Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Page 30
42 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 Afmæli Jóhannes H. Valdimarsson Jóhannes Hörður Valdimarsson, fyrrv. leigubílsljóri, Gyðufelli 4, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Jóhannes fæddist við Freyjugöt- una í Reykjavík og ólst upp í Reykja- vík. Hann stundaði akstur nánast allan sinn starfsferil en var leigubíl- stjóri á Hreyfli á árunum 1955-38 er hann hætti störfum. Fjölskylda Jóhannes kvæntist 4.6.1960 Guð- ríði Árnadóttur, f. 26.5.1925, d. 21.10. 1988, húsmóður og verkakonu. Hún var dóttir Áma Jónssonar frá Múla, alþingismanns og ritstjóra í Reykja- vík, og konu hans, Ragnheiðar Jón- asdóttur í Brennu í Reykjavík. Dætur Jóhannesar og Guðríðar eru Alda Guðbjörg, f. 30.12.1959, deildarstjóri hjá Sparisjóði Vél- stjóra, en sambýlismaður hennar er Friðrik Blomsterberg; Jóhanna, f. 27.9.1961, verslunarmaður í Reykja- vík, en sambýhsmaður hennar er Arnaldur Þór Jónasson. Stjúpdóttir Jóhannesar og dóttir Guðríðar er Jóhanna Árnheiður Helga, f. 15.5. 1957, blaðamaður við DV, en sam- býlismaður hennar er Matthías Ragnarsson. Aisystkini Jóhannesar: Margrét Guðmundsdóttir, f. 29.3.1919, hús- móðir í Bandaríkjunum; Sigríður Fjóla Guðmundsdóttir, f. 6.9.1920, húsmóðir í Svíþjóð; Unnur Hrefna Guðmundsdóttir, f. 13.3.1922, hús- móðir í Reykjavík; Dóra Björg Guð- mundsdóttir, f. 3.2.1925, húsmóðir í Reykjavík; Valdimar Númi Guð- mundsson, f. 17.6.1926, nú látinn, bílstjóri í Reykjavík og Hvamm- stanga; Bragi Rafn Guðmundsson, f. 24.1.1928, lengi bílstjóri í Reykja- vík en býr nú í Danmörku; Hanna Hafdís Guðmundsdóttir, f. 2.11.1930, húsmóðir í Reykjavík; Auður Berg- þóra Guðmundsdóttir, f. 1.11.1931, húsmóðir í Reykjavík; Skarphéðinn Valdimarsson, f. 29.4.1933, bílstjóri í Reykjavik; Ragnheiður Erna Guð- mundsdóttir, f. 17.2.1935, söngkona í Reykjavík; Ehsa Edda Guðmunds- dóttir, f. 11.7.1936, fasteignasali í Bandaríkjunum. Foreldrar Jóhannesar voru Guð- mundur ValdimarTómasson, f. 13.9. 1896, bílstjóri á Moshól á Seltjarnar- nesi, og kona hans, Jóhanna Sigurð- ardóttir, f. 27.2.1896, húsmóðir. Ætt Guðmundur var sonur Tómasar, trésmiðs í Reykjavík, Finnssonar, b. á Kaldárhöfða í Grímsnesi, hálf- bróður Ástríðar, langömmu Vigdis- ar forseta. Finnur var sonur Finns, b. á Kaldárhöfða, Finnssonar, b. á Langárfossi á Mýrum, Jónssonar, b. á Langárfossi, Nikulássonar. Móðir Jóns var Sigríður Guð- mundsdóttir, systir Þórunnar, móð- ur Sigríðar, ættmóður Stephensen- ættarinnar. Móðir Finns Finssonar eldra var Guðrún Sigurðardóttir, b. í Knarrarnesi, Þórðarsonar. Móðir Finns Finnssonar yngri var Dóm- hildur Jónsdóttir, b. í Skarði í Haukadal, Bjarnasonar, og Stein- unnar Teitsdóttur. Móðir Tómasar var Guðrún Guðmundsdóttir. Móðir Guðmundar Valdimars var Margrét Guðmundsdóttir. Jóhanna var dóttir Sigurðar, b. í Norður-Fíflsholtshjáleigu í Land- eyjum, Eiríkssonar, b. í Litlagerði í Hvolhreppi, bróður Jóhannesar, afa Gunnars Bergsteinssonar, fyrrv. forstjóra Landhelgisgæslunnar. Systir Eiríks var Sesselja, amma Sigurðar, fyrrv. stjórnarformanns Flugleiða, og Hahgríms tónskálds, Helgasona. Onnur systir Eiríks var Þuríður, langamma Bergsteins brunamálastjóra og Sigurðar, sýslu- manns á Akranesi, Gizurarsona. Eiríkur var sonur Bergsteins, b. á Árgilsstöðum, Sigurðssonar. Móðir Sigurðar Eiríkssonar var Margrét Snorradóttir, b. í Ey, Runólfssonar, b. í Kohabæ, Kárasonar. Móðir Margrétar var Ingunn, systir Ey- Jóhannes Höröur Valdimarsson. jólfs, foður Odds, langafa Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Ing- unn var dóttir Odds, b. á Fossi, Guðmundssonar, og Margrétar Ól- afsdóttur, b. á Fossi, Bjarnasonar, ættföður Víkingslækjarættarinnar, .Hahdórssonar. Móðir Jóhönnu var Jórunn Páls- dóttir, b. á Klasbarða, Pálssonar, b. á Eystrihóli, Amoddssonar, b. í Hemhhjáleigu, Pálssonar. Sigríður Einarsdóttir Sigríður Einarsdóttir Sigríður Einarsdóttir húsmóðir, Grundartúni 2, Akranesi, er áttræð ídag. Starfsferill Sigríður er fædd á Akranesi og ólst þar upp. Hún lærði kjólasaum í Reykjavík og er meistari í þeirri grein. Sigríður veitti forstöðu sauma- stofu Þórðar Ásmundssonar á Akra- nesi og vann síðar viö verslunar- störf. Sigríður tók mikinn þátt í félags- störfum en hún er einn stofnenda Skátafélags Akraness. Fjölskylda Sigríður giftist 26.10.1946 Hjalta Bjömssyni, f. 22.7.1914, d. 5.9.1980, vélvirkja. Foreldrar hans: Bjöm Bjamason, bakari í Neskaupstað, og kona hans, Guðbjörg Bjamadóttir. Dóttir Sigríðar og Hjalta: Bima Guðbjörg, f. 14.2. 1948, húsmóöir í Bern í Sviss, gift dr. Gísla Sigurðs- syni lækni. Þau eiga þrjú börn, Hjalta, Þorbjörgu og Hahdór. Sonur Hjalta Bjömssonar: Hahdór, f. 1938, flugvirki í New York. Systkini Sigríðar: Margrét, f. 12.5. 1905, hjúkrunarkona; Hahdór, f. 1.3. 1926, ljósmyndari; Guðrún, látin; Þorbjörg, látin; Helgi, látinn. Hálf- systkini Sigríðar, samfeðra, sem upp komust, hétu Halldór, Jóhann- es, Ingjaldur, Einar og Júhus. Foreldrar Sigríðar: Einar Ingj- aldsson, f. 29.8. 1864, d. 31.7. 1940, útvegsbóndi og skipstjóri, og Hall- dóra Helgadóttir, f. 6.9.1876, d. 30.10. 1968, húsmóðir. Þau bjuggu á Bakkai á Akranesi. Ætt Einar var sonur Ingjaldar Ingj- aldssonar og konu hans, Þorbjargar Sveinsdóttur í Nýlendu, Akranesi. Systkini Hahdóm vora Guðrún, Guðjón, Sigurður, Margrét og Ami. Hahdóra var dóttir Helga Böðvars- sonar frá Fljótstungu og konu hans, Guðrúnar Sveinssonar. Sigríður dvelur hjá dóttur sinni og tengdasyni í Sviss á afmæhsdaginn. Þórarinn Þórarinsson Þórarinn Þórarinsson arkitekt, Flyðrugranda 6, Reykjavík, er fimmtugurídag. Starfsferill Þórarinn er fæddur á Eiðum í Eiðaþinghá og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA1965 og námi í byggingarlist í Edinborg 1975. Þórarinn starfaði hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins 1965-66, við Edinburgh University, Architectural Research Unit 1969- 70, var arkitekt á Teiknistofu Guðmundar Kr. Kristinssonar og Ólafs Sigurðssonar í Reykjavík 1970- 71 og hjá Ingimundi Sveinssyni arkitekt 1975-79. Hann stofnaði eig- in teiknistofu 197? og Teiknistofuna sf. í Reykjavík ásamt Agh Guð- mundssyni arkitekt 1983 og hefur starfaðþarsíðan. Þórarinn var gjaldkeri Arkitekta- félags íslands 1978-80, sat í gjald- skrárnefnd félagsins 1986-91 og í stjóm Lífeyrissjóðs AÍ frá 1991. Hann hefur setið í dómnefndum vegna samkeppni arkitekta um op- inberar byggingar og skipulag. Fjölskylda Þórarinn kvæntist 8.9.1973 Guð- rúnu Sigríði Vilhjálmsdóttur, f. 20.8. 1949, þjóðfélagsfræðingi. Hún er dóttir Vhhjálms Alvars Guðmunds- sonar, efnaverkfræðings og fram- kvæmdastjóra Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufiröi, sem lést 1969, og Bimu Halldórsdóttur húsmóður. Böm Þórarins og Sigríðar eru Þór- arinn Alvar, f. 15.8.1976; Birna, f. 6.10.1979; Vilhjálmur Alvar, f. 13.3. 1985. Systkini Þórarins: Ingibjörg, f. 1941, ritari á Akureyri; Stefán, f. 1947, læknir á Egilsstöðum; Sigurð- ur Þór, f. 1948, kennari í Reykjavík; Ragnheiður Helga, f. 1952, kennari á Akureyri; Hjörleifur, f. 1959, lyfja- fræðingur í Reykjavík; Halldór, f. 1962, verkfræðingur. Foreldrar Þórarins: Þórarinn Þór- arinsson, f. 5.6.1904, d. 2.8.1985, skólastjóri á Eiðum, og Sigrún Ingi- björg Sigurþórsdóttir, f. 10.1.1919, húsfreyja á Eiðum. Ætt Þórarinn var sonur Þórarins, prests á Valþjófsstað, Þórarinsson- ar, b. á Skjöldólfsstöðum, Stefáns- sonar, prests á Skinnastað, bróður Þorbjargar, langömmu Þórarins, föður Kristjáns Eldjáms forseta, föður Þórarins rithöfundar. Stefán var sonur Þórarins, prests og skálds í Múla, bróður Benedikts Gröndal eldra, afa Benedikts Gröndal skálds. Annar bróöir Þórarins í Múla var Guðmundur, b. á Krýnastöðum, langafi Stefáns G. Stefánssonar skálds. Móðir Þórarins á Valþjófs- stað var Þórey, systir Hjörleifs, prests á Undirfehi, fóður Einars Kvaran skálds, afa Ævars Kvaran leikara. Hjörleifur var sonur Einars, prests í Vahanesi, Hjörleifssonar, prests á Hjaltastöðum, Þorsteins- sonar, prests á Krossi í Landeyjum, Stefánssonar. Móðir Þórarins skólastjóra var Ragnheiður Jónsdóttir, prófasts á Þórarinn Þórarinsson. Hofi, Jónssonar, prests á Klaustur- hólum, Jónssonar, prests í Hmna, bróður Hannesar biskups. Jón var sonur Finns biskups Jónssonar. Móðir Jóns á Hofi var Anna Jóns- dóttir, silfursmiðs og ættföður Bíldsættarinnar, Sigurðssonar. Móðir Ragnheiðar var Þuríður Kjartansdóttir, prests í Skógum, Jónssonar. Sigrún er dóttir Sigþórs, mat- sveins í Reykjavík, Sigurðssonar, b. í Snotm í Landeyjum, Ólafssonar, b. í Múlakoti í Fljótshhð, Árnason- ar. Móðir Sigurðar var Þórunn Þor- steinsdóttir, b. á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, Eyjólfssonar, og Karitasar Jónsdóttur. Móðir Sigþórs var Guð- rún Þorsteinsdóttir frá Hlíðarenda- koti, náfrænkaÞorsteins Erhngs- sonar skálds. Móðir Sigrúnar var Halldóra Ingi- björg Halldórsdóttir, formanns í Eystra-Stokkseyrarseli, Hahdórs- sonar og Sigríðar Þorkelsdóttur af Bergsætt. Bjöm Stefánsson Björn Stefánsson flugumsjónar- maður, Hhðarbyggð 29, Garðabæ, erfimmtugurídag. Starfsferill Björn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp en var við sveitastörf á sumrin að Þorvaldsstöðum í Skrið- dal frá niu ára aldri. Bjöm lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla aust- urbæjar 1958, stndaði nám við MR, lauk prófi í flugumsjón frá Sheffield School of Aeronautics í Miami á Flórída 1984. Á unglingsárunum vann Bjöm við íþróttavehi Reykjavíkurborgar nokkur sumur, var síðan í vegagerð í Austur-Húnavatnssýslu í tvö sum- ur. Hann hóf störf hjá Loftleiðum hf. í New York 1963, var þar flugaf- greiðslumaður og hjá Flugleiðum th 1978, var síðan fararstjóri th Miami Beach th 1981 og starfaði auk þess við pílagrímaflug og ýmis önnur leiguverkefni á vegum Flugleiöa í Arabíu og Nígeríu frá 1976 en hefur verið flugumsjónarmaður frá 1984, núsíðastíKeflavík. Björn hefur gegnt ýmsum trúnað- arstörfum Flugstöðvardehdar VR og Félags flugumsjónarmanna en hann var formaður þess félags 1989-91. Fjölskylda Bjöm kvæntist28.12.1967 Hrefnu Jónsdóttur, f. 9.11.1945, skrifstofu- stúlku og kennara. Hún er dóttir Jóns Inga Jónssonar og Soffiu Gísla- dóttur, fyrrv. ábúenda að Dehd í Fljótshhð, en þau era nú búsett á Hvolsvelh. Dóttir Bjöms og Huldu Þorkels- dóttur er Ragnheiður Kristín, f. 4.8. 1964, húsmóðir á Selfossi, gift Ehsi Kjartanssyni, lögregluþjóni þar og eiga þau soninn Kjartan Bjöm, f. 20.9.1991. Böm Bjöms og Hrefnu em Berg- lind Soffia, f. 28.4.1968 en sonur hennar og Davíðs Mássonar er Am- ór Kári; Stefán Þór, f. 19.6.1979; Jón Björn Stefánsson. Ingi,f. 17.7.1981. Sýstkini Bjöms em Hrafnhhdur Ehn, f. 21.5.1941, húsmóöir á Flórída, gift Kenneth Cummings og eiga þau þrjú böm og sjö bama- börn; Páh Magnús, f. 16.3.1949, læknir, kvæntur Hhdi Siguróardótt- ur og eiga þau fjóra syni. Foreldrar Bjöms: Stefán Jón Bjömsson, f. 22.9.1905, fyrrv. skrif- stofustjóri í Reykjavík, og Lára Páls- dóttir, f. 6.12.1908, d. 10.5.1953, hús- móðir. Bjöm verður heima á afmæhsdag- inn og tekur á móti gestum kl. 18.00. Til hamingju með afmæliö 28. október Benedikt E. Jónsson, Hafhargötu 120, Bolungarvík. Eiríka Árnadóttir, Faxabraut 13, Keflavík. 80 ára Þorsteinn Daníelsson, Guttormshaga, Holtahreppi. Ragnar Gislason, Lindargötu 26 B, Siglufirði, Emelía Gunnarsdóttir, Jaðarsbrautll, Akranesi. Aðalsteinn Michelsen, Stóragerði 36, Reykjavik. Klara Ingvarsdóttir, Aflagranda 40, Reykjavlk. Einar Ágústsson, Búðarvegi 12 A, Búðahreppi. Ásta Jónsdóttir, Hólabraut9, Hafnarfirði. Ingvar Axelsson,_ fyrrv. dehdar- fuhtniihjá garðyrkjudehd Reykjavíkur- borgar, Drápuhlíð21, Reykjavík. Konahanser Þorbjörg Guðmundsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á heim- ih sínu eftir kl. 17,00 í dag. 50ára_______________________ ÁsgeirGunnarsson, Koltröð 20, Eghsstöðum. Hlíf Káradóttir, Skólavegi 3, Keflavik. Guðrún Skarphéðinsdóttir, Hafharbrautie, Dalvík. Álfheiður Ósk Einarsdóttir, Flötum 16, Vestmannaeyjum. Sigurður Ágúst Sigurðsson, Álfheimum 27, Reykjavík. Brynjar Eymundsson, Kolbeinsmýri 12, Seltjarnarnesi. ÞórólfurGuðnason, Melabraut21, Seltjarnarnesi. Torfi Húnfjörð Sigurðsson, Sundlaugavegi 14, Reykjavík. Jón Finnur Ólafsson, Gauksrima4, Selfossi. Eygló AðaLsteinsdóttir,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.