Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Síða 27
LAUGARDAGUR 19. MARS 1994
Nýi borgarstjórinn í Reykjavík:
Aldrei verið borinn
um sali Valhallar
, ,r
- segir Ami Sigfússon sem hlakkar til að takast á við erfið verkefni á næstu vikum
„Fyrir mig, sem er ekki meðal þekkt-
ustu manna þjóðarinnar, er það auð-
vitað visst átak að verða skyndilega
svona sýnilegur. Ég hef aldrei haft
mikinn áhuga á að vera í sviðsljósinu
þótt ég sé auðvitað mannlegur. En
þessi barátta öll leggst vel í mig. Hún
verður erfið en það væri heldur ekk-
ert skemmtilegt ef þetta reyndi ekki
'aðeins á þolrifin," segir Árni Sigfús-
son, nýr borgarstjóri í Reykjavík og
forystumaður Sjálfstæðisflokksins í
komandi borgarstjórnarkosningum.
Ámi settist í borgarstjórastólinn í
fyrradag og kosningabaráttan er haf-
in fyrir alvöru. Þrátt fyrir að Árni
hafi veriö í borgarstjórn Reykjavíkur
í átta ár og setið í hinum ýmsu nefnd-
um á vegum borgarinnar er hann
ekki vel þekktur meðal borgarbúa
og annarra landsmanna.
Hinn nýi borgarstjóri er fæddur í
Vestmannaeyjum 30. júlí 1956. Árni
er næstelstur af sex sy stkinum. Hann
er kvæntur Bryndísi Guðmundsdótt-
ur talmeinafræðingi og eiga þau fjög-
ur börn, dæturnar Aldísi Kristínu,
tæplega fjórtán ára og eitt af ferming-
arbörnum þessa árs, Védísi Hervöru,
12 ára, Guðmund Egil, flmm ára, og
Sigfús Jóhann sem er þriggja ára.
Fyrir jóbn kom út bók eftir Árna,
uppeldisbók fyrir feður, en hann hef-
ur lýst sér sem miklum fjölskyldu-
manni. Árni er t.d. formaður nefndar
sem starfaði að undirbúningi fyrir
ár fjölskyldunnar. Árni segir að tjöl-
skylda sín sé samhent og starfi mikið
saman. „Við sitjum oft saman, hlæj-
um og skemmtum okkur,“ segir
hann; Árni segist hjálpa nokkuö tb
við húsverkin og býr til matinn þegar
efna á til sælkeraveislu. „Ég fæ að
sleppa í hin skiptin," útskýrir hann.
Bryndís starfar á Borgarspítalanum
á háls-, nef- og eyrnadeild og sinnir
þar aðallega eldri borgurum. Auk
þess rekur hún talmeinastöð ásamt
nokkrum öðrum. Það er því mikið
að gera á stóru heimili. Til að létta
undir hafa þau fengið danska au
pair-stúlku sem er að læra íslensku
hér á landi.
Draumur um
borgarstjórann í eina
kvöldstund
Frá árinu 1989 hefur Árni verið
framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags
íslands en mun nú taka sér frí frá
því starfl um tíma vegna óvæntra
breytinga í pólitíkinni. Honum hafði
ekki gefist færi á að ræða við stjórn
Stjómunarfélagsins til að kynna
þessar breytingar þegar viðtalið var
tekið.
- Ámi er talinn hinn mjúki maður
og hefur talsvert verið fjallaö um þá
ímynd hans undanfarna daga. Finnst
hinum mjúka manni ekki erfitt að
fara í baráttu á móti konu?
„Ég bt ekki þannig á að ég muni
berjast á móti konu heldur málefn-
um. Stefna mín í borgarmálum verö-
ur sett á oddinn og ég mun kapp-
kosta að gera grein fyrir þeim bak-
grunni sem styður stefnu mína á
móti fimm ólíkum flokkum. Á þann
hátt mun ég bta á mábn.“
- En nú hefur væntanlega gamab
draumur þinn ræst, að komast í
borgarstjórastóbnn?
„Nei. Ég hef aldrei haft í frammi
persónulega pólitíska drauma. í al-
vöru talað. Ég hef gert mér grein
grunnur er sá að ég er alinn upp í
sjávarplássi, sonur kennara úr Vest-
mannaeyjum. Við fluttum til Reykja-
víkur í blokkaríbúð á Háaleitisbraut
þegar ég var tólf ára gamall. Þar er
ég abnn upp. Ég naut góðs uppeldis
sem ég tel mig geta miðlað mínu
fólki."
- Hvernig uppeldi fékkstu?
„Það var byggt á virðingu. Þar var
rætt við mann eins og viö fullorðinn
einstakbng abt frá blautu barns-
beini. Maður fann fyrir ást og hlýju
og í því skjób var ég alinn upp. Ég
tel mig hafa lært að bera ábyrgð
snemma.“
- Voru fastar reglur á heimibnu?
„Ekki á mér. Það kann að vera
vegna þess að þegar ég kom til
Reykjavíkur var ég á viðkvæmum
aldri til að flytja og þurfti tíma tíl að
átta mig á nýju umhverfi. Vegna þess
lagði ég mikla áherslu á, þegar við
stækkuðum við okkur fyrir tveimur
árum, að fmna húsnæði í sama
hverfi. Ég býst við að það hafi verið
meiri kraftur i mér meðan ég bjó
ennþá í Vestmannaeyjum og það tók
mig örugglega þrjú tíl íjögur ár að
átta mig á þessari breytingu í lífi
mínu. Ég fór lítið út utan skólatíma
og þess vegna voru engin vandræði
á mér. Ég gekk i Vogaskóla þó aö ég
byggi í Háaleití og var því ekki í ná-
vígi við neina félaga. Kannski fór ég
betur í gegnum unglingsárin vegna
þess.“
- Þú hefur þá ekki verið neinn vand-
ræðaungbngur?
„Nei, ég var meiri vandræðagemsi
sem barn. Ég var mjög stríðinn. Eig-
inlega svo stríðinn að ég sé enn eftir
sumum strákapörunum sem ég
framdi á þeim árum. Þau eru svo
svakaleg að ég get varla sagt frá
þeim. Annars þýðir lítið að vera að
rifja upp einhver svona prakkara-
strik. Eg fór oft iba með fólk þá. Þaö
er sagt að ég fari enn iba með menn
í póbtíkinni í mínum flokki. Menn
verða oft sárir í gegnum kosningar
en þetta er jú barátta," segir Árni án
þess að vbja skýra það nánar.
Með Ásgeiri
Sigurvins í boltanum
- Varstu ekkert í íþróttum?
„Jú, ég var landsbðsmaður í Eyj-
um. Ég var markmaður í flmmta
flokki IBV og með mér lék Ásgeir
Sigurvinsson. Síðan ákvað hann að
velja sér knattspyrnuna en ég pób-
tíkina," segir Árni og hlær. „Maður
verður að láta líta út eins og maður
heíði getað farið í atvinnumennsk-
una. Annars var þaö þannig að við
töpuðum svo bla fyrir KR rétt áður
en ég flutti að ég lét öll Reykjavíkur-
bðin sigla sinn sjó.“
Árni segir aö ástæða þess að fjöl-
skyldan fluttí tb Reykjavíkur á sín-
um tíma hafl veriö sú að foreldrarnir"
vbdu koma börnum sínum til
mennta. Sá elstí í röðinni var að
byija í menntaskóla um það leytí.
„Athafnaþráin fylgdi mér auðvitað
hingað upp á land og ég réð mig því
í vinnu með skólanum. Eftir skóla fór
ég og þreif portíð við Nýja bíó og fékk
500 krónur á viku fyrir. Það voru
vasapeningar mínir á þeim árum og
vegna þeirra hafði ég efni á að kaupa
mér fermingarfót sem ég keypti í
Andersen og Lauth. Þetta er ég að
segja dóttur minni núna sem á að
fermast 10. apríl."
Jassað lítillega á siðkvöldi. Arni með bassa sem hann (éll fyrir er hann sá hann útstilltan í verslun í bænum, Védis
við píanóið og Guðmundur spilar ábúðarmikill á „trommur". DV-myndir GVA
fyrir að ég ættí möguleika á að taka
að mér þetta starf en draumar af því
tagi hafa ekki verið á mínu borði.
Fyrir tæpum þremur árum virtust
þeir möguleikar verða nokkuð raun-
hæfir. A einni kvöldstund taldi ég
að bklega yrði ég borgarstjóri en það
var aðeins ein kvöldstund. Þegar af
því varð ekki fannst mér mjög auð-
velt að sætta mig við það.“
- Þetta hljóta þó að hafa verið þér
viss vonbrigði:
„Vegna þess að ég hef ekki látið
mig dreyma um aö verða borgar-
stjóri urðu það mér engin vonbrigöi."
Rétt að breyta
um forystu
Árni staðhæfir að það hafi komiö
honum mikið á óvart þegar Markús
Örn Antonsson ræddi við hann fyrir
viku.
- Hvers vegna kláraði Markús ekki
kjörtímabihö sem borgarstjóri þótt
hann drægi sig í hlé á lista flokksins
og færi ekki í kosningabaráttuna?
„Markús verður að svara fyrir það.
Hins vegar gefst mér með þessu færi
á að vinna strax að okkar málum og
leiða kosningabaráttuna. Ég mun
ekki gagnrýna ákvörðun Markúsar.
Hún kom mér mikið á óvart og ég
efaðist um að þetta væri rétt mat á
þessum tíma. Það reynist hins vegar
vera, eftir skoðanakönnunum að
dæma, að mat hans hafi verið rétt.
Líklega hefur það áhrif að breyta um
forystu þó ég telji að staða flokksins
skýrist út frá mörgum þáttum."
- Nú er baráttan hafin. Finnur þú
fyrir því?
„Já, ég fmn fyrir því og hlakka tíl
að takast á við þetta verkefni."
- Margir tóku eftír því er þið Ingi-
björg Sólrún mættust fyrst að hún
talaði við þig eins og krakka, sagöi
t.d. Árni minn í móðurlegum tón.
Tókst þú eftír þessu?
„Ég tók eftír því og margir hafa
nefnt það við mig. Ef Ingibjörg Sól-
rún velur þessar aðferðir tb að tala
við fólk þá er það hennar val. Ég mun
áfram sýna henni tílhlýðbega virð-
ingu. Ég hef áður heyrt Ingibjörgu
tala við fólk á þessum nótum og
kannski er þetta bara hennar stíll.
Ég er reyndar aðeins tveimur árum
yngri en hún.“
Alinn upp
í sjávarplássi
- Sumumfinnstþúkannskiofmjúk-
ur og tala jafnvel um að þú sért svo
fullkominn að þig hafi varla hent
nokkuð í lífinu. Hefur líf þitt allt
verið á þráðbeinni línu?
„Auðvitað hefur maður þurft aö
glíma við ýmislegt í gegnum tíðina
og ekki síst í póbtíkinni þar sem
menn eru sífellt að glíma við hin
margvíslegustu mál. Minn bak-
LAUGARDAGUR 19. MARS 1994
39
Nýi borgarstjórinn í (aðmi (jölskyldunnar. Árni með Guðmund Egil og Védisi Hervöru, eiginkonan Bryndís með þann yngsta, Sigfús Jóhann, og loks fermingarbarnið, Aldís Kristin.
Þegar Árni hafði lokið landsprófi frá
Vogaskóla fór hann tb náms í
Menntaskólann við Hamrahlíð. „Þar
hitti ég aftur marga félaga mína frá
Eyjum,“ segir hann.
Þegar gpsið varð í Heimaey í janúar
1973 var Árni á fyrsta ári í MH. Hann
taldi að brýn þörf væri á hjálp hans
þar og lagði því land undir fót og
tók að sér að sinna björgunarstörf-
um. Rektor í MH skildi hins vegar
ekki köllunina og rak hann úr skó-
lanum fyrir lélega mætingu. Síðar
náðist samkomulag mibi þeirra um
að Árni fengi að haltja áfram námi
utanskóla þann veturinn. Með nám-
inu í MH stundaði hann kennslu í
Vogaskóla.
í stríöi
við kokkteildrengi
Póbtískur áhugi hans vaknaði í
gagnfræðaskóla. „Ég var þó orðinn
átján ára gamall þegar ég gekk í
Heimdall. Það eru sterkir sjálfstæðis-
menn og framsóknarmenn í ættinni
en ég var ekki tílbúinn fyrr að taka
sterka póbtíska ákvörðun. Þeir sem
þekkja mína sögu úr Heimdalb vita
að ég var allt öðruvísi ungur sjálf-
stæðismaður en þeir sem þar voru
fyrir. Þegar ég fór fram í formanns-
slag gagnrýndi ég mjög ríkjandi
skipulag. Ég kabaði Heimdelbngana
kokktebdrengi. Sumir hafa ekki enn
gleymt því. Þá fannst mér menn hafa
lítínn áhuga á öðru en ganga á milh
sendiráða og gleypa í sig kokkteil-
snittur. Þama var hart barist og ég
hafði betur. Ég tók að mér að koma
á breytingum í Sjálfstæðisflokknum.
Mér fannst fub þörf á að fá skóla-
nema inn í flokkinn. Þeir sem þarna
voru fyrir voru eldri og ekki í anda
þess umhverfis sem ég vildi sjá í
flokknum."
Ör ogsárhjáSUS
Árni og Bryndís kynntust þegar
hann var tvítugur en hún sautján.
Þegar hann lauk stúdentsprófi fór
hann í Kennaraháskólann og var
blaðamaður á Vísi meðfram því
námi. Árið 1982 var hann ráðinn
framkvæmdastjóri fulltrúaráös sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík og
gegndi því starfi tb ársins 1984. „Þá
fórum við Bryndís tb Bandaríkjanna
í nám og tókum dætur okkar tvær
með, sem þá voru 4ra og 2ja ára.
Bryndís var með mér í Kennarahá-
skólanum og ákvað að leggja fyrir
sig talmeinafræði en ég fór í opinbera
stjórnsýslu. Við lukum námi frá Uni-
versity of Tennessee í Knoxvibe 1986.
Ég kom heim til að taka þátt í próf-
kjöri flokksins og náöi þar í gegn.
Fór síðan aftur út og kláraði námið
um vorið. Þegar ég kom heim var ég
ráðinn deildarstjóri Fjárlaga- og hag-
sýslustofnunar ríkisins. Um svipaö
leyti var ég formaður félagsmálaráðs
borgarinnar og það tók mikinn tima
frá mér þannig að um tíma kaus ég
að gegna því eingöngu. Frá árinu ’89
hef ég gegnt starfi framkvæmda-
stjóra Stjórnunarfélagsins."
Árið 1987 gaf Árni kost á sér tíl
formanns SUS á mótí shjandi for-
manni. Baráttan var hörð en Ámi
náði aö sigra. „Það er abt orðið gott
núna en þetta hefur skibð eftir sig
ör og sár. Þegar menn eru að tala
um að ég sé óvæginn eru þeir að
vitna til þessara tíma. Ég hef aldrei
verið borinn um sab Valhallar á silf-
urbakka. Mín barátta hefur skbað
sér upp úr atkvæðakössunum og það
líkar mér best. Nema kannski núna
þegar mér er boðinn borgarstjóra-
stólbnn."
Jákvæður
fyrirmyndarfaðir
- Það er sagt að þú sért mjög já-
kvæður:
„Ég er mjög jákvæður og geri mér
far um að hugsa jákvætt. Ég vil ekki
gera mér þá vitleysu að hlaða í mig
neikvæöum upphfunum eða tilfinn-
ingum.“
- Þín ímynd byggist á því aö þú sért
fyrirmyndarfaðir. Af hverju?
„Ég lít ekki á mig sem fyrirmynd-
arföður. Ég vil einungis gera betur
og hef áhuga á að finna leiðir tb að
sameina annasamt starf og ánægju-
legt fjölskylduhf."
- Hvað gerir flölskyldan í frístund-
um?
„Við höfum gaman af því að vera
heima og sitjum oft og spjöbum sam-
an. Við höfum gaman af að fara í
heimsóknir tb vina og kunningja.
Við hjónin notum tímann tb að læra
saman. Við erum núna að byrja í
spænsku, höfum keypt okkur barna-
spólu og ætlum að læra með bömun-
um. Okkur finnst skemmtbegt að
ferðast hér innanlands og höfðum
pantað okkur sumarbústað aðra
helgi við Úlfljótsvatn en það getur
varla orðið úr því.“
- Þú ert algjör bindindismaður á vín
og tóbak. Er einhver ástæða fyrir
því?
„Upphaflega tók ég þessa ákvörðun
vegna þess aö í fjölskyldu minni voru
áfengissjúkhngar. Faðir minn er
alkóhóbsti en hefur tekið á því og
hefur staöið sig mjög vel. Ég er
rpjög stoltur af honum vegna þess.
í gegnum árin hef ég séð stöðugt
fleiri kosti þess að láta áfengi eiga
sig.“
Spilar og semur
- Þú leikur á hljóðfæri:
„Ég lærði á gítar sem ungbngur,
aðabega vegna þess að það vantaði
einhvern tb að spila í skólaferða-
lagi.”
- Þú hefur þá ekki smitast af frænda
þínum, Árna Johnsen:
„Nei, ég held að hann hafi ekki
kunnað á gítar þegar ég lærði á hann.
Foreldrar mínir eru músíkalskir og
syngja oft saman. Það var oft spilað
á gítar og sungiö heima hjá mér. Ég
og bróðir minn, Þorsteinn, sem er
tveimur ámm eldri, spbuðum saman
og stofnuðum kassagítarhljómsveit-
ir.“
- Þú hefur líka samið lög:
• „Ég samdi á sínum tíma þjóðhátíð-
arlag Vestmannaeyinga. Einnig
samdi ég lag eftír eldgosið til styrktar
uppbyggingunni í Eyjum. Síðan
samdi ég skattalagið tb að mótmæla
skattheimtu ríkisstjórnar Steingríms
Hermannssonar. Ég hef samið þó
nokkuð af lögum en einungis tb að
syngja fyrir Bryndísi á kvöldin."
- Takið þið frændur og nafnar lagið
saman í fiölskylduveislum?
„Hann hefur stöku sinnum dregið
mig upp tb að skapa meiri festu í
sönginn," segir Árni og hlær. „En ég
hef mjög gaman af hans framlagi."
Ámilli Davíðs
og Markúsar
- Nú hefur þú tekið við nýju emb-
ætti og ert kominn í kosningaslag.
Hvað sérðu fyrir þér á næstu vikum?
„Ég sé auövitað fyrir mér þau verk-
efni sem tilheyra borgarstjóra. Ég
legg áherslu á að' ná meiri fótfestu í
i ýmsum verkum sem ég hef unnið að.
I Ég vb gjarnan setja af stað ákveðna
fagvinnu tíl aö styrkja betur ýmsa
ákvarðanatöku sem hefur verið í
gangi og ég tel að þurfi að gera á
nútímalegri hátt en tíðkast hefur. í
því mun ég nýta mér þá þekkingu
sem ég hef frá Stjórnunarfélaginu."
- Telur þú þig geta breytt ein-
hverju hjá borginni á þessum stutta
tíma?
„Ég held ég getí komið mjög mörg-
um góðum hlutum af stað. Breyting-
ar taka tíma en ég er sannfærður um
að ég getí komið af staö atburðarás
sem verður til góös. Ég vonast auö-
vitað til að geta haldið þeim verkum
áfram eftir kosningar."
- Hvaö er efst á óskalistanum?
„Aö festa í sessi ákveðna þætti í
atvinnumálum. Ég vil sýna fram á
hvemig hægt er að skapa betur laun-
uð störf með einfóldum hætti. Fram-
tíöin felur í sér smáiðnaðarstörf,
verkefni sem byggjast ekki endilega
á stórum fyrirtækjum. Stjórnunarfé-
lagið hefur tekið þátt í tbraunum á
þessu sviði sem hafa heppnast mjög
vel.“
- Hvort munt þú tileinka þér starfs-
hætti Davíðs eða Markúsar sem
borgarstjóri?
„Davíð og Markús eru ólíkir ein-
stakbngar og unnu hvor með sínum
hættí. Afgreiösla mála var öðruvísi
hjá Davíð en hjá Markúsi. Ég uppbfði
Davíö ekki sem einræðisherra. Davíð
er sterkur persónulebtí og hefur því
fljótar áhrif. Ég hef á tilfinningunni að
ég sé einhvers staöar á milb þessara
manna í mínum stjómunaraðferðum.
Ég legg mbtíð upp úr þvi aö virkja fólk
og dreifa valdi," segir hinn nýi borgar-
stjóriíReykjavík. -ELA