Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Page 29
LAUGARDAGUR 19. MARS 1994 41 Nemendumir eru mín fjölskylda - rætt við Rögnu Lorentzen fálkaorðuhafa sem fæst meðal annars við að kenna íslensku í ellinni „Þegar Guörún Halldórsdóttir, skólastjóri Námsflokkanna, kom til mín og sagöi aö Kristján Eldjárn for- seta langaði aö finna mig várð ég alveg hissa því ég hafði ekki gert neitt af mér,“ segir Ragna Lorentzen, 84 ára gömul dönsk kona sem árið 1980 fékk fálkaorðuna fyrir störf að kennslumálum. Ragna er mjög ern og þó að fjórtán ár séu liðin frá því hún fór á eftirlaun þá fæst hún enn við kennslu. Meðal nemenda hennar núna er eiginkona sendiherra ír- lands á íslandi en hann situr í Kaup- mannahöfn. Ragna fékk snemma áhuga á landinu og lærði íslensku og norræn fræði við Hafnarháskóla snemma á öldinni. Lærði hjá Sigfúsi Blöndal og Jóni Helgasyni „Ég læröi íslensku hjá Sigfúsi Blöndal í Hafnarháskóla. Hann var kvæntur Björgu Þorláksdóttur en þau sömdu fyrstu íslensk-dönsku orðabókina. Eftir að því verki lauk skildu þau og Björg hélt til náms í París og varð fyrsta íslenska konan sem lauk doktorsprófi. Jón Helgason, skáld og prófessor, kenndi mér þarna líka norræn fornmál, íslendingasög- urnar og norræn fræði,“ segir Ragna. Hún segi að sér hafi líkað vel bæði við þá Jón og Sigfús. „Ég og Kristjan Vestergaard Nielsen, nú prófessor í Árósum, vorum einu nemendurnir í norrænum fræðum sem fengum sér- staka tíma í að skoða handritin. Sú kennsla fór fram í gamla Ámasafninu hjá Jóni Helgasyni og þeir tímar voru mjög áhugaverðir og skemmtilegir.“ Áíslandiíhálftár fyrir níu hundruð krónur Eftir nám við Hafnarháskóla lá leiðin til íslands þar sem Ragna sett- ist í Háskóla íslands árið 1933. „Ég lærði norræn fræði í hálft ár hjá Sig- urði Nordal og Alexander Jóhannes- syni en eftir það lá leiðin vestur í Lundarreykjadal þar sem ég dvaldi á bóndabænum Oddsstöðum í tvo mánuði. Ég var þarna sem nokkurs konar vinnukona en fékk sérstakt herbergi og var mjög fegin því. Það sem gerði það mögulegt fyrir mig að dvelja á íslandi var að ég fékk 600 króna styrk frá Hafnarháskóla til að læra norræn fræði á íslandi og eins gaf pabbi mér 300 krónur. Þama var ég á íslandi í hálft ár fyrir 900 krónur," segir Ragna. Hún talar mjög góöa íslensku og það er gaman að heyra hvað allar beygingar em réttar og orðaforðinn góður. Ragna hóf starfsferil sinn með því að kenna við menntaskóla í Kaup- mannahöfn og hún er stolt þegar hún segir frá því að á meðal nemenda henn- ar þaðan séu meðal annarra biskupinn yfir Kaupmannahöfn og leikhússtjór- inn í Konunglega danska leikhúsinu. Til dönskukennslu á íslandi á hverju sumri Eftir 20 ára kennsluferil við menntaskóla fór Ragna að kenna við Kennaraháskólann í Kaupmanna- höfn, Danmarks Lærerhojskole. Þangað sækja margir íslenskir kenn- arar sem eru í framhaldsnámi og það kom af sjálfu sér að Ragna var sett í það embætti að vera nokkurs konar aðstoðarmanneskja eða tengiliöur fyrir þá þar sem hún hafði haft tengsl við ísland og eins hafði hún með dönskukennslu að gera við skólann. Meðan Ragna kenndi við kennara- háskólann kom hún á hverju sumri til íslands og hélt námskeið í Reykja- Ragna Lorentzen stillti sér upp til myndatöku og féllst á að skreyta sig með orðunum í tilefni af því. íslenska fálkaorðan er ofar. Ragna er á níræðisaldri en fæst enn við kennslu. Frænkurnar Guðlaug Eiriksdóttir, t.v., og Guðrún Óttarsdóttir litu inn til Rögnu á dögunum en Óttar Einarsson, faðir Guðrúnar, var nemandi Rögnu og Eiríkur Jónsson, faðir Guðlaugar, kynntist Rögnu er hann var við fræði- störf í Kaupmannahöfn árið 1977. Ragna reyndist nemendum sínum og fjöl- skyldum þeirra afar vel og þar voru nemendur frá íslandi engin undantekn- ing. vík. „Ég var að kenna íslendingum dönsku því það er það sem ég kann best,“ segir hún. En hún fékkst við fleira því hún þýddi tvær af bókum Hjálmars R. Bárðarsonar, Fuglar ís- lands og ís og eldur, yfir á danska tungu. Ragna býr ein í íbúð á annarri hæð við Soborg Torv, um hálftíma akstur frá miðborg Kaupmannahafnar. Hý- býli hennar bera þess merki að þar býr fræðimanneskja meö íslands- áhuga. Margir veggir eru þaktir bókahillum og þar taka íslenskar bækur mikið pláss. Meðal annars má þar sjá verk Guðbergs Bergsson- ar, Þórbergs Þórðarsonar og að sjálf- sögðu Halldórs Laxness og er þá að- eins fátt eitt talið. Margar myndir prýða veggi heimilisins og þar eru Islandsmyndir og -málverk í önd- vegi. í tilefni af því að Ragna átti von á gestum frá íslandi klæðist hún ís- lenskum prjónakjól og á borðið hefur hún lagt dúk með ísaumuðum mynd- um af Gullfossi, Geysi, Heklu og fleiri merkisstöðum á landinu. Danski riddara- krossinn sendur í pósti Fyrir störf sín við dönskukennslu hiaut Ragna sem fyrr segir íslensku fálkaorðuna árið 1980. „Ég held að það hafi verið með síðustu embættis- verkum Kristjáns Eldjárns að veita mér fálkaorðuna, það var á fimmtu- degi, en Vigdís var kosin á laugar- degi,“ segir Ragna. Við aíhendingu orðunnar lét herra Kristján Eldjám svo ummælt að enginn hefði unniö jafn gott starf í þágu íslendinga af Dönum varðandi kennslumál sem Ragna. „Ég set orðuna upp við hátíö- leg tækifæri, til dæmis á áttræðisaf- mælinu mínu,“ segir Ragna, aðspurð um hvort hún skarti ekki stundum orðunni. Og hún segir að íslenska fálkaorðan sé það fallegasta sem hún á og ber það vott um þann hlýhug sem hún ber til landsins því margir sem ekkert þekkja til myndu líklega segja að danskur riddarakross sem Ragna fékk fljótlega á eftir íslensku orðunni væri mun fallegri. „Stuttu eftir að ég fékk íslensku oröuna fékk ég danska riddarakrossinn sendan í pósti - það var fyrir störf að kennslu- málum - en vissulega var sú orðu- veiting ekki eins persónuleg og á ís- landi,“ segir Ragna. Sendiherrafrúnni þykir málfræðin flókin Eftir að Ragna hætti kennslu árið 1980 hefur hún tekið lífinu með meiri ró. Hún kennir þó ennþá, tekur nem- endur í einkatíma, og hún segir að margir af gömlu nemendunum henn- ar sendi til sín fólk sem hún kennir dönsku. En hún kennir líka íslensku því á meðal nemenda hennar er sem ' fyrr segir sendiherrafrú írlands, frú Hanne O’Rourke, en hún er dönsk. „Þau hjónin eru boðin á lýðveldishá- tíðina í sumar og hana langar að kunna svolítið í íslensku þegar þar að kemur. Hún er mjög iðin við nám- ið en henni þykir málfræðin erfið," segir Ragna. Ragna gerir þónokkuð að því að fara út á meðal fólks, bæði í búðir og í matarboð. Hún kveðst lesa mikiö af bókum en hún fær líka til sín fiölda gesta, þar á meðal gamla nemendur sem halda margir mikilli tryggð við Rögnu. Þar eru íslendingar drjúgur hluti því sjá má á gestabók gömlu konunnar að þeir hafa verið ólatir að heimsækja Rögnu þegar þeir hafa verið á ferð í borginni. Það er eins og Ragna ségir sjálf: „Nemendurnir eru eins og börnin mín og hafa reynst mér ákaflega tryggir og góðir. Þeir eru mín fiölskylda." Texti og myndir: Jón Þórðarson Aarir Fram—koma \tíð Ný námskeið að hefjast John Casablancas Sími 677799 Pantið viðtalstíma MODELING S CAREER CENTER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.