Alþýðublaðið - 23.03.1967, Side 16

Alþýðublaðið - 23.03.1967, Side 16
Mér leiðist að eiga frí MA.ÐUR vék sér að mér á götu og fear sig aumlega. — Hvað á é'g að gera með frí? fiagði hann. Til hvers í ósköpun- um voru frí búin til.? Ég hef gilda ástæðu til að vera á móti fríum. t>á er maður hættur að vera nokk- <uð, 'hefur ekkert að gera og er Cireint eins og viðrini, Samt kann að vera eitthvert Upphugsuð af samvizkulausum .gagn í fríum. Þau eru sennilega werkalýðsböðli til þess að menn séu fúsari til að vinna upp á livaða kjör sem er, því að sjálf eru þau svo leiðinleg að menn eru þeirri stundu fegnastir að íara að þræla aftur. Þegar ég fer í frí, þá er allt fiolanlegt fyrsta daginn því þá iget ég sofið nokkurn veginn sam- fellt á milli máltíða. En úr iþví fer að kárna gamanið. Það er eng ín leið að sofa meira en svosem átta tíma á sólarhring eftir það, «iema þá í því tilfelli að maður lialli sér útaf með einhverja góða «)óki þá er eins víst að maður fái fría ferð yfir í draumalandið. Út- fcoman verður sú að ég reyki cueira en ég hef gott af eða fer gafnvel að drekka sem kostar mig -fcölvaða timburmenn og blikkdósa Ciamrara innan í hausnum á mér tíaginn eftir. Það er auðvitað til í dæminu flækjast eitthvað í hús. En venjulega er fólkið sem maður ætlaði að heimsækja líka að fara í hús, ef til.vill itil manns sjálfs, og þegar maður er setztur niður kemur auðvitað iá daginn að það er ekkert betra að láta sér leið- ast í öðrum húsum en heima hjá sér, jafnvel verra því að þar er maður gestur og skyldugur til að reyna að vera skemmtilegur. Og svo raunalegt er þetta fyrir mig að alltaf þegar mér leiðist mest þykir öðru fólki ég vera skemmti- iegastur. Ef til vill dettur ein- 'hverjum í hug að fara að spila til að skemmta mér, og af því að ég er kurteis maður þá tek ég vel í þá tillögu, en bið um leið til guðs að einhver nærstaddur taki af skarið og lýsi yfir því að spil séu bölvuð leiðindi,’ eins og þau líka eru. En svo heppinn er ég aldrei. Svo spilar maður allt hvað af tek- ur hálfsóló eða þrjú grönd eða hvað það nú heitir allt saman, og eftir hverju spili kemur löng sér- frafðileg diskúsjón um hvernig spilið mundi hafa farið e£ ég hefði látið út laufatvist en ekki þrist í kóng sem alls ekki átti að spila út, því að það átti að spila út drottningu fyrst (sko, damen först). Og á endanum hlýtur öll- um að vera orðið vitanlegt, svona út frá þeim löngu samræðum, að aðalatriðið er hvorki að vinna né itapa og ekki einu sinni að spila, heldur að ihafa eittihvað til að tala um (því að mannlegt samfélag r r r r r i- i' > r ) r r Nýja bensínið Nýja bensínið brúkast nú víðast hvar og bílarnir kunna sér ekki læti, en forgamlar tíkur, sem siluðust siðastar, syngjandi þjóta um götur og stræti. Og aurinn og drullan alla slettist um, enda ekki skortur á svaði og bleytum. Og gríðarlegt traktora fyrrirí fréttist um framan af nesjum og austan úr sveitum. byggist á notkun talfæranna). Og til þess að liafa eitthvað til að tala um þurfa menn að hafa lag Og svo kemur auðvitað til á að íhugsa og það hefur mér allt- af þótt þrautin þyngri. greina að fara eitthvað ,,í frí“ eins og það heitir, fai-a á skíði um páskana, eða upp í sveit í sumar- leyfinu. En þann fjanda skal ég aldrei framar gera, hef slæma reynslu af því. Úr slíkum ferð- um kemur maður svo óskaplega þreyttur að maður er marga daga inn aftur í vinnuna, fyrir utan að ná sér eftir að hann er kom- það að allt ferðalagið er maður að hlakka til að komast heim aft- ur og geta farið að hvíla sig við heiðarleg og hversdagsleg störf. Það er vont að hlakka til, verst. af öllu sem ég þekki, að vera að hugsa um hvað gaman verður á morgun eða hinn daginn þegar þetta leiðinlega sem yfir stendur er um igarð gengið. Nei, mér líður hvergi eins vel og í vinnunni. Og eftir að hafa hlustað á þessa ræðu mannsins skildi ég betur hvers vegna menn eru alltaf að heimta meiri aukavinnu. — Þetta er maðurinn minn. Hann kemur ekki lieim strax, Hann er ar spiia bridge við þig.. Ég er líka með apakött, en það hefur gengið erfiðlega að fá innflutningsleyfi fyrir þessu. Ég hef ennþá ekki feng- ið innflutningsleyfi á konu handa þessum apa, svo fjölg- un þeirra hefur ekki getað átt sér stað. VÍSIR Hún er undarieg áráttan hjá þessuin ferðaskrifstofum að vilja endilega drífa mann í ferðalög þegar maður á þá ósk heitasta að fá að sitja í næði heima hjá sér . . . Það er alltaf verið að segja að við táningarnir berum ekki virðingu fyrir foreldrum okkar. Það getur vel verið rétt, en er það okkur að kenna? m Það er þó bót í máli núna, þegar blöðin og allt þióðfé-' lagið fer í frí, að síminn þarf ekki að þagna ...

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.