Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1993, Page 26
34
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER1993
Afmæli
Bjöm Ingi Bjömsson
Bjöm Ingi Bjömsson kjötiðnaðar-
meistari, Úthaga 7, Selfossi, er
fimmtugurídag.
Starfsferill
Bjöm er fæddur á Seltjamarnesi
og ólst þar upp. Hann var nám í
kjötiðn í versluninni Egilskjöri og
Iðnskólanum í Reykjavík. Bjöm
lauk sveinsprófi 1963 og fékk meist-
araréttindi 1972.
Bjöm starfaði við kjötiðnað til
1966 og síöan hjá Eimskipafélagi ís-
lands á farskipi til 1971 en hóf þá
aftur störf við kjötiðnað. Bjöm
keypti Kjötbúð Suðurvers ásamt
Sigurði Sæberg Þorsteinssyni árið
1972 og rak hana til 1984 er hann
flutti til Selfoss og hóf störf sem
framleiðslustjóri hjá kjötvinnslu
Hafnarhf.
Björn var í stjórn Félags kjötversl-
ana. Hann er einn af stofendum
Meistarafélags kjötiðnaðarmanna
og er núverandi formaður þess.
Bjöm hefur starfað í prófnefnd kjöt-
iðnaðarmanna frá 1972.
Fjölskylda
Björn kvæntist 28.12.1968 Öldu
Bragadóttur, f. 15.5.1944, skrifstofu-
manni. Foreldrar hennar: Bragi
Brynjólfsson klæðskerameistari og
Dóra Halldórsdóttir húsmóðir. Dæt-
ur Bjöms og Öldu: Dóra Margrét,
f. 3.11.1963, d. 31.10.1975; Steinunn
Inga, f. 23.10.1973, nemi; Dóra, f.
11.11.1976, nemi.
Bræður Bjöms: Ólafur Stephen-
sen Bjömsson, f. 23.1.1935, kvæntur
Ingibjörgu Ólafsdóttur; Jón Hilmar
Björnsson, f. 13.4.1939, kvæntur
Kristínu Unni Ásgeirsdóttur.
Foreldrar Björns: Björn Jónsson,
f. 31.5.1904, d. 19.1.1975, vélstjóri,
og Ingibjörg 0. Stephensen, f. 22.6.
1906, húsmóðir.
Ætt
Björn var sonur Jóns Jónssonar frá
Ánanaustum.
Ingibjörg er dóttir Ólafs Stephen-
sen frá Viðey og Steinunnar Eiríks-
dóttiu- Stephensen frá Karlsskála
við Reyðarfjörð.
Bjöm er að heiman á afmæhsdag-
inn en hann tekur á móti gestum í
Gesthúsinu við Engjaveg á Selfossi
nk. laugardag, 25. september, eftir
kl. 20.
Björn Ingi Björnsson.
Til hamingju með
afmælið 22, september
Guðrún Auðunsdóttir
86 ára
Jóna Gissurardóttir,
Eyrargötu 26, Eyrarbakka.
Gunnar Gunnarsson,
Miðtúni 72, Reykjavík.
Sveinn SÖlvason,
Skagfirðingabraut 15, Sauðárkróki.
80 ára
Leó Ingvarsson,
Lundarbrekku 8, Kópavogi.
Hulda Helgadóttir,
Dalbæ, Dalvík.
75 ára
Jóhanna G. Hjaltalin,
Silfurgötu 5, Stykkishólmi.
70 ára
Guðrún R. Valdimarsdóttir,
Sléttuvegi 17, Reykjavik.
Kristrún Matthíasdóttir,
Fossi, Hrunamannahreppi.
Aima Daniella Niclasen,
Þórkötlustöðum3, Grindavík.
Halldóra Lárusdóttir,
Hjarðarhaga 56, Reykjavik.
60 ára
Katarínus Matthiasson,
Fremri-Húsum, ísafirði.
Óskar Þorleifsson,
Flyðrugranda2, Reykjavik.
Guðmar Ragnarsson,
Hóli, Hjaitastaðahreppi.
Halldór Vigfússon,
Völlum við Breiðholtsv., Reykja-
vik.
Sigrún Guðmundsdóttir,
Hofsvallagötu 22, Reykjavík.
50 ára
Kristín Guðmundsdóttir,
Sogavegi 200, Reykjavík.
Jón Kristjánsson,
Skipasundi 90, Reykjavík.
Ingvi Jónsson,
Breíðvangi 26, Hafharfirði.
Hjördís Hreíðarsdóttir,
Kaplaskjólsvegi 65, Reykjavík.
Tómas ísfeld,
Skólavegi 25, Vestmannaeyjum.
Hulda Sveinbjörnsdóttir,
Dvergabakka 22, Reykjavík.
40 ára
Brynleifur G. Siglaugsson,
Dalsmynni, Viðvíkurhreppi.
Hrafnhildur B. Gunnarsdóttir lif-
fræðingur,
Laufengi 2, Reykjavík.
Kristín Norland,
Þórsgötu 8, Reykjavík.
Jóhanna Ölöf Gestsdóttir,
Miklubraut 64, Reykjavík.
Maria Gunnarsdóttir,
Grundargötu 94, Gmndarfirði.
Þóra Guðrún Ingimu rsdótt ir,
Dalbraut 10, Höíh í Homafirði.
LÁTTll EKKI 0F MIKINN HRAÐA
VALDA ÞÉR SKAÐA!
||UJ«R«R
/ SÓÐASKAPUR \
- ELDHÆTTA
Sýnum alhliða tillitssemi
í umferðinni!
ut UMFERÐAR /
WrAd x
Guðrún Auðunsdóttir, fyrrverandi
húsmóðir í Stóru-Mörk, nú búsett
að Kirkjuhvoli í Hvolhreppi, verður
niræð á morgun.
Starfsferill
Guðrún er fædd í Dalsseli í Eyja-
fjahahreppi og ólst upp í V-Eyja-
fjallahreppi. Hún gekk í barnaskóla
sem þá var og sótti síðar matreiðslu-
námskeið hjá Theodóru Sveinsdótt-
uríReykjavík.
Guðrún var vinnukona á ýmsum
heimilum í Reykjavík og vann enn-
fremur framleiðslustörf á nokkrum
stöðum.
Komið hafa út tvær ljóðabækur
eftir Guörúnu. í foðurgarði fyrrum
(þulur) kom út 1956 og Við fjöllin
blá kom út 1982. Þá hafa ýmis blöð
og tímarit birt ljóð hennar.
Guðrún fluttist að Stóru-Mörk
1938 og bjó þar tfi 1985 er hún flutti
ásamt manni sínum og mági á Dval-
arheimfiið Kirkjuhvol.
Fjölskylda
Guðrún giftist 28.5.1939 Ólafi
Sveinssyni, f. 30.10.1908, d. 27.8.
1986, bónda. Foreldrar hans voru
Sveinn Sveinsson og Guðleif Guð-
mundsdóttir. Þau bjuggu í Dalskoti
og síðar í Stóru-Mörk.
Dóttir Guðrúnar og Ólafs er Ás-
laug, f. 24.10.1939, gift Ólafi Auðuns-
syni, f. 13.7.1934. Þau eiga fjögur
böm, Guðrúnu, f. 1960, Auði, f. 1962,
Ólaf Hauk, f. 1964, og Sigurjón
Þorra, f. 1972. Maður Auðar er Guð-
mundur T. Sigurðsson en kona Ól-
afs Hauks er Sigrún Konráðsdóttir.
Barnabarnabörnin eru sjö.
Systkini Guðrúnar: Ólafur Helgi,
f. 1905, látinn; Leifur, f. 1907, látinn;
Hafsteinn, f. 1908; Ingigerður, f. 1909,
látin; Hálfdán, f. 1911; Margrét, f.
1912, látin; Sighvatur, f. 1913, látinn;
Valdimar, f. 1914, látinn; Konráð, f.
1916; Guörún Ingibjörg (Donna), f.
1918. Hálfbróðir Guörúnar, sam-
feðra: Markús, f. 1898, látinn.
Foreldrar Guðrúnar voru Auðunn
Guörún Auðunsdóttir.
Ingvarsson, f. 6.8.1869, d. 1961, bóndi
í Dalsseli, og Guðlaug Helga Hafliða-
dóttir, f. 17.1.1877, d. 1941, húsfreyja
í Dalsseli.
Guðrún tekur á móti gestum á af-
mælisdaginn á Hótel Hvolsvelli kl.
15-19.
Margrét Sæmundsdóttir
Margrét Hrefna Sæmundsdóttir,
fræðslufufitrúi hjá Umferðarráði,
Hvassaleiti 77, Reykjavík, er fimm-
tugídag.
Starfsferill
Margrét er fædd á Patreksfirði en
ólst upp í Hafnarfirði. Hún lauk
lokaprófi frá Fóstmskóla íslands
1963.
Margrét starfaði sem fóstra að
loknu námi í Hafnarfirði og Reykja-
vík og í Svíþjóð og Bandaríkjunum
1965-71. Hún hóf störf sem umsjón-
arkona umferðarskólans Ungir veg-
farendur 1971 og hefur starfað þar
síðan.
Margrét sat í stjórn Fóstrufélags
íslands 1979-82 og hefur ennfremur
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
sama félag. Hún var í framboði fyrir
Kvennalistann 1986-90 og aftur
1990-94. Margrét sat í byggingar-
nefnd aldraðra 1988-90 og situr í
umferðamefnd Reykjavíkur
1990-94. Hún er varaborgarfulltrúi
Kvennalistans í Reykjavík og er
varamaður í félagsmálaráði Reykja-
vikur.
Fjölskylda
Maður Margrétar er Þorkell Erl-
ingsson, f. 4.5.1941, verkfræðingur.
Foreldrar hans: Erhngur Þorkels-
son, látinn, vélstjóri, og Kristín
Kristvarösdóttir húsmóðir.
Börn Margrétar og Þorkels: Hlín
Kristín, f. 26.4.1972, verkfræöinemi
við HÍ; Erlingur, f. 31.5.1974, nemi
ÍMH.
Systkini Margrétar: Jóhaxmes, f.
25.7.1940, d. 10.4.1983, íþróttakenn-
ari; Guðrún, f. 13.4.1942, skrifstofu-
stjóri; Gullveig, f. 27.10.1945, rit-
stjóri; Hjalti, f. 11.8.1947, aöalvarð-
stjóri; Logi, f. 26.11.1949, verkstjóri;
Frosti, f. 24.5.1953, prentari.
Foreldrar Margrétar: Sæmundur
Jóhannesson, f. 26.9.1908, d. 8.12.
1988, stýrimaður, og Sigurveig Guð-
Margrét Sæmundsdóttir.
mimdsdóttir, f. 6.9.1909, kennari.
Margrét er að heiman á afmæhs-
daginn en hún tekur á móti vinum
og ættingjum nk. fóstudag, 24. sept-
ember, kl. 20.
Vilborg
Eiríksdóttir
í afmælisgrein um Vilborgu Ei-
ríksdóttur sl. laugardag slæddust
inn nokkrar villur. Þær eru leiðrétt-
ar hér á eftir en jafnframt em hlut-
aðeigendur beðnir velvirðingar.
Fæðingarstaður og bernskuslóðir
Vfiborgar er Fiflholts-vesturhjá-
leiga í Vestur-Landeyjum. Fyrri
maður hennar dó 1969 og seinni
maður hennar var fæddur 1914.
Sonur Vilborgar, Eiríkur Þór, er
mjólkurbílstjóri og tengdasonur
hennar, maður Sigríðar Emu, heitir
Karl Bergsson. Hálfbróðir Vfiborg-
ar, sammæðra, heitir Markús
Hjálmarsson.