Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Side 27
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993
39
dv_______Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11
■ Garðyrkja
Almenn garðvinna.
Otvegum og dreifum húsdýraáburði
og mold. Uppl. í síma 91-79523.
■ Til bygginga
Dokaborð til leigu. Dokaborð, zetur og
loftastoðir til leigu og sölu. Þakrenn-
ur kr. 391 m, niðurföll kr. 430 m.
Alhliða blikksmiðja. Gerum tilboð í
smærri og stærri verk. Breiðfjörðs
blikksmiðja hf., Sigtúni 7, s. 91-29022.
Allar gerðir verkfæra til húsbygginga
til leigu og margt fleira.
Höfðaleigan hf., áhalda- og vélaleiga,
Funahöfða 7, sími 91-686171.
■ Húsaviðgerðir
Gerum upp hús, utan sem innan. Jám-
klæðningar, þakviðg., sprunguviðg.,
gler, gluggar, milliveggir o.fl. Vanir
og vandvirkir menn. S. 24504/643049.
■ Ferðalög
Á ferð um Borgarfjörð. Ertu á leið í
veiðiferð? Að Runnum er glæsileg
gistiaðstaða, heitur pottur - gufubað
silungsveiði. Tilboðsverð fyrir hópa.
Blómaskálinn, Kleppjárnsreykjum,
sími 93-51262 og heimas. 93-51185.
■ Vélar - verkfeeri
Vantar rafal, eða rafstöð, 380 volta, 3ja
fasa, með öllum búnaði. Uppl. í síma
91-666472 eftir kl. 17.
■ Nudd
Nudd til heilsubótar. Nudd við verkjum,
vöðvastreitu og klassískt slökunar-
nudd. Uppl. í síma 91-610116.
■ Dulspeki - heilun
Reiki - heilun, námskeið, 1. stig,
um næstu helgi. 2 stig, skráning hafin.
Uppl. í síma 686418, Bolholt 6, 5. hæð.
Sigurður Guðleifsson reikimeistari.
■ Heilsa
Appelsínuhúð? Aukakíló? Vöðvabólga?
Trimform. Orkuleysi? Vítamínskort-
ur? Exem? Balansering. Heilsuval,
Barónsstíg 20, s. 626275 og 11275.
■ Veisluþjónusta
Meistarinn hf. starfrækir veisluþjónustu.
Þjónustan nær yfir: árshátíðir, þorra-
blót, afmælisveislur, kokteilveislur,
erfidrykkjur, grillþjónustu o.fl.
Vefslusalurinn í Hreyfilshúsinu, sem
tekur allt að 170 manns, stendur til
boða. S. 33020/34349. Meistarinn hf.
■ Tilsölu
Til sölu Story from Brooklyn. Indverska
prinsessan Leoncie í fyrsta sinn á Is-
landi. 16 laga danstónlist á geisladiski
til sölu í Hljómalind, Austurstr. 8, og
í Kryddkofanum. Söngkonan, ind-
verska prinsessan Leoncie, vill
skemmta um land allt. Sími 42878.
■ Verslun
20-50 % afsláttur af hreinlætistækjum,
baðinnréttingum og sturtuklefum.
A & B, Skeifunni llb, sími 681570.
R/C Módel
Dugguvogi 23, sími 91-681037.
Nú geta allir smíðað skipslíkön.
Margar gerðir af bátum, skipum og
skútum úr tré. Sendum í póstkröfu.
Opið 13-18 virka daga, lokað laugard.
MERKIVÉLIN
FRÁ brother
I zWX 1 =M á
Nýbýlavegi 28, Kóp., s. 91-44443/44666.
/
Vestur-þýskar úlpur, með og án hettu.
Ótrúlegt úrval. Treflar, treflar.
Visa/Euro. Póstsendum. S. 91-25580.
Eldhús-, baðinnréttingar og fataskápar.
Við skiptum út innréttingum í
sýningarsal og veitum verulegan
afslátt. Vandaðar og fallegar innrétt-
ingar á góðu verði. Sérstakur afsláttur
á hvítbæsuðum ask.
Valform h/f, Suðurlandsbraut 22, að
vestan, sími 91-688288.
Léttitœki
* íslensk framleiðsla. Sala - leiga.
Léttitæki í úrvali, einnig sérsmíði.
Léttitæki hf., Bíldsh. 18, s. 676955,
Efstubraut 2, Blönduósi, s. 95-24442.
Sérmerkt, útsaumuð handklæði.
Persónulegar jólagjafir. Fáið sendan
lista með yfir 100 myndum. Nú er einn-
ig hægt að fá öll stjörnumerkin.
Sendum í póstkröfu. Euro/Visa.
Myndsaumur, Hellisgötu 17, box 219,
222 Hafnarf. Sími 91-650122 kl. 9-21.
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA
VALDA ÞÉR SKAÐA!
■ Jeppar
Nissan Patrol SGX, árg. '92, aðeins ek-
inn 10 þús. km, 4,2, 6 cyl. bensín, 5
gfra, leðurklæddur, 31" dekk, álfelgur,
dráttarkrókur, 7 manna, skipti á ódýr-
ari. Bíllinn er sem nýr. Uppl. í síma
91-688177 e.kl. 19.
■ Hjólabarðar
JEPPADEKK
30" - 15", finmunstrað, kr. 10.807 stgr.
30" -15", grófmunstrað, kr. 10.807 stgr.
31" -15", fínmunstrað, kr. 11.432 stgr.
31" -15", grófmunstrað, kr. 11.858 stgr.
33" - 15" fínmunstrað, kr. 13.226 stgr.
33" -15", grófmunstrað, kr. 13.226 stgr.
Umfelgun, ballansering, skiptingar á
staðnum, raðgreiðslur.
VDO hjólbarðaverkstæði,
Suðurlandsbraut 16, s. 679747.
■ Ymislegt
íslensk tréleikföng! Kassabílar, vöru-
bílar, sendibílar, vöggur og dúkku-
rúm. Urval gjafavara. ES Sumarhús,
Bíldshöfða 16, bakhús, s. 91-683993.
■ Líkamsrækt
Þær tala sinu máli! Ótrúlegt en satt.
Heilsustúdíó Maríu býður upp á cellu-
lite meðferð, 10 t., kr. 18.500,
Trim-Form, 101., kr. 5.900, háræðaslit-
meðferð, vöðvabólgumeðferð, gervi-
neglur o.fl. Tímapant. í s. 36677.
pv____________________Merming
Útúr
myrkrinu
Að undanförnu hefur leikhópur frá Alþýðuleikhúsinu sýnt einþáttung-
inn Út úr myrkrinu eftir Valgeir Skagfjörð á vinnustöðum og í skólum.
Ein slík sýning var nú í vikunni í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, en
þar stóðu nemendur í siðfræði og sálfræði ásamt kennurum sínum að
því að fá þáttinn sýndan.
Það leyndi sér ekki að það unga fólk, sem þarna var statt, fylgdist
grannt með efni verksins enda er þar fjallað um mál sem enginn getur
látið fram hjá sér fara: Sjúkdóminn alnæmi og áhrif hans á þá sem veikj-
ast, aðstandendur, vinnufélaga og ástvini.
Valgeir Skagfjörð skrifar verkið þannig að það vekur upp margar spurn-
ingar og skapar ágætan grundvöll til umræðna eftir sýninguna. Hann
Leiklist
Auður Eydal
prédikar ekki, umhverfið er kunnuglegt og við gætum mætt fólkinu, sem
um er fjallað, hvar sem er á förnum vegi.
Verkið er gamansamt framan af en þéttist svo smám saman um kjarn-
ann. Persónurnar eru ljóslifandi, svolítið uppalegt lið, sem starfar á aug-
lýsingastofu og hefur verið fahð það verkefni að gera fræðsluefni um
alnæmi.
Erla er uppskrúfuð og stressuð og Ari er kærulaus nagli sem lætur
hverjum degi nægja sína þjáningu. Þau tala af léttúð um sjúkdóminn og
smitleiðimar en finnst í rauninni alls ekki að þetta málefni komi sér
neitt við.
Þangað til Kalli birtist.
Hann hefur misst vin sinn úr alnæmi og honum blöskrar afstaða hinna
tveggja. Orð hans fá þau til að hugsa málið upp á nýtt og frá öðru sjónar-
horni.
Undir lok verksins eru svo sýnd brot úr gömlu sjónvarpsviðtali við
þennan vin þar sem hann ræöir veikindi sín og lífssýn.
Sviðsbúnaður er við það miðaður, að hægt sé að setja sýninguna upp
með sem minnstum tilfæringum nánast hvar sem er, en gefur engu að
síður ágætan bakgrunn. Gerla, sem sá um útlit sýningarinnar og búning-
ana, hefur unnið sitt verk vel.
Ingrid Jónsdóttir, Steinn Ármann Magnússon og Ólafur Guðmundsson
leika hlutverkin þrjú og Ingvar E. Sigurðsson leikur manninn í sjónvarps-
viðtalinu. Ingrid vinnur persónuna sannfærandi, allt frá því að hún skálm-
ar inn í upphafi íklædd dragt og á háum hælum, upptekin af hversdagsleg-
um smáatriðum og hefur allt á hornum sér.
Þeir Ólafur og Steinn Ármann voru ekki alveg eins innlifaðir í sín hlut-
verk, báðir eilítið íjarrænir og bundnir, eins og þeir vildu ekki taka neitt
á. Sjónvarpsviðtalið, sem Ingvar ílytur á yfirmáta sannfærandi hátt, kipp-
ir svo áhorfendum endanlega inn í blákaldar staðreyndir málsins.
Þessi sýning er vel heppnuð sem umræðugrundvöllur og til þess að
vekja fólk til umhugsunar. Áreiðanlega áhrifaríkari en margir metrar
af plakötum og auglýsingum sem allir eru fyrir löngu hættir að sjá.
Alþýðuleikhúsiö sýnir:
Út úr myrkrinu
Höfundur og leikstjóri: Valgeir Skagfjörö
Umsjón með útliti sýningar: Gerla
Háskólafónleikar
Tónleikar voru í hádeginu í gær í Norræna húsinu. Þetta var upphaf
Háskólatónleika á þessum vetri. Gunnar Kvaran seUóleikari lék verk
eftir Hafliða Hallgrímsson og Johann Sebastian Bach.
Fyrst lék Gunnar „Solitaire" eftir Hafliða. Verkið er í fimm frekar stutt-
um þáttum . Bygging þess minnir mjög á svítu, a.m.k. mætti vel hugsa
sér hina fimm mishröðu þætti sem stíliseraða danstónlist. Verkið er mjög
skýrt í gerð og skemmtilegt áheyrnar. Serenade-kaflinn er sérlega vel
heppnaður.
Svítur Bachs eru í uppáhaldi hjá flestum sellóleikurum og Gunnar
Kvaran er meðal þeirra sem hafa gert sér.að reglu að flyfja þær. Sumum
tónlistaráhugamönnum finnst þær þurrar undir tönn og til sanns vegar
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
má færa að þær krefjist athygh í hlustun. Þeir sem leggja það ómak á
sig eru hins vegar öruggir um ríkulega uppskeru. Þessi verk eru iðandi
af lífi og hugmyndaauðgi og gildir það einnig um svítuna sem þarna var
flutt. Miklu skiptir hver flutningsmátinn er og sellóleikarinn á um ýmsar
leiðir að velja í túlkun. Gunnar Kvaran flutti svítuna af alúð þess manns
sem veit að hann hefur dýrgrip í höndunum. Honum tókst mjög vel að
sameina margbrotið tilfmningalíf og skýrleika heiðrar hugsunar en hvort-
tveggja þetta er kjarni verksins. Verk Hafliða gerði ólíkar túlkunarkröfur
en leikur Gunnars var þar einnig mjög smekklegur og vandlega af hendi
leystur.
Aðsókn að þessum fyrstu Háskólatónleikum vetrarins var góð og lofar
góðu um framhaldið.