Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1993, Blaðsíða 14
14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Allsherjarsátt
Mikill hiti hefur hlaupiö í stjórnarsamstarfið eftir þær
uppákomur sem orðið hafa vegna tilrauna til innflutn-
ings á dönsku svínakjöti og holle'nskum kalkúnum. Sú
deila hefur haft áhrif út í þjóðfélagið vegna þess að al-
menningur sér í nýju ljósi og á afar skýran hátt í hvaða
ógöngum landbúnaðarmálin eru. Á að vemda innlenda
landbúnaðarframleiðslu með bönnum og tollum eða á
að gefa neytendum kost á því að kaupa sambærilega
vöm erlendis frá fyrir minna heldur en innlenda fram-
leiðslan kostar?
Þetta er auðvitað gamalkunnugt ágreiningsefni en
hefur kristallast með sérkennilegum hætti - að því leyti
að stjómarflokkarnir sjálfir og einir takast á í málinu.
Hér er ekki verið að bítast um einhver kíló af tiltekinni
vömtegund heldur um þá meginstefnu sem gilda skal í
landbúnaðar- og innflutningsmálum. Annarsvegar er
verið að vemda bændastéttina, sveitimar og þá fram-
leiðsluatvinnugrein sem þar er stunduð. Hinsvegar er
verið að berjast fyrir lægra vömverði og hag neytenda.
Bæði þessi sjónarmið hafa auðvitað nokkuð til síns
máls. En í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem yfir ganga
og með vísan til marggefmna yfirlýsinga um uppstokkun
í afskiptum ríkisvaldsins af atvinnustarfsemi, hefur þeim
kröfum vaxið ásmegin að landbúnaðurinn sé ekki stikkfrí
frekar en aðrar atvinnugreinar. Segja má að allur iðnað-
ur hafi lagst af hér á landi vegna innflutnings á iðnaðar-
vamingi sem íslensk framleiðsla getur ekki keppt við. í
viðskiptalífmu hafa menn mátt horfa upp á verslunar-
ferðir tugþúsunda íslendinga án þess að fá rönd við reist.
í sjávarútvegi verða menn að sætta sig við það verð sem
býðst fyrir aflann á fiskmörkuðunum.
Núverandi ríkisstjóm hefur skorið upp herör gegn
sjóðasukkinu sem á sínum tíma varð til vegna þeirrar
viðleitni stjómvalda að dæla peningum 1 óarðbæra starf-
semi.
Hvaða rök hníga að því á sama tíma, og í öllum þeim
miklu umskiptum sem em að verða í þjóðlífmu og þjóðar-
búinu, að landbúnaðurinn njóti áfram sérstakrar vemd-
ar af hálfu hins opinbera - hvort heldur það snýr að
verðlagi, offramleiðslu eða framboði og frjálsu vah neyt-
enda? Enda þótt við viljum sjálfsagt flest að landið sé
byggt og landbúnaður lifi, hljóta þær kröfur að vera rétt-
mætar og tímabærar að stjórnvöld og stjórnmálamenn
horfist í augu við þá staðreynd að hvorki landbúnaðinum
né heldur neytendum er greiði gerður með boði og bönn-
um. Það er hðin tíð.
Forsætisráðherra segir að það sé sátt um það í Sjálf-
stæðisflokknum að landbúnaðurinn lagi sig að þörfum
neyslunnar. Það kann að vera rétt þótt hægt gangi. Þær
sættir em hinsvegar með þeim hætti að neytendum og
skattgreiðendum er gert að greiða á annan tug mihjarða
króna á ári hveiju í margvíslegu formi. Ekki fer heldur
á milli mála að hvaða og hverskonar sátt sem einn stjórn-
málaflokkur gerir innan sinna vébanda verður sú sátt
að sjálfsögðu að vera í samræmi við vilja kjósenda - eigi
hún að takast.
Það er mikh einfeldni ehegar þrákelkni að halda því
fram að sú sátt, sem formaður Sjálfstæðisflokksins vísar
th, sé viðunandi lausn. Rás atburðanna, hvort heldur sem
er af thvhjunum, mistökum eða ótrúlegu ráðaleysi stjóm-
valda, hefur leitt th þess að viðbrögð almennings em
sterk og ótvíræð. Landbúnaðarmálin þarf að stokka upp
á nýtt. Allir vilja vonandi lifa í sátt við bændur en sú
sátt verður að vera reist á grundvelli ahsherjarhags-
muna.
EUert B. Schram
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993
! /l.'in rt.’í 1 Si'S'l 3:T0 : • -
„Með flokknum hefur slegist i för sá hluti kaupmanna sem kyrkti smákaupmanninn með stórverslunum og
gerði næstum engum manni fært að kaupa nálabréf og mjólk nema hann ætti bíl.“
Er raf magnskapla-
mjólk lausnin?
Einn er sá flokkur hér á landi
sem hefur einhvern veginn ruglast
í tímaskyninu og tekið upp þau
læti sem áður þóttu góð stjórnmál
á þessu landi en juku flónsku þjóð-
arinnar með því aö boða að ekki
færu saman hagsmunir þeirra sem
búa á möhnni og á mýrlendinu.
Með flokknum hefur slegist í for
sá hluti kaupmanna sem kyrkti
smákaupmanninn með stórversl-
unum og gerði næstum engum
manni fært að kaupa nálabréf og
mjólk nema hann ætti bíl.
Nú eru runnar svo miklar sögur
af bændum undan rifjum flokksins
að maður gæti haldið að þeir lægju
heima og gerðu fátt annað en að
taka við gírógjafaseðlum frá rík-
inu. Látið er í það skína að þeir sem
áður voru lyftistöng þjóðarinnar
séu orðnir baggar á khpptu,
kembdu og þvegnu fákunum á
stöllunum á Reykjavíkursvæðinu.
Rússaþorskur í gegnum
Keflavíkurflugvöll
Mikið má vera ef sjómenn verða
ekki bráðum taldir vera drjólar
sem standa dósentum fyrir-Jirifum
og það verði að flytja inn Rússa-
þorsk í gegnum Keflavíkurflugvöll
á sama hátt og kalkúnalæri undir
vemdarvæng einhvers mesta kalk-
únhana sem gaggað hefur með
spekingslegum þögnum og lágu
flugi í fjölmiðlum og stjómmálum
á síðustu áratugum þessarar aldar.
Mikið má vera ef Mjólkurárvirkj-
unin og framleiðslugeta hennar á
rafmagni hefur ekki stigiö vissum
stjórnmálamönnum til höfuðs af
ákveðnum landskjálka og hún eigi
jafnvel þátt í því að kalkúnalæri
og Rússaþorskur flæða inn í gerv-
aht bónus- og hagkaupskerfi lands-
ins.
Auðhumla samtímans
Nú skal ég skýra mál mitt nánar:
KjaUariim
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
draumurinn rættist ekki tók ennþá
betra viö í óskheiminum, þökk sé
rafmagnsveitunni sem hann ætlaði
að leggja til Hollands, Evrópu og
alheimsins eftir köplum sem áttu
að vera handunnir á Reykjavíkur-
svæðinu.
Rafmagnskaplamjólk
Ég veit ekki hvað það er í íslensku
þjóðlífi sem veitir sumum mönnum
meiri rétt en öörum til þess að vaöa
í skýjum án þess að þess sé krafist
að þeir komi nokkurn tímann nið-
ur á jörðina nema þegar þeir fara
ofan í hana. Þeir eru ekki einu sinni
neyddir til þess af verkalýðsfélög-
unum með hinu margumtalaða
„handafli" heldur virðist liggja úr
skýjunum opin og dularfuh leið
fyrir þá inn í kjama stjórnkerfis-
„Mikiö má vera ef sjómenn verða ekki
bráðum taldir vera drjólar sem standa
dósentum fyrir þrifum og það verði að
flytja inn Rússaþorsk í gegnum Kefla-
víkurflugvöll á sama hátt og kalkúna-
læri..
Einn er sá banki eða svarti kast-
ali sem stendur við Arnarhól og
stjórnmálafræðingar okkar segja
að í honum standi á guhnum bási
Auðhumla samtímans. Hún lætur
með aðstoð kastalabúans streyma
úr spenum sínum margar nærandi
bunur út um ísland. Þess vegna er
að innan tíðar verður landbúnaður
afnuminn en í staðinn fá íbúarnir
að drekka þá víðfrægu, upplýsandi
og hagfjáraukandi mjólk sem kast-
alabúinn lofaði, á ráðherratíð
sinni, að við fengjum ómælda í
engu öðru en risastóru álmáli þeg-
ar hann stofnaði nýtt álver á hveiju
horni landsins. Þegar álvera-
ins. Aftur á móti þykist ég vita að
enginn á jörðu niðri geti lifað á
þeirri rafmagnskaplamjólk sem
rafmangskaplamj ólkurmálaráð-
herrann boðaöi sem framtíöarfæðu
jafnt fyrir karlmenn sem Helgu í
öskustónni.
Þetta gerðist fyrir tíma þeirra
lausnarorða sem felast í skinku og
kalkúnalærum. Auðvitað er skink-
an og lærakjötið framlenging á
kaplamjólkurhagfræðinni sem
varð hvorki bændum né öðrum
landslýð th hagsbóta en síst jafnað-
arstefnu Alþýðuflokksins.
Guðbergur Bergsson
Skoðanir annarra
ÞJóðarhagsmunir
„Þjóöarhagsmunir krefjast þess, að núverandi
stjórnarflokkar haldi samstarfi sínu út þetta kjör-
tímabh.... Vel má vera, að frekari breyting á verka-
skiptingu innan ríkisstjómarinnar geti verið gagn-
leg. En það er er enginn annar raunhæfur kostur
fyrir hendi. Þess vegna eiga formenn stjórnarflokk-
anna að taka höndum saman um að koma dehumál-
unum um landbúnaðarmáhn í ákveðinn farveg og
einbeita sér síðan að stóru málunum.“
Úr forystugrein Mbl. 12. sept.
Vímulaus stjjórnmál
„Viðeyjarvíman er nú sem óðast að renna af ráð-
herrunum og grámyglulegur veruleikinn er að taka
við.... „Cold turkey“ eöa kaldir kalkúnar er notað
yfir ákveðið ástand sem fólk lendir í þegar langvar-
andi víma rennur af því. Viðeyjarviman er einmitt
að renna af ríkisstjóminni og fráhvarfseinkennin
láta ekki á sér standa. Kaldir kalkúnar yfirskyggja
nú allt annað á stjórnarheimhinu, en enginn veit
hver niðurstaðan verður á endanum þegar afeitrun-
inni er lokið og vímulaus stjórnmál ná á ný fótfestu."
Garri í Tímanum 21. sept.
Bognar en brotnar ei
„Andstæðingar Alþýðuflokksins halda því stund-
um fram, að flokkurinn sé óttasleginn í helgreipum
Sjálfstæðisflokksins, og þori sig hvergi að hræra af
ótta við að hrökkva út úr ríkisstjórn. En hvað með
landbúnaðarmál síðustu vikna? Hefur Alþýðuflokk-
urinn kiknaö í hnjánum undan samstarfsflokknum
í þeim málum? Þvert á móti.... Þar hélt formaður
flokksins fram hagsmunum neytenda með svo sterk-
um hætti, að það hrikti í reiða stjórnarskútunnar;
meira að segja Morgunblaðið fann hjá sér knýjandi
þörf th að skrifa leiðara th að draga úr spennunni."
Úr forystugrein Alþbl. 21. sept.