Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Qupperneq 29
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993
41
Fréttir
Sjónvarpstækin runnu út
Radióbúðin seldi 72 sjónvarpstæki af gerðinni Nordmende á einum degi í
vikunni en sérstakt tilboðsverð var á tækjunum. Tilboðið var auglýst í
Morgunblaðinu á sunnudag og DV á mánudag og að kvöldi mánudags
voru öll tækin seld. Þau verða afhent eigendum sinum úr gámi sem komið
var upp við hliðina á Radíóbúðinni. Að sögn Gríms Laxdal framkvæmda-
stjóra voru þessar viðtökur langt framar vonum en búið er að panta annað
eins magn sem væntanlegt er eftir 10 daga. -bjb/DV-mynd Brynjar Gauti
Hafnarí] arðarkratar:
Lýsa stuðningi við
Guðmund Árna
Vegna ályktunar stjórnar Alþýðu-
flokksfélags Hafnarfjarðar gegn rík-
isstjómarsamstarfinu á dögunum
var samþykkt ályktun á fundi bæjar-
málaráðs Alþýðuflokksins í Hafnar-
firði.
Þar segir að bæjarmálaráðið telji
brýnt að við núverandi erfiðleika í
efnahagsmálum þjóðarinnar og
þrengingum standi forysta flokksins,
þingflokkur og ráðherrar, dyggan
vörð um grundvallarsjónarmið jafn-
aðarstefnunar og velferðarkerfið.
Þarna er tekið undir með ályktun
stjómar félagsins frá fyrri viku.
Síðan segir í ályktun bæjarmála-
ráðs að það lýsi yfir fyllsta trausti á
störf bæjarmálafulltrúa flokksins,
Guömundar Árna Stefánssonar, á
Alþingi og sem heilbrigðis- og trygg-
ingaráðherra. Einnig segir að innan
Alþýöuflokksins í Hafnarfírði séu
skiptar skoðanir um ágæti þessa
stjórnarsamstarfs sem flokkurinn á
nú aðild að. Flokkurinn í Hafnarfirði
standi einhuga að baki þingmönnum
flokksins og treysti þeim til að standa
vörð um velferðarkerfið.
-S.dór
Tórúeikar
Bone China í
Rósenbergkjallaranum
í kvöld, fimmtudagskvöld, verða haldnir
tónleikar með hljómsveitinni Bone
China. Teitið hefst kl. 20.30 þar sem tekiö
verður upp myndband. Sérstakir gestir
kvöldsins eru Jet Black Joe og ætla þeir
að frumflytja eitthvað af efni af nýrri
plötu.
Todmobile í tónleikaferð
Hljómsveitin Todmobile er í tónleikaferð
um landið. Tilefnið er margþætt, en fyrst
mætti nefna að þetta eru eins konar
kveðjutónleikar á hverjum stað sem
Todmobile leikur þvi hljómsveitin hygg-
ur á mjöglangt fri frá og með næstu ára-
mótum. í kvöld leikur hljómsveitin í
Festi, Grindavík, kl. 21. Á fostudagskvöld
leikur hún í Bíóhöllinni Akranesi kl. 21,
á laugardagskvöld í íþróttahúsinu
ísafirði kl. 21 og á sunnudagskvöld á Bi-
fröst, Sauðárkróki, kl. 21.
Tilkyimingar
Tímarit Máls og menningar
Nýtt hefti af Tímariti Máls og menningar
er nú komið út, 3. hefti 54. árgangs og
jafhframt hið fyrsta undir nýrri ritstjóm.
Efni TMM er vandað og ijölbreytt nú sem
fyrr. Stór hiuti tímaritsins er þemaefni
sem ber yfirskriftina: „Frumbyggjabók-
menntir þar og nú“. Ritstjóri TMM er
Friðrik Rafnsson.
Aðalsafn Borgarbókasafns,
Þingholtsstræti 29A, verður lokað 1.-13.
nóvember nk. að báðum dögum meðtöld-
um, vegna viðgerða. Notendum safnsins
er bent á aðrar útlánsdeildir og bókabíla
Borgarbókasafns. Rétt er að taka fram
að lestrarsalurinn að Þingholtsstræti 27
verður opinn eins og vant er frá kl. 13-19
alla daga vikunnar nema sunnudaga.
Unglingadagur í Kópavogi
Unglingadagur verður haldinn 1 Kópa-
vogi í dag í Félagsheimilinu í Fannborg
á vegum Kópavogsbæjar og hefst kl. 13.
Fjölbreytt dagskrá verður með efni sem
unglingamir hafa undirbúið. Einnig
verða umræður um unglingamál á milli
sveitarstjómarmanna og unglinga. Um
kvöldið verður dansleikiu: í félagsmið-
stöðinni Ekkó með Sniglabandinu.
Félag eldri borgara
Opið hús og bridgekeppni falla niður í
Risinu í dag vegna jarðarfarar Jóns Her-
mannssonar.
Basar
Þjónustuíbúöir aldraðra, Dalbraut 27,
Reykjavik, halda sinn árlega basar laug-
ardaginn 30. október kl. 13.30. Að venju
er margt góðra muna. Allir velkomnir.
Vinafélagið
verður með félagsvist í Templarahöllinni
kl. 20 í kvöld. Allir velkomnir.
Hið íslenska bókmenntafélag
Hagkvæmni og réttlæti heitir ný bók eft-
ir Þorvald Gylfason prófessor sem Hið
íslenska bókmenntafélag hefur gefið út.
Bókin er hin þriðja í röð ritgerðarsafha
Þorvalds, hinar fyrri em Almannahagur
(1990) og Hagfræði stjómmál og menning
(1991). Bókin er 225 bls. og kostar í kilju
kr. 2280, og í harðbandi kr. 2.850.
Borgaraleg ferm-
ing vorið1994
Nú em allra síðustu forvöð að skrá sig á
námskeið Siömenntunar til undirbún-
ings borgarlegri fermingu vorið 1994.
Upplýsingar veittar hjá Siðmennt.
Ungir seljendur í Kolaportinu
Á sunnudaginn mimu um 100 böm og
unglingar bætast í hóp seljenda í Kola-
portinu en þann dag er þeim boðið ókeyp-
is pláss til að kynna þeim sölumöguleik-
ana á markaðstorginu. í Kolaportinu
gefst þeim tækifæri til að koma hlutunum
í verð sem þau em hætt að nota og kynn-
ast því af eigin raun hvemig þau geta
aflað fjár á. heiðarlegan hátt með eigin
vinnu og hugvitssemi. Auk ofangreinds
tilboðs er einnig í gangi sértiiboð fyrir
alla heimilishst. Seljendur, sem búa til
hluti heima hjá sér, geta fengið sams
konar pláss á 1245 aUa markaðsdaga.
Kolaportið er opið laugardaga og sunnu-
daga kl. 10-16.
Þjónustuhandbók fyrir
eigendur ökutækja
Vátryggingafélag íslands hefur nýlega
gefið út sérstakan þjónustubækling fyrir
eigendur ökutækja, sem vátryggja hjá
VIS. Hugmyndin er að bæklingurinn sé
geymdur í ökutækinu og hægt sé að grípa
til hans ef þörf krefur I bæklingnum er
að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar og
leiðbeiningar fyrir ökumenn ef til um-
ferðaróhapps kemur.
Leikfélag Akureyrar
AFTURGÖNGUR
eftir Henrik Ibsen
Lau. 30. okt.kl. 20.30.
Fös. 5. nóv. kl. 20.30.
Lau.6. nóv. kl. 20.30.
FERÐIN TIL PANAMA
Á leikferð:
Fyrstu sýningar á Akureyri
i Samkomuhúsinu:
Sun. 31. okt kl. 14.00 og 16.00.
Sala aðgangskorta
stendur yfir!
Aðgangskort LA tryggir þér sæti
meö verulegum afslætti!
Verð aógangskorta kr. 5.500 sætió.
Elli- og örorkul ifeyrisþegar kr. 4.500
sætið.
Frumsýningarkort kr. 10.500 sætið.
Miðasalan er opin alla virka daga
nema mánudaga kl. 14.00-18.00. Sýn-
ingardaga fram að sýningu. Sunnu-
dagakl. 13.00-16.00.
Miðasölusimi (96)-24073.
Símsvari utan miðasölutima.
Greiðslukortaþjónusta.
LEIKUr’STARSKÓLI ÍSLANDS
Nemenda
leikhúsið
LINDARBÆ simi 21971
DRAUMURÁ
JÓNSMESSUNÓTT
Eftir William Shakespeare
Fös. 29. okL kl. 20.00. Uppselt.
Lau. 30. okL kl. 20.00. Uppselt.
Mið. 3. nóv. kl. 20.00. Örfá sæti laus.
Fös. 5. nóv. kl. 20.00. örfá sæti laus.
Lau. 6. nóv. kl. 20.00. Örfá sæti laus.
Mán. 8. nóv. kl. 20.00.
Blómaverslun á
Hvammstanga
Fyrir skömmu síðan var opnuð blóma-
verslunin Blómasmiðjan á Hvamm-
stanga. Valgeröur Jakobsdóttir er eig-
andi og er hún með afskorin blóm, potta-
blóm og alls konar blómaskreytingar á
boðstólum s.s. steina skreytta með blóm-
um, blómakörfur á veggi, fiðrildi úr tág-
um, og allt er þetta blómum prýtt.
Radíuskvöld á Berlín
í kvöld, fimmtudagskvöld, verður hið
árlega „Radiuskvöld" á veitingahúsinu
Berlin, Austurstræti 22. Leiðtogar hóps-
ins eru Steinn Armann Magnússon og
Davíð Þór Jónsson „tannaskelfir".
Skaftfellingur
kominn út
Skaftfellingur, þættir úr Austur-Skafta-
fellssýslu, er kominn út í níunda sirrn.
Ritiö birtir að venju íjölbreytt efhi um
menn og málefni og segir auk þess tíð-
indi líðandi stundar í annálum úr hérað-
inu. Skaftfellingur fæst hjá Sýslusafni
Austur-SkaftafeUssýslu, Hafnarbraut
360, 780 Höfn (sími 97-81850) og kostar
nýja heftið 2200 krónur. Eldri árgangar
eru einnig til sölu á sama stað.
Sainaðarstarf
Áskirkja: Opið hús fyrir aUa aldurshópa
í dag kl. 14-17. Bibliulestur kl. 20.30 í safn-
aðarheimilinu.
Breiðholtskirkja: Mömmumorgunn á
morgun kl. 10-12.
Bústaðakirkja: Mömmumorgunn kl.
10.30. Allir velkomnir.
Fella- og Hólakirkja: 10-12 ára starf í
dag kl. 17.
Háteigskirkja: Starf fyrir 10-12 ára böm
kl. 17.00. Kvöldsöngur með Taizé tónUst
kl. 21.00. Kyrrð, íhugun, endumæring.
Allir þjartanlega velkomnir.
HjaUakirkja: Fræðslustund í kvöld kl.
20.30. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér-
aðsprestur fjaUar um Jesúmynd kirkj-
unnar. Þetta er sjálfstæður fyrirlestur
úr fyrirlestraröðinni „Hver er Jesús frá
Nasaret?"
Kársnesprestakall: Starf með eldri borg-
urum í safnaðarheimilinu Borgum í dag
kl. 14-16.30.
Langholtskirkja: Aftansöngur kl. 18.00.
Laugarneskirkja: Kyrrðarstund kl.
12.00. OrgeUeikur, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnaðar-
heimilinu að stundinni lokinni.
-Leikhús
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 11200
Stóra sviðið
kl. 20.00
ALLIR SYNIR MÍNIR
eftir Arthur Miller
Frumsýnlng fim. 4/11,2. sýn. fös. 5/11,
3. sýn.fös. 12/11,4. sýn. sun. 14/11.
ÞRETTÁNDA
KROSSFERÐIN
eftir Odd Björnsson
7. sýn.fös. 29/10,8. sýn. sun. 7/11,9.
sýn.fim.11/11.
KJAFTAGANGUR
effir NeilSimon
Lau. 30/10, uppselL iau. 6/11, fáein sæti
laus, lau. 13/11, fáeln sæti laus.
DÝRIN í HÁLSASKÓGI
eftir Thorbjörn Egner
Sun. 31/10 kl. 14.00, uppselt.
Sun. 31/10 kl. 17.00, aukasýning vegna
miklllaraðsóknar.
Litla sviðið
kl. 20.30
ÁSTARBRÉF
effir A.R. Gurney
á morgun, uppselt, lau. 30/10, uppselt,
lau. 6/11, uppselt, sun. 7/11, fid. 11 /11,
föstud. 12/11, lau. 13/11, uppselt.
Ath. Ekki er unnt aó hleypa gestum i
sallnn eftir að sýning hefst.
Smíðaverkstæðið
Kl. 20.30
FERÐALOK
eftir Steinunni Jóhannesdóttur
í kvöld, laus sæti v/forfalla, sun. 31/10,
fim. 4/11, uppselt, fös. 5/11.
Ath. Ekki er unnt að hleypa gestum i
salinn eftir að sýnlng hefst.
Ósóttar pantanir seldar daglega. Mióar
greiðlst viku fyrir sýningu ella seldlr
öðrum.
Miðasala Þjóðleikhússins er opln alla
daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og
fram að sýningu sýningardaga. Tekið á
móti pöntunum i sima 11200 frá kl. 10
virka daga.
GREIDSLUKORTAÞJÓNUSTA
Græna linan 996160 -
Leikhúslinan 991015
*
Sýnt i Islensku óperunni
Fim. 28. okt. kl. 20.30. örtá sætl laus.
Fim.4. nóv. kl. 20.30.
Allra síóustu sýnlngar i Reykjavik.
Vopnafjöróur 6. og 7. nóv. kl. 20.30 og 14.00
Miðasalan eropin daglega frá kl, 17 ■ 19 og
sýningardaga 17 • 20:30. Miðapantanir I símum
11475 og 650190.
■ 8 LEIKHÓPURtNN
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Stóra svið kl. 20.00.
SPANSKFLUGAN
eftir Arnold og Bach
Fimmtud. 28/10.
Laug. 30/10. Uppseit.
Fös. 5/11.Uppselt.
Sunnud. 7/11. Fimmtud. 11/11.
Litla svið kl. 20.00.
ELÍN HELENA
eftirÁrna Ibsen
Fimmtud. 28/10. Uppselt.
Föstud. 29/10. Uppselt.
Laugard. 30/10. Uppselt.
Sunnud. 31/10. Uppselt.
Fimmtud. 4/11. Uppselt.
Föstud. 5/11. Uppselt.
Laugard. 6/11. Uppselt.
Ath.l Ekki er hægt aó hleypta gestum inn
i salinn eftir aó sýning er hafin.
Kortagestir. Athugið að gæta að dag-
setningu á aðgöngumiðum á litla
sviðið.
Stóra sviðiðkl. 14.00.
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
eftir Astrid Lindgren.
Laugard. 30/10,50. sýning.
Sunnud. 31/10. Fáein sæti laus.
Sunnud. 7/11. Fáar sýningar eftir.
Stórasviðiðkl. 20.00.
ENGLAR í AMERÍKU
eftirTony Kushner
3. sýn. föstud. 29/10, rauð kort gllda.
Fáein sæti laus.
4. sýn. sunnud. 31 /10, blá kort gilda.
Örfá sæti laus.
5. sýn. Fimmtud. 4/11, gul kort gilda.
Fáein sæti laus.
ATH. aó atriði og talsmáti i sýningunni er
ekki viö hæfi ungra og/eða viðkvæmra
áhorfenda.
Miðasalan er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 13-20. Tekið á
móti miðapöntunum i síma 680680
kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasimi
680383.
Greiðslukortaþjónusta.
Muniö gjatakortin okkar,
tilvalin tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavikur-
Borgarleikhús.
I R l I \1 I l. í A
LLI —I K H U S1
Héðinshúsinu, Seljavegi 2.
Sími 12233.
AFTURGÖNGUR
eftir Henrik Ibsen
Laugard. 30. okt. kl. 20.
Miðasalan er opln frá kl. 17.00-19.00 alla
virka daga og klukkustund fyrir sýníngu.
Sími 12233.
Tjarnarbíói, Tjarnargötu 12.
BÝR ÍSLENDINGUR HÉR?
Leikgerö Þórarins Eyijörð eftir sam-
nefhdri bók Garðars Sverrissonar
Takmarkaður sýnlngafjöldi.
9. sýn. sunnud. 31. okt. kl. 20.
10. sýn. fös. 5. nóv. kl. 20.
11. sýn. lau. 6. nóv. kl. 20.
Mióasala opin Irá kl. 17-19 alla daga.
Simi 610280, slmsvarl allan sólarhrlnglnn.
Uppboð á lausafé
Eftir kröfu Iðnþróunarsjóðs og Iðnlánasjóðs fer fram uppboð á eftirtöldum
vélum og tækjum í eigu íslensks bergvatns hf:
1. Vatnssíukerfi frá Pall í Bretlandi.
2. Ozon-tæki frá Hess Machine Co.
3. Still-vörulyftari frá Globus hf.
4. Plastflöskumót frá Nissei ASB GMBH.
5. Loftsíukerfi frá Blikksmiðnum hf.
6. Miðavél frá Fuji Seal.
7. Loftpressur frá Mjólkursamsölu, Atlas Copco og Landssmiðjúnni.
8. Færibönd og raðarar fyrir flöskur og dósir.
Uppboðið verður haldið þar sem vélarnar og tækin eru staðsett í vatnsverk-
smiðju að Þverholti 17-19, Reykjavík, fimmtudaginn 4. nóvember 1993
kl. 11.00. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki
uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn í Reykjavík