Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1994, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 21 Landskeppni kaupstaða í kara- oke fer fram í kvöld í Félagsheim- ilinu Víkurbæ í Bolungarvík. Keppnin fer síðan vestur á fsa- fjörð og ísfirðingar syngja í Sjall- anum á laugardagskvöld. Spilaborgin í Tumhúsinu Hljómsveitin Spilaborgin leikur á nýjasta skemmtistað borgar- innar, Turnhúsinu við Tryggva- götu, á laugardagskvöld. Hljóm- sveitinni hefur borist hösauki sem er slagverksleikarinn Krist- ín Þorsteinsdóttir en hún er þekkt undir nafninu Stínabongo. Tónlist hljómsveitarinnar ein- kennist af djassi, latin og blús. Bláeygt sak- leysi Bláeygu sakleysingjarnir verða í Gjánni á Selfossi á fóstudags- og laugardagskvöld. Á efnisskrá Sakleysingjanna er að finna lög eftir Pearl Jam, R.E.M., Police og Elvis. Einnig er að fmna efni eftir Sakleysingjana sjálfa sem stend- ur til að komi út á geislaplötu i náinni framtíð. Bogomil í Perlunni Hinn sivinsæli Bogomil Font er kominn heim frá Bandaríkjunum og ætlar að halda dansleik í Perl- unni á föstudag. Bylgjuball Bylgjan og Hótel ísland halda Bylgjuball á föstudagskvöld á Hótel íslandi. Þar verður stór- kostleg danssýning á Grease sem Heiena Jónsdóttir hefúr samið og kemur fram fjöldi dansara. A laugardagskvöidiö mætir Sumar- gleðin aftur til leiks. Menningar- hátíð Breiðabliks Breiðablik heldur sína árlegu menningarhátiö í kvöld kl. 20 í Félagsheimili Kópavogs. Megin- efni hátíðarinnar er listaverka- uppboö þar sem flölmargir góðir iistamenn koma við sögu. Skólahijómsveit Kópavogs leik- ur nokkur lög. Kynnir kvöldsins verður Eyjólfur A. Kristjánsson. Grindavík- urbær 20 ára Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum Grindavikurbær verður 20 ára á sunnudaginn. í tilefni af því efnir bæjarstjóm Grindavikur til mikillar hátíðar um helgina. Dagskráin hefst með unglinga- dansleik á föstudagskvöldið í fé- iagsheimilinu Festi. Á laugar- dagsmorgun verður ný sundlaug vígð og eftir hádegi verður dag- skrá í umsjón UMFG. Þar verða sýndir fimleikar, júdó, karfa og fótbolti. Fyrsta sundmótið verður haldiö kl. 15. Á sunnudag kemur Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, í heimsókn og verður viðstödd opnim sýningar á málverkum Gunniaugs Schevings. Ki. 17 á sunnudag hefst hátíðardagskrá í íþróttahúsinu, tileinkuð Sigvalda Kaidalóns tónskáidi. Það er oft múgur og margmenni i bænum á löngum laugardögum. Langur laugardagur: Vorstemning á Laugaveginum Kaupmenn við Laugaveg og Bankastræti standa fyrir Löngum laugardögum fyrsta laugardag hvers mánaðar. Nún nálgast vorið óðfluga og umferð verður umtalsvert meiri í miðbænum en á köldum vetrardög- um. Á morgun mun söngleikjahópur Söngsmiðjunnar koma og skemmta vegfarendum Laugavegar og Banka- strætis frá kl. 13.30 með atriðum úr söngleikjunum American Graffiti, Kabarett og Hippatímanum. Hagkaup í Kjörgarði mun bjóða gestum og gangandi upp á nýmalað Gevalia sælkerakaffi kl. 13-17. Kod- ak-bangsinn skemmtir flölskyldunni í Bankastræti. Bangsaleikurinn verður í gangi og munu stóri og litli bangsinn verða á svæðinu og leita að bangsanum með krökkunum. í Verðlaun verða fimm vinningar frá versluninni Vínberinu, Laugavegi 43. Auk þess bjóða verslanir og veit- ingastaðir upp á afslátt eða sértilboö í tilefni dagsins. Á löngum laugar- dögum eru verslanir opnar kl. 10-17. Þjöðleikhúsið Stóra sviðið: Gauragangur sunnudagkl. 20.00 Allirsynir mlnir laugardag kl. 20.00 Skilaboðaskjóðan sunnudagkl. 14.00 Smiðaverkstæðið Blóöbruliaup laugardag kl. 20.30 Borgarleikhúsið Stóra svið: Gleðigjafarnir föstudag kl. 20.00 Eva Luna laugardag kl. 20.00 sunnudag kl. 20.00 Leiklestur á griskum harmleikjum liigenla i Ális föstudag kl. 19.30 Agamemnon laugardag kl. 16.00 Elektra sunnudag kl. 16.00 Islenskaleikhúsið: Vörulyftan laugardag kl. 20.00 Leikfélag Akureyrar: Óperudraugurinn föstudagkl. 20.30 laugardag kl. 20.30 BarPar sunnudagki. 20.30 Fyrirlestur umtrjá- klippingar í tiiefni af útkomu bókarinnar Trjákhppingar kynnir Steinn Kára- son skrúðgarðyrkjumeistari bókina og heldur fræðsluerindi um klipp- ingu trjáa og runna í Norræna hús- inu á laugardag kl. 14. Sýndar verða skýringarmyndir og litskyggnur og greint verður frá helstu atriðum er varða klippingu viðargróðurs í görð- um og garðskálum. Sigríður Gröndal, Stefán Arngrimsson, Elín Ósk Óskarsdótlir og Sigurður Bragason. Tónleikar Sinfóníunnar Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í íþróttahúsi Grindavíkur á laugardag kl. 17. Tilefni heimsóknar hljómsveitarinnar til Grindavíkur að þessu sinni er að 20 ár eru liðin síðan Grindavík fékk kaupstaðarréttindi. Fjórir einsöngvarar koma fram með hljómsveitinni, þau Elín Ósk Óskarsdóttir, Sigríður Gröndal, Sig- urður Bragason og Stefán Arngríms- son. Bústaðakirkja: Lúðrasveit verkalýðsins Vortónleikar Lúðrasveitar verka- son leikur einleik á básúnu. Stjórn- lýðsins verða haldnir í Bústaða- andi er Malcolm Holloway. kirkju á laugardag kl. 17. Einar Jóns- Sunnan heiða: Meö vífið í lúkunum Leikflokkurinn sunnan Skarðs- heiðar frumsýndi um páskana gam- anleikinn Með vífið í lúkunum eftir Ray Cooney í þýðingu Árna Ibsen. Leikurinn flallar um leigubílsflór- ann Jón Varan sem af góðmennsku sinni lenti í að vera kvæntur tveimur konum. Með þrotlausu skipulagi og mikilli vinnu hefur þetta gengið upp. Hann blandast síðan inn í annarra manna mál og upphefst mikill lyga- vefur. Leikstjóri er Valgeir Skagflörð. Sýningar verða að Félagsheimilinu Hlöðum á Hvalflarðarströnd í kvöld og sunnudagskvöld kl. 21. Dröfn Friðfinnsdóttir myndlistarkona. Dröfn sýnir í listasafni ASÍ Fánar á Royalé Hljómsveitin Fánar leikur á Café Royalé í Hafnarfirði á laugardags- kvöld. Hljómsvéitin leikur létta blandaða tónlist og víst er að andi J.J. Cale og fleiri gítarsnillinga mun svífa yfir vötnunum. Einnig er ör- uggt að dansglaðir fætur munu fá sinn skerf af sprikli áður en nóttin er öll. Hljómsveitina Fána skipa miklir snilíingar, hver á sínu sviði; Magnús Einarsson, gítar og söngur, Þorsteinn Magnússon, gítar, Harald- ur Þorsteinsson, bassi og söngur og Ragnar Sigmjónsson, trommur. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Dröfn Friðfinnsdóttir, myndlistar- kona frá Akureyri, opnar á morgun sýrnngu á grafíkverkum í Listasafni ASÍ við Grensásveg. Þetta er sjötta einkasýning Drafnar. Á sýningunni eru 24 verk unnin í • tréristu, eintakaflöldi myndanna er frá einþrykki til tíu eintaka og eru öll verkin unnin á árinum 1992-1994. Dröfn hefur tekið þátt í samsýning- um og haldið einkasýningar hér á landi og erlendis. Sýning hennar í Listasafni ASÍ verður opin daglega kl. 14-19 til sunnudagsins 24. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.