Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 19. MARS 1994 Fréttir Bjami Ásgeirsson hrl. um sýknudóm yfir sex hobbíbændum í Hafnarfirði: Heimaslátrun í kaup- stöðum er heimil - reglugerðarákvæði ekki tabð eiga sér stoð 1 lögum Héraðsdómur Reykjaness sýknaði á fimmtudag sex svokallaða hobbí- bændur af ákæru um heimaslátrun í íjárhúsum við Kaldárselsveg, skammt frá kirkjugörðum Hafnar- fjarðar, haustið 1992. Dómurinn taldi fyllilega sannað aö mennimir hefðu slátrað fé í útihúsum sem þeir höfðu umráð yfir en komst að þeirri niður- stöðu að reglugerðarákvæði sem gildir um heimaslátrun í þéttbýli eigi sér ekki stoð í lögum. „Samkvæmt þessari niðurstöðu er ekki hægt að banna mönnum sem búa í kaupstöðum heimaslátrun, svo framarlega sem þeir slátra eigin fé til eigin neyslu en ekki sölu,“ sagði Bjami Ásgeirsson, lögmaður hinna sex sýknuðu bænda, í samtah við DV. „Ég get ekki annað séð en þaö sé heimilt aö slátra samkvæmt þessu. Þegar uinrædd reglugerð var sett var gerður greinarmunur á því í reglu- gerð að heimaslátmn var bönnuð í kaupstöðum og bæjum en engu að síður leyfð eftirleiðis á lögbýlum. Þama var mönnum greinilega mis- munað og vegið að atvinnufrelsi þannig að þetta var brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar eins og dómur- inn kemst að niðurstöðu um,“ sagði Bjarni. Lögreglan kærði umrædda sex- menninga eftir að heilbrigðisfulltrúi Hafnarfjarðar fór að útihúsum þeirra með þremur bæjarstarfs- mönnum. Heilbrigðisfulltrúinn taldi ólöglega slátrun hafa farið þar fram og benti m.a. á verksummerki sem ekki vora tahn uppfyha heilbrigð- iskröfur. Þama vom kettir t.a.m. taldir hafa getað komist óáreittir inn og út. Sexmenningunum var boðin sátta- greiðsla vegna málsins en þeir höfn- uðu því og ákváðu að láta reyna á máhð fyrir dómi. Máhð var þá sent ríkissaksóknara sem ákærði menn- ina. Niðurstaða hggur nú fyrir hér- aðsdómstól en ekki hggur fyrir enn- þá hvort ákæruvaldið áfrýjar máhnu til Hæstaréttar. -Ótt Tollur af hjól- börðum sem eru hráefni? Framkvæmdastjóri Gúmmívinnu- stofunnar mun ganga á fund fulltrúa fjármálaráöuneytisins eftir helgi til að fá skorið úr ágreiningi um hvort greiða þurfi tíu prósenta toll af um 5 þúsund notuðum og slitnum hjól- börðum sem liggja í þremur stórum gámum á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn. Svokallað Evrópuskír- teini var lagt fram vegna sendingar- innar en tohverðir komust að raun um í vikunni að nokkrir hjólbaröar frá öðrum löndum en EES eru með í gámunum. Þeir telja því að toll beri að greiða af allri sendingunni. „Þetta verður ekki svona nema menn vilji drepa niður allt sem heit- ir íslenskur iðnaður," sagði Viðar Hahdórsson, framkvæmdastjóri Gúmmívinnustofunnar, í samtali við DV í gær. Umræddum hjólbörðum, sem verða sólaðir hér á landi, var safnað saman i Hollandi og sagði Viðar að útilokað væri annað en að hjólbarðar frá öðrum löndum en EES-löndum slæddust með í sending- um hingað - erlendis væri ekki htið á slíkt sem undantekningu í upp- runavottorðum. -Ott Hannes Guðmundsson tollfulltrúi við einn af þremur gámunum í Sundahöfn sem innihalda notaða hjólbarða sem Gúmmívinnustofan mun nota til sólningar. Ágreiningur er um hvort nokkrir hjólbarðar í sendingunni, sem ekki eru frá Evrópu, þýði að innflytjandinn þurfi aö greiða 10 prósenta toll af allri sendingunni en í henni eru um 5 þús- und hjólbarðar. DV-mynd GVA Deilt um feröakostnaö og dagpeninga vegna fundar dýralækna meö fulltrúum ESB og EFTA: Dýralæknarnir mættu ekki Talsvert tómlegt var um að htast á fræðslufundi um heilbrigðismál vegna sláturafuröa sem haldinn var á vegum landbúnaöarráöuneytisins í gær. Þar áttu dýralæknar að vera meginþorri þátttakenda, auk fuhtrúa frá Evrópusambandinu og EFTA, en mættu alls ekki. Með því aö mæta ekki vom dýralæknar að mótmæla því að ráðuneytið greiddi ekki ferða- kostnað og dagpeninga héraösdýra- lækna vegna fundarins. Brynjólfur Sandholt yfirdýralækn- ir, sem var mættur í fundarsah ríkis- ins í Borgartúni 6 þar sem fundurinn fór fram með örfáum þátttakendum, sagði við DV að ráðuneytið greiddi ferðakostnað og dagpeninga héraðs- dýralækna ef um starfsmannafundi væri að ræöa. Um slíkt hefði ekki verið að ræða heldur fræðslufund. Brynjólfur sagði jafnframt að í þessu tilfelh hefði ráðuneytið ekki viljaö gera upp á milh dýralækna sem koma beint að viðfangsefni fundarins og þeirra sem ekki stunda það að framkvæma kjötskoðun. Hann sagði mótmælin vera þátt í kjarabaráttu dýralækna. -Ótt Meinatæknar: Adeinsneyð- artilvikwn sinnt í verkfalli „Við viljum ræða endurskoðun á launakerfi og starfsheitaröðun sem er margra ára gamalt bar- áttumál okkar. En samninga- nefnd ríkisins hefur ekki viljað ræöa þessi mál síðan i lok febrúar þegar hún sleit viðræðum. Með verkfalisboðun viljum við leggja áherslu á þetta baráttumál okk- ar,“ sagði Edda Sóley Óskarsdótt- ir, formaður Meinatæknafélags íslands, við DV en félagiö hefur samþykkt aö boða verkfall á spi- tölunum frá og með 5. aprtí. „Meinatæknar eru ein af mikil- vægustu starfsstéttum á spít- uiunúm og það raskar starfsem- inni mjög raikið ef þeir fara i verkfall. Þeir taka öll sýni úr sjúkhngum og annast rannsóknir á þeim. Samkvæmt lögum verður haldíð uppi ákveðinni neyðar- þjónustu meinatækna en ef verk- fall dregst á langinn munu spítai- arnir fyrst og fremst sinna neyð- artilvikum," sagði Davið Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspít- alanna, við DV. Aðih sem stundaði það að rista upphafsstafi Rannsóknarlög- reglu ríkísins „RLR“ í lakk bila hefur hafiö iðju sína á ný eftir talsvert hlé. Undanfarna viku hefur hann rist stafina í lakk 10 btía. í einn bílanna var rist R á afturbretti, L á hhðarhurð og R á frambretti. Að sögn Gylfa Jónssonar, lög- reglufulltrúa hjá lögregluimi í Reykjavík, virðist hann aðallega stunda iðju sína í Norðurmýrinni og Fossvoginum. Hann segir aö menn geri ráð fyrir að hér sé sami maður á ferð og risti upphafsstafi Rannsóknarlögreglunnar í lakk bíla fyrir nokkrum mánuðum. Hann haii hætt því í kjölfar fjöl- miðlaumfjöhunnar um máhð. Gylfi segir að nauðsynlegt sé að hafa hendur í hári þessa manns. Verulegt fjárhagslegt tjón hljótist af verkum hans. Skorai- hann á íbúa þessara hverfa og aðra að láta lögregluna vita strax ef til grunsamlegra raannaferða sést í kringum bíla. -pp Húsavík: ,r w. GylU Kitítjáabsoii, DV, Akuieyxi; Sigurjón f læknir verðu Sjálfstæðisflo lenediktsson tann- r í efsta sæti á lista kksins þar í bæ fyr- ir bæjarstjói vor og mikið listanum. ■narkosningamar í er um ný andht á Eymundsdóti Uill Kuuia. xvcllrill ir, 3. Ása K. Jóns- dóttir, 4. Fri ðrik Sigurösson, 5. r\lilSl olgulO mundsdóttir, -Gunnarsson, sbon, öæais Lriio- 7. Ámi Grétar 8. Berglind Svav- arsdóttir, 9. son, 10, Guðj Þórður Hermanns- ón Ingvarsson. Átta menn bjóða sig fram í prófkjöri sjáifstæðismann á Egfisstöðum: Bæjarf ulltrúar í efstu sætin Prófkjör fer fram hjá sjálfstæðis- mönnum á Egilsstöðum í dag. Átta frambjóðendur em í kjöri og er búist við aö Einar Rafn Haraldsson bæjar- fuhtrúi nái kjöri í fyrsta sætið. Bar- áttan um annað og þriðja sætið stendur svo sennilega milh Guð- mundar Steingrímssonar varabæjar- fitíltrúa og Jónasar Þórs Jóhanns- sonar en hann skipaði þriðja sætið á Usta flokksins í kosningunum fyrir fiórum árum. Þá gæti einhver af hin- um frambjóöendunum blandaö sér í töppbaráttuna. Prófkjörsbaráttan hefur verið mjög dauf að undanfömu og er aðeins búist við að tæplega 100 manns greiði atkvæði í prófkjörinu. Kjörfundur Fréttaljós Guðrún Helga Sigurðardóttir stendur í dag frá klukkan 10 til 14 á skrifstofu Sjálfstæðisfélags Fljóts- dalshéraðs að Miðvangi og hefst taln- ing strax að kjörfundi loknum. Próf- kjörið er opið félögum í Sjálfstæðisfé- laginu og þeim sem undirrita stuðn- ingsyfirlýsingu við flokkinn. Eftirtaldir eru i framboði: Anna María Einarsdóttir starfs- maður, Bjami Elvar Pjetursson tannlæknir, Einar Rafh Haraldsson bæjarfuhtrúi, Guðjón Sigmundsson verslunarmaður, Guðmundur Stein- grímsson hljóðmeistari, Hannes Snorri Helgason endurskoðandi, Jónas Þór Jóhannsson fram- kvæmdastjóri og Sveinn Ingimars- son atvinnurekandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.