Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Page 5
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 5 Fréttir Vaxandi óánægja í Alþýðuflokknum með samstarfið við sjálfstæðismenn: Koma hvað eftir annað í bakið á Alþýðuf lokknum - segir Hallsteinn Friöþjófsson, krataforingi á Seyðisfiröi „Ég fæ ekki séð að ríkisstjórnin lafi áfram nema að Sjálfstæðisflokkurinn gefi eftir,“ segir Pétur Sigurðsson, vara- þingmaður Alþýðuflokksins á Vestfjörðum. „Ég fæ ekki séð að ríkisstjómin lafi áfram nema að Sjálfstæðisflokk- urinn gefi eftir. Framkoma hans í garð Alþýðuflokksins hefur verið með þeim hætti að óþolandi er. Auð- vitað mun þessi óánægja blossa upp á flokksstjómarfundinum 6. nóv- ember næstkomandi," sagði Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusam- bands Vestfjarða og varaþingmaður Alþýðuflokksins á Vestfjörðum. Éftir samtöl við fjölmarga félaga í Alþýðuflokknum úti um allt land er ljóst að menn eru sammála því sem Pétur segir. Enda þótt flestum þyki stjóm Al- þýðuflokksfélags Hafnarfjarðar hafa tekið fuUdjúpt í árinni með því að samþykkja að flokkurinn ijúfi þegar stjómarsamstarfið, standa samt margir mjög nálægt því. Allir sem DV ræddi við sögðu það orðið óþol- andi hvemig Sjálfstæðisflokkurinn hefði hvað eftir annað komið í bakið á Alþýðuflokknum eða valtrað yfir hann í ýmsum málum. Nefndu menn þar heilsukortamálið, boðuð frum- vörp um breytingar á stjórn fisk- veiða og hvernig ráðherrar Alþýðu- flokksins hafa orðið að skera niður í viðkvæmum málaflokkum meðan ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sleppa. Þar eru landbúnaðarmálin efst á baugi. Akranes hefur lengi verið eitt af sterkustu vígjum Alþýðuflokksins á landinu, ásamt Hafnarfirði og ísafirði. Rannveig Edda Hálfdánar- dóttir, formaður Alþýðuflokksfélags- ins þar, segir að mikill pirringur og óánægja sé í flokksfólki vegna fram- komu Sjálfstæðisflokksins í garð Al- þýðuflokksins í stjómarsamstarfinu. Hún segir að eflaust séu margir á því að stjórnin eigi að þrauka út kjör- tímabihð, en því sé ekki að neita að óánægjan aukist dag frá degi. „Sjávarútvegsmálin og þá alveg sérstaklega málefni krókabátanna em mjög heitt mál sem við höfum miklar áhyggjur af hér á Akranesi," sagði Rannveig Edda. Hallsteinn Friðþjófsson, formaður verkalýðsfélagsins og krataforingi á Seyðisfirði, sagði mikla og vaxandi óánægju með stjórnarsamstarfið hjá krötum á Seyðisfirði. „Menn eru óánægðastir með það hvernig samstarfsfiokkurinn í ríkis- stjórn kemur hvað eftir annað í bak- ið á Alþýðuiiokknum," sagði Hall- steinn. Hann taldi engan vafa á að miklar umræður yrðu um það mál á flokksstjórnarfundinum. Miðað við það hvernig margir þing- menn Alþýðuflokksins tala um stjórnarsamstarfið um þessaj mund- ir, má gera ráð fyrir heitum' flokks- stjórnarfundi laugardaginn 6. nóv- ember næstkomandi. -S.dór hver í sínum flokki LADA • SAFIR 1500cc - 5gíra Frá 558.000 kr. 140.000 kr. út og 16.819 kr. í 36 mánuði LADA • SKUTBILL 1500cc - 5gíra Lux Frá 647.000 kr. 162.000 kr. út og 16.807 kr. í 36 mánuði LADA • SAMARA 1500cc - 5gíra Frá 596.000 kr. 149.000 kr. út og 15.509 kr. í 36 mánuði LADA SPORT 1600cc - 5gíra Frá 798.000 kr. 200.000,- kr. út og 20.635 kr. í 36 mánuði Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tffiit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. AFAR Ií U \II,i:iTK líOSTl'K! BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13. SÍMl: 68 12 00 BEINN SÍMI: 3 12 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.