Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 19. MARS 1994
„Heitt" konukvöld á Hótel íslandi:
Hálfnaktir sveinar í
r auöum reykj armekki
Staðurinn er Hótel ísland. Salurinn
er þéttsetinn konum á öllum aldri.
Sviðið er sveipað rauðleitum reyk.
Tónlistin er ærandi, blönduð hávær-
um hvatningarhrópum gestanna.
Karlmaður birtist á sviðinu. Hann
tínir fimlega af sér spjarirnar þar til
hann stendur eftir á pínuskýlu einni
fata. Hann dillar sér í takt við tónlist-
ina, konurnar hrópa, klappa og
stappa. Einstaka lætur til skarar
skríða og freistar þess að komast í
návígi við karlinn. Og leikurinn
magnast stig af stigi.
Nei, þetta er ekki upphafið á
spennusögu heidur heimsókn á Hótel
ísland sl. fimmtudagskvöld. Þar réð
Kvennaklúbburinn ríkjum og bauö
upp á ýmislegt til að gleðja augu
gesta sinna. Aðalatriði kvöldsins var
American male-dansflokkurinn sem
skipaður er ijórum „kyntröllum".
Hann er kominn hingað til lands til
að skemmta íslenskum konum með
dansi og fleiru honum tengdu. Þessir
þéttvöxnu karlmenn munu fara um
landið næstu daga. Þeir skemmta
keflvískum konum í kvöld og hjá
Hallbirni í Kántrýbæ á þriðjudags-
kvöldið. Síðan munu þeir heimsækja
fleiri staði.
Steinbítur
og ástarpungar
En aftur að byrjuninni. Þegar kom-
in var inn í anddyri Hótel íslands
blasti við sérkennilegt kynningar-
borð. Á því voru nokkrar tegundir
sjávarfangs og bakkelsis, þar á meðal
hertur steinbítur og stóreflis ástar-
pungar, einnig kanilsnúðar og svart-
fugl, svo eitthvaö sé nefnt.
Fljótlega tók við stjórnartaumun-
um Sesselja Sigríður Ævarsdóttir
Klingenberg, formaður Kvenna-
klúbbsins, og stjórnaði samkorounni
af röggsemi. Nú bar ýmislegt fyrir
augu. Kynnt voru undirföt, yfirfót,
skúringarvélar og ilmvötn. Dregið
var í gestahappdrætti við mikla eftir-
væntingu viðstaddra. Og svo var
komið aö hinum dansandi kyntröll-
um frá Ameríku. Anna Björk Birgis-
dóttir kynnti þau og sagði jafnframt
að hægt væri að fá keypt hjá þeim
plaköt, dagatöl og myndir af þeim á
vægu verði. Hún bað gestina að taka
vel á móti hinum fyrsta: „American
Sumar létu sér nægja að horfa, aðrar vildu snerta.
Þær fengu koss að launum fyrir
hundraðkallinn. DV-myndir GVA
gigalo". „Hann er búinn að vera slef-
andi í allt kvöld,“ sagði hún „hann
er sjúkur í íslenskar stelpur!" Ekki
stóð á viðbrögðunum, það ætlaði
bókstaflega allt um koll að keyra.
Konunum var tilkynnt að það væri
vinsælt ef þær gæfu honum þjórfé.
Þær gætu stungiö því í skýluna hans.
Ef einhver vildi gefa en væri of feim-
in til þess þá gæti vinkona hennar
tekið af henni ómakið.
Seðill í skýluna
Gigalóinn var nú mættur á sviðið
og var tiltölulega fljótur að koma sér
aö verki. Hann var fljótlega kominn
á fullan snúning og fyrr en varöi var
hann farinn að dansa á sviðinu, í
salnum, uppi á borðum og stólum,
með eggjandi lendahreyfingum.
Hann var á pínuskýlunni einni fata
og fékk blóðið greinilega til að ólga
í gestunum, misjafnlega mikið þó. í
Dansararnir fengu hvarvetna hlýjar viðtökur.
Það var staðið á borðum og stólum til að hafa sem
besta yfirsýn.
hvert skipti sem hann hnykkti
mjöðmunum veinaði salurinn. Sums
staðar sáust hendur veifa hundrað
króna seðlum. Gigalóinn var þá fljót-
ur á staðinn og dillaði sér sem ákaf-
ast framan í þær sem höföu gefið
merki á þennan hátt. Þær stungu síð-
an seðlunum í skýluna hjá honum
og fengu koss að launum. Stundum
tók það svolitla stund að koma seðl-
inum fyrir þannig að hann tylldi ör-
ygglega í skýlunni.
Þannig fór gigalóinn um salinn eins
og dansandi sparigrís þar til hann
þóttist fullfermdur. Þá stökk hann
upp á svið, losaði hundraðkallana
úr skýlunni og tók smásveiflu eins
og í þakklætisskyni fyrir þjórféð og
góðar undirtektir.
Svo komu þeir liver af öðrum, „Lo-
ver boy“ og hinir „folamir“. Þeir
léku fyrst með vasaljósum í reykjar-
læðunni á sviðinu. Síðan hófu þeir
lendadans og dönsuðu um allan sal.
Nú var greinilega farið að færast íjör
í leikinn og konurnar „orðnar heit-
ar“, eins og kynnirinn orðaði það.
Það var staðið uppi á borðum og stól-
um til að sjá sem best það sem fram
fór. Sumar létu sér nægja að horfa
en aðrar vildu greinilega snerta og
struku dansarana þar sem hönd á
festi. Einstaka var orðin svo „heit“
að hún fylgdi hinum dansandi
draumaprinsi hvert fótmál í þeirri
von að hann veitti henni athygli,
dansaði fyrir hana eða gæfi henni
koss. Sumum varð að ósk sinni. Ein
var svo heppin að hún hafnaði í
faðmi „Lover-boy“ og gat strokið bak
hans og lendar dágóða stund. Á eftir
þefaði hún í sæluvímu úr lófa sér
eins og til þess að láta drauminn
vara sem lengst.
Þannig gekk þetta fram eftir kvöldi
og allir virtust skemmta sér hið
besta. En hér verður botninn sleginn
í þessa frásögn og myndirnar látnar
segja það sem upp á vantar.
-JSS
Það var dansaö um allan sal.
Sjá mátti marga konuhöndina lauma
hundraðkalli I pínuskýluna.