Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1993, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993
5
Fréttir
Jóhannes Jónsson 1 Bónusi:
Þung spor að sækja um
leyfi til Framleiðsluráðs
- segir viðskipti heima á hlaði tíðkast hjá kalkúnabóndanum á Reykjum
„Ég hef verið aö íhuga málið. Mér
er sagt að eina leiðin fyrir mig sé að
fara í Framleiðsluráðið. Það er
spurning hvort það verði gefið leyfi
á þeim forsendum að þessi vara sé
ekki til í landinu. En þetta eru þung
spor. Mér flnnst þetta vera eins og
að fara til Ora og biðja um leyfi til
að flytja inn grænar baunir. Þetta er
skítt,“ sagði Jóhannes Jónsson í Bón-
usi í samtali við DV, aðspurður um
viðbrögð hans við bréfi ríkistoll-
stjóra þess efnis að embættið heimil-
aði tollafgreiðslu á kalkúnakjöti Jó-
hannesar - ef umsögn og staðfesting
Framleiðsluráðs landbúnaðarins
liggur fyrir og leyfi fæst fyrir inn-
flutningnum.
Jóhannes sagði valkosti ekki
marga í stöðunni varðandi það að fá
þau 132 kíló af kalkúnalærum sem
Tollgæslan lagði hald á afhent á ný.
Ljóst er að ef Jóhannes sækir um
leyfi hjá Framleiðsluráði er hann þar
með að viðurkenna forræði landbún-
aðarráðuneytisins á kalklúnainn-
flutningnum - forræði sem bæði
hann og Jón Baldvin Hannibalsson
viðurkenndu ekki áður og eftir að
kjötið kom til landsins.
Jóhannes sagði að hann hefði aldr-
ei beðið um kjöt í verslanir sínar frá
Reykjum í Mosfellsbæ sem er eina
búið sem framleiðir kalkúnakjöt.
„í gegnum tíðina hefur þetta verið
skammtað fyrir stórhátíðir," sagði
Jóhannes. „En maður heyrir að fólk
hefur sótt þetta mikið þama heim á
hlað á Reykjum þar sem bóndinn
hefur selt megnið af þessu. Ég veit
þetta frá fólki sem segist kaupa þetta
af bóndanum heima á hlaði. Við höf-
um ekki haft aðstöðu til þess að selja
frosna kalkúna í svo miklum mæli.
Verslanirnar eru ekki til þess gerðar.
En svona kalkúnalæri, eins og við
vorum að flytja inn, henta okkur
mjög vel. En ef þig langar að hafa
kalkún í kvöldmatinn verður þú að
kaupa 4-5 kílóa kalkún - ef hann
fæst einhvers staðar. En eins og ég
þekki það í gegnum tíðina hefur þetta
kjöt alltaf verið skammtaö," sagöi
Jóhannes Jónsson.
-Ótt
Jón Guðmundsson, fuglaframleiðandi á kalkúnabúinu Reykjum í Mosfellsbæ:
Getur ekki boðið eins kalkúnalæri og Bónus
- ekkert launungarmál að við höfum sölu héma heima lika
Jón Guömundsson, bóndi að Reykj-
um.
„Þaö er ekkert launungarmál að
við höfum sölu hérna heima. Hér
getur fólk verslað lítils háttar við
okkur. En hér er allt bókhald og sölu-
kassi með virðisaukaskatti. Það hef-
ur hins vegar ekkert verið selt í Bón-
us héðan því að varan passar ekki
fyrir hann. Hann [Jóhannes Jóns-
son] má ekkert hafa fyrir því sem
hann er að selja til þess að hægt sé
að hafa þetta ódýrt,“ sagði Jón Guð-
mundsson, kalkúnabóndi að Reykj-
um í Mosfellsbæ, í samtali við DV
þegar ummæli Jóhannesar í Bónusi
voru borin undir hann um að sala á
kalkúnakjöti færi fram úti á hlaði.
Jón og synir hans eru nánast einu
kalkúnakjötsframleiðendurnir í
landinu. Af þeim sökum á Jóhannes
í Bónusi talsvert undir því að Jón
geti ekki annað eftirspurn á „kalk-
únakjötsmarkaðnum“. Aðspurður
um það hvort nóg kalkúnakjöt væri
í framboði sagði Jón:
„Já, já. Það hefur aldrei vantað til-
fmnanlega. Þessi vöntun, sem menn
hafa verið að tala um, hefur byggst
á því að þegar verslanirnar taka ein-
hvern slatta til að selja fyrir jól verða
sumar búðirnar tómar. Þá er kjötið
ekki til þar en er kannski í hinni
búðinni. Það er ekkert kerfi þannig
að menn vísa ekki hver á annan,"
sagði Jón.
Jón segir að kalkúnakjötið sé ekki
eingöngu selt í heilu lagi heldur einn-
ig sundurhlutað. Hins vegar viður-
kennir hann að hann bjóði ekki eins
vöru og Bónus er nú að flytja inn -
soðin kalkúnalæri.
„Það eru margir ágætir kjötiðnað-
armenn sem synir mínir hafa sam-
band við. Þeir hluta og skera niður
þannig að alls konar útgáfur eru til
af þessu."
- Er þá hægt að kaupa kalkúnalæri
líka?
„Já.“
- En er hægt að kaupa hjá þér eins
vöru, soðin kalkúnalæri, og Bónus
hefur reynt að flytja inn?
„Nei, ekki matreidda. “ -Ótt
Allir bílar í okkar eigu eru yfirfarnir af fagmönnum okkar. Greiðslukjör við allra hæfi.
Opið virka daga kl. 9-6,
laugardaga 10-16.
BÍW&VÉISLEÐASAIAN<
BIFREIÐAR&LANDBÚNAÐARVÉLARFF SMífl'
Suðurlandsbraut 14 & Armúla 13, sími 681200
LADA
Úrval notaðra bíla
Skoda Favorit, ’91, S g., 5 d., rauö-
ur, ek. 40.000. V. 350.000.
Suzuki Swift ’88, 3 d., grár, ek.
87.000. V. 280.000.
Mercedes Benz 280 GE, ’85, 5 d.,
grænn, ek. 126.000. V. 2.000.000.
Lada Samara 1500, ’92, 5 g., 5 d.,
rauður, ek. 18.000. V. 580.000.
Mazda 326LX 1300, ’87, 3 d., blár,
ek. 90.000. V. 330.000.
Honda Civic GLi ’91, sjalfsk., 4 d., Honda Civic GTi 1600, ’89, 5 g., 4
brúnn, ek. 44.000. V. 1.040.000. d., blár, ek. 78.000. V. 790.000.
MMC Lancer GLX ’91, sjálfsk., 5 d., MMC Lancer GLXi ’91, sjálfsk., 5
hvítur, ek. 41.000. V. 980.000. d., rauður, ek. 34.000. V. 1.050.000.
Honda Civic ’84, sjálfsk., 3 d., hvít-
ur, ek. 134.000. V. 220.000.
MMC Lancer GLXi, ’91, 5 g., 4 d.,
blár, ek. 39.000. V. 980.000.
Suzuki Swift, ’90, 5 g., 4 d., grár,
ek. 36.000. V. 630.000.
Daihatsu Charade, ’90, sjálfsk., 4
d., rauður, ek. 31.000. V. 680.000.
Hyundai Scoupe turbo, ’93, sjálfsk.,
3d., rauður, ek. 17.000. V. 1.190.000.
Suzuki Swift GLi, ’91, 5 g., 5 d., blár,
ek. 34.000. V. 680.000.