Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Page 16
16
LAUGARDAGUR 19. MARS 1994
Kvikmyndir_________________________ i>v
Óskarsverðlaunin afhent á mánudagskvöld:
Getur skipt sköpum að fá
þessi eftirsóttu verðlaim
fiisuí W n 111 n r
[ n a \r c r n \r i r , h\
() r.* 1 \ 0 1 r. \ ' ^ 1 1 IJ 1
r~ f~
(~(~r~(~(~(~(~(~(~(~(~(~r~
Besta kvikmynd
The Fugitive
In the Name of the Father
Schindler’s List
The Piano
The Remains of the Day
Besti leikstjóri (y
Jane Campion,
The Piano
Steven Spielberg,
Schindler’s List
Jim Sheridan,
In the Name ofthe Father
James Ivory,
The Remains of the Day
Robert Altman,
Short Cuts
Besti leikari í
aðalhlutverki
Liam Neeson,
Schindler’s List
Daniel Day-Lewis,
In the Name ofthe Father
Laurence Fishburne,
What’s Love Got to Do With It
Tom Hanks,
Philadelphia
Anthony Hopkins,
The Remains ofthe Day
Besta frumsamda
handrit
Dave (Garry Ross)
ln The Line og Fire
(Jeff Maguire)
Philadelphia
(Ron Nyswaner)
The Piano (Jané Campion)
Sleepless in Seatle (Nora Ephron
David S. Ward og JeffArch)
Besta leikkona í
aðalhlutverki
Holly Hunter,
The Piano
Debra Winger,
Shadowlands
Angela Bassett,
What’s Love Got to Do With It
Stockard Channing,
Six Degrees ofSeparation
Emma Thompson,
The Remains ofthe Day
Besti leikari í
aukahlutverki
Leonardo DiCaprio,
What’s Eating Gilbert Grape
Ralph Fiennes,
Schindler’s List
Tommy Lee Jones,
The Fugitive
John Malkovich,
In the Line ofFire
Pete Postlethwaite,
ln the Name ofthe Father
Besta leikkona í
aukahiutverki
Holly Hunter,
The Firm
Emma Thompson,
In the Name ofthe Father
Anna Paquin,
The Piano
Rosie Perez,
Fearless
Winona Ryder,
The Age of Innocence
Besta erlenda kvikmynd
Belle Epoque (Spánn)
Farewell My Concubine (Hong Kong)
Hedd Wyn (Bretland)
The Scent of Green Papaya (Vietnam)
The Wedding Banquet (Taiwan)
Islenskir kvikmyndahúsagestir
ættu aö geta gert upp hug sinn varö-
andi óskarsverðlaunin aö þessu sinni
því allar þær kvikmyndir sem fá til-
nefningu sem besta kvikmynd og um
leiö flestar tilnefningamar hafa verið
og eru sýndar í kvikmyndahúsum
höfuðborgarinnar. Þetta eru
Schindler’s List (Háskólabíó), Piano
(Regnboginn), Remains of the Day
(Stjörnubíó), In the Name of the Fat-
her (Háskólabíó) og The Fugitive
(var sýnd í Sam-bíóum). Þetta eru
allt úrvalsmyndir sem eiga skiliö að
veröa verðlaunaðar en eins og staðan
er í dag búast flestir við að Schindl-
er’s List með Steven Spielberg í
broddi fylkingar fari út úr húsi sem
sigurvegarinn í ár og er þá talað um
að hún verði kosin besta kvikmyndin
og Spielberg besti leikstjórinn.
í fljótu bragði virðist auðvelt að
geta sér til um hver verði kosin besta
leikkonan í aðalhlutverki en Holly
Hunter þykir langlíklegust til að
hneppa hnossið fyrir leik sinn í The
Piano. Helsti keppinautur hennar,
Emma Thompson (The Remains of
the Day), fékk verðlaunin í fyrra og
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
er þar með líkast til dæmd úr leik.
Aðrar þykja ekki koma sterklega til
greina.
Erflðara er að spá í karlleikarana.
Þrír af fimm þykja standa nokkuö
jafnfætis í baráttunni, Anthony
Hopkins (The Remains of the Day),
Daniel Day-Lewis (In the Name of the
Father) og Tom Hanks (Philadelp-
hia).
Tiltölulega stutt er síðan Hopkins
og Day-Lewis fengu verölaunin og
þar að auki eru þeir Bretar, en mörg-
um í amerísku akademíunni, sem
velur verðlaunahafana, fmnst sjálf-
sagt komið nóg af breskum verð-
launahöfum í þessum flokki og má
kannski segja að Tom Hanks hafi
fyrirfram forskot, án þess þó að gert
sé upp á milli leiks þeirra þriggja,
en allir eru þeir frábærir í hlutverk-
um sínum. Ef Schindler’s List fer að
sópa aö sér verðlaunum gæti Liam
Neeson einnig komið sterklega til
greina en heldur þykir það langsótt-
ur möguleiki.
Það er ekki aðeins Schindler’s List
sem Steven Spielberg er fulltrúi fyrir
á komandi óskarsverðlaunahátíð
heldur er hann einnig leikstjóri Ju-
rassic Park sem er talin nokkuð ör-
ugg með tvenn til þrenn verðlaun
fyrir tækni.
Verðlaunin
skipta miklu máli
Hvemig sem á það er litið skipta ósk-
arsverðlaunin mjög miklu máli fyrir
þá kvikmynd sem fær verðlaunin
sem besta kvikmynd en þó ekki eins
miklu máli og áður fyrr. Því valda
myndbandamarkaöurinn og kapal-
sjónvarpsstöðvar sem eingöngu sýna
kvikmyndir. Almenningur getur
gengið aö því með öraggri vissu að
innan árs verði viðkomandi kvik-
mynd komin út á myndbandi og far-
ið að sýna hana í sjónvarpi. Til dæm-
is hefði það lítiö að segja ef The Fugi-
tive fengi verðlaunin upp á aukna
aðsókn í kvikmyndahús. Þegar er
búið aö gefa þá mynd út á mynd-
bandi (kemur út hér á landi i næstu
viku). Tekjur munu aftur á móti auk-
ast þar sem á þeim markaði myndi
hún seljast mun betur og hægt verð-
ur að selja hana dýrar til sjónvarps-
sýninga. Hinar myndimar fjórar,
sem flestar tilnefningar hljóta, eru
enn í sýningum alls staðar í heimin-
um og verðlaun myndu auka aðsókn-
ina.
Áður en myndbandavæðingin og
kapalsjónvarpsstöðvar komu til sög-
unnar gátu aðstandendur þeirrar
kvikmyndar, sem valin er besta
kvikmynd, búist við aukinni aösókn
upp á 30 milljónir dollara. Upphæðin
er mun lægri í dag og fer það eftir
því hvenær á árinu myndin var
framsýnd. Til gamans er hér birtur
listi yfir vinsælustu kvikmyndimar
sem hafa fengið óskarsverðlaun sem
besta kvikmynd. Þegar þessum
myndum var raðað upp var farið eft-
ir fjölda seldra aðgöngumiöa. Innan
sviga er svo árið sem myndin fékk
óskarsverðlaun.
1. Gone with the Wind (1939)
2. The Sound of Music (1965)
3. Ben-Hur (1959)
4. The Sting (1973)
5. The Godfather (1972)
6. Around the World in 80 Days (1956)
7. One Flew over the Cuckoo’s Nest (1975)
8. My Fair Lady (1964)
9. The Best Years of Our Lives (1946)
10. Rocky (1976)
11. The Bridge over the River Kwai (1957)
12. West Side Story (1961)
13. The Greatest Show on Earth (1952)
14. Kramer vs. Kramer (1979)
15. From here to Etemity (1953)
16. Rain Man (1988)
17. Lawrence of Arabia (1962)
18. Dances with Wolves (1990)
19. Going My Way (1944)
20. Mrs. Miniver (1942)
21. Tom Jones (1963)
22. Platoon (1986)
23. Terms of Endearment (1983)
24. Patton (1970)
25. The French Connection (1971)
GuardixigTess
vinsælust
Gamanmyndin Guarding Tess
með Shirley MacLaine og Nicolas
Cage í aðalhlutverkum var mest
sótta kvikmyndin um síöustu
helgi í Bandaríkjunum. Tekjur
af henni voru rúmar sjö milijónir
dollarar frá fóstudegi til sunnu-
dags. Listinn yfir tíu mest sóttu
myndirnar er annars þessi: 2.
Lightning Jack, 3. Ace Ventura:
Pet Detective, 4. The Ref, 5.
Schindler’s List, 6. Greedy, 7. On
Deadly Ground, 8. Angie, 9. Mrs.
Doubtfire og í 10. sæti var Sugar
Hill. Það sem vekur auðvitaö
mesta athygli þegar heildartekjur
af hverri einstakri kvikmynd eru
skoöaðar er að tekjur af kvik-
mynd Stevens Spielbergs,
Schindler’s List, sem er, eins og
flestir vita, er svart/hvit og yfir
þrjá klukkutíma í sýningu, eru
komnar í 55 milljón dollara. Þetta
er eitthvað sem enginn bjóst við
fyrirfram og á örugglega eftir að
valda markaðsfræðingum í
Hollywood miklu hugarangri.
JimmyHolly-
wood frá
BarryLevinson
Sagt er að Barry Levinson sé í
sárum eftir þær viðtökur sem
Toys fékk en sú mynd fékk mjög
dræma aðsókn og Lcvinson er
ekki vanur slikum móttökum. Á
hann að baki margar vinsælar
kvikmyndir. Levinson heldur þó
ótrauður áfram og nýjasta kvik-
mynd hans heitir Jimmy Holly-
wood. Aðalhlutverkin leika Joe
Pesci og Christian Slater ásamt
spænsku leikkonunni Victoriu
Abril. Mynd þessi var tiltölulega
ódýr á Hollywoodvísu, kostaði
„aðeins“ 16 milljónir dollara.
Pesci leikur seinheppinn leikara
sem kemst loks í sviðsljósið þegar
bílútvarpinu hans er stolið.
Fyrirlöngusíðan
í Hamborg
Áður en John, Paul, Ringo og
George urðu ódauðlegir sem hin-
ir einu sönnu Bítlar var hljóm-
sveitin skipuð fimm meðlimum
og starfaði um skeið í Hamborg.
- Fimmti meðlimurinn var Stu
Sutcliffe sem varð eftir 1 Ham-
borg þegar hinir fjórir sneru til
Liverpool. Ástæðan var bæði
heilsuleysi hans og vinskapur
hans við ljósmyndarann Astrid
Kirchherr. Stuttu síöar lést Sut-
cliffe í Hamborg. í næsta mánuði
verður frumsýnd kvikmyndin
Backbeat sem fjallar um Ham-
borgardvöl Bftlanna og er
myndavélinni sérstaklega beint
að Stu og John en þeir vora góðir
vinir. Ian Hart heitir leikarinn
sem leikur John Lennon og
Stephen Dorff leikur Stu Sutc-
liffe. Sheryl Lee, sem lék Lauru
Palmer í Tvídröngum, leikur
Astrid Kirchherr. Leikstjóri er
Ian Softley.
KathyBates
leikur
Dolores Claibome
Kathy Bates varð fræg fyrir leik
sinn í Misery sem gerð var eftir
skáldsögu Stephens Kings. Upp-
skar hún meðal annars óskars-
verðlaun fyrir leik sinn í þeirri
mynd. Nýjasta skáldsaga Kings
heitir Dolores Claibome. Sem
fyrr þykir þaö góður kostur að
kvikmynda sögu eftir þennan
metsöluhöfund spennusagna.
Titilhlutverkið þykir henta Kat-
hy Bates sérlega vel og hefur hún
samþykkt að leika í kvikmynda-
gerð sögunnar. Fiallar myndin
um miðaldra konu sem ákærð er
fyrir morö á ríkri konu sem hún
bar ábyrgð á. Lykilpersónan í
sögunni er dóttir hennar sem
Jennifer Jason Leigh leikur.
Leikstjóri er Taylor Hackford.