Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1993, Side 17
16
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993
MIÐVIKUDáGÚR 22. SEPTEMBÉR 1993
25
Iþróttir
Sígurdur Sverríascffi, DV, Akranesi:
Forráðamenn Akraneskaup-
staðar aíhentu Knattspyrnufélagi
ÍA 300 þúsund krónur að gjöf í
hófi sem efht var til siðasta laug-
ardagskvöld. Peningagjötln er
viöurkenningarvottur frá bæjar-
félaginu í tilefni frábærs árang-
urs Skagamanna á knattspymu-
vellinum í sumar. Meistaraflokk-
ur karla vami sigur í 1. deild og
bikarkeppninni og meistara-
flokkur kvenna vann einnig sigur
í bikarkeppninni.
Fékkflösku
íhöfuðið
Grikkinn Christos Mamaziolas
fékk djúpan skurð í andlitið er
áhorfendi grýtti í hann glerflösku
í leik PAOK Salonika og AEK í
grísku 1. deildinni í körfuknatt-
leik um helgina. Atvikið átti sér
stað stuttu fyrir leikslok.
Áhangendur liðanna börðust
einnig fyrir utan höllina og lög-
regla varð að beita táragasi til að
stilla til friðar. Fimm manns
meiddust lítils háttar í þessum
átökum. Stríðsástand hefur ríkt
milli liðanna eftir að PAOK
keypti eina helstu stjörnu AEK,
Nasos Galakteros, í sumar.
-BL
Stjarnan sigraði Ármann í l.
deild kvenna í handknattleik í
Garðabas í gærkvöldi meö 21
marki gegn 18. Staðan í leikhléi
var 13-12 Stjömunni i vil.
Stjarnan átti slakan dag og Ár-
mann vantaði herslumun til að
krækja í annað stigið eða bæði.
Ragnheiöur, Guöný og Nina í
markinu voru bestar hjá Stjörn-
unni en hjá Ármanni var Vesna
langbest.
Mörk Stjömunnar: Ragnheiður
7, Guðný 4, Margrét 3, Una 3,
Drífa 2 og Herdís 2.
Mörk Ármanns: Vesna 11,
Svanhildur 2, Ásta 2, María 1, íris
l.ElisabetlogGuðrúnl. -HS
Elísabet í UBK
Elísabet Sveinsdóttir knatt-
spyrnukona ætlar að snúa aftur
til Breiðabliks en hún lék með
Stjömunni í sumar. Elísabet, sem
einnig leikur handknattleik með
Vikingi, kom seint inn í knatt-
spyrnuna í vor og ákvað þá að
leika með Stjömunni.
Aðspurð um ástæðuna fyrir
skiptunum nú sagðist Elísabet
vera „of mikill Bliki í sér“ til að
geta leikið með ööru félagi. Ljóst
er að nokkrar hreyfingar munu
verða á leikmönnum í 1. deild
kvenna. Anna Lilja Valsdóttir úr
ÍA hyggur á nám erlendis og þær
Inga Birna Hákonardóttir úr
Þrótti, Nes., og Kristbjörg Inga-
dóttir, Val.erufamarutan. -ih
Iþróttir
Stuttarfréttir
Lif i ekki á loftinu
segir Valdimar Grímsson - skipta hann og Jón Kristjánsson 1KA í dag? Sævar Jonsson i leik með landsliðinu gegn Frökkum og Platini 1987
I dag skýrist endanlega hvort
handknattleiksmennirnir Valdimar
Grímsson og Jón Kristjánsson úr Val
ganga til liðs við KA en í kjölfar
fundahadda þeirra með forráða-
mönnum Akureyrarliðsins, sem
stóðu fram á nótt, var mjög líklegt
að af félagaskiptunum yrði. Þeir hafa
báðir fengið vinnu á Akureyri en það
var lykilatriði í málinu. í dag fara
þeir suður á ný og ræöa málið við
Valsmenn.
DV náði tali af Valdimar á Akur-
eyri í morgun og hann sagðist reikna
með því aö spila meö KA í vetur. „Það
ræðst þó endanlega þegar ég hitti
forráðamenn Vals í dag og vinna er
aðalatriðið. Ef hún liggur ekki fyrir
syðra á þeim fundi skipti ég í KA í
dag. Það er ljóst að ég lifi ekki á loft-
inu,“ sagði Valdimar, sem er iðn-
tæknifræðingur að mennt og fær
starf við sitt hæfi á Akureyri. Hann
hefur undanfarið starfað sem fram-
kvæmdastjóri handknattleiksdeildar
Vals.
„Þetta verður tilbreyting því ég hef
verið alla tíð í Val og ný og skemmti-
leg verkefni blasa við hjá KA. Þetta
er mjög spennandi en verður örugg-
leg jafnframt skrýtið til að byrja
með,“ sagði Valdimar.
Samkvæmt heimildum DV eru
mestar líkur á að annar leikmann-
anna fari í KA en hinn verði kyrr í
Val. Einn af forráðamönnum Vals
sagði við DV í gærkvöldi að hann
ætti frekar von á að Valdimar gengi
til liðs við KA en Jón sem er með
fasta vinnu í Reykjavík. Valsmenn
gætu lítið gert til að halda í þá félaga.
Fjárhagsleg staða félagsins leyfði ekki
þátttöku í þeim leik sem KA-menn
lékjuþessadagana. -SK/VS
Spá þjálfara og fyrirliða 1. deildar liðanna í handknattleik fyrir komandi tímabil:
Meistararnir haldi titium sínum
Á blaðamannafundi, sem HSI
efndi til í gær í tilefni íslandsmóts-
ins í handknattleik, var kunngerð
spá fyrirliða og þjálfara félaganna
um lokastöðu í deildakeppninni í
1. deild karla og kvenna. Forráða-
menn félaganna eru sammála um
að Valur veiji deildarmeistaratitil
sinn í karlaflokki og sömuleiðis Vík-
ingur í kvennaflokki. Þjálfarar og
fyrirliðar liðanna voru látnir spá
sinn í hverju lagi. Hjá körlunum
voru áðumefndir aðilar sammála
um fimm efstu sætin og einnig
hvaða Uð munu verma tvö neðstu
sætin. Þegar spámar höfðu verið
lagöar saman var útkoman þessi:
1. Valur, 2. Stjaman, 3. Selfoss, 4.
Haukar, 5. FH, 6. KA, 7. ÍR, 8. UMFA,
9. Víkingur, 10. ÍBV, 11. KR, 12. Þór.
I.deild kvenna
Þjálfarar og fyrirliðar liðanna í 1.
deild kvenna era sammála um að
Víkingar verði í efsta sæti og
Stjarnan í öðru sæti. Þegar spámar
voru lagðar saman var útkoman
þessi:
1. Víkingur, 2. Stjarnan, 3. Valur,
4. Grótta, 5. ÍBV, 6. Fram, 7. Ár-
mann, 8. KR, 9. FH, 10. Fylkir, 11.
Haukar.
Ekki hefur verið samið við neinn
styrktaraðila ennþá varðandi
keppnina í T. deild karla. Á blaða-
mannafundinum sagði Ólafur B.
Schram, formaður HSI, að búið
væri að finna styrktaraðila en þar
sem ekki væri búið að ná samning-
um við sjónvarpstöðvamar um
reglulegar útsendingar frá hand-
boltanum í vetur væri Ijóst að deild-
in fengi ekki kostun nema samning-
ar tækjust. Ólafur vonaðist eftir
skilningi yfirmanna sjónvarpstöðv-
anna og að hægt væri að ganga frá
lausum endum varðandi útsending-
arívetursemallrafyrst. -GH
Heimamenn eru
flestir í liðum
ÍA, ÍBV og ÍBK
Akranes, ÍBV og Keflavík eru þau félög í 1. deild karla í knattspyrnu sem
byggja mest á heimamönnum - leikmönnum sem hafa alist upp hjá félögun-
um. Það eru hins vegar Víkingar sem eru með fæsta heimamenn í sínu liði.
Þetta kemur í ljós þegar litið er á þá 16 leikmenn hjá hveiju félagi sem
mest hafa leikiö í 1. deildinni í sumar. Skagamenn og Eyjamenn era með 12
heimamenn af 16 en Víkingar. aðeins 6. Ekki er hægt að alhæfa að heimamenn-
imir skili bestum árangri - alla vega er FH næstneðst á listanum með aðeins
7 heimamenn en er samt í öðru sæti deildarinnar.
Á meðfylgjandi grafi sést skipting í heimamenn og aðkomumenn hjá liðun-
um 10 í 1. deild.
-VS
Guðni farinn
Guðni Rúnar Helgason, 17 ára
knattspyrnumaður úr Völsungi á
Húsavík, er farinn til enska 1.
deildar liðsins Sunderland en
eins og DV hefur áður sagt frá
hefur honum verið boöinn þar
atvinnusamningur.
Guðni spilar með unglingaliöi
félagsins, eins og í fyrravetur, en
þarf aö bíða þess aö EES-samn-
ingurinn taki gildi til að fá at-
vinnuleyfi í Englandi. Guöni er
mjög efnilegur knatíspyrnumað-
ur og á örugglega eftir aö standa
sigvelhjáenskaliðinu. -VS
Ólympíumeistari
ílífstíðarbann
Bandaríski ólympíumeistarinn
í kúluvarpi, Mike Stulce, á yfir
höfði sér lífstíðarbann eftir að
hafa fallið á lyfiaprófi sem tekið
var á heimsmeistaramótinu í
Stuttgart í síðasta mánuði.
Talsmaður Alþjóða frjáls-
íþróttasambandsins skýrði frá
því í gær að Stulce yröi væntan-
lega dæmdur í lífstíðarbann þar
sem hann hefur áður fallið á
lyfiaprófi en árið 1990 var hann
dæmdur í tveggja ára bann.
Stulce er 24 ára gamall og hlaut
bronsverðlaun í kúluvarpi 1
Stuttgart. -VS
w ■
I
Á fúndi aganefndar KSÍ í gær
voru sex leikmenn úr Getrauna-
deildinni úrskurðaðir í leikbann.
Af þeim voru þrir KR-ingar,
þeir Rúnar Kristinsson, Tómas
Ingi Tómasson og Einar Þór
Daníelsson, sem fékk tveggja
leikja bann vegna 8 gulra spjalda,
og þeir missa af leik KR gegn
Fram. Þeir Gunnar Þór Péturs-
son,_ Fylki, og Sigurður Ingason
úr ÍBV missa af fallbaráttuleík
þessara liða á laugardaginn en
þeir voru báðir úrskurðaðir ieins
leiks bann eíns og Skagamaður-
innSigurðurJónsson. -GH
Minningarhlaup
um Jóhannes
Sæmundsson
.Minningarhlaup um
Jóhannes Sæmunds-
son veröur haldið við
..mJ Tjömina í Reykjavík á
laugardaginn kemur, 25. sept-
ember.
Þetta er almenningshlaup fyrir
alla aldurshópa sem nú er endur-
vakið eftir nokkurra ára hlé.
Hlaupið hefst klukkan 13 við ráð-
húsið og vegalengdin er 4 kíló-
metrar en skráning er á staðnum
frá klukkan 11.30.
I leik með Val í Evrópukeppni gegn Sion frá Sviss.
Frakkland 1 morgun:
Marseille
svipt titli
- fj órir settir í bann
Knattspyrnufélagið Marseille var í morgun svipt franska meistaratitlinum
sem það vann síðastliðið vor fimmta skipti í röð. Franska knattspyrnusam-
bandið tilkynnti þessa ákvörðun sina í morgun og jafnframt að fyrram aðal-
ritari félagsins, Jean-Pierre Bemes, væri settur í bann ásamt Jean-Jacques
Eydelie, leikmanni Marseille, og þeim Christophe Robert og Jorge Burruc-
haga, leikmönnum Valenciennes.
Eydelie og Bernes eru sakaðir um að hafa reynt að múta leikmönnum
Valenciennes, þeim Robert, Burruchage og Jacques Glassman, fyrir leik lið-
anna í frönsku 1. deildinni þann 20. maí í vor. Alþjóða knattspyrnusamband-
ið, FIFA, hafði hótað að útiloka Frakkland frá allri alþjóðakeppni frá og með
morgundeginum ef niðurstaða í málinu lægi ekki fyrir.
-VS
Sævar hættur
í f ótboltanum
- kveðjuleikurinn verður gegn Aberdeen
Sævar Jónsson, fyrirliði Vals, hef-
ur ákveðið að leggja knattspyrnus-
kóna á hilluna að þessu tímabili lo-
knu og leikur væntanlega síðasta
leik sinn á ferlinum gegn Aberdeen
í Skotlandi í Evrópukeppni bikarhafa
þann 29. september. Kveðjuleik sinn
hér heima leikur hann með Val gegn
ÍA í lokaumferð 1. deildarinnar á
laugardaginn.
Sævar er einn reyndasti knatt-
spyrnumaður landsins. Hann lék á
laugardaginn var sinn 200. leik í 1.
deildinni og varð fyrstur Valsmanna
að ná þeim áfanga. Sævar er annar
leikjahæsti landsliðsmaður íslands
frá upphafi en hann lék 69 landsleiki
á árunum 1980 til 1992.
Lék fyrst með Val
fyrir fimmtán árum
Sævar hóf að leika með Val árið 1978,
þá tvítugur að aldri, og hefur ekki
spilað með öðru íslensku félagi.
Hann gerðist atvinnumaður hjá
Cercle Brugge 1 Belgíu og lék með
liðinu í 1. deildinni þar frá haustinu
1981 til vorsins 1985. Þá kom hann
heim til Vals en fór til Noregs árið
1986 og lék með Brann. Sumarið 1987
lék hann með Val enn á ný en fór
um veturinn til Solothum í Sviss.
Þaðan kom hann aftur sumarið eftir
og hefur leikið óslitið með Val síðan.
Bjóst ekki við að
endast svonalengi
„Það má segja að það hafi verið kom-
inn tími til hjá mér að hætta, ég er
orðinn 35 ára og bjóst ekki við að
endast í þessu svona lengi. Það fer
líka of mikill tími í knattspyrnuna, á
kostnað vinnunnar, og svo er betra
að hætta á meðan maður getur eitt-
hvað,“ sagði Sævar við DV í gær.
„Ég stefni að því að hætta alveg,
hef ekki hugsað mér að leika annars
staðar eða þjálfa næsta sumar og
reyni frekar að halda mér við í ein-
hverju öðru sporti,“ sagði Sævar
Jónsson. -VS
Sævar Jónsson með verðlaun sin
er hann var kosinn knattspyrnumað-
ur ársins árið 1990.
Munnlegt samkomulag
- hefur náöst vegna skipta Gunnars og Jasonar úr Fram 1UMFA
l„Maður er farinn að hafa mjög góða tilfinningu fyrir
því að þetta mál sé leyst en það er aldrei leyst fyrr en
endanlega hefur verið gengið frá öllum endum,“ sagði
Gunnar Hauksson, gjaldkeri handknattleiksdeildar Aft-
ureldingar, í samtali við DV í gærkvöldi. Munnlegt sam-
komulag hefur náðst á milli Aftureldingar og Fram um
félagaskipti þeirra Gunnars Andréssonar og Jasonar
Ólafssonar og ef ekkert mjög óvænt kemur upp á leika
þeir báðir með sínu nýja félagi gegn Þór frá Akureyri á
fimmtudagskvöld.
„Það er enn örlítill ágreiningur í gangi en hann ætti
alls ekki að stöðva samninga. Við göngum út frá því að
þeir Gunnar og Jason leiki með okkur gegn Þór og að
skrifað veröi undir samninga á morgun (í dag),“ sagði
Gunnar ennfremur.
„Gott að þetta er búið og úr sögunni“
„Mér skilst að þetta mál sé frágengið og ég er feginn að
það er búið og að við Jason getum leikið með gegn Þór
í fyrsta leiknum. Þetta er búið að vera leiðinlegt mál
og niðurstaðan er vissulega léttir fyrir okkur,“ sagði
Gunnar Andrésson í samtali við DV í gærkvöldi.
Gunnar hefur átt við meiðsli í nára að stríða og hefur
lítið leikið með Aftureldingu í æfingaleikjum undanfar-
ið. „Það er ekki alveg öruggt að ég geti leikið vegna
meiðslanna en ég reikna þó frekar með því,“ sagði Gunn-
arAndrésson. -SK
Guðni kominn heim
- þrálát meiðsli bundu enda á feril hans sem atvinnumanns
Guðni Bergsson, fyrirliði íslenska
landsliðsins í knattspyrnu, er hættur
atvinnumennsku hjá enska knatt-
spyrnuliöinu Tottenham. Guðni hef-
ur átt viö þrálát meiðsli að stríða í
baki í tvo mánuði og eftir viðræður
við Oswaldo Ardiles, framkvæmda-
stjóra Tottenham, kom þeim saman
um að rifta samningnum og kom
Guðni heim til íslands í gærkvöldi.
Guðni hefur lítið sem ekkert getað
æft með Tottenham undanfama tvo
mánuði. Hann var sprautaður fyrir
landsleikinn gegn Lúxemborg sem
fram fór á Laugardalsvelli fyrr í
þessum mánuði og hann lék síðan
með varaliði Tottenham stuttu eftir
landsleikinn. í báðum þessum leikj-
um lék Guðni mjög vel en meiðslin
fóru að gera vart sig aftur sem gerði
það að verkum að hann gat ekki æft.
Guðni hafði í hyggju að hætta at-
vinnumennskunni fyrir þetta tímabil
og var ákveðinn í að leika með Val í
sumar en eftir viðræöur viö Ardiles
í vor, þar sem hann tjáði Guðna að
hann væri inni í mynd sinni þá fram-
lengdi hann samning sinn viö Tott-
enham til eins árs.
Það vora slæmar fréttir fyrir Vals-
menn'en ætli þeir kætist ekki nú
þegar Guðni er kominn heim og hann
mun væntanlega leika með sínu
gamla félagi á næsta keppnistímabili.
-GH
Peking, höfuðborg Kína, virðist hafa undirtökin í barátt-
unni um að fá að halda ólympíuleikana áriö 2000, en Alþjóða
ólympíunefndin ákveður með atkvæðagreiðslu í Monte Carlo
annað kvöld hvaða borg lireppir hnossiö. Kínverjar fullyröa
sjálfir að þeir séu öruggir með atkvæði 38 nefndarmanna af
89 en helstu keppinautar þeirra frá Sydney í Ástralíu, telja
það getgátur einar.
Alþjóða ólympiunefndin kom saman í Monte Carlo á mánu-
dag og frá þeim tíma hafa Kínverjar veriö fyrirferðarmestir
í kosningabaráttu sinni. Þeir gera sér núklar vonir um að fá
leikana og hafa skipulagt fiöidagöngur í Peking og við Kína-
múrinn til aö minna ólympíunefndina á sig.
Nokkuð Ijóst virðist að Peking og Sydney bítast um leik-
ana, Manchester í Englandi er talin eiga litia möguleika og
Berlin í Þýskalandi og Istanbúl í Tyrklandi enga.
Atkvæöagreiðslan fer þannig fram að eftir fyrstu umferö
fellur út sú borg sem fær fæst atkvæði og þannig koll af
kolli þar til greidd eru atkvæði milli tveggja þeirra efstu. Til
sigurs þarf því atkvæði 45 nefndarmanna. Klukkan 18.20 að
íslenskum tíma stígur Juan-Antonio Samaranch, forseti Al-
þjóða ólyrapíunefndarinnar, inn á Louis II leikvanginn í
Mónakó, opnar umslagið sem geymir úrslitin og gerir þau
heyrinkmin.
Almenningur í Kína hefur látið fara mikið fyrir sér á götum úti undan-
fama daga. Markmiðið er að reyna að hafa áhrif á meðlimi Alþjóða
ólympíunefndarinnar sem ákveður annað kvöld hvar ólympiuleikarnir
árið 2000 fara f ram. Simamynd Reuter
Einn af 91 meðlim Alþjóða
ólympíunefndarinnar fékk ekki
að fara á fund hennar í Monte
Carlo. Það er Ivan Slavkov,
tengdasonur Todors Zhivkovs,
fyrrum leiðtoga Búlgaríu, sem
fékk ekki vegabréfsáritun út úr
heimalandinu.
ForsetinnsiturHjá
Juan-Antonio Samaranch, for-
seti Alþjóða ólympíunefndarinn-
ar, situr hjá þegar greidd verða
atkvæði um staðsetningu ólymp-
íuleikana árið 2000 og því verða
atkvæðin 89 talsins.
Hooper til Newcastle
Enska knattspyrnufélagið
Newcastle keypti í gær mark-
vörðinn Mike Hooper frá Liver-
pool íyrir 500 þúsund pund.
Antonio Benarrivo frá Parma,
Andrea Fortunato frá Juventus
og Antonio Manicone frá Inter
leika allir sinn fyrsta landsleik
fy rir ítali í kvöld þegar þeir mæta
Eistiendingum í undankeppni
HM.
Pakkaferðir á leik í A
Flugleiðir og Skagatnenn bjóða
upp á pakkaferðir til Amsterdam
í næstu viku vegna leiks Feye-
noord og ÍA. Söluskrifstofur
Flugleiöa og umboðsmaðurinn á
Akranesi sjá um bókanir og hót-
elpantanir.
Safnmóf lýáKeili
Guðmundur Gylfason, GR, sigr-
aði í keppni án forgjafar og Þor-
steinn Pétursson, GK, í keppni
með forgjöf á öðra safnmóti Keil-
is í golfi sem fram fór á Hvaleyr-
arholtsvelli. Mótin verða alls
fimm og eru haldin til styrktar
sveit Keilis sem tekur þátt í Evr-
ópukeppni félagsliða á Spáni.
Jónashittibest
Jónas Hafsteinsson sigraði í
loftskammbyssumóti semSkotfé-
lag Kópavogs liélt í fyrrakvöld,
fékk 622 stig. Keppt var eftir
sænsku forgjafakerfi í tilrauna-
skyni. Óskar Einarsson varð
annar með 595 stig,
„Skrokkamót“ UBK
Breiðablik heldur „skrokka-
mót“ í knattspyrnu fyrir leik-
meim 30 ára og eldrí á sandgras-
vellinum í Kópavogi um næstu
helgi. Einnig cr keppt í flokki 40
ára og eldri ef þátttaka fæst.
Skráning og nánari upplýsingar
eru í síma 641990.
Þeir áhorfendur, sem leggja leið
sína á leik FH og Selfoss í Kapla-
krika í kvöld, opnunarleik 1.
deildar í handbolta, fá óvenjulega
miöa. Eftir leik geta handhafar
miðamia farið í Pizza ’67 aö
Reykjavíkurvegi 60 og fengiö
tvær pitsur fyrir verö eínnar.
Njarðvík sigraði Keflavík,
96-86, á Reykjanesmótinu í körfu-
knattleik í Njarðvík í gærkvöldi.
Enski deildarbikarínst
Helstu úrslit leikja í 2, umferð
enska deildarbikarsins, fyrri
leikir.
Barnet-QPR................1-2
Biriningham-Aston Villa...0-1
Blackbum-Boumemouth.......1-0
Blackpool-Sheff. Utd......3-0
Bolton-Sheff. Wed.........l-l
Cr. Palace-Charlton.......3-1
Huddersfield-Arsenal......0-5
Ipswich-Cambridge.........2-1
Lincoln-Everton..........3-ri
Middlsbr.-Brighton........5-0
Sunderiand-Leeds.........2-1
Wrexham-Nott. Forest......:t-3
-SK/-VS/-ÆMK/-GH