Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Side 20
32 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 Iþróttir Kraftlyflingar: ÞHrsterkirá HM unglinga Þrír íslenskir kraftlyftinga- menn verða á meðal þátttakenda á heimsmeistaramóti tmglinga sem fram fer í Kanada um næstu helgi. Jóhannes Eíríksson keppir í 60 kg flokki, Hilmar Gunnarsson í 75 kg flokki og Auðunn Jónsson í 110 kg flokki. í fréttatilkynningu frá Kraftlyftingasambandi Is- lands er Auðunn talinn eiga mjög góöa möguleika. Hann hefur ný- veriö sett íslandsmet í unglinga- flokki í öllum þremur greinum krafflyftinga og lyft samtals 852,5 kg. Á HM unglinga í fyrra vannst 110 kg flokkurinn á 827,5 kg. -SK Fatlaðir: Bára varpaði 7,73 metra Bára B. Erlingsdóttir, Ösp, varð Reykjavíkurmeistari í kúluvarpi kvenna innanhúss á dögunum og er árangur hennar góður. Aörir sigurvegarar á Reykja- víkurmótinu urðu þessir: Magn- ús P. Korntop, ÍFR, í kúluvarpi karla með 10,02 m, Bára B. Erl- ingsdóttir, Ösp, í langstökki án atrennu meö 2,02 m, Guöjón Á. Ingason, Ösp, í langstökki án at- rennu, með 2,30 m og Sigurður Axelsson, Ösp, í hástökki, með 1,25 m. -SK Hjalti bestur íBoccia Hjalti Eiösson, ÍFR, varð Reykjavíkurmeistari í 1. deild í Boccia á Reykjavíkurmóti fatl- aðra. Sigurður Kristjánsson, Ösp, sigraöi i 2. deild, Katrin Guðjóns- dóttir, Ösp, í 3. deild og Helga Bergmann í unglingaflokki. í sveitakeppninni sigraði A-sveit ÍFR í 1. deild og C-sveit ÍFR í 2. deild. -BK íþróttadagur Aspar Á laugardaginn mun íþróttafé- lagið Ösp gangast fyrir íþrótta- kynningu og hafa opiö hús i iþróttahúsi IFR að Hátúni 14 kl. 13-17. Seld veröa handklæði merkt félaginu og einnig íþróttagallar. Boðið verður upp á kaffl og vöffl- ur með rjóraa á vægu verði. -SK Meirimeidsli hjá Setfyssingum Selfyssingar urðu fyrir enn einu áfallinu í leiknum gegn ÍR í gær þegar Jón Þórir Jónsson reif vöðva í kálfa. Jón Þórir lendir þar með í hóp með þeim Sigurði Sveinssyni, Einari Gunnari Sig- urðssyni og Gísla Felix Bjama- syni sem eru á sjúkralista Sel- fossliðsins. -ih Juventusféll í Feneyjasíkin Lið Feneyja, Venezia, sem leik- ur i ítölsku 2. deildinni viö lítinn orðstír, sló í gærkvöldi risana úr Juventus út úr bikarkeppninni með 4-3 sigri í Feneyjum en liöin höfðu áður skilið jöfh, 1-1. Fleiri 2. deíldar lið gerðu það gott því Cesena sló út Cagliari, Ancona skellti Napoli, Aveliino sló út Lazio og Fiorentina vann Regg- iana. -VS Fyrsta þrenna Ian Rush gerði sína fyrstu þrennu í tvö ár þegar hann tryggði Liverpool sigur á Ipswich, 3-2, í ensku deilda- bikarkeppninni í knattspyrnu í gær- kvöldi. Hann skoraði eftir 48 sekúnd- ur og aftur á 16. mínútu, og kom síð- an Liverpool í 3-1 í síðari hálfleikn- um. Bruce Grobbelaar, markvörður, færði Ipswich fyrra mark sitt með því að slá boltann í Ian Marshall, sóknarmann gestanna, og af honum fór boltinn í netið. Úrslit leikja í 3. umferð í gærkvöldi urðu sem hér segir: Derby - Tottenham.............0-1 Liverpool - Ipswich...........3-2- Manch.United - Leicester......5-1 Middlesbro - Sheffleld Wed....1-1 Nottingham For. - West Ham....2-1 Q.P.R. - Millwall.............3-0 Wimbledon - Newcastle.........2-1 Bruce með sitt 100. mark á ferlinum Varnarmaðurinn Steve Bruce gerði tvö marka Manchester United gegn Leicester og hefur nú skorað 100 mörk á ferlinum. Carlton Palmer tryggði Sheffleld Wednesday jafntefli í Middlesbro með marki mínútu fyrir leikslok. Nick Barmby skoraði sigur- mark Tottenham gegn Derby, sem hafði unnið alla heimaleiki sína á tímabilinu þar til í gærkvöldi. Brian McClair skoraði annað mark Manchester United gegn Leicester á Old Trafford og á myndinni fagnar hann marki sínu með viðeigandi hætti. Simamynd/Reuter Bremen áfram Werder Bremen sigraði nágranna sína í Hamburger SV, 4-2, í 4. umferð þýsku bikarkeppninnar í gærkvöldi. -VS Rushítvöár Forkeppni heimsmeistaramótsins 1 knattspymu: Hollandi nægir jafntefli Tyrkir unnu Pólverja nokkuð óvænt, 2-1, í Istanbul í forkeppni heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Hakan Sukur og Bulent Uýgun skoruðu fyrir Tyrki í síðari hálfleik en á 16. mínútu náði Wojciech Kowalczyk forystunni fyrir Pólverja. Hollendingum nægir jafntefli gegn Pólveijum. Vinni hins vegar Pólverj- ar og Englendingar leggi San Marínó með sjö mörkum eru Englendingar komnir í úrslit. Norðmenn eru búnir aö tryggja sér sæti í úrslitakeppn- inni. 2. riðill: Noregur..........9 7 2 0 24-3 16 Holland..........9 5 3 1 26-8 13 England 9 4 3 2 19-8 11 Póííand 9 3 2 4 9-12 8 Tyrkland 9 2 1 6 9-18 5 San Marínó.... 9 0 1 8 1-39 1 Ungverjar lögðu Lúxemborg, 1-0, í Búdapest. Lajos Detari skoraði eina mark leiksins á 20. minútu. 5. riðill: Rússland..........7 5 2 0 15-3 12 Grikkland.........7 5 2 0 9-2 12 ísland............8 3 2 3 7-6 8 Ungverjal......8 2 1 5 6-11 5 Lúxemborg......8 0 1 7 2-17 l Tékkar höfðu mikla yfirburði gegn Kýpur og gátu hæglega skorað mun fleiri mörk. Mörkin skoruðu þeir Petr Lubovsky, Paval Habal og Tom- as Skuhravy. ísrael og Austurríki skildu jöfn, 1-1, í Tel Aviv. Leikurinn sem slíkur skipti ekki máli um stööu mála í riðl- inum en hvorug þjóðin átti mögu- leika á að komast áfram. -JKS DV kynnir NBA-liðin í körf uknattleik 5 Detroit Nafn: Detroit Pistons. Stofnað: 1949. Miðriðill, austurdeild. Meistarar: 1989, 1990. Árangur i fyrra: 40-42, ekki í úrslit. Þjálfari: Don Chaney. Eins og undanfarin ár verður bakvarðadúettinn Joe Dumars og Isiah Thomas í aðalhlutverki hjá Detroit. Don Chaney, hinn nýi þjálfari liðsins, verður þó að gæta þess að hvíla þá félaga sem orðnir eru 30 og 32 ára. Detroit ætti ekki að vera í vandræðum með bak- verði. Á bekknum er Alvin Robert- son og nýliðamir tveir, Lindsey Hunter frá Jacson State og Allan Houston frá Tennessee, sem eiga að verða framtíðar bakverðir hjá félaginu. Terry Mills verður áfram í byrj- unarliði sem framherji en hans aðal er sóknin. Dennis Rodman er hins vegar horfinn á braut til San Antonio en aðdragandinn að brott- for hans hefur verið langur. Ekki er gott að spá um hver tekur stöðu hans í byijunarliðinu en Detroit fékk Sean Elliott og Avery Johnson í skiptum fyrir Rodman. Um mið- heijastöðuna munu þeir Bill Laim- beer og Olden Polynice bítast. Mark Aguirre mun koma af bekkn- um. Vömin mun áfram verða aöal liðsins en vandamálið er sóknin. Á síðustu þremur árum hefur liðið aldrei komist yfir 101 stig að meöal- tali í leik. Liðinu er ekki spáö velgengni í vetur, fimmta sæti í riðlinum og því ekki sæti í úrslitakeppninni. Svo virðist sem ástandið verði aö versna enn meira í bílaborginni áður en það fer verulega að batna á ný. Isiah Thomas, hinn reyndi bak- vörður Detroit Pistons. Mark Bosnich bestur Ron Atkinson, framkvæmda- stjóri Aston Villa, er hrifinn af hinum ástralska markverði sín- um, Mark Bosnich. Atkinson sagði eftir leik Aston Villa og Sunderland í enska deildarbik- araum að Bosnich væri besti markvörður heims í dag. „Égerekki bestur“ Bosnich er annað hvort aifaríð ósammála stjóra sínum hjá Villa eða mjög hlédrægur. Bosnich sagöi þegar hann frétti af þessum ummælum Atkinsons: „Ég er ekki besti markvörður heims og svona ummæli koma mér í vand- ræði.“ Bannviðlyfjaáti Þrir rússneskir lyftingamenn og þrír pólskir hafa verið dæmdir í ævilangt keppnisbann og geta lagt lóðin á hilluna. Rússnesku og pólsku lyfflnga- samböndin voru einnig dæmd í bann sem gildir í eitt ár. Vogt fer ef illa gengur Þýski landsiiðsþjálfarinn í knattspymu, Berti Vogts, sagði í gær að ef Þjóðverjar lékju illa í lokakeppni HM í knattspymu á næsta árí myndi hann íhuga að segja af sér. Eiskar góðan mat Belgíski knattspyrnumaðurinn Didier Wittebole, sem leikur með svissneska 2. deildarliðinu Bell- inzona, elskar góðan mat. Wittebole er í þyngra lagi og í samningi hans við félagið er tekið fram að fari kappinn yfir 80 kíló verði hann að greiða sektir. Hann er vigtaður dag hvern og þarf að greiða um 500 krónur fyrir hvert aukakiló. Silver ver sölu á Batty Einn af forráðamönnum Leeds United, Leshe Silver, varði i gær söluna á Davíd Batty, einum besta leikmanni Leeds, til Black- burn í fyrradag. Howard Wilkin- son, framkvæmdastjóri Leeds, var mjög óhress þegar Batty var seldur frá félaginu. „Þeíta vargóð sala“ Silver sagði í gær: „Enginn frarokvæmdastjóri vill selja sína bestu leikmenn. Wilkinson verð- ur að skflja að það er ekki nóg að kaupa bestu leikmennina frá öðmm liöura. Þetta gengur á hinn veginn lika. Ég hefði hafnað 2ía mifljóna punda tilboði í Batty en þegar allt að 3 mifljónir punda komu upp á borðið var um gott mál að ræða fyrir okkur.“ Tlfríngur hjá Arsenal George Graham, framkvæmda- stjóri Arsenal, hefúr hætt við að fara með lið sitt i frí um miðjan nóvember eins og til stóð. Arse- nal slapp fyrir hom og náði jafn- tefli gegn Norwich í leik liöanna í deildarbikamum á dögunum. Liðin verða að leika að nýju þann 10. nóvember eða um það leyti sem Graham og félagar ætluðu að spóka sig í sólinni. Kanarieyjar eða Kýpur „Ég var búinn að skipuleggja ferð fyrir okkur i sólina, tfl Kan- arieyja eða Kýpur. Ég stóð i þeirri meiningu að fríið myndi koma sér vel fyrir ökkur. Nú verðum viö að gleyma þessum áform- um,“ sagðí George Graham í gær. Lausirúrbanninu Fjórir leikmenn Steaua frá Búkarest hafa veriö leystir úr banni hjá félaginu og mega leika með búlgarska landsliðinu sem raætir Frökkum í París í undan- keppni HM17. nóvember. Búlgar- ar geta með sigri komist í loka- keppnina. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.