Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Page 46
58 LAUGARDAGUR 19. MARS 1994 Afmæli Baldur Ómar Frederiksen - Bóbó Baldur Ómar Frederiksen, Bóbó, starfsmaður Útfararstofu Kirkju- garðanna, Fossvogi, til heimilis að Álagranda 12, Reykjavík, veröur fertugur á morgun. Starfsferill Bóbó fæddist í Reykjavík og ólst upp í vesturbænum í grennd viö KR-heimilið. Hann hóf ungur sendlastörf hjá heildverslun Péturs Péturssonar hf. og starfaði þar til 1978 við útkeyrslu og sölumennsku. Hann starfaði hjá sendiráði Banda- ríkjanna, Menningarstofnun, 1978-87, stundaði bílainnflutning 1986-88, var veitingastjóri við Rós- enberg-kjallarann 1987-88 og hefur starfað við útfararþjónustu Kirkju- garða Reykjavíkurprófastsdæma (nú Útfararstofu Kirkjugarðanna, Fossvogi) frá 1988. Jafnframt hefur Bóbó stundað ýmis önnur störf, s.s. hótel- og veit- ingahúsastörf, leigubifreiðaakstur og akstur við öræfaferðir, bygginga- vinnu, sjómennsku og starfað að ferðamálum. Bóbó hefur ætíð verið eindreginn KR-ingur og unnið mikið að félags- málum KR. Hann æfði og keppti með félaginu í knattspymu, sundi og á skíðum, sat í stjórn skíðadeild- ar KR um skeið, hefur setið í íjáröfl- unarnefnd og verið fararstjóri fyrir yngri flokka knattspyrnudeildar og situr í afmælis- og árshátíðarnefnd félagsins vegna níutíu og fimm ára afmælisþess 16.4. nk. Fjölskylda Bóbó kvænist 17.6.1989 Kolbrúnu Unu Einarsdóttur, f. 24.1.1949, starfsmanni Securitas. Hún er dóttir Einars Gunnars Einarssonar lög- fræðings, sem er látinn, og Guðríðar Guðmundsdóttur bankafulitrúa. Bóbó og Kolbrún slitu samvistum. Stjúpsonur Bóbós er Einar Björg- vin Davíðsson, f. 16.2.1981. Auk þess ól Bóbó upp til margra ára, Hafþór Rubber Júlíusson, f. 28.6.1961, málara. Systkini Bóbó: Ema Margrét Frederiksen, f. 11.6.1942, íþrótta- kennari í Reykjavík; Alfreð Aage Frederiksen, f. 7.9.1944, bifvélavirki í Reykjavík; Hanna Sjöfn Frederik- sen, f. 8.4.1947, bankastarfsmaður í Neskaupstað; Birgir Adolf Freder- iksen, f. 21.1.1950, offsetprentari í Reykjavík. Foreldrar Bóbós: Adolf Aage Frederiksen, f. 14.2.1917, d. 5.9.1978, verslunarmaður í Reykjavík, og kona hans, Svava Betty Rosenberg, f. 12.10.1922, húsmóðir. Ætt Adolf Aage var bróðir Bj örgvins Frederiksen, fyrrv. borgarráðs- manns og forseta Landssambands iðnaðarmanna. Adolf var sonur Aage Martins Christians Frederiks- en, vélstjóra í Reykjavík, sem var fæddur í Kaupmannahöfn en kom til íslands 1906. Hann var sonur Martins Christians Frederiksen maskinmester og konu hans, Idu Sophie Elling, dóttur Jens Peters Elhng. Móðir Idu var Jensine Rostgaard en bróðir hennar var Theodor Rastergaard sem setti upp vélar í timburverksmiðju Völundar. Móðir Adolfs var Margrét Hall- dórsdóttir, bónda á Botnastöðum í Svartárdal, Guðmundssonar og Þuríðar Halldórsdóttur en afabróðir hennar var Helgi Bjarnason í Skrapatungu, afi Guðrúnar Þórðar- dóttur, ættmóður Blöndals-ættar- innar. Móðir Margrétar var Sigur- björg Sölvadóttir, b. í Reinhólum, Jónssonar, bróður Gísla, fóður séra Odds V. Gíslasonar, prests á Stað í Grindavík, afa Ólafs Oddssonar al- þingismanns. Annar bróðir Sölva var Pétur, faðir Benedikts, afa Jóns Eyþórssonar veðurfræðings. Móðir Sigurbjargar var Guðrún Jónsdótt- ir. Svava Betty er dóttir Alfreðs Ros- enberg, hótelstjóra og eiganda Hótel íslands (gamla). Alfreð var sonur Baldur Ómar Frederiksen, Bóbó. Nils Christian Rosenberg, hafn- sögumanns á Jótlandi, óg Kjærstine Rosenberg. Móðir Svövu var Sigrún Gíslína Sigurðardóttir, b. í Kúgili í Eyjafirði, Sigurðssonar. Bóbó tekur á móti gestum í KR- heimilinu í kvöld kl 21.00 og vonast til að sjá þar sem flesta vandamenn, vini ogkunningja. Helga Ragnheiður Einarsdóttir Helga Ragnheiður Einarsdóttir, húsmóðir og verslunarmaður, Rauðholti 9, Selfossi, er fimmtug í dag. Starfsferill Helga Ragnheiður fæddist á Engi í Mosfellssveit en ólst upp í Garði í Hrunamannhreppi. Hún lauk prófl frá Skógaskóla 1961, stundaði nám við Gudbrandsdal Fylkesskole í Noregi 1962-63 og við Húsmæðra- skóla Reykjavíkur 1965. Jafnframt húsmóðurstörfunum hefur Helga Ragnheiður stundað verslunarstörf, lengst af í Fossnesti við Selfoss. Helga Ragnheiður er félagi í kvennaklúbbi Karlakórs Selfoss frá stofnun og hefur gegnt þar for- mennsku og gjaldkerastörfum. Fjölskylda Helga Ragnheiður giftist 28.11. 1965 Sigurdór Karlssyni, f. 23.12. 1942, húsasmíðameistara. Hann er sonur Karls Eiríkssonar og Guð- finnu Sigurdórsdóttur á Selfossi. Böm Helgu Ragnheiðar og Sigur- dórs em Einar Öm Sigurdórsson, f. 23.9.1965, stjómmálafræðingur, en unnusta hans er Brynhildur Dav- íðsdóttir líffræðingur og eru þau bæði við nám í Boston í Bandaríkj- unum; Guðbjörg Helga Sigurdórs- dóttir, f. 2.10.1968, verslunarmaður á Selfossi, í sambúð með Lárusi H. Helgasyni húsasmið og er dóttir hennar Helga Guðrún Þórarinsdótt- ir, f. 26.6.1989; Guðmundur Karl Sigurdórsson, f. 19.4.1976, nemi í FSU, í foreldrahúsum. Systkini Helgu Ragnheiðar eru Öm Einarsson, f. 28.3.1945, garð- yrkjub. í Silfurtúni í Hmnamanna- hreppi; Björn Hreiðar Einarsson, f. 7.2.1948, smiður að Rein í Hruna- mannahreppi; Hallgrímur Einars- son, f. 7.2.1948, vélamaður í Vogum á Vatnsleysuströnd. Uppeldisbróðir Helgu Ragnheiðar er Eiður Örn Hrafnsson, f. 24.5.1954, vélvirki í Vogum. Foreldrar Helgu Ragnheiðar: Ein- ar Öm Hallgrímsson, f. 26.2.1922, d. 2.6.1986, garðyrkjub. í Garði í Hrunamannahreppi, og Sigurbjörg Hreiðarsdóttir, f. 15.4.1925, húsmóð- ir, nú búsett að Vesturbrún á Flúð- um. Ætt Einar Örn var sonur Hallgríms, kaupmanns og veitingamanns í Reykjavík, Tómassonar, prests í Stærri-Árskógum og á Völlum í Svarfaðardal, Hallgrímssonar, b. á Litla-Hóli og Grund, Tómassonar, b. á Steinsstöðum, Ásmundssonar. Kona hans var Rannveig Hallgríms- dóttir, systir Jónasar Hallgrímsson- ar. Móðir Hallgríms kaupmanns var Helga Ragnheiður Einarsdóttir. Valgerður Jónsdóttir, prests í Stein- nesi, Jónssonar af Bólstaðarhlíðar- ætt. Móðir Valgerðar var Elín Ein- arsdóttir frá Skógum. Móðir Einars Amar var Guðrún Einarsdóttir, í Hnífsdal, Jenssonar og Sigríðar Magnúsdóttur. Bróðir Sigurbjargar er Sigurður Hreiöar, útgáfustjóri hjá DV. Sigur- björg er dóttir Hreiðars, b. á Huldu- hólum og víðar í Mosfellssveit, Gott- skálkssonar, b. á Vatnshól í Land- eyjum, Hreiöarssonar og Sigur- bjargar Sigurðardóttur frá Hvammi í Eyjaíirði. Móðir Sigurbjargar var Helga S. Björnsdóttir frá Grafar- holti í Mosfellssveit. Þau hjónin taka á móti vinum og ættingjum í karlakórsheimilinu, Gagnheiði3,íkvöld. Sigurður Úlfarsson Sigurður Úlfarsson, húsagagna- smíðameistari og fyrrverandi fram- haldsskólakennari, Teigagerði 16, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Sigurður er fæddur í Fljótsdal í Fljótshlíð og ólst þar upp til sautján ára aldurs en hefur síðan átt heima í Reykjavík. Hann lauk prófi í hús- gagnasmíði 1941 og prófi í Kennara- skólaíslands 1960. Sigurður vann að húsgagnasmíði 1936-58 og var þar af með sjálfstæð- an atvinnurekstur ásamt fleiri í fjórtán ár. Hann hefur síðan verið kennari, fyrst í Gagnfræðaskóla verknáms, síðan í Fjölbrautaskól- anum í Ármúla og loks í Kennara- háskólaíslands. Sigurður hefur verið í stjórnum ýmissa félaga, eins og Sveinafélags húsgagnasmiða og Félags gagn- fræðaskólakennara. Hann var formaður prófanefndar í húsgagna- smíði um tíu ára skeið. Fjölskylda Sigurður kvæntist 17.7.1943 Margréti Kristínu Björnsdóttur, f. 30.1.1924. Foreldrar Margrétar: Bjöm Rögnvaldsson byggingameist- ari og kona hans, Ingibjörg S. Stein- grímsdóttir ljósmyndari. Börn Sigurðar og Margrétar Krist- ínar: Bjöm Úlfar, f. 1.11.1944, hús- gagnasmíðameistari og kennari í Reykjavík, kvæntur Ósk Halldórs- dóttur, f. 6.6.1943, skólaritara, þau eiga þrjú böm; Sigríður Margrét, f. 20.12.1954, kennari í Reykjavík, gift Ágústi Benediktssyni, f. 10.5.1956, verslunarmanni, þau eiga þrjú böm. Systkini Sigurðar: Guðlaug Elín og Kristján, látinn. Sigurður átti fimmtán hálfsystkini, samfeðra, en þaueruölllátin. Foreldrar Sigurðar: Úlfar Jóns- son, f. 24.9.1864, d. 20.4.1932, b. í Fljótsdal, og kona hans, Kristrún Kristjánsdóttir, f. 8.12.1878, d. 13.3. 1971. Ætt Föðurbróðir Sigurðar var Krist- ján, afi Hafsteins Guðmundssonar prentsmiðjustjóra. Úlfar var sonur Jóns, b. í Fljótsdal, bróður Þuríðar, ömmu Ólafs Túbals Ustmálara og langömmu Jóhanns Más Maríus- sonar, aðstoöarforstjóra Lands- virkjunar. Jón var sonur Jóns, b. í Sigurður Úlfarsson. Kaldrananesi í Mýrdal, Jónssonar og konu hans, Vigdísar Þorleifsdótt- ur, lögréttumanns í Skaftafelli, Sig- urðssonar, sýslumanns á Smyrla- björgum í Suðursveit, Stefánssonar. Móðir Úlfars var Guðbjörg, systir Magnúsar, afa Ólafs Túbals. Annar bróðir Úlfars var Oddur, langafi Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra. Guðbjörg var dóttir Eyjólfs, b. í Fljótsdal, Oddssonar. Móðir Eyj- ólfs var Margrét Ólafsdóttir, b. á Fossi á Rangárvöllum, Bjarnasonar, b. á Víkingslæk, Halldórssonar, ætt- fóður Víkingslækjarættarinnar. Kristrún var dóttir Kristjáns, b. á ÁrgUsstöðum í Hvolhreppi, Jóns- sonar, b. í FagurhUð í Landbroti, Eyjólfssonar og konu hans, Guðnýj- ar Jónsdóttur, b. í Efri-Vík, Guð- brandssonar. Sveinbjöm Sveinsson, Teygingalæk, Skaftárhreppi. Jón Veturliðason, Hrmgbraut 39, Reykjavík. Þórður Vigfússon, Vesturbergi 60, Reykjavik. Anna J. Sveinsdóttir, Krammahólum 6, Reykjavík. Stefán O. Magnússon, Álfalandi 4, Reykjavík. Ásgerður Gísladóttir, Aflagranda 40, Reykjavik. Snorri Agnarsson, Meðalholti 4, Reykjavík. Leifur Anton Ólafsson, Njaröargötu 33, Reykjavík. Gylfi Haraldsson, Krosshömrum 25, Reykjavik. Hanneraðheiman. HaUdór Gunnarsson, IðufeUi 6, Reykjavík. Eirika Dagbjört Haraldsdóttir, Víðilundi 13, Garðabæ. Unnur Kristjánsdóttir, Stórateigi 16, MosfeUsbæ. Jón Örn Ámundason, Lálandi 7, Reykjavik. PáUH. Egilsson, Múla, Biskupstungnahreppi. Pétur Ágústsson, Seiðakvísl 3, Reykjavík. Herta Kristjánsdóttir, Álfheimum 46,Reykjavík. Ásdís Hannibalsdóttir, Strandgötu 62, Neskaupstað. 60 ára Hrefna Magnúsdóttir, BeykUúíð 4, Reykjavík. Steinunn Snjólfsdóttir, Faxabraut4, Keflavík. Matthildur V. Harðardóttir, Reykási 26, Reykjavik. Einur Guðmundsson, Garðabraut 45, Akranesi. Aðalheiður S. Jónsdóttir, Fannafold 41, Reykjavík. Rósa Eirika Helgadóttir, Pósthússíræti 13, Reykjavík. ; Olga Bjórg Jónsdóttir, Fiskakvísl 18,Reykjavík. Bridge Bridgekvöld byrjenda SíðastUðið þriðjudagskvöld, 15. mars, var að venju bridgekvöld byrj- enda. Spilaður var MitcheUtvímenningur og eftirtalin pör náöu hæsta skorinu í NS: 1. Kristín Guðbjömsdóttir-Magnús Einarsson 220 2. Hrund Einarsdóttir-Sverrir Þorvaldsson 219 3. Gylfi Ástbjartsson-Sigurður B. Reyinsson 211 - og hæsta skor í AV-áttirnar: 1. Alfheiður Gísladóttir-Pálmi Gunnarsson 231 2. Anna Guðlaug Nielsen-Guölaugur Nielsen 222 3. Helga Haraldsdóttir-Sigríður Lúðvíksdóttir 207 Á hverju þriðjudagskvöldi er æfingakvöld byijenda í húsi BSÍ að Sigtúni 9. SpUaður er eins kvölds tvímenningur og hefst hann kl. 19.30. Bridgefélag Hafnarfjarðar Síðasfliðið mánudagskvöld, 14. mars, var ætlunin að heíja hraðsveita- keppni félagsins en sökum ónógrar þátttöku var í þess stað spUaður eins kvölds tvímenningur. ÚrsUt kvöldsins urðu eftirfarandi: 1. Ólafur Gíslason-Sigurður Aðalsteinsson 213 2. Ólafur Ingimundarson-Sverrir Jónson 202 3. Sigurberg H. Elentínusson-Karl Bjamason 175 Næstkomandi mánudagskvöld hefst hraösveitakeppnin og að venju er spilað í íþróttahúsinu v/Strandgötu klukkan 19. :30. -í S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.