Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Síða 5
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 35 DV Volkswag- en teygir sig austur Volkswagenverksraiöjumar þýsku hafa verið að hasla sér völl í þeíro hluta Evrópu sera áð- ur var fyrir austan jámtjaldið. Þeir hafa komið sér vel fyrir í Tékklandi með kaupum sínum á Skoda, ogeins í Slóvakíu þar sem menn hafa veriö að setja Passat saman í tvö ár og eru að undirbúa samsetningu á Golf. Nú síöast eru þeir að koma sér fyrir í Póllandi, en þar á að setja saman VW Transporter. Loks hefur einnig verið rætt um Króa- tiu sem hugsanlegan vettvang fyrir samsetningarverksmiðju fyrir sendi- og vörubíla. Berlín í stað Frank- furt? í fyrra var stóra alþjóðlega haustsýningin aö venju í París en þessar haustsýníngar hafa verið haldnar til skiptis í Paris og Frankfurt. Næsta sýning í Frankfurt er ráðgerð haustið 1995 og raunar reikna menn þar á bæ með að halda IAA, stærstu bíla- sýningu sem haldin er í heimin- um næst aftur haustið 1997, en framhaldiö er óráðið þvi enn og aftur er fariö að ræða af fullri alvöru að færa þessa stóru bíla- sýningu aftur til Berlínar, en þar hófust þessar sýningar um alda- mótin síðustu. Volkswagen: Minni Um langtárabil hafa Volkswag- enverksmiðjumar í Þýskalandi sent frá sér allt að 15 nýjar gerðir bíla á hveij u ári. En nú ríkir sam- dráttur hjá VW eins og öðrum bílaframleiðendum og að sögn Ferdinand Piech, aðalstjórnanda VW, er nú ráðgert að fækka gerð- unum mikið, jafnvel niður í 6-7 eða færri. Þetta er gert til að spara og er reiknaö með því að ná allt að 30% sparnaði með þess- ari áherslubreytmgu í fram- leiðslu verksmiðjamra. Virkt og óvirkt öryggi í bíliun: Þegar óhappid verður ekki umflúið Bflar Volvo hefur löngum verið seldur út á öryggi - og endingu. Með þessum „fokhelda" sýningargrip sýnir Volvo hvernig burðarvirki hans eru smíðuð með öryggi ökumanns og farþega i huga, svo og endingu og styrk bilsins. Og nú eru Japanir ekki lengur stikkfrí i þessum leik. Toyota sýndi hvernig Carina E er smíðuð með óvirkt öryggi í huga, krumpusvæði að framan og styrkta káetu - líknarbelgur í stýri og kippibelti á framsætum í boði. - Þeg- ar Carina E var frumkynnt á íslandi var einmitt skorið úr ytra byrði á hurð- um á einum sýningarbílanna til að sýna styrktarbitana i hurðunum. Allt frá því að sjálfrennireiðar voru að hefja tilvist sína hefur óvirkt öryggi - árekstursöryggi - verið mjög í hávegum haft. Segja má að sú til- skipun sem einhvers staðar var sett í reglugerð - um mjög skamman tíma að vísu - að fyrir hverri rennireið skyldi fara maður með rauðan fána, öðrum vegfarendum til viðvörunar, hafi verið fyrsti vísirinn að óvirku öryggi. Virkt öryggi - akstursöryggi - felst hins vegar í því að gera ökuhæfni og stjórnbúnað ökutækisins þannig úr garði að stjórnandinn eigi sem allra auðveldast með að aka af ör- yggi og víkja sér undan því að það reyni á óvirka öryggið. Engu að síður héfur óvirkt öryggi verið hafið mjög til vegs á undanfornum árum og raunar sífellt meira og meira. Þýska blaðið auto motor und sport hefur til að mynda verið iðið við að gera áreksturspróf sem sýna misgott þol ýmissa tegunda við árekstur af til- teknu tagi. Vissulega er gott að hafa þetta öryggi í góðu lagi en best er þó ef þetta hvort tveggja getur farið saman. Lagtupp úr að sýna óvirkt öryggi Á bílasýningum undanfarið er ber- sýnilegt að framleiðendur leggja sí- fellt meira upp úr óvirku öryggi - eða að minnsta kosti sífellt meira upp úr að sýna að þaö sé í góðu lagi hjá þeim. Japönskum bílum hefur lengi verið brugðið um að hafa ekki óvirkt öryggi til jafns við evrópska bíla, sem síðustu áratugina hafa keppst um það hver um annan þveran að vera „öruggasti" bíll heimsins hvað snert- ir óvirkt öryggi. Saab hefur löngum verið hátt skrifaður þannig, Volvo hefur einnig verið seldur út á örygg- ið, svo sem stífar sýningar á tiltek- inni árekstursauglýsingu í íslensku sjónvörpunum undanfarið votta, og enginn frýr þeim fjandvinum Merce- des Benz og BMW þess að þeir hafi látið óvirka öryggið lönd og leið. Kannski ofmikil áhersla á óvirka ör- yggíð Stundum hafa menn jafnvel velt vönginn yfir því hvort þessir fram- leiðendur hafi ekki farið offari í áherslum sínum á óvirkt öryggi. Þessar áherslur nái ekki síst til efn- [«| grR! W~‘; Þeir eru fleiri sem hugsa um líknar- belgina og styrktarbitana í hurðun- um. Sama er um Peugeot 306 með styrktarbita i öllum bílum og líknar- belgi ásamt kippibeltum sem auka- búnað. Ford Escort - eini billinn í sínum stærðarflokki með líknarbelg fyrir ökumann sem staðalbúnað og fáan- legan sem aukabúnað fyrir framsæt- isfarþega. Þannig sýndi og kynnti Ford öryggið í Escortinum sinum. aðs fólks sem kannski leggi sig ekki mikið eftir því að vera góðir öku- menn en treysti þess í stað á að það sé í svo „öruggum" bílum að það slas- ist ekki þó einhveijir árekstrar verði. Þrátt fyrir það er mér þó ekki kunn- ugt um að sýnt hafi verið fram á að „öruggu“ bílarnir lendi oftar í óhöpp- um heldur en hinir. En tækninni fleygir fram. Með krumpusvæðum á framenda og aft- urenda en aukastyrktri káetu, með styrkingum í hiiðum og toppi, kippi- beltum og líknarbelgjum og endur- bættum hurðalæsingum, verða bíl- amir sífellt öruggari ef virka öryggið dugar ekki til og óhapp verður ekki umílúið. Kannski eru elgsdýrin komintil Japans Og Japanir eru komnir til leiks. Gamla sænska auglýsingin: það eru engin elgsdýr í Japan - sem átti að vera til sannindamerkis um að sænskir bílar stæðu sig svo miklu betur í árekstrum en japanskir, fer kannski að verða úrelt. Enn sem komiö er sýna þó mun færri japansk- ir framleiðendur en evrópskir hvern- ig bílar þeirra eru búnir til að vernda ökumann og farþega þegar allt er komiö í óefni en þetta er að koma. Kannski eru elgsdýrin komin til Jap- ans. Hér fylgja nokkrar myndir af óvirku öryggi eins og það var sýnt í Frankfurt í haust. Rétt er aö geta þess að ekki var hugmyndin að gera þetta atriði að sérstöku frásagnart- ema í DV-bílum og þess vegna gefa myndimar alls ekki tæmandi yfirlit yfir það sem þarna var að sjá um þetta mál - þær eiga aðeins að gefa sýnishom. S.H.H. Munið eftir 6-36, OPIÐ 6 mánaða ábyrgð og 36 mánaða greiðslukjörum. laugardaga frá 12-16, SÍMI: 642610 Dodge Ramcharger ’86, 318, sjálfsk. 3 dyra, ek. 60 þús. m. Verö 1.150.000 kr. Jeep Wagoneer ’84, 2,5, sjálfsl dyra, ek. 116 þús. km, rafm. i rú< og samlæsing. Verð 880.000 kr. MMC Gaiant GTi 16 v. ’89, beinsk., 4 dyra, ek. 82 þús. km. Verð 1.120.000 kr. NOTAÐ/RBÍLAR a Skeljabrekka 4, Kópavogur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.