Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Blaðsíða 4
30
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994
Bflar
Kynningarakstur - Stuttur Suzuki Vitara með aflmeiri véi:
Ödýrasti sj álf- :
skipti jeppinn
Snarpur og liöugur, sjálfskiptur jeppi
fyrir rétt rúmar tvær milljónir? - Það
kom aldrei inn í umræðuna í haust
þegar fjölmiðlar og kverúlantaþættir
voru að spijinga af vandlætingu yfir
því að seölabankastjóri nokkur átti
aö fá vandaðan og góðan jeppa, en
töluvert dýrari en þetta. Enda var
nýja þriggja hurða súkkan með 96
hestafla 16 ventla vélinni og fjögurra
gíra sjálfskiptingunni þá ekki komin
á markaðinn.
Allt frá því að Suzuki Vitara kom
á markaðinn sem árgerð 1989 hefur
þessi bíll staöið sig ágætlega. Framan
af var aðeins þriggja hurða bíll, fjög-
urra manna, í boði en síðar kom stóri
bróðir hans fimm hurða, fimm
manna, 41 sfn lengri og rúmbetri í
samræmi við það.
Eini litlijeppinn
með sjálfskiptingu
Fljótlega kom stutta Vitaran með
þriggja gíra sjálfskiptingu og hefur
alla tíð síðan verið eini litli jeppinn
á markaðnum með sjálfskiptingu.
Það er hins vegar ekki fyrr en núna
sem hún fær jafn stóra vél og er í 5
hurða bílnum og þá um sjálfskipt-
ingu við hæfi.
Það flnnst strax á fyrstu metrunum
að þessi aflmeiri Suzuki Vitara 3
huröa er frísk og kvik í svörun. Það
merkilega er líka að maður hefur
ekki á tilfinningunni að maður sé að
aka einhverjum tiltakanlega litlum
bíl eða stuttum. Þó er Vitara 3 hurða
næstum 7 sm styttri er Fiat Uno, svo
tekið sé dæmi af vinsælum og kunn-
uglegum bíl á götunum. Á sama hátt
er ekki til baga stutt á milli fram- og
afturása á bílnum þannig að hann
steypi stömpum eins og gamall
Willys. Hann er tommu lengri á milli
fram- og afturása en til að mynda
Daihatsu Feroza og aðeins 3,5 sm
styttri en Mitsubishi L-300.
Sérstólar fyrir alla
Hins vegar er ekkert verið að
bruðla með innanrými í þessum bíl.
Að visu fer dável um fjóra í honum,
en þeir mega ekki hafa ýkja mikið
með sér. Alhr hafa stóla út af fyrir
sig, bæði frammi í og aftur. Stólarnir
frammi í eru sýnu betri og ekkert
upp á þá að klaga. Þeir halda vel við
á alla vegu og eru hin þægilegustu
sæti. Sætinu hægra megin er hægt
aö halla og hleypa vel fram til að
umgangast aftursætin en því miður
hefur framsætið ekki „minni“ eða
þá heldur slælegt minni; fer ýmist í
öftustu stöðu eða fremstu eftir svona
tilfæringar. Svo er líka hægt að halla
framsætisbakinu alveg aftur og
ímynda sér að maður geti lagst út af.
Áfturstólamir eru til muna íburð-
arminni og ekki formmótaðir eins
og hinir. Samt er vel viðunandi að
sitja í þeim og kostur að hægt er að
velja um fleiri en eina stillingu á
bakhalla. En þar er enga hnakkpúða
að finna svo dæmi sé tekið, og nú er
búið að taka af það sem áður var, aö
hægt sé aö renna þessum afturstól-
um aftur og fram eins og framsætun-
um. Framleiðandi ber því við að það
sé út af einhveijum stjórnarreglu-
gerðum - hvar í veröldinni veit ég
ekki. Altént ekki í Frakklandi, þar
sem til að mynda bæði Citroén ZX
og Renault Twingo eru búnir þessum
ágæta kosti.
Hins vegar er auðvitað hægt að
Skiptar skoðanir eru um útlitsfegurð stutta Vitara jeppans. Fáir setja þó út á fremri hluta hans - það er frekar
af afturparturinn sé gagnrýndur. Notagildið er greinilega látið sitja í fyrirrúmi.
Afturhurðin opnar bílinn upp á gátt að aftan, svo auð-
velt er að nota hann til hverra þeirra flutninga sem
hann hentar til. Afturstólana er hægt aö leggja fram,
annan eða báðam en almennt farangursrými er aðeins
þaö litla rúm sem verður fyrir aftan þá upprétta.
Mælaborð er næsta hefðbundið, svo og vinnuumhverfi
ökumannsins almennt. Innrétting í hurðum hefur verið
bætt frá því að bíllinn kom fyrst fram fyrir fimm árum,
en þó eru rúðurofarnir enn dálítið aðkrepptir svo neðar-
lega sem þeir sitja.
leggja þessi aftursæti niður, annað
eða bæði, og fá þá allgott farangurs-
rými, sem með öll sætin í notkun er
satt að segja afar lítilfjörlegt. Því er
reynt að mæta með ágætum hirslum
innan í hhðum og í hurðum, auk
hanskahólfs, en dugar fremur
skammt. Þess vegna hafa eigendur 3
dyra Vitara gjarnan gripið til þess
ráðs að fá sér farangurskistu á topp-
inn, en það leysir heilmikinn vanda
fljótt og auðveldlega.
Afarlipur-gott
að leggja honum
Það er að mörgu leyti gaman að aka
3 dyra Vitara með stærri vélinni,
með íjögurra gíra sjálfskiptingunni.
Hann er einkar Upur með henni inn-
an bæjar og alveg sérlega auðvelt að
leggja honum í kröpp stæði. Þar við
bætist að þó að varadekkið gangi
nokkuð upp á afturgluggann er all-
gott að sjá aftur úr þessum- bíl. Þá
er hann líka með prýðilega útispegla,
og nú rafstýrða innan frá. - Úti á
vegum er bíllinn eins og hugur
manns og auðvelt að halda góðum
Hurðirnar opnast vel og þægilegt að renna sér inn í sætið og út úr þvi aftur.
og jöfnum feröahraða. Þó verður að
segjast eins og er að hann tekur dálít-
ið áberandi á sig stífan hliðarvind,
og geldur þar sköpulags síns.
Sjálfskipting er það sem bílakaup-
endur velja í vaxandi mæh, ekki síst
fólk sem farið er að reskjast. Þess
vegna er það uppsláttur fyrir Suzuki
að framleiða þennan netta og hpra
bíl með góðri fjögurra gíra sjálfskipt-
ingu, með vali um sportstillingu og
sparnaðarstilhngu. Hins vegar þykir
mér einboðið að hann sé afar
skemmtilegur með handskiptingu,
ekki síst af því að ég veit hve þægileg
og góð handskiptingin á Vitara er.
Ótrúlega stöóugur
í hálkunni
Bíhinn sem prófaður var hafði að-
eins venjulegri dekkjastærð af að
státa. Þannig búinn er bíllinn fremur
lágur svo að vel liggur við að setjast
inn í hann og stíga út úr honum.
Hins vegar er einfalt mál að hækka
þessa bíla lítihega upp, setja á þá
brettakanta og stærri dekk. Það hef-
ur th dæmis komið afar vel út aö
setja þá á 30" dekk.
Hins vegar get ég ekki orða bundist
um þaö hvað mér þótti hann seigur
í snjó og hálku á verksmiðjudekkjun-
um. Vissulega hefði mátt bjóða hon-
um dýpri skafla og lengri á stærri
og gripmeiri dekkjum, en það kom
mér mjög á óvart hvað hann komst
á þessum spariskóm. Og var stöðug-
ur í hálkunni, bæði til átaks og heml-
unar. Það er minnsta kost ekki þaö
fyrsta sem meðaljóninn þarf að gera,
þegar hann kaupir bhinn, að hækka
hann upp og setja undir hann stærri
dekk. Nema eitthvað alveg sérstakt
standi th.
Vitara jepparnir eru um margt
skynsamlegir bhar. Þeir eru þægileg-
ir í umgengni, liprir og léttir, spar-
néytnari á dekk og eldsneyti en obb-
inn af jeppaflórunni. Ég hef ekki th-
tæka mæhngu á stutta bílnum, en
langi bílhnn með 16 ventla vélinni
og handskiptingu er gefinn upp með
9,6 1 aö meðaltah á hundraðið. Þá
hafa þeir staðið sig prýðhega með
tilhti til bhana. Það er helst að finna
aö stutta bílnum - 3 hurða bílnum -
að það er lítið rúm í honum fyrir
farangur, en á hinn bóginn dugar
hann ágætlega fyrir hjón sem oftast
eru aðeins tvö á ferð, ekki síst þegar
þau þurfa að hafa með sér einhvem
farangur að ráði.
Sérbúnir fyrir
norrænar slóðir
Þeir bílar af 3 dyra Suzuki Vitara,
sem hér verða í boði, verða sérstak-
lega búnir fyrir norðlægar slóðir,
með þvottasprautur á framljósum og
upphituð sæti fyrir ökumann og
framsætisfarþega.
Þegar þetta er skrifað liggur endan-
legt verð á 3 dyra Vitara með afl-
meiri vél ekki fyrir. Þó má gera því
skóna að 5 gíra bíllinn með hand-'
skipta kassanum verði rétt innan við
tvær milljónir, en sá sjálfskipti losi
2,1 mihjón. Þar með verður hanr.
langsamlega ódýrasti sjálfskipti
jeppinn á markaðnum - og vel áht-
legur kostur fyrir þá sem ekki þurfa
beinlínis á stærri bh að halda og ekki
vhja leggja allt of mikinn pening í
bh og rekstur hans.
S.H.H.