Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Side 31
LAUGARDAGUR 19. MARS 1994 43 „Efnaskipti líkamans eru breytileg og fara eftir hreyfingunni." Nökkvi læknir og þybbna konan sem fitnaði í megr- unarkúrum Hún sagöist heita Heiörún en aU- ir kölluöu sig Heiöu. Nökkvi lækn- ir heilsaði henni kurteislega. Heiða var myndarleg kona á ágætum aldri, ljóshærð með himinblá augu. Hún var faliega klædd í litríkan hólkviðan kjól, dökkbrún stígvél og kvenveski í stíl. „Ég er alltof feit,“ sagði hún. „Getur þú hjálpað mér, Nökkvi? Ég er búin að reyna alla mögulega megrunarkúra af síðum vikublaða og mánaðarrita síðustu ára. Auk þess hefégfjár- fest í nokkrum vörubílsfórmum af megrunardufti, þangtöflum og greipaldinhylkjum. Það er ekki til sá kúr sem ég hef ekki keypt dýru verði. En því miður gengur þetta ekki nógu vel. Ég grennist um nokkur kíló í byrjun en þyngist fljótt aftur. Stundum finnst mér þessir kúrar fremur fita mig en grenna og sömu sögu segir Brim- gerður vinkona mín. Hún er viðlíka feit og ég og saman höfum við bor- ið krossana upp á þessa Golgata- hæð megrunarkúranna. Ég er eig- inlega alveg ráðalaus og þrauta- lendingin var að hitta þig fyrir.“ Nökkva þótti lofið gott. Hann virti Heiðu fyrir sér blíðum augum mannvinarins. „Mér finnst þú ekki svo feit,“ sagði hann með hægð. „Fyrir 2-300 árum hefðir þú verið talin ímynd hins þrýstna kvenleika en nú er öldin önnur. Konur elta stundum óraunhæfar feguröarfyr- irmyndir. Fegurðardrottningar og tískufyrirsætur samtímans hafa glatað kvenlegum eiginleikum sín- um; brjóstum, mjöðmum og rassi." Borða minna/hreyfa sig meira Nökkvi hélt áfram eftir nokkra þögn: „Einungis tvær aðferðir til að grennast eru til; borða minna og hreyfa sig meira. Megrunar- kúrar vikublaðanna eru ráðlegg- ingar um mataræði og almenn hollráö. Margir leggja höfuð- áherslu á fáar matartegundir eins og egg, kálsúpu, banana eða greip- aldin. Aðrir kúrar byggja á ein- hveijum pillum, dufti eða hylkjum sem þenjast út í maganum og eyða hungurkenndinni. Árangurinn lætur í fæstum tilfellum bíða eftir sér og fólk léttist um5-6kgá fyrstu vikunni. En þetta er sýnd ve.iði en ekki gefin. Fituvefurinn hefur ekki minnkað heldur vatn og svokallaö glycogen, sem er vara-orkuforði líkamans. Þegar hann hverfur lækkar blóðsykur, hungurtilfinn- ing eykst og menn verða oft þreytt- ir og daufir. Þegar kúmum lýkur bætir fólk þessum kílóum strax á sig aftur. Það er ákaflega erfitt að halda svona einhæfar megranir út nema skamman tíma. Hver nennir að éta kálsúpu ævina á enda eða troða sig út af greipaldinhylkjum til langframa. Duft kemur ekki í stað matar nema hjá fólki með næringarlegan sadómasókisma. Á laelmavaktmrd Óttar Guðmundsson læknir Langtímaárangurinn er því næsta lítill." Nökkvi læknir tók sér stutta málhvíld. Hann naut þess aö tala fyrir konu eins og Heiöu og finna stigvaxandi aðdáun. Neikvæðar megranir Hann hélt áfram: „Alvarleg megrun gengur á fituvefi likamans en vöðvamir rýrna einnig. Vöðva- vefur brennir mikilh orku svo að orkubruninn verður minni eftir kúrinn en fyrir hann. Fituforði lík- amans er varaforði sem hægt er aö grípa til ef í nauðirnar rekur. Líkaminn reynir að verja þennan varaforða og lætur því megrunina frekar bitna á vöðvavef en fitu- keppum. Hlutfall fituvefs og vöðva- vefs breytist svo að fituhlutfall lík- amans verður hærra en það var fyrir kúrinn vegna vöövarýrnunar. Þetta leiðir til þess að megrunin er dæmd tfl að mistakast þegar htið er til lengri tíma. Efnaskipti líkam- ansembreytilegog fara eftir hreyfingunni. Maður sem vinnur erfiðisvinnu brennir meiru en kyrrsetumaður. Feitt fólk borðar ekki meira en aðrir en magurt fólk virðist þola betur aö borða mikið. Ástæðan er sú að hlutfall vöðva- vefs er hærra hjá mögrum en feit- um og bruninn í vöðvum er meiri en bmninn í fituvef. Stööugar megranir hafa þau áhrif að vöðva- vefur minnkar meira en fituvefur sem leiðir til þess að bmninn í hk- amanum minnkar. Þetta verður til þess að fólk hreyfir sig minna en áður. Vöðvamassinn heldur sér illa við og bruninn minnkar enn og þannig viðhelst offitan. Það er ekki að ósekju að frægur maður sagði einu sinni viö mig; „fólk verður feitt af því að fara í megrun. Ekki man ég lengur hver hann var þessi maður.“ Hvað er þá til ráða? „En hvað er til ráða,“ sagði Heiða. Nökkvi svaraði spaklega: „ Allir megrunarkúrar em gagnslausir ef einstaklingurinn er ekki tilbúinn að breyta lífsmynstri sínu og hreyfa sig meira. Það verður að auka vöðvamassann til að bruninn aukist í líkamanum. Til að bæta úthald sitt og þjálfa og styrkja vöðvana er nauösynlegt að hreyfa sig a.m.k. 20-30 mín. þrisvar í viku. Best er að fara varlega af stað en auka áreynsluna smátt og smátt. Stjóm matarlystar verður mun betri við reglubundna líkamsþjálf- un. Bruninn í líkamanum eykst svo menn þola matinn betur vegna aukins vöðvamassa. Eiginlega em flestir venjulegir megrunarkúrar gagnslausir fyrir heilbrigt fólk. Regluleg hkamshreyfing og að- haldssemi í sambandi við ákveðnar fæðutegundir er aht sem þarf. Þú verður að breyta lífsháttum þínum Heiða, en hætta þessum eilífa elt- ingaleik við töframegranir. Megr- un er aldrei átakalaus og enginn verður tággrannur fyrir tilstuðlan töfralyíja." Hann horfði girndar- lega á Heiðu og bætti svo við: „Mér finnst að þú eigir að hætta þessu megrunaræði og sætta þig við kvenlegan Ukama þinn. Láttu ekki kynlausa tískuhönnuði úti í heimi stjórna lífshamingju þinni.“ Heiða leit í augu Nökkva og skildi þau skilaboö sem þar var að finna. Hún tók veskið sitt, kvaddi hann bhð- lega og hraöaði sér út. Nökkvi skráði símanúmerið hennar laumulega í vasabókina sína og kahaði á næsta sjúkhng. Konukvöld AMERICAN MALE á Hótel íslandi sunnudags- kvöldið 20. mars vegna fjöida áskorana. Húsið opnað kl. 19. Matseðill Gratineraðir sjávarréttir með hvítlauksbrauði. Verð með mat kr. 2.400,- Verð án matar kr. 1.200,- Tískusýning o.fl. Diskótek Kvennaklúbbur íslands HÓTEL plND Miða- og borðapantanir í síma 687111. RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-94003 11 kV rofabúnaður fyrir aðveitustöð, Raufarhöfn. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudegi 21. mars 1994 og kosta kr. 2.000 hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, fyrir kl. 14.00 þriðjudaginn 26. apríl 1994. Verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 REYKJAVÍK UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Aðalstræti 92, Patreksfirði, fimmtudaginn 24. mars 1994 kl. 9.00 á eftirfarandi eignum: „Nýi bær“ veiðarfærageymsla í landi Þinghóls, Tálknafirði, þingl. eig. Hraðfiystihús Tálknaíjarðar hf., gerð- arbeiðandi Sveinn Sveinsson hdl. Aðalstræti 50, verbúð, Patreksfirði, þingl. eig. Fiskvinnslan Straumnes hf., gerðarbeiðendur Brunabótafélag íslands, Byggingarsjóður ríkisins og Patrekshreppur. Aðalstræti 77A, Patreksfirði, þingl. eig. Harpa Pálsdóttir, gerðarbeiðend- ur Landsbanki íslands og Mál og menning. Aðalstræti 85, n.h., Patreksfirði, þingl. eig. Rikhard Heimir Sigurðsson, gerð- arbeiðandi sýslumaðurinn á Patreks- firði. Breiðavík, Rauðasandshreppi, þingl. eig. Amheiður Guðnadóttir og Jónas Hörðdal Jónsson, gerðarbeiðendur Dynjandi hf. og sýslumaðurinn á Pat- reksfirði. Dalbraut 42, Bfldudal, þingl. eig. Gunnar Valdimarsson, gerðarbeið- andi Sláturfélag Suðurlands hf. Grænibakki 5, Bíldudal, þingl. eig. Guðmundur Ásgeirsson, gerðareió andi sýslumaðurinn á Patreksfirði. Hellisbraut 57, Reykhólum, þingl. eig. Reykhólahreppur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Hlaða/fjárhús, Flatey, þingl. eig. Haf- steinn Guðmundsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Patreksfirði. Hraðfrystihús Tálknafjarðar ásamt vélum, tækjum og áhöldum, þingl. eig. Hraðfrystihús Tálknafjarðarjif., gerð- arbeiðandi Fiskveiðasjóður íslands. Lóð úr landi Bijánslækjar II, til bygg. veitingaskála, þingl. eig. Ragnar Guð- mundsson, gerðarbeiðandi Þór hf. Miðtún 4,1-B, Tálknafirði, þingl. eig. Hraðfrystihús Tálknafjarðarhf., gerð- arbeiðendur Búland hf. og Tæknival h£_________________________________ Mb. Tálknfirðingur BA-325, 1534, þingl. eig. Hraðfrystihús Tálknafjarð- ar hf., gerðarbeiðandi Fiskveiðasjóður íslands. Sláturhús á Gjögrum, Rauðasands- hreppi, þingl. eig. Valdimar Össurar- son, gerðarbeiðendur Brunabótafélag íslands og Vátryggingafélag íslands. Strandgata 19, Patreksfirði, þingl. eig. Erlingur S. Haraldsson, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður ríkisins. Strandgata 20, leikskóh, Patreksfirði, þingl. eig. Patrekshreppur, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Strandgata 5, 3. hæð austur, þingl. eig. Geir Gestsson og Jóhanna Gísla- dóttir, gerðarbeiðendur Innheimtu- stofhun sveitarfélaga, Lánasjóður ís- lenskra námsmanna, sýslumaðurinn á Patreksfirði, Tryggingastofhun ríkis- ins og Veggprýði hf Urðargata 19, n.h., Patreksfirði, þingl. eig. Þórður Steinar Ámason og Krist- ín G. Björgvinsdóttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Patreksfirði. Ysta-Tunga, Tálknafirði, þingl. eig. Tungueignir hf., gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Patreksfirði. Álfheimar 01, Reykhólahreppi, þingl. eig. Reykhólahreppur, gerðarbeiðend- ur Jarðboranir hf. og sýslumaðurinn á Patreksfirði. Þórsgata 9, Patreksfirði, þingl. eig. Fiskvinnslan Straumnes h£, gerðar- beiðendur Brunabótafélag Islands', Eyrasparisjóður og Patrekshreppur. SÝSLUMAÐURINN Á PATREKSFIRÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.