Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Page 7
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 7 íslartdsbanki: 4,2 mitljónir iagðar inn á afskriftareikning á hverjum degi. íslandsbanki: 221 milU- ónar tap fyrstué mánuðina 221 milljónar króna tap varð á rekstri íslandsbanka fyrstu átta mánuöi þessa árs, þar af nam tap- ið 195 milljónum fyrstu fjóra mánuöina. í fréttatilkynningu frá bankan- um segir að afkoma bankans mótist af afleiðingum tveggja gengisfellinga; í nóvember 1992 og í júní á þessu ári. Hafi síðari gengisfellingin átt þátt í að ekki náðist að jafna tekjutap fyrstu mánuða ársins. Segir að þróunin síöustu mánuði og áætlanir um næstu misseri bendi til aö rekstr- arhagnaður taki við af halla- rekstri á fyrsta ársfjóröungi 1994. Fyrstu 8 mánuðina voru 1.020 milljónir lagðar á afskriftareikn- ing útlána sem samsvarar 127,5 milljónum á mánuði eða 4.250.000 á dag. Segir að framlög í afskrifta- reikning fari lækkandi og veröi i árslok um 300 milljónum lægri en 1 fyrra. Vaxtamunur bankans fyrstu 8 mánuðina var 1,6 prósent miðað við 2,2 prósent alit árið í fyrra, Rekstrarkostnaður var 6 prósent- um minni en á sama tíma í fyrra eða 142 milljónum minni í krón- um talið. Er spamaöurinn rakinn til hagræðingar eins og samein- ingar þriggja útibúa, bókhalds- deilda og aðhaldi i ráöningu sum- arfólks. Þá segir að í árslok verði stöðugildi væntanlega 685 en voru um 900 þegar bankinn tók til starla. -hlh Fiskmarkaðimir Faxamarkaður 27 októbef seldust alls 1.013 tonn. Magn i Verð í krónum tonnum Meöal Lægsta Hæsta Þorskur, sl. 0,028 157,00 157,00 157.00 0,384 44,00 44,00 44,00 Ýsa.sl. 0,601 132,18 127,00 138,00 Fiskmarkaður Hafnarfiarðar 27. október seldust ells 5,777 tonn Steinb..ósl. 0,025 10,00 10,00 10,00 Þorskur 2,752 96,00 96,00 96,00 Hlýri 0,219 82,00 82,00 82,00 Grálúða 1,145 109,00 109,00 109,00 Sólkoli 0,036 114,00 114,00 114,00 Langa 0,016 50,00 50,00 50,00 Keila 0,036 45,00 45,00 45,00 Blálanga 0.045 70,00 70,00 70,00 Skarkoli 1,504 92,00 92,00 92,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 27 októbef seldust aís 9.641 tortn. Þorskur, ósl. 5,650 95,96 67,00 122,00 Ýsa.ósl. 3,446 131,65 51,00 150,00 Ufsi, ósl. 0,300 38,00 38,00 38.00 Lýsa, sl. 0,038 20,00 20,00 20,00 Langa 0,100 59,00 59,00 59,00 Skötuselur 0,015 130,00 130,00 130,00 Lúða 0,045 450,00 450,00 450.00 Hnísa 0,047 15,00 15,00 15,00 Fiskmarkaður Snæfellsness 27 októbdf saldust alls 1,029 tonn. Þorskur, sl. 0,300 149,00 149,00 149,00 Lúða, sl. 0,014 235,00 235,00 235,00 Svartfugl 0,029 105,00 105,00 105,00 Steinb/hlýri, sl. 0,015 61,00 61,00 61,00 Þorskur, ósl. 0,626 96,43 90,00 104,00 Karfi, ósl. 0,045 48,00 48,00 48,00 Fiskmarkaður Ísafjarðar 27. október seldust jrils 4,200 tonn Þorskur, sl. 0,450 98,00 98,00 98,00 Ýsa.sl. 0,660 108,17 106,00 113,00 Ufsi.sl. 0,082 20.00 20,00 20,00 Skarkoli, sl. 1,008 98,00 98,00 09,00 Steinb./hlýri.sl. 2,000 81.00 81.00 81,00 - Fréttir Pentagon lokar „herstöð“ á Höfn í Homafirði: Landi undan gömlum olíutönkum skilað - áframhaldandi leynd yfir viðræðuni um framtíð Vamarliðsins á íslandi „Eina ákvörðunin sem liggur fyrir er lokun eldsneytisstöðvar á Höfn. Varðandi aðrar breytingar eða um- ræður um þær höfum við engar upp- lýsingar. Allt frá árinu 1990 hefur staðiö yfir endurskoðun á starfsemi okkar handan Atlantshafs. Stefnan er að draga úr starfseminni og fækka hermönnum," sagði háttsettur for- ingi á upplýsingaskrifstofu Pentag- ons í samtali við DV. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að skila íslenskum stjórnvöldum land- spildu á Álaugamesi sem er við höfn- ina á Höfn í Hornafirði. Þar hefur bandaríski herinn haft tvo olíu- geyma til að knýja ratsjárstöð sína. Samkvæmt heimildum DV flokkast þetta undir lokun herstöðvar í Evr- ópu í Pentagon, varnarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna. Tankarnir hafa hins vegar ekki verið notaðir frá því ratsjárstöðin á Stokksnesi var rafvædd. Mikil leynd hefur ríkt um viðræður íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð herstöðvarinnar á Keflavík- urflugvelli að ósk bandarískra stjómvalda. Undanfarna tvo mánuði hafa íslensk stjómvöld beöið eftir til- lögum Bandaríkjamanna. Búist er við að þær berist innan fjögurra vikna og er talið ljóst að um veruleg- an niðurskurð verður að ræða á starfsemi hersins. Fullvíst er þó að Bandaríkjamenn reki áfram herstöö hér á landi. Samkvæmt upplýsingum, sem DV aflaði sér hjá Vamarliðinu, hefur nokkur samdráttur orðið á umsvif- um hersins á undanförnum þremur áram. Á árslok 1989 og í ársbyrjun 1990 fóru til dæmis héðan af landi brott tvær AWACS-ratsjárflugvélar og vorið 1991 fóru héðan 6 af 18 F-15 orrastuflugvélum hersins. Á hinn bóginn bættust 4 nýjar björgunar- þyrlur í flugflotann. Um 2900 banda- rískir hermenn era nú hér á landi og hefur þeim fækkað um 200 á und- anfömum þremur árum. Starfs- mönnum hersins hefur fækkað úr 1.100 í 900. Eftir því sem DV kemst næst þarf fækkun orrastuflugvéla hér á landi ekki að þýða verulega fækkun i heraf- lanum. Sé tekið mið af fækkun vél- anna vorið 1991 þá mun hermönnum einungis fækka um 30 til 60 verði F-15 orrastuflugvélunum fækkað um helming eða úr 12 í 6. Á hinn bóginn þykir ekki ólíklegt að sérstök ákvörð- un verði tekin um fækkun mannafla í þeim viðræðum sem nú standa yfir milli Bandaríkjanna og íslands. Að sögn Bjöms Bjarnasonar, for- manns utanríkismálanefndar, hefur nefndin ekki fengið neinar nýjar upplýsingar um hvaða hugmyndir Bandaríkjamenn era með varðandi vamarsamvinnu íslands og Banda- ríkjanna. Ólafur Ragnar Grímsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í nefnd- inni, tekur í sama streng. Hann segir engar upplýsingar fást þótt eftir þeim séleitað. -kaa Strætisvagnaskiptistöðin við Digranesveg í Kópavogi á þessa dagana i enn einni tilvistarkreppunni en skiptistöðinni var itrekað lokað áður en Almenn- ingsvagnar bs. tóku við rekstri strætisvagna i nágrannasveitarfélögum Reykjavikur fyrir nokkrum árum. Starfsmenn Almenningsvagna hafa nú byrgt fyrir sjoppuna i skiptistöðinni. Pétur U. Fenger, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að rekstur verslunar gangi illa i þessu húsnæði og þvi sé stefnt að því að ráða starfsmann til að hugsa um skýlið og halda því hreinu auk þess að selja farmiða. Ekki sameiginlegt próf kjör á Akranesi Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Ekkert verður af sameiginlegu prófkjöri fyrir bæjarsljómarkosn- ingarnar á Akranesi. Tillögu sjálf- stæðismanna þar að lútandi var hafnað af Alþýðuflokki og Alþýöu- bandalagi en Framsóknarflokkur var henni hins vegar hlynntur. Ingvar Ingvarsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, sagði í samtali við DV að ekki heföi verið vilji fyiir sam- eiginlegu prófkjöri meðal flokks- systkina sinna og á því heföi málið strandað. Guðbjartur Hannesson, bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins, sagði að það væri mat sinna manna að sú framkvæmd prófkjörs sem rædd heföi verið bætti ekki neinu við það lýðræði sem flokkurinn notaði við val fulltrúa á framboðslista. Því heföi þessari málaleitan verið hafnað. Grafargil: Reiðvegi lokað Borgarráð hefur samþykkt að hvetja Vegagerö ríkisins til að finna nú þegar lausn á umferð hestamanna milli hesthúsahverfa Fáks og Harðar við Vesturlandsveg þar sem ótækt þykir að Vegagerðin hafi lokað nú- verandi reiðvegi um Grafargil með uppfyllingu, „öllum að óvöram“, eins og segir í samþykkt borgarráðs. Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavík- urborgar eiga að vera undirgöng fyrir hestamenn undir Vesturlandsveg enda mikilvægur þáttur í umferðaröryggis- málum. Hestamönnum fer sífeUt fjölg- andi á þessu svæði og eykst umferð hestaísamræmiviðþað. -GHS Þessi frábæra mynd eftir Sam Raimi, höfund Darkman og Evil Dead myndanna, er nú kominn á allar betri myndbandaleigur. Pantaðu hana núna, svo þú fáir hana í kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.