Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 Fréttir Laxveiðiámar: Erlendum veiðimonnum seld vikan á 500 þúsund Þó svo að laxveiðitíminn sé úti þetta árið byijar sala veiðileyfa til útlendinga fljótlega upp úr þessu, enda tekur langan tíma aö vinna út- lendingamarkaðinn sem veltir um 150-200 miiljónum á hveiju ári. Það eru veiðileyfin, kostnaður við leið- sögumenn og fæði sem reiknast inn í þessa upphæð. „Þessi erlendi veiðimarkaður er viðkæmur, hann veltir töluverðu en endurnýjun í hópi útlendinga er ekki mikil,“ sagði einn af þeim mörgu leigutökum, sem selja á þessum markaði, í gærkvöldi. Nú hafa leigutakar nokkurra veið- iáa og Landssamband veiðifélaga tekið sig saman og gefið út bækling fyrir Bretland sem er að fara í dreif- ingu þessa dagana. Þetta eru Grímsá í Borgarfirði, Miðíjarðará, Langá á Mýrum, Ánabrekkusvæðið, Straum- íjarðará á Snæfellsnesi, Norðurá í Borgarfirði, Laxá í Dölum, Laxá í Kjós og Rangárnar sem þarna er um að ræða. útlendingamarkaðurinn veltir um 150-200 milljónum á ári Útlendingamarkaðurinn veltir 150-200 milljónum á.ári. DV-mynd G. Bender í Miðfjarðará er boðin vika í einu og kostar dagurinn 74 þúsund í júlí og byrjun ágúst, vikan er því í kring- um 500 þúsund. í Grímsá í Borgar- firöi kostar dagurinn frá 65 þúsund- um upp í 77 þúsund. í Langá á Mýr- - um, á Ánabrekkusvæðinu, er dagur- inn frá 61 þúsund upp í 77 þúsund. í Staumfjarðará kostar dagurinn frá 35 upp í 40 þúsund. í þessum bækl- ingi er ekki gefið upp verð í Norðurá í Borgarfirði og Laxá í Dölum, aðeins upplýsingar um árnar. Veiðin léleg í Geirlandsá Sjóbirtinsgveiðinni er lokið þetta árið og er aðeins skárri en í fyrra en ekki mikið. Sjóbirtingurinn virðist líka vera minni en oft áður. Við skul- um kíkja á tölurnar. „Það er betri veiði í Tungufljótinu en í fyrra, við vorum að draga á fyr- ir fáum dögum og veiddum ágætlega, það var nýgenginn sjóbirtingur að mæta á staðinn," sagði Ólafur Júlíus- son, formaður ámefndar Tungufljóts í Vestur-Skaftafellssýslu, í gærdag. En sjóbirtíngsveiðinni lauk 20. okt- óber og virðist vera aðeins betri veiði en í fyrra í Tungufljóti og Vatnamót- um. En sú fræga sjóbirtíngsá, Geir- landsá, er mjög léleg þetta árið. „Það veiddust 66 laxar og 245 sjó- birtíngar núna, stærstí laxinn var 16 pund en stærsti sjóbirtingurinn var 14 pund. Þetta er betri veiði en í fyrra í Tungufljótinu," sagði Ólafur enn- fremur. „Vatnamótin gáfu 320 sjóbirtinga og einn lax, þetta er aðeins skárra en í fyrra en fiskurinn er smærri," sagði Eðvard Bóasson, formaður Stangaveiðifélags Keflavíkur, er við spurðum um sjóbirtíngsveiðina. Geirlandsá gaf aðeins 27 laxa, 98 urriða og 47 bleikjur í haustveiðinni. Þetta er léleg veiði í Geirlandsá. Stærsti sjóbirtingur var 11,5 punda. Veiðin í sumar hefur víst verið ágæt í Grenlæknum og Skaftánni,“ sagði Eðvard Bóasson í Keflavík. -G. Bender Rafmagnseftirlitsmaður: Vill að ráðherra innkalli reglur Sigurður Magnússon yfirraf- magnseftirlitsmaður hefur sent Sig- hvati Björgvinssym iðnaðarráðherra bréf þar sem hann óskar eftir því að ráðherrann innkalli nýjar verklags- reglur og reglugerðarbreytingar sem taka eiga gildi um mánaðamót þar sem reglumar séu svo ófullkomnar að slys getí orðið þegar þær taka gildi. Þá óskar Sigurður eftír því að ráð- herrann skipi hæfa menn til að yfir- fara verkið í heild svo að það sé „lög- legt og boðlegt þeim sem eftir því eiga að starfa" eins og segir í bréf- inu. Sigurður tekur sem dæmi kafla í verklagsreglunum um mæhngu á vamarsnertu í tengslum með sum- um lekastraumsrofapróftækjum sem hægt er að stilla þannig að leka- straumsrofi leysi ekki út við mæling- una. Hann segir að þessi málsgrein valdi fyrst og fremst ótta sínum. Hún sé dæmigerð „fyrir allt verkið, hættulega og ónákvæma framsetn- ingu á vandmeðfömu efni“ segir í bréfinu um leið og óskað er eftir svari ráðherrans. -GHS Prestur fer í mál við ríkisstjómina „Þegar bráðabirgðalögin vora sett í júní 1992 mótmæltum við. Þá boð- aöi ég málshöfðun til að tryggja að mómælin dyttu ekki upp fyrir. Þetta verður að hafa sinn gang,“ segir Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti og formaður Prestafélags íslands. Geir hefur höfðað mál gegn ríkinu vegna setningar bráðabirgðalaga í fyrra sem neyddi kjaradóm til að aft- urkalla launahækkun til presta. Við þetta skertust kjör Geirs um tæplega 40 þúsund krónur á mánuði. Kjör annarra presta skertust álíka. Geir hefur nú krafist þess að fá launahækkunina afturvirkt með dráttarvöxtum, samtals 566 þúsund krónur. Kröfuna byggir hann á því að ríkisstjórnin hafi gripið til bráöa- birgðalaga án brýnnar nauðsynjar og því hafi lögin ekki verið sett með stjórnskipulegum hætti. Málið verð- ur þingfest í Héraðsdómi Reykjavík- urídag. -kaa 1988 1989 1990 1991 Fjárveitingar til útgáfumáfa og stjórnmálaflokka 1988-1993 Styrkur til blaöaútgáfu. Upphæöirí milljónum á verðlagi 1993. Áriö ^ 1993 var fjárveiting til útgáfumála sameinuð fjárveitingu tit blaöakaupa. | | Kaup dagblaða. [ Til útgáfumála. 80 milljónir kr. 70_____________ 60 : 50 Blaðakaup minnkuð og útgáf ustyrkur lækkaður I svari fjármálaráðherra, við fyrir- spum Einars K. Guðfinnssonar al- þingismanns, um íjárveitingar til útgáfumála og stjómmálaflokka árin 1988 til 1993, kemur fram að þær hafa minnkað nokkuð hin síðari ár. Einnig kemur fram að ríkið kaupir nú mun færri dagblöð en áður var. Mestu var eytt til þessara mála áriö 1990 eða 182 milljónum, reiknaö á verðlagi þessa árs. Minnstu var eytt 1988 eða 97,6 milljónum króna. í ár nemur upphæðin 115,8 milljón- um króna. Árið 1990 eyddi ríkið 55 milljónum til kaupa á dagblöðum en í ár er var- ið 11,7 milljónum króna til dagblaða- kaupa. -S.dór Vegabréf handa norskum hundum sem ætla til EFTA-landa: Hundabréfið gildir ekki hér Hunda- og kattaeigendur i Noregi því er segir í norska Dagblaðinu. segir Brynjólfur Sandholt yfirdýra- ir að til að fá vegabréf þurfi dýrin að fara í einangrun eftir að heim er geta væntanlega sótt um vegabréf „Þetta tengist samningnum um læknir. „Það þarf að fá heimild land- að vera bólusett gegn hundaæði og komið. Samkvæmt núgildandi regl- fyrir gæludýrin sín með vorinu og Evrópska efnahagssvæðið. Við emm búnaðarráðuneytisins til þess að jafnframt vera með nægileg mótefni um í Noregi verða dýrin að vera í ferðast með þau óhindrað til EFTA- ekki aðilar aö þessum þætti samn- koma meö dýr inn í landið og þau gegn hundaæði í blóðinu. Eftir að sóttkví í fjóra mánuði og tvo mánuði landa og Evrópubandalagslanda að ingsins þar sem íslensk lög munu þurfa að fara í sóttkví." hafa verið með húsbændum sínum á í einangmn frá öðram dýrum eftir uppfylltum ákveðnum skilyrðum, að áfram gilda um innflutning dýra,“ í fréttinni í norska Dagblaðinu seg- ferðalagi erlendis þurfa dýrin ekki aðþaulosnaúrsóttkvínni. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.