar akstur og telur að slík samræming við þróun umferðarmáia í öðrum löndurn 'stuðli að auknu umferðsþör- yggi-“ Þessi samþykkt 6. þinigs Lands- sambands vörubifreiðastjóra var á sínum tíma birt í blöðum og út- varpi, auk þess sem Ihún var birt í þingtíðindúm sambándsins e‘n þau eru send öllum vörubifreiða- stjórafélögum innan sambandsins. Af framansögðu er ljóst, að þing sambandsins, sem er æðsta vald í májum þess, hefur tekið mál þetta fyrir og gert um það sérstaka samþykkt, sem staðfestir að allar aðgerðir sambandsstjórn- ar voru í fullu samræmi við vilja þingsins. Hlutabréf Hlutabréf Þami 24. febrúar 1967 var stofnað á Akureyi’i flugfélagið NORÐURFLUG H.F. Hið nýja hlutafélag hefur tekið við öllum flugrekstri og flugvélum NORÐURFLUGS (Tryggva Helgasonar). NORÐURFLUG H.F. mun starfa að alhliða flugflutningum með aðalbækistöð á Akureyri. Hugmyndin er að koma á góðum flugsamgöngum milli Akureyrar og sem flestra staða á Norðurlandi og frá Akureyri til Reykjavíkur. Fé- lagið vinnur nú að kaupum á sinni fyrstu skrúfuþotu af 1 gerðinni NORD 262 — 29 farþega flugvél, sem kostar með * varahlutum um 30 milljónir króna. Hlutabréfin eru £ i stærðunum 5 þús., 10 þús., 50 þús. og 100 þús. Áskriftar- listar að hlutum í félaginu liggja frammi á eftirtöldum stöðum: i Akureyri: hjá öllum bankaútibúum og af- greiðslu NORÐURFLUGS H.F. Akureyrarflugvelli. Blönduós: Ásgeir Jónsson, rafveitustjóri. Sauðárkrókur: Haukur Stefánsson, málarameistari. Siglufjörður: Jónas Ásgeirsson, kaupmaður. Ólafsfjörður: Jakob Ásgeirsson, rafveitustjóri. Grímsey: Alfreð Jónsson, oddviti. Húsavík: Jóhannes Haraldsson, stöðvarstjóri. Mývatnssveit: Pétur Jónsson, veitingamaður. Kópasker: ísak Hallgrímsson, héraðslæknir. Raufarhöfn: Valtýr Hólmgeirsson, símstöðvarstjóri. Þórshöfn: Gísli Pétursson, kaupfélagsstjóri. Vópnafjörður: Bragi Dýrfjörð, umboðsmaður. Egilsstaðir: Jóii Helgason, rafveitustjóri. Reykjavík: Samvinnubankinn. AKUREYRINGAR — NORÐLENDINGAR vinnum sameiginlega að sameiginlegum markmiðum. Stjórn NORÐURFLUGS H.F. Nyrzta flugfélags heims. 23. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |_5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.