Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Qupperneq 22
22
LAUGARDAGUR 19. MARS 1994
Sérstæð sakamál
„Englar ljúga ekki"
Connie, t.v., og Mavis Gale, ein brúðarmeyjanna, í brúðkaupi Herberts.
Frá brúðkaupi Herberts. Connie, Joan kona Herberts, Lyles faðir hans
og Mavis Gale.
Fyrstu sextán ár ævinnar var Dave
Allison á munaðarleysingjahæli.
Þá var hann tekinn í fóstur hjá
mjög trúuðum hjónum í Adelaide
í suðurhluta Ástralíu. Þegar hann
varð tuttugu og eins árs hafði hann
þó aldrei kynnst ósviknum kær-
leika neins sem stóð honum nærri.
Þegar hér var komið var Dave
orðinn útlæröur bifvélavirki og í
föstu starfi hjá meistaranum sem
hafði kennt honum. Hann hélt sig
hins vegar við þær lífsvenjur sem
hann hafði vanið sig á. í frístund-
um sat hann oftast heima og þótti
flestum sem til hans þekktu hann
vera feiminn og einmana.
Þegar Dave var orðinn tuttugu
og fimm ára hafði hann þó eignast
vin, Herbert Lyles, en hann var
þremur árum eldri en Dave. Her-
bert gerði það sem hann gat til að
kynna Dave það sem hann hafði
lengst af farið á mis við í lífinu.
Þeir fóru því að fara út saman og
drukku þá bjór og dönsuöu. Feimni
Daves var hins vegar slík að flestar
stúlkur sneru viö honum bakinu
eftir fyrstu kynni.
Hún bað hans
Það var snemma árs 1977 sem
Herbert tók Dave með sér í boð þar
sem hann kynnti hann fyrir ungri
hjúkrunarkonu, Connie Rees. Dave
leist strax afar vel á hana. Connie
leist ágætlega á hann og brátt fóru
þau að fara út saman. En Connie
var ljóst hve feiminn hann var og
dag einn tók hún frumkvæðið og
sagði:
„Þú vilt gjarnan kvænast mér, er
það ekki, Dave? Hættu því að vera
svona feiminn. Eða viltu heldur að
ég beri upp spurninguna?"
Það lék enginn vafl á því hverjar
tilflnningar Daves voru en þrátt
fyrir það gat hann ekki beöið
Connie. Loks sagði hún:
„Jæja. Þá er best að ég spyiji þig.
Ég vil gjaman verða konan þín.
Viltu þú verða maðurinn minn?“
Þegar Dave hafði tekið bónprðinu
varö hann mjög ánægður. í raun
mátti segja að hann væri „ham-
ingjusamasti maður í Ástralíu",
eins og einhver komst að orði.
Brúðkaup vinarins
Herbert Lyles hafði um svipað
leyti beðiö sér konu. Og í maí þetta
ár skyldi brúðkaupið haldið. Dave
og Connie var auðvitað boðið þang-
að. Þá brá Dave út af vana sínum
og drakk bæði koníak og viskí. Við
það hvarf feimni hans og þegar
hann fylgdi Connie heim úr brúð-
kaupinu þáði hann boð hennar um
að fara inn með henni, en hún hafði
þá sagt honum að foreldrar hennar
væru að heiman í nokkra daga.
Þessa nótt kenndi Connie honum
ýmislegt sem fram til þessa hafði
verið honum lokuð bók. Ástarleik-
urinn varð upphaf að nýjum þætti
í lífi hans sem honum fannst nú
vera að taka miklum og jákvæðum
breytingum. Hann tók því þess
vegna alls ekki illa þegar .Connie
sagði honum frá því tæpum mán-
uði síðar að nóttin eftir brúðkaups-
veisluna hefði haft sínar afleiðing-
ar. Hún væri með bami. Þaö varð
til þess að þau ákváðu hvenær
brúökaup þeirra skyldi haldið.
Næturvinnan
Brúökaup þeirra Daves og
Connie var ekki íburðarmikið. í
Kjölfarið fylgdi stutt brúðkaupsferð
en síðan fluttust ungu hjónin í hús
sem þau höfðu keypt. í raun hafði
Dave það góö laun aö þau hefðu
vel getað lifað af þeim, en Connie
sagðist vilja halda áfram að vera á
næturvöktum á spítalanum sem
hún hafði starfaö á. Launin væru
ágæt og þau myndu geta leyft sér
meira ef hún héldi áfram að vinna.
í flóra mánuði var sem hamingja
ungu hjónanna væri fullkomin, en
þá gerðist þaö kvöld eitt eftir að
Connie var farin í vinnu að síminn
hringdi. Það var móðir hennar og
hafði hún þær fréttir að færa að
maður hennar hefði fengið hjarta-
áfall. Bað hún um að Connie kæmi
til foður síns því vera mætti að
áfallið væri alvarlegt.
Dave sagði að Connie væri ekki
heima. Hún væri á næturvakt á
spítalanum. Þá sagðist móðir henn-
ar vera búin að hringja þangað en
þar hefði sér verið sagt að Connie
væri ekki þar.
Dave fannst þetta mjög skrítið og
hringdi sjálfur á spítalann. Þar var
honum sagt að Connie hefði ekki
verið við störf þar undanfama tvo
mánuði.
Njósnir um nótt
Um klukkustundu eftir að Dave
hafði hringt á spítalann kom
Connie heim. Dave sagði henni þá
frá þvi sem komið hafði fyrir fóður
hennar. Vildi hún strax fara heim
til fóöur síns og ók Dave henni
þangað. Faðir hennar var þá á
batavegi svo þau gátu fljótlega
haldið heim á ný. Ekki minntist
Dave á að hann hefði hringt á spít-
alann.
Næsta kvöld fékk Dave að láni
Dave Allison.
bíl á verkstæðinu og lagði honum
skammt frá húsinu. Þegar Connie
fór að heiman um kvöldið „til að
vinna“ á bíl þeirra hjóna hljóp
Dave út um bakdymar að lánsbíln-
um og elti konu sína.
Connie ók að Barkers-almenn-
ingsgarðinum sem var þekktur
sem fundarstaður ungra elskenda.
Þar stöðvaði hún bíhnn og um hríð
gerðist ekkert. Dave sat í hinum
bílnum dálítið frá og fýlgdist með.
Nokkru síðar kom annar bíll og bar
Dave þegar í stað kennsl á hann.
Þaö var bíll Herberts Lyles.
Stund sannleikans
Connie færði sig nú yfir í bíl Her-
berts og rétt á eftir læddist Dave
að honum í skjóli myrkurs. Hann
lagði við hlustimar og varð þá ljóst
hvað var að gerast í aftursætinu.
Dave gekk aftur að bíl sínum og
þegar Connie kom heim sex tímum
síöar hafði hann á borðum, að
vanda, nýsmurt brauð og nýtt kaffi.
Meðan hún sat að snæðingi spurði
hann hana hvernig gengiö hefði á
spítalanum. Hún sagði að þar hefði
ekkert sérstakt gerst. í raun hefði
þetta verið óvenjulega róleg nótt.
„Hvernig leist þér á Barkers-
almenningsgarðinn?" spurði hann
þá.
„Hvað áttu við?“ spurði hún. „A
þetta að vera brandari?"
Þá sagði Dave henni að hann
hefði hringt á spítalann kvöldið
áður og þetta kvöld hefði hann elt
hana þegar hún fór að heiman.
Connie varð æst og ásakaði Dave
fyrir að hafa ekki ráðist á manninn
sem hún heföi verið með í bílnum
og gefið honum hressilega á ’ann.
Viðbrögðin
í nokkur augnablik starði Dave á
konu sína. Það var sem hann skildi
ekki alveg hvað henni gengi til.
Hún bætti þá við: „Þú ert einskis
virði. Þú ert ekki maður heldur
mús.“
Hann leit þá beint framan í hana
og sagði: „Ég elskaði þig. í mínum
augum varstu engill, en englar
ljúga ekki. Þú ert lygari, svikari og
ómerkileg drós.“
Connie hafði ekki enn sagt það
sem hana langaði til að segja manni
sínum. Hún lýsti því yfir við hann
að samband hennar og Herberts
hefði staðið árum saman og í raun
væri það barnið hans sem hún
gengi með undir belti.
Dave reis á fætur, greip beittan
eldhúshníf og rak hann mörgum
sinnum í hálsinn og brjóstið á konu
sinni. Á eftir skipti hann um fot,
þvoði hnífinn og ók heim til Her-
berts.
Næturuppgjörið
Herbert kom svefndrukkinn til
dyra í náttfótunum. Dave leit ró-
lega á hann og sagði:
„Ég hélt að þú værir vinur minn,
en þú ert óþokki. Ég er búinn að
drepa hana, Herbert Lyles. Hún er
dáin.“
Um leið dró Dave fram hnifinn
sem hann hafði haft í vasa innan á
sér og stakk Herbert þrisvar í
brjóstiö. í þriðja sinn dró hann ekki
hnífinn út aftur heldur gekk að
bílnum sínum og ók beinustu leið
á næstu lögreglustöð til að gefa sig
fram.
Þótt Herbert væri lífshættulega
særður hélt hann lífi.
Sjúkrabíll flutti hann á spítala og
þar tókst læknum að bjarga hon-
um. Connie var lúns vegar látin.
Refsingin
Þann 18. janúar 1978, tæpu ári
eftir að þau Dave og Connie höfðu
verið gefin saman, kom Dave Alli-
son fyrir rétt til aö svara til saka
fyrir morðið og morðtilraunina.
Ollum aðdraganda var lýst, þar á
meðal dvöl Daves á munaöarleys-
ingjahælinu, feimni hans, vináttu
þeirra Herberts og leynilegu ástar-
sambandi hans og Connie. Kvið-
dómur fann Dave sekan en ýmsum
þótti athyglisvert hve illa það eina
fólk, sem hann hafði tengst tryggð-
arböndum á ævinni, hafði svikið
hann.
í lokin sagði dómarinn:
„Ég get skihð að þú haflr ekki
verið í jafnvægi þegar þú réðst
konu þinni bana og að þú hafir
ekki verið búinn að jafna þig þegar
þú ákvaðst að aka heim til elskhuga
hennar. Á hitt bera að líta að á leið-
inni gafst þér tækifæri til að hugsa
málið. Og ljóst er að þú hefðir getað
látið nægja að yfirgefa konuna
þína. Ég get því ekki fundið þér
neitt til afsökunar svo þú færð tíu
ára fangelsisdóm."
Dave Allsion var látinn laus árið
1985 en það varð ekki séð að hann
nyti frelsisins. Hann býr nú einn
og er jafn hlédrægur og hann var
áður en hann kynntist Herbert
Lyles og Connie Rees.