Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 19. MARS 1994 15 Aðalleikararnir i þeim slag sem fram undan er vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík, Arni Sigfússon, borgarstjóri og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni R-listans, sem situr i baráttusæti listans. DV-mynd GVA Barist um persónur Það má Mcirkús Öm Antonsson eiga að hann hleypti nýju blóði í baráttuna vegna borgarstjómar- kosninganna í Reykjavík í vor. Af- sögn hans og brotthvarf úr borgar- málum em stórpóbtísk tíðindi. Eft- ir þetta þarf að meta stöðuna upp á nýtt og úrsbt kosninganna em í meiri óvissu en áður var. R-bstínn, sameiginlegur listí nú- verandi minnihlutaflokka í borgar- stjóm Reykjavíkur, var tabnn nær ömggur um sigur í vor. Abar skoð- anakannanir bentu tíl yfirburða- stöðu hans. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík, undir forystu Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra, var vængbrotínn. Séð var að helsta vigi Sjálfstæðisflokksins var að faba. Þetta var að gerast áður en kosningabaráttan byrjaði í raun. Listamir vom ekki frágengnir en staðan virtíst engu að síður ljós. Auðvitað er ekki hægt að segja hvað hefði gerst með óbreyttri Reykjavíkurforystu Sjálfstæðis- flokksins fram að kosningum en flokkurinn hafði fengið á sig svip þess sem dæmdur er til að tapa. Skoðanakannanir Skoðanakannanir hafa leikið stórt hlutverk í þessu drama sem undirbúningur borgarstjómar- kosninganna er orðinn. Það vom í raim skoðanakannanir sem opn- uðu augu minnihlutamanna. Sam- einaðir áttu þessir flokkar mögu- leika á að feba meirihluta Sjáif- stæðisflokksins. Væm þeir bomir fram hver og einn var áhugi manna minni. Þá kom og í ljós, strax í fyrstu könnunum, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingismaður naut meira fylgis en sitjandi borg- arstjóri, Markús Örn Antonsson. Markús Öm mat stöðu sína síðan svo, eftir ítrekaðar skoðanakann- anir, að baráttan væri vonbtil nema með breyttri forystu. Það urðu borgarstjóranum sérstök vonbrigði að kannanir eftir próf- kjör Sjálfstæðisflokksins í janúar- lok virtust standa óhaggaðar. Þar hafði R-listinn yfirburðastöðu eftír sem áður. Ástæður fylgishruns Margt hefur vafalaust áhrif á það hvemig komið var fyrir Sjálfstæð- isflokknum og Markúsi Emi sem leiðtoga hans í Reykjavík. í fyrsta lagi stýrir Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórn á erfiðum tímum. Ríkis- stjómin er óvinsæl, eins og marg- oft hefur komið fram í könnunum. Þessar óvinsældir bitna á Sjálf- stæðisflokknum í borgarstjórn. Mörg dæmi eru um þessa stöðu fyrr og það frægasta er þegar borg- arstjómarmeirihluti Sjálfstæðis- flokksins féU árið 1978. Þá sat ein- mitt btt vinsæl ríkisstjórn undir forystu Sjábstæðisflokksins. En fleira kemur tíl. Davíð Odds- son, sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík tíl stórsigurs í síðustu borgarstj órnarkosningum, kaus að skipta um vettvang. Sem formaður Sjábstæðisflokksins varð hann for- sætísráðherra í samsteypustjórn Sjábstæðis- og Alþýðuflokks. Borg- arstjómarflokkur sjábstæðis- manna náði ekki samstöðu um arf- taka Davíðs sem borgarstjóra. Lausnin var sú að kaba tilutanað- komandi mann, Markús Öm Ant- onsson, þáverandi útvarpsstjóra, til þess að höggva á hnútinn. Þetta var brot á hefðum í Sjábstæðis- flokknum. Á löngum valdaferb flokksins í Reykjavík hafa menn nefiúlega gætt þess að hafa krón- prins tilbúinn. Sá krónprins var að visu í sjónmáh þegar Davíð fór frá, nefnUega Ámi Sigfússon. Hann var á réttum aldri miðað við söguna og hafði flest það til að bera sem fyrri borgarstjórar gátu státað af. En fleiri vUdu hreppa hnossið en Ámi svo hann varð að bíða. Því er svo ósvarað núna hvort sú bið varð of löng. Markús Örn Antonsson er án efa hinn ágætastí maður og hefur í raun verið tiltölulega farsæb í starfi sínu sem borgarstjóri. Það felíir hann þó að hann er fremur Utlaus og hefur ekki þann póbtíska afsögn er þvi rétt, séð með hags- munagleraugum Sjálfstæðisflokks- ins. Ákvörðunin er án efa tekin eftir kalt mat á stöðunni. Leikurinn var að tapast og því bráðnauðsyn- legt að hvíla hinn þreytta og fá baráttuglaðan kappa inn á í þeirri von að breyta stöðunni. Enn er of snemmt að segja tíl um hvernig leikar fara. Kosningabar- áttan er varla hafin með formleg- um hætti, þ.e. kappræðum og fund- um. Sjálfstæöisflokkurinn var enda að ganga frá sínum Usta í vik- unni og R-bstamenn kynna bsta sinn og málefni í dag. Þó má þegar greina nokkra breytingu frá því sem áður var. í fyrstu skoðana- könnun eftír tbkynninguna um borgarstjóraskiptin, í DV á mið- vikudag, kom í ljós að Sjábstæðis- flokkurinn hafði unnið svolítíð á, var kominn með 6 fulltrúa gegn 9. Þetta var breyting frá öllum síð- ustu könnunum sem höfðu sýnt stöðuna 10-5 fyrir R-bstamenn. í Skáís-könnun, sem vikublaðið Ein- tak birti degi síðar, var staðan 8-7 fyrir R-bstamenn. Skoðanakannanir sýna tilhneig- ingu. Samkvæmt þessum könnun- um er Sjábstæðisflokkur að bfna við undir forystu nýs borgarstjóra eftir ótrúlega yfirburðastöðu and- stæöinganna að undanförnu. Persónuleg barátta Áma og Ingibjargar Sólrúnar Kosningamar í Reykjavík í vor koma til með að snúast um persón- ur. Um það er ekki debt að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóraefni R-bstans, gerði flokkun- um klebt að sameinast. Fylgið sem hefur mælst í skoðanakönnunum er persónufylgi hennar miklu frek- ar en fylgi annarra á Ustanum. Ingibjörg Sólrún hefur verið skel- egg, málefnaleg og þótt koma vel fyrir. Hún dregur vagninn. Borgar- stjórnin, undir forystu vinstri manna kjörtímabihð 1978-82, þótti hábmislukkuð. Það mynstur hefur ekki freistað kjósenda í Reykjavík. Vafalaust hafa andstæðingar Sjáb- stæðisflokksins lært af þeirri reynslu. Því bjóða þeir fram ákveð- ið borgarstjóraefni og sameinaðan bsta þannig að kjósendur viti fyrir- fram aö hverju þeir ganga. Árni Sigfússon, hinn nýi borgar- stjóri í Reykjavík, stendur nær Ingibjörgu Sólrúnu í skoðunum en forveri hans. Fyrstu yfirlýsingar hans um áhersluatriði, fjölskyldu- mál, atvinnumál og skólamál, benda til þess að hann ætb sér að höggva í raðir félagshyggjufólks. En kosningarnar munu ekki síður snúast um hann sem persónu, fjöl- skyldu hans ekki síður en fiöl- skyldu Ingibjargar Sólrúnar. Jafn- ræði er að sjá með keppinautunum þar. Þau eiga bæði maka sem koma vel fyrir og börn sem fullkomna fiölskyldumyndina. AUt hefur þetta mikið að segja í kosningum. Þetta vita frambjóðendurnir. Spennandi tíð í vændum Það hefur komið í ljós að Ingi- björg Sólrún selur vel. Fyrstu kannanir benda til þess að Árni selji betur en Markús Örn. Við eig- um því í vændum mjög spennandi kosningabaráttu í Reykjavík. Val- kostirnir eru skýrir. Ef rétt er munað fagnaði Markús Örn Ant- onsson, þáverandi borgarstjóri, þeim vísi að tveggja flokka kerfi sem nú hefur myndast í Reykjavík. Vinstri flokkamir leggja nú abt undir er þeir í fyrsta sinn í langan tíma gera sér raunverulegar vonir um meirihluta í Reykjavík. Nái hinn nýi borgarstjóri hins vegar að halda borginni undir stjórn Sjábstæðisflokksins verður staða hans gburlega sterk og hann nán- ast tabnn kraftaverkamaður. Tapi flokkurinn borginni verður staða Áma Sigfússonar óvissari. Hann tekur því mikla póbtíska áhættu meö því að taka við leiðtogahlut- verkinu á síðustu stundu. karakter að geta hrifið fólk með sér þegar nauðsyn krefur. Hann vant- ar karisma, ef nota má útlenskt orð. Hann er ekki póbtískur sjarm- ör. Spurningin er svo sú hvort borgarfulltrúar meirihlutans hafa staðið nógu þétt við bakið á honum þegar á reyndi. Það var að vísu samstaða um það að hann fengi fyrsta sætið í prófkjöri flokksins en vitað var að fleiri gengu með borgarstjórann í maganum. Það sýndi sig líka í orlofi borgarsfiór- ans, fljótiega eftir prófkjörið, að sumir fubtrúanna tóku ákvarðanir sem beinlínis stbltu borgarsfióra upp viö vegg þegar hann kom tb starfa á ný. Afstaða manna tb SVR-debunnar er tb marks um það. Þá verður að draga það í efa að forysta Sjábstæðisflokksins hafi stutt borgarsfiórann hebs hugar þegar sýnt mátti vera að hann væri að tapa borginni í hendur óvin- anna. Rétt ákvörðun Ákvörðun Markúsar Arnar um Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.