Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Side 5
LAUGARDAGUR 19. MARS 1994
5
Fréttir
Seðlabankastjórar:
Sighvatur
með naf na-
súpuá
borðinu
Sighvatur Björgvinsson viðskipta-
ráðherra hefur falið bankaráöi
Seðlabankans að meta hæfni þriggja
manna til að gegna stöðu seðla-
bankastjóra. Um er að ræða þá
Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóra
í fjármálaráðuneytinu, Steingrím
Hermannsson, formann Framsókn-
arflokksins, og eins sem óskaö hefur
nafnleyndar. Samkvæmt heimildum
DV er þar um að ræða Indriða H.
Þorláksson, skrifstofustjóra í fjár-
málaráðuneytinu.
Alls sótti 331 um starf seðlabanka-
stjóra í kjölfar auglýsingar frá
bankaráði, þar af 328 nemar í
Menntaskólanum í Hamrahlíð.
Bankaráðið vinnur nú að umsögnum
um umsækjendur og er ekki búist
við að ráðherra ráði í stöðurnar fyrr
en eftir ársfund Seðlabankans sem
haldinn verður á miðvikudaginn
kemur.
Auk þeirra þriggja sem ráðherra
tilnefndi sóttu eftirtaldir um stöð-
una: Ásmundur Stefánsson, Baldvin
Björgvinsson, Birgir Árnason, Bjami
Bragi Jónsson, Bjarni Einarsson,
Björn Tryggvason, Bolh Héðinsson,
Edda Helgason, Eiríkur Guðnason,
Guðmundur Guðmundsson, Guð-
mundur Magnússon, Gunnar Jón
Yngvason, Haraldur Jóhannsson,
Ingimundur Friðriksson, Jafet S. Ól-
afsson, Jóhannes Ágústsson, Jón
Guðmundsson, Jón Pálmi Pálmason,
Kristín Sigurðsdóttir, Kristinn Ey-
mundsson, Már Guðmundsson, Ólaf-
ur ísleifsson, Pétur Blöndal, Sigurjón
Samúelsson, Sveinn Valfells, Tómas
Gunnarsson, Yngvi Örn Kristinsson,
Ægir Geirdal Gíslason. Þrír óskuðu
nafnleyndar. -kaa
Ásatúarmenn:
Leynilegt kjör
allsherjargoða
Framboðsfrestur fyrir kosningu
allsheríargoða hjá Ásatrúarfélaginu
rennur út 1. apríl. Meðal ásatrúar-
manna er talið víst að Jörmundur
Ingi Hansen, forstöðumaður safnað-
arins, bjóði sig fram. Enn hafa ekki
fleiri verið nefndir.
Á aðalfundi Ásatrúarfélagsins var
samþykkt að halda leynilega kosn-
ingu sem færi fram bréflega. Talning
fer fram 21. maí að öllum frambjóð-
endum viðstöddum. Kjöri verður lýst
á Þingvöllum á Þórsdegi í tíundu
viku sumars. Bjóði aðeins einn sig
framtelsthannsjálfkjörinn. -IBS
í fréttaljósi á fimmtudag var rangt
farið með nafn frambjóðanda í próf-
kjöri alþýðuflokksmanna í nýja
sveitarfélaginu á Suðumesjum um
helgina. Frambjóðandinn heitir Val-
ur Ármann Gunnarsson, ekki Valur
G. Ármannsson eins og sagt var í
fréttaljósinu. -GHS
STÖÐIN HF.
SÍÐUMÚLA 2 - SÍ3VTI 68 90 90
Islandsmeistarakeppni 10 dansa
í suðuramerískum og standard dönsum með frjálsri aðferð verður
haldin laugardaginn 19. mars í íþróttahúsinu Ásgarði Garðabæ.
Einnig verður einsdanskeppni í grunnsporum fyrir 10 ára og eldri.
Miðasala verður í Ásgarði og hefst hún kl. 12.00. Húsið opnað kl. 14.00.
Keppnin sjálf hefst kl. 15.00 með setningarathöfn.
Við viljum hvetja dansáhugafólk að koma og horfa á spennandi og skemmtilega keppni.