Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 19. MARS 1994 Vísnaþáttur Sumir prestum sýna traust „ Afstaðan milli trúar og þekking- ar er eins og hjá skálum á vigt, ef önnur hækkar þá sígur hin.“ Þessi orð eru höfð eftir þýzka heimspek- ingnum Arthuri Schopenhauer og svipar mjög til orðtaks sem ég heyrði einhvem tíma endur fyrir löngu og hljóðar svo muni ég rétt: „Eftir því sem þekking mannsins á tilveranni verður meiri minnkar guð.“ Ekki man ég eftir hveijum þessi orð eru höfð en mér virðast þau benda til að höfundur þeirra hafi talið trúna á almættið stafa af vanþekkingu. Ameríski rithöfund- urinn Mark Twain komst svo að orði: „Ein sönnun fyrir ódauðleika sálarinnar er sú að ótölulegur fjöldi fólks trúir á hann. En það trúði því líka að jörðin væri flöt.“ Oft tala menn um trú og vissu sem and- stæður, aðrir um trúarvissu. Mér hefur aldrei tekist að finna nokk- urn botn í þeim fræðum þrátt fyrir talsverðan lestur trúfræðirita en sé mark á þeim takandi, þrátt fyrir mismunandi túlkanir, tek ég vissu- lega þátt í áhyggjum leikarans og leikstjórans Woodys Allens sem sagði: „Alheimurinnerstundarfyr- irbrigði í huga guðs sem er heldur óþægileg tilhugsun fyrir þann sem hefur nýverið fest kaup á húsi.“ Þórarinn Þorleifsson frá Skúfi í Vindhælishreppi í A-Hún. hefur verið í vafa um að boöskapur prest- anna hafi veriö sá eini rétti þegar hann kvað: Kirkjunnar er kenning sum klerka táh slegin, svo ég er að verða vokins um vistina hinum megin. Haraldur Stígsson orti um grínið í guðspjöllunum, samanber dokt- orsritgerð séra Jakobs Jónssonar: Að mér sækir enn á ný efinn, því er fjandans ver. Og ekki getur grínið í guðspjöllunum bjargað mér. Ólafur Ólafsson á Brattavöllum á Árskógsströnd í Eyjafirði hefur haft trausta trú á almættinu og lýs- ir því þannig: Guð mér sanna sendir náð, sem allt kann að bæta. Þaö er hann sem hefir ráð að hugga mann og græta. Þá koma hér stökur „Úr ljóða- bréfi“, sem kunna aö hafa verið fleiri, upphafið bendir til þess, en höfundur fellir nafn sitt inn í síö- ustu stökuna: Margur kennimaöur þó missti styrk úr taugum, þegar á bikars barminn sló bhki úr fógrum augum. Lífsins freku freistingar friðinn rjúfa og næðið. Eftir kjass og kreistingar kemur hættusvæðið. Þorpsins for þó flæði skæð, fylli kjallarana, kristninni upp á efri hæð ekki er hætt við bana. Þó skal öllum þetta ljóst: Þar er gleði að völdum. Ljósin skína á lostug brjóst ljúft í dansi á kvöldum. Enda sturidum, er oss kennt, olli prestum trega hefði signing heilög lent heldur neðarlega. En ég hygg að hætta brýn hvergi nálæg verði, þó að klerki veitist vín vestur í Hveragerði. Enda beint úr Eden valt Eva, smáð og hrakin, þegar hún, heimsk og hrædd við allt, hætti að ganga nakin. Ekki rénar „andagt" þín eftir þennan lestur. Hér er undir handskrift mín Helgi Sveinsson prestur „Kraftaskáld Klettafjalla", Step- han G. Stephansson, orti svo árið 1875, þá 22 ára gamall: í æsku tók eg eins og barn alheimskunnar trúna. Meö aldri varð ég efagjam. Engu trúi eg núna. Jakob Aþaníusson, bóndi og hreppstjóri í Uppsölum, Tungu- múla og síðast í Gerði á Barða- strönd, orti að beiðni þriggja presta: Vísnaþáttur Torfi Jónsson Þar sem heilög þrenning býr þróast aldrei friður. Blessun guðs í burtu flýr og bölvun rignir niður. Síðasta kveðja Rósbergs G. Snæ- dals til Gunnars Ámasonar, fyrr- um bónda í Þverárdal í Laxárdal í A-Hún.: Verði þér að þinni trú, þegar hérvist lýkur kærri: Æðri veröld eignist þú öllum Þverárdölum hærri. Vesturíslenzka skáldið Káinn nefnir stöku sína Mottó (einkennis- orð): Öfundaði ég áður mest, er nú fengin vissa, alla þá sem engan prest eiga til að missa. Bjarni Jónsson frá Gröf hefur talið öraggast að snúa sér beint til almættisins: Sumir prestum sýna traust sálina að náöa, en ég vil millihðalaust láta Drottin ráða. Lúðvík Kristjánsson frá Sævar- enda í Fáskrúðsfirði (f.1887 - d. 1958) sem fiutti th Kanada: í umsjá guðs með geði ljúfu er gott að mega hjúfra sig, ég lagðist bara í bæn á grúfu og breiddi rassinn yfir mig. Ég tel rétt áð ljúka þessum pistli með orðum spænska kvikmynda- leikstjórans Luis Bunuels, sem gætu sem bezt verið kjörorð fjöl- margra: „Ég er enn trúleysingi - svo er guði fyrir aö þakka.“ Torfi Jónsson Matgæðmgrir vikunnar Fiskur í ostasósu -með olífubrauði og melónu-gúrkusalati „Ég var í Jórdaníu í fyrra og þá fékk ég gúrku-melónusalat og olífubrauð. Ég hugsaði með mér að þetta yrði ég að búa til sjálf,“ sagði Sólveig Hákonardóttir, matgæð- ingur DV. Sólveig er í tveim matar- klúbbum. „Annar þeirra heitir Fiskiklúbbur, því þar erum við allt- af með einhverja fiskrétti. Ég bauð upp á þennan rétt, sem ég hafði verið aö prófa mig áfram með, og hann vakti talsverða lukku. Hægt er að búa réttinn th að morgni og skella honum í ofninn að kvöldi. Uppskriftin er fyrir 6-8 manns.“ I olífubohurnar fer: 1 pk. Otker-bollur 2 glös grænar olífur rifinn ostur Bæta má 1 poka af salthnetum í olífubollurnar ef vhl. Ohfunum er blandað saman við þurrefnin. Að öðru leyti er farið eftir leiðarvísi á Otkerpakkanum, nema að notaður er olífusafi í stað- inn fyrir vatn. Úr deiginu era mót- aðar bollur eða brauö og stráð yfir rifnum osti. Gott er að gera fiskinn meðan bolludegið er að hefast. í þann rétt fer: 1-1 '/2 kg ýsa aromat-krydd Sólveig Hákonardóttir, matgæð- ingur DV. DV-mynd GVA pipar 5 dl ijómi eða mjólk 250 g beikonostur 1 stk. piparostur 1 líth dós kotasæla 1 púrrulaukur 1 bakki sveppir 1 bréf beikon (meðalstórt) Ofninn er stihtur á 180 gráður. Rjóminn er hitaður og ostarnir bræddir þar í. Eldfast form er smurt að innan, fiskurinn skorinn í hæfilega bita, einnig púrrulaukur og sveppir. Þessu er raðað í lögum í formið, krydd- og rjómablöndunni hellt yfir. Síðan þakið með smátt skornu beikoni og bakað í 30-35 mínútur. Fiskurinn er borinn fram með soðnum hrísgrjónum. Gúrku-melónusalat 1-2 gúrkur 1-2 hunangsmelónur (fer eftir stærð) Gúrkan er afhýdd og síðan eru gúrkan og melónan sneiddar í litlar kúlur með kúlujámi. Ef það er ekki til er hægt að skera þær í smáa ferninga. Þeir eru settir í skál og salti stráð yfir. Salatið er látið standa í kæli og borið fram mjög vel kælt. Fallegt er að klippa stein- selju yfir. Sólveig skorar á Guðrúnu Geirs- dóttur föndurkennara sem hún segir að sé alveg meiri háttar kokk- ur. Hinhliðin Ekki gæfu- leg byrjun - segir handboltamaðurinn Valdimar Grímsson Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Ég er að verða mikih áhugamað- ur um vélsleðasport þótt byijunin hafi ekki verið gæfuleg eins og al- þjóö veit. Það skemmtilegasta sem ég geri er að stelast á sleöanum, en það leiðinlegasta sem ég veit er að meiðast á þessum sama sleða,“ seg- ir handboltakappinn Valdimar Grímsson úr KA. Valdimar wÞekk ekki mörg prik hjá forráðamönn- um KA á dögunum er hann skrapp á vélsleða sínum í Hlíðarfiall og velti honum þar yfir sig með þeim afleiöingum að hann meiddist hla á öxl. Sleðinn mun ekki hafa verið mikið notaður síðan, en Valdimar sem starfar sem auglýsingastjóri tímaritsins Lífsmarks á Akureyri sýnir lesendum hina hliðina í dag. Fullt nafn: Valdimar Grímsson. Fæðingardagur og ár: 5. desember 1965. Maki: Kristín Gísladóttir. Börn Ester Ösp 7 ára. Bifreið: Nissan 100 NX árgerð 1993. Starf: Auglýsingastjóri. Laun: Þokkaleg. Áhugamál: Vélsleðasport! Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þijár samtals. Hvað finnst þér skemmtilegast að Valdimar Grímsson. gera? Stelast á vélsleðann. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Meiðast á vélsleðanum. Uppáhaldsmatur: Rjúpur. Uppáhaldsdrykkur: Vatn og rauð- vín þegar þaö á við. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Magnús Scheving og Pétur Guðmundsson. Uppáhaldstímarit: Lífsmark. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka Júlía Roberts. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Golfleikarinn Nick Faldo gæti kennt mér eitt og annaö. Uppáhaldsleikari: A1 Pacino. Uppáhaldsleikkona: Júlía Roberts. Uppáhaldssöngvari: Bono. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Dav- íð Öddsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hómer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir, fréttir og skemmtiþættir. Ertu hlynntur eða andvigur veru varnarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Hlusta jafnt á þær. Uppáhaldsútvarpsmaður: Valtýr Björn og Gestur Einar Jónasson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Jafnt. Uppáhaldssjónvarpsmaður?Ingvi Hrafn Jónsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Við Pollinn. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Hand- boltalið KA. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að bæta og kæta bæði mig og fiölskylduna. Hvað ætlár þú að gera í sumarfrí- inu? Ætli ég verði ekki að æfa hand- bolta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.