Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1994, Blaðsíða 6
22 l vyy i'!!."-'-!"ij n 1 J cn.l' n FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 Háskólabíó: Leitin að Bobby Fischer Leitin að Bobby Fischer er sönn saga um þroskagöngu undrabarnsins Josh Waitzkin sem nú er orðinn 15 ára gamall og einn fremsti skákmaður Bandaríkj- anna. Skákmaðurinn Bruno Pandolfini upp- götvaði hann þegar Josh var sex ára gam- all og dundaði sér við að rústa menn í hraðskák í hinu fræga skákhorni Was- hington Square Park. Pandolfini sá snilld- argáfuna og einsetti sér að búa til nýjan Bobby Fischer. En ef maður á að verða jafngóður og Fischer verður maður þá að lifa eins og hann? í myndinni eru margar hörkuspennandi skákir sem Pandolfini og Waitzkin settu upp fyrir myndina. Til að finna pilt í hlut- verk Josh Waitzkin var haldin hæfileika- keppni um öll Bandaríkin og var hinn átta ára gamh Max Pomeranc valinn en hann er einn af 100 fremstu skákmönnum í sín- um aldursflokki í Bandaríkjunum. Mikið er vitnað til ferils Bobbys Fischer í myndinni og meðal annars sýnt frá ein- vígi hans við Boris Spassky hér á landi árið 1972. Aðalhlutverkin leika Joe Mantegna, Laurence Fishbume, Joan Allen, Max Pomeranc og Ben Kingsley. Handrit og leiksrjórn er í höndum Stevens ZaiUian. Scott Rudin og William Horberg eru fram- leiðendurmyndarinnar. -em Myndin fjallar um það hvernig það er að vera undrabarn. River Phoenix og Samantha Mathis i hlutverkum sinum sem sveitatónlistarfólk. Háskólabíó: Eins konar ást Háskólabíó frumsýnir í dag kvikmyndina Eins konar ást eða The Thing Called Love. í myndinni kynnumst við fjórum ungmennum sem eru að reyna aö fóta sig á þyrnum stráðri frægðarbraut sveitatónlistar í höfuðborg þeirrar tónlistarstefnu, Nashville. James Wright (River Phoenix) frá Texas, Mir- anda Presley (Samantha Mathis) frá New York City, Kyle Davidson (Dermot Mulroney) frá Connecticut og Linda Lue Linden (Sandra Bullock) frá Alabama eru öll lagasmiðir sem fara til höfuð- borgar sveitatónhstarirmar, Nashville, þar sem þau hyggjast freista gæfunnar og leita frægðar. Gatan að frægð og frama er oft þyrnum stráð eins og ungmennin komast að. Fjölda fólks dreym- ir um það sama og samkeppnin er því mikil og erfið. Unga fólkið, sem kemur til Nashvule meö vonina í farteskinu, þarf að læra ýmislegt um leið- ina til frægðar. Það skiptir engu hversu grýtt brautin er því að leiðin að hinni einu sönnu ást er jafnvel ennþá grýttari. Leikstjóri myndarinnar er Peter Bogdanovich og framleiðandi er John Davis. Handritið skrifaði Carol Heikkinen. Peter Bogdanovich hefur komið sveitatónhst að í myndum sínum allar götur frá því að hann leikstýrði The Last Picture Show árið 1971. Hann hefur leikstýrt myndum eins og Paper Moon, Saint Jack og They All Laughed. -em Háskólabíó: Iitli Búdda ítalski leikstjórinnn Bernardo Bertolucci ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur með síð- ustu mynd sinni, Litii Búdda. Tíbetski munkurinn Lama Norbu og aðstoðarmaður hans, Champa, lifa í útlegð í búddaklaustri í konungsríkinu Búthan í Himalajafjöllum. Þeir leggja af stað í langferð til Seattle í Bandaríkjunm. Ástæður ferðalagsins eru þær að vísbendingar hafa borist um að látinn læri- faðir þeirra og mikill meistari hafi endurholdgast í hkama Jesses, lítils drengs sem þar býr uppi á hæð ofan við borgina með foreldrum sínum. Munkunum tekst að fá foreldra Jesse til að leyfa sér að fara með Jesse til Himalaja svo hægt verði að ganga úr skugga um hvort hann sé hinn mikli lærimeistari endurholdgaður en hann keppir við tvö önnur börn um það sæmdarheiti. Faðirinn fer með, enda á hann í nokkru sálarstríði vegna ver- aldlegra skakkafaUa. Samhliða sögunni af Jesse og munkunum er sögð sagan af Siddartha prins sem gerðist fyrir tvö þúsund og fimm hundruö árum, hvernig hann uppgötvaði þjáninguna, sjúkdómana og dauðann í heiminum og gerðist meinlætamaður-og loks hinn mikh Búdda. Laugarásbíó: Tomb- stone Sýningar á stórmyndinni Tombstone standa nú yfir í Laugarásbíói. í aðalhlutverkum eru Kurt Russel, Val Kilmar, Sam Elliot, BUl Paxton, Micha- el Biehn og Charlton Heston. Leikstjóri myndar- innar er George Cosmatos. Tombstone fjallar um Wyatt Earþ, frægasta byssubrand vUlta vestursins. Wyatt Earp, bræður Stórmyndin Tombstone er sýhd í Laugarásbíói. hans tveir, Morgan og VirgU, ásamt Doc Holliday settust að í bænum Tombstone. Þeir reyndu að halda sér fyrir utan mál bæjarins en fljótlega lenti þeim saman við kúreka bæjarins, Clanton og McClaury bræðurna. Þær deilur leiddu tU bardag- ans við O.K. Corral. Að honum loknum höfðu þrír menn látið lífið. í stað þess að jafna deilurnar varð bardaginn aðeins upphafið aö blóðugustu smástyrjöld sem átt hefur sér stað í vUlta vestr- inu. Wyatt Earp var ekki upphafsmaður þessarar styrjaldar og vUdi aUt gera til að koma í veg fyrir hana. Þegar það mistókst þurfti hann að beita aUri sinni kænsku og hugrekki til að sigra í henni. Anthony Hopkins leikur breskan yfirþjón sem fórnar ástinni fyrir hollustuna. Stjörnubíó: Dreggjar dagsins í Stjörnubíói standa yfir sýningar á stórmynd- inni Dreggjar dagsins eöa Remains of the Day sem byggð er á samnefndri Booker-verðlaunaskáld- sögu Kazuo Ishiguro. Með aðalhlutverk fara ósk- arsverðlaunahafarnir Anthony Hopkins og Emma Thompson. Kvikmyndir BÍÓBORGIN Sími11384 Pelíkanaskjalið *** Vel heppnaður spennutryllir um víðtaekt sam- særi i Washington. Stjömuleikarar standa vel fyrirsínu. -HK Hús andanna ***'/ Bille August hefur tekist að gera áhrifamikla og vandaða kvikmynd, mynd sem hrærir við tilfinningumoglæturenganósnortinn. -HK BÍÓHÖLLIN Simi 78900 Beethoven 2 -kVi Það stendur upp úr annars slakri gamanmynd eru hinir skemmtilegu St. Bernhardshundar sem standa mennskum leikurum mun framar í túlkun. Einnig sýnd i Háskólabiói. -HK Aladdin *** Aladdin er einstaklega vel heppnuð teikni- mynd. Islensku leikararnir, sem tala inn á myndina með Ladda i broddi fylkingar, ná góðum tökum á persónunum. -HK SAGA-BÍÓ Simi 78900 Mrs. Doubtfire *** Robin Williams er frábær. Hann sýnir allar sínar bestu hliðar sem gamanleikari i tvöföldu hlutverki. Góð skemmtun fyrir alla fjölskyld- una. -HK HÁSKÓLABÍÓ Simi 22140 Blár *'/2 Fremur tilgerðarleg mynd um unga ekkju sem tekst á við lifið og sorgina eftir lát mannsins síns. -GB Litli Búdda *ir Bertolucci hefur gert betur en hér í mynd um leit búddamunka að leiðtoga sinum end- urholdguðum. -GB Listi Schindlers ¦&¦&¦& Spielberg tvinnar saman helförina og starf- semi þýsks striðsmangara í Póllandi með misjöfnum árangri en veitir óneitanlega eina bestu innsýn til þessa i kafla mannkynssög- unnarsemmáekkigleymast. -GE í nafni föðurins ***'/: Áhrifamikil og sterk kvikmynd frá írska leik- stjóranum Jim Sheridan. Daniel Day Lewis og Pete Postlethwaite eru mjög góðir i hlut- verkum feðga sem verða fórnarlömb haturs. -HK LAUGARÁSBÍÓ Simi 32075 Tombstone *'/i Slappur og sundurlaus vestri sem er óþörf viðbót í stóran hóp mynda um Wuatt Earp, Doc Hojliday og lætin I O.K. Corall. Góður leikhópur virðist ráðvilltur. Leiftursýn * 'A Þokkaleg spennumynd um blinda konu sem fær hálfa sjón og baráttu hennar við að sann- færa lögguna um að hún geti'borið kennsl á morðingja. -GB Dómsdagur ** Spennandi tryllir um unga menn sem villast af leið í borgarfrumskóginum. Kemur á óvart. -GB REGNBOGINN Simi 19000 Lævis leikur -b Lítt spennandi spennumynd um meint læknamistök og svik og pretti. -GB Germinal ú-tt'/i Niðurdrepandi stórmynd um eymd, volæði og verkföll kolanámufólks en góður efniviður skáldsögu Emile Zola og frábær leikhópur heldurhenniuppi. -GE Far vel, frilla mín ¦&*'/! Stórglæsileg mynd um róstusamt lif tveggja óperusöngvara sem nær samt aldrei flugi vegna fjarlægðar við persónurnar. -GE Arizona Dream ír'/í Evrópskur leikstjóri varpar Ijósi á tálsýn draumalandsins. Góðir punktar inn á milli en heildin ber þess merki að hann hafi látið of mikiðeftireiginduttlungum. -GE Kryddlegin hjörtu *** Heillandi frásagnarmáti i bragðmikilli og dramatískri mynd þar sem ýkjukennd sagna- hefð nýtur sín vel. Athyglisverð og vel leikin kvikmynd i háum gæðaflokki. -HK Píanó ***'/. Pianó er einstaklega vel heppnuð kvikmynd, falleg, heillandi og frumleg. Þrátt fyrir að rauði þráðurinn sé erótik með öllum sínum öfgum er myndin aldrei yfirþyrmandi dramatisk. -HK STJÖRNUBÍÓ Simi16500 Dreggjar dagsins **** Anthony Hopkins er maður dagsins i þessari úrvalsmynd um þjóninn Stevens sem missir af lífsins strætó en vill bæta fyrir mistök sín. -GB Fleiri pottormar +'/2 Hugmyndin var góð i fyrstu myndinni en er orðin útþynnt og að láta hunda hugsa eins og manneskjur er fullmikið af því góða. -HK Morðgáta á Manhattan *** Léttur og leikandi Woody Allen og félagar i þráhyggjuleit að meintum morðingja. -GB i kjölfar morðingja ** Bruce Willis i banastuði sem fljótalögga í Pittsburgh I spennandi eltingaleik við band- óðan fjöldamorðingja. Hasar í góðu meðal- lagi. -GB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.