Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 19. MARS 1994 17 Bridge spilara í bridge Landsllð yngri spilara í bridge hefur verið valið. Eflirtaldir spil- arar eru í liöinu: Ólafur Jónsson, Steinar Jónsson, Karl 0. Garð- arsson, Kjartan Ástnundsson, Magnús E. Mgnússon og Stefán Jóhannsson. Þessir ungu menn eru til helminga norðan- og sunn- anmenn; Ólafur og Steinar eru frá Bridgefélagi Siglufjarðar, Magnús frá Bridgefélagi Akur- eyrar, Karl frá Bridgefélagi Hrunamanna, Stefán frá Bridge- félagi Selfoss og Kjartan frá Bridgefélagi Reykjavíkur. : Verkefni liðsins er Evrópumót yngri spilara sem verður haldið í Holiandi 15.- 24. júii. Fyrirliði verður Ragnar Hermannsson. Minningarmót um Guðmund Jónsson Laugardaginn 26. mars verður haldið i annaö sinn á Hvolsvelli minningarmnót um Guömund Jónsson sem var formaður Bridgefélags Hvolsvallar og ná- grennis um árabil, Mótið verður í Félagsheimilinu Hvoli og hefst spilamennskan klukkan 10. Spil- aður verður barómeter og há- marksparafjöldi eru 36 pör. Pen- ingaverðlaun verða veitt fyrir 5 efstu sætin og 1. verðlaun krónur 40.000. Keppnisgjald er 5.000 krónur fyrir parið og spilaö veröur um silfurstig. Keppnissfjóri verður Kristján Hauksson. Skráning er á skrifstofu BSÍ í síma 619360 og hjá Ólafi Ólafssyni á Hvolsvelli í síma 98-71834. Muninn Sandgerði Lokið er þremur umferðum af 9 í aðalsveitakeppni félagsins og staða efstú s veita er eftirfarandi; 1. Verslimin Sundið 69 2. Sparisjóöur Keflavlkur 67 3. Sumariiði Lárusson 55 4. Sigurbjörn Davíðsson 48 5. Gunnar Guðbjörnsson 39 5. Karl G. Karlsson 39 7. Gunnar Siguijónsson 38 Bridgedeild Firmakeppni félagsins lauk með glæstum sigri Ragnars Björnssonar og Leifs Jóhanns- sonar sem skoruðu vel á síðara spilakvöldi keppninnar. Næsta keppni félagsins er barómeter sem hefst mánudaginn 21. mars. Skráning í þá keppni er í símum 632820 (Isak) og hjá Ólafl í síma 71374 á kvöldin og um helgar. Lokastaða efstu para í firma- keppninni varð þannig (hlutfalls- reikningur miðað við 16 para rið- il og meðalskor 210); 1. Ragnar Björnsson- Leifur Jóhannsson 518 2. bórarínn Árnason- Gísli Víglundsson 486 3. Friðjón Margeirsson- Valdimar Sveinsson 463 4. Óskar Karlsson- Óiafur Bergþórsson 450 Hafnarfjarðar Síðastliðið mánudagskvöld, 7. mars, lauk Butler-tvímenningi félagsins og urðu úrslit eftirfar- andi: 1. Drö& Guðmundsdóttir- Ásgeir Ásbjörnsson 198 2. Friðþjófur Einarsson- Guðbrandur Sigurbergsson 101 3. Erla Sigurjónsdóttir- Krisijana Steingrímsdóttir 90 4. Bjöm Arnórsson- Þröstur Sveinsson 86 Næsta roánudagskvöld hefst þrigeja kvölda hraðsveitakeppni og að venju er spilað í íþróttahús- inuviðStrandgötu. -ÍS SAMS KONAR LYF, SAMA VIRKA EFNIÐ, SITT HVORT VERÐIÐ! 4.526 kr. 10.327 kr. Merki læknir bókstafinn (§) við lyfjaheiti á lyfseðli, fær sjúklingur eingöngu afgreitt tiltekið iyf. Merki læknir hins vegar bókstafinn (S) við lyfjaheiti, fær sjúklingur afgreitt ódýrasta samheitalyf í sama lyfjaflokki. Það er ótrúlegt en satt að jafngild, samskonar lyf eru ekki alltaf seld á sama verði. Þau eru oft á markaði frá fleirum en einum framleiðanda undir sitt hvoru heitinu. Og verðmunurinn er oft ótrúlegur. í þessari auglýsingu er borið saman tvennskonar verð á samheita hjarta- og æðalyfi. Annarsvegar 4.526 kr., hinsvegar 10.327 kr. Þetta er algengt lyf, sem notað er gegn háþrýstingi og oft gefið sjúklingi í langan tíma. Á markaði hérlendis eru tvö form lyfsins frá fjórum framleiðendum. Dæmið sýnir verðmun á venjulegum 100 daga skammti af lyfinu. Hér er um jafngilt samheitalyf að ræða, sama virka efnið; annarsvegar frumlyf, merkt með (R) á lyfseðli, en hinsvegar ódýrara samheitalyf, merkt með (S) á Iyfseðli. Dæmið sem hér er tekið þarf ekki að vera algilt um verðmun á lyfjum merktum© og®. Lyfið er oft gefið sjúklingum í langan tíma, eins og að framan greinir. Hér getur því verið um veruiegar upphæðir að ræða fyrir sjúklinga og samfélag. Ekki er hægt að geta heitis lyfsins hér, því samkvæmt íslenskum lyfjalögum, er óheimilt að nefna nöfn lyfja í auglýsingum, sem birtast almenningi. Aðhald og sparnaður í rekstri veitir aukið svigrúm til betri heiibrigðisþjónustu. HEILBRIGÐIS- OG T RYG GIN G AMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN CJ? RÍKISINS \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.