Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1993, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1993, Qupperneq 3
3 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 Fréttir Kærunefndjafnrettismála: Andstætt lögum að synja körlum um launað fæðingarorlof Sú túlkun starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins að ekki sé skylt að greiða körlum í þjónustu ríkisins laun í fæðingarorlofi er ekki í samræmi við lög. Þetta er úrskurð- ur kærunefndar jafnréttismála sem sendur hefur verið íjármálaráð- herra. „Þær reglur sem gilda eru and- stæðar lögum og tilgangi jafnréttis- laga,“ segir Elsa Þorkelsdóttir, fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs. „Við höfurn beint þeim tilmælum til íjár- málaráðherra að þessu verði breytt." Aðspurð sagði hún að það myndi skjóta skökku við ef ríkið væri að setja á laggirnar nefnd sem fjalla á um brot á lögunum ef ríkið ætlaði svo að hundsa niðurstöður nefndar- innar. Það var í fyrra sem tveir feður, sem Nýr forstjóri Hagkaups: Slæst við landbúnaðar* kerf ið ef til þess kemur - segir Óskar Magnússon báðir eru ríkisstarfsmenn, sendu kærunefnd jafnréttismála kæru þar sem þeim hafði verið synjað um laun í þann eina mánuð sem þeir hugðust vera í fæðingarorlofi. Foreldrar geta skipt sex mánaða fæðingarorlofi á milli sín en þó er fyrsti mánuðurinn bundinn við móður af heilsufars- ástæðum. Eftir að feðumir höfðu fengið synj- un hjá fjármálaráðuneytinu leituðu þeir til Tryggingastofnunar ríkisins en var synjað um greiðslu þar á þeirri forsendu að konur þeirra, sem einnig eru ríkisstarfsmenn, hefðu aldrei fengið greidda dagpeninga. Þvi ættu þeir ekki slíkan rétt. Kærunefhd jafnréttismála segir engin efnisleg rök virðast vera fyrir slíku misrétti sem karlar eru beittir. -IBS Óskar Magnússon hæstaréttarlög- maður hefur verið ráðinn forstjóri Hagkaups frá og með 1. október nk. en hann hefur verið lögmaður fyrir- tækisins undanfarin ár. Óskar tekur við stöðu Jóns Ásbergssonar en Þor- steinn Pálsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri, gegnir þeirri stöðu áfram. „Starfiö leggst ágætlega í mig. Þetta er stórt fyrirtæki í mikilli sókn. Með nýjum mönnum verða einhverjar breytingar en engar stórkostlegar stefnubreytingar. Eins og Hagkaup hefur gert mun ég einbeita mér að því að bjóöa góða vöru á góðu verði og ef slást þarf við landbúnaðarkerf- iö til þess þá verður það gert,“ sagði Óskar Magnússon við DV. Óskar, sem er 39 ára gamali, hefur ásamt Asgeiri Þór Árnasyni rekið lögmannsstofu í Reykjavík frá 1987 en var þar áður fréttastjóri DV í fimm ár. Óskar var stjórnarformað- ur Olís frá 1991 til 1993 og varafor- maður Lögmannafélagsins 1991 til 1992. -bjb MiWdax: Veruleg niður- felling skulda Búist er við að skýrist í dag hvern- ig stjóm Byggðastofnunar afgreiðir beiðni forráðamanna fiskeldisfyrir- tækisins Miklalax í Fljótum um nið- urfellingu 80 prósenta af skuldum fyrirtækisins hjá stofnuninni. Brynj- ar Níelsson, umsjónarmaður nauða- samningaumleitananna, bjóst við svari við erindinu fljótlega. Fiskeldisfyrirtækið Miklilax er nú í nauðasamningaumleitunum þar sem heildarskuldir þess nema tæp- um 800 milljónum króna en skuldir fyrirtækisins við Byggðastofnun nema tæplega 600 milljónum króna. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um DV er búist við aö fyrirtækið fái verulega niðurfellingu skulda hjá stofnuninni, að minnsta kosti í sam- ræmi við stjómarsamþykkt Byggða- stofnunar frá í fyrra þar sem gert er ráð fyrir að skuldir fyrirtækisins verði felldar rnöur í 180 milljónir króna, þar af verði 60 milijónum breytt í vikjandi lán. -GHS Óskar Magnússon. Skeifunni 13 Auðbrekku3 Norðurtanga3 Reykjavík Kópavogi Akureyri (91) 68 74 99 (91)4 04 60 (96) 2 66 62 Tilboð fyrir hópa: 2.000 kr. afsláttur á mann ef í hópnum eru 15 manns eöa fleiri. 40.000 kr. spamaður fyrir 20 manna hóp. frá nudjiun óepteniber Veittur er 5% stackfrdðsluafeláttur* a marmirm \íwíbýlií 12 nceturog 3 daga d Hotel Graf Moltke. ** í Hamborg bjóðum viö gistingu á eftirtöldum gæöahótelum: Graf Moltke, Beriin, Monopol, SAS Plaza, Metro Mercur og Ibis. Ein helsta versunarborg Þýskalands, vörugæði og hagstætt verð. Nafntogaðir veitingastaðir, krár, vínstofiir, skemmtistaðir, fjömgt næturlíf af öllu tagi. Tónleikar, sígild tónlist, jass og rokk, leiksýningar, eitt virtasta óperuhús í Evrópu, frábær söfn, fallegt umhverfi, gott mannlíf. Brottfarir á fimmtu-, föstu- og laugardögum. Heimflug á sunnu-, mánu- og þriðjudögum. *M.v að greitt sé með minnst 14 daga fyrirvara. Innifalið er flug, gisting, morgunverður og flugvallarskattar. Á tímabilinu 30. sept. til 28. nóv. er innifalið í verði akstur til og frá flugvelli í Hamborg og íslensk fararstjóm í brottforum síðdegis á fimmtudögum með heimkomu síðdegis á sunnudögum. Aksturinn verður að bóka sérstaklega. Börn, 2ja - 11 ára, fá 10.500 kr. í afslátt. Börn að 2ja ára aldri greiða 3000 kr. Enginn bókunarfýrirvari. Forfallagjald, 1.200 kr., er ekki innifalió í verði. Forfallagjald er valfrjálst en Flugleiðir hvetja farþega til að greiða það til að firra sig óþarfa áhættu. **Verð miðast við gengi 6. ágúst 1993. OATLAS/* EunacAno. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofumar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18.) FLUGLEIDIR Traustur islenskur ferðafélagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.