Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1994, Blaðsíða 4
20 ^-msiiaSiiKf FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1994 Sýningar Gallerí11 Skólavörðustíg 4a, sími 11138 Margrét Sveinsdóttir opnar olíumál- verkasýningu á morgun, laugardag, kl. 16-18. Sýningin stendur til 25. apríl og er opin aðra daga kl. 14-18. Gallerí Sólon íslandus Bankastræti 7 Guðrún Kristjánsdóttir sýnir lágmyndir úr tré og málverk. Viðfangsefni verk- anna er íslenskur sjóndeildarhringur. Sýningin stendur til 12. apríl og er opin alla daga kl. 11-18. Gerðuberg Þar stendur yfir myndlistarsýning Úskar Vilhjálmsdóttur. Á sýningunni eru Ijós- myndaverk og einnig innísetning með þremur sjónvarpsskjám, hljóðverki og myndbandi. Sýningin stendir til 24. april og er opin mánudaga til fimmtu- daga kl. 10-22 og föstudaga til sunnu- daga kl. 13-16. Götugrillið Borgarkringlunni Fimmtudaginn 18. mars opnaði Sigurð- ur Vilhjálmsson sýningu sem stendur til 20. april. Hafnarborg Strandgötu 34 Þar stendur yfir yfirlitssýning Henriks Vagns Jensen. Á sýningunni eru hand- unnin grafíkverk, landslagsmyndir og portrett. Sýningin er opin daglega kl. 12-18 nema þriðjudaga. I Sverrissal stendur yfir sýning Asdísar Sigurþórs- dóttur á málverkum unnum með akrýl á pappír, tré og striga. Myndefnið eru krossar og er yfirskrift sýningarinnar „Hugleiðing á föstu". Sýningin stendur til 11. apríl og er opin kl. 12-18. Lokað þriðjudaga. "Hjáþeim" Skólavöröustíg 6b I dag opnar Soffía Sæmundsdóttir sýn- ingu á verkum sínum. Þar sýnir hún þrykk, unnin á vordögum 1993. Sýn- ingin stendur til 28. apríl og er opin mánudaga til föstudaga kl. 9-18 og laugardaga kl. 10-14. Þetta er ónnur einkasýning Soffíu en hún útskrifaðist frá grafíkdeild MHl 1991. Café Mílanó FaxafeniH Guðrún H. Jónsdóttir (Gígja) sýnir málverk. Sýningin er opin kl. 9-19 mánudaga, 9-23.30 þriðjudaga, mið- vikudaga og fimmtudaga, kl. 9-1 föstu- daga og laugardaga og 9-23.30 sunnudaga. Kjarvalsstaðir Þar stendur yfir sýning á verkum eftir Jóhannes Svein Kjarval. Á morgun, laugardag, verða svo opnaðar sýningar á verkum Huldu Hákon i vestursal og Ölafs Gíslasonar í miðsal. Hulda sýnir myndir af eldi og blómum bæði í þrívídd og í málverki. Sýning Ólafs ber heitið „Vernissage" eða á nútímamáli „sýningaropnun". Allar sýningarnar standa til 8. maí og eru opnar daglega frá kl. 10-18. Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu, simi 13797 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga. Inngangur frá Freyju- götu. j^, Listasafn íslands Þar stendur yfir sýning á túskteikning- um í eigu safnsins eftir Barböru Árna- son við Passíusálma Hallgríms Péturs- sonar. Sýningin stendur til 8/maí. Lista- safnið er opið alla daga nema mánu- daga kl. 12-18. Kaffistofa safnsins opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Þar stendur yfir sýning sem ber heitið Hugmynd - höggmynd úr vinnustofu Sigurjóns Ölafssonar. Úrval verka frá óllkum tlmabilum í list Sigurjóns hefur verið sett upp. Sérstök leiðsögn um safnið er á sunnudögum kl. 15 fyrir börn og foreldra. Sýningin mun standa' fram á vor og er sérstaklega hönnuð með skólafólk I huga. Safnið er opið á laugardögum og sunnudögum kl. 14-17 og kaffistofan líka. Tvær sýningar að Kjarvalsstöðum Skúlptúrar og lágmyndir Tvær sýningar veröa opnaðar að Kjarvalsstöðum á laugardag. Lista- mennirnir eru Hulda Hákon, sem sýnir í vestursal, og Ólafur Gíslason sem sýnir í miðsal. „Sýningin ber heitið „Vernissage" sem er dregið af frönsku sögninni að lakka. í nútimamáli þýöir þetta sýn- ingaropnun. í Frakklandi var vinum og kunningjum boðið að skoða verk- in áður en þeim var lokað. Það þýðir að lakkhúðin var ekki sett yfir fyrr en vinir og kunningjar höfðu sagt sitt álit á verkinu. Það er því ennþá hægt að breyta verkinu," segir Ólaf- ur Gíslason sem sýnir skúlptúra í miðsal. Hulda Hákon hélt sína fyrstu 'einkasýningu í Hafnarfiröi 1984 og hefur undanfarin 10 ár tekið virkan þátt í íslensku listalífi, haldið fjöl- margar einkasýningar á íslandi, Norðurlöndunum og í Þýskalandi og tekið þátt í samsýningum víða. Hulda hefur undanfarin ár mest unnið við gerð lágmynda þar sem hún vinnur saman mynd og texta. í lágmyndum sínum hefur hún sett manneskjuna í öndvegi og gert ýmsa þætti mannlegrar tilveru að við- fangsefni sínu. Á einkasýningu Huldu að Kjarvalsstööum sýnir hún myndir af eldi og blómum, bæði í þrívídd og í málverki. -em Nýlistasafnið: Veggspjöld Guerilla Girls Guerilla Girls er hópur myndlistar- kvenna í New York. Á laugardag verður opnuð sýning á veggspjöldum þeirra í Nýlistasafninu. Konurnar vinna undir nafnleynd og koma ætíð fram með grímu fyrir andlitinu. Vinnufót þeirra eru stuttir þröngir kjólar, háhælaðir skór og górillu- grímur. Inntak verka þeirra er gagnrýni á ráðandi gildismat innan myndlistar- kerfisins. Mörg veggspjöld þeirra eru með tölfræðilegum samanburði á stöðu karla, kvenna og litaðra í myndlistarheimi New York-borgar sem er ein aðalmiðja myndlistar í heiminum. Veggspjöldin eru undir- rituð; „Guerilla Girls, samviska myndlistarheimsins." Guerilla Girls gefa sig út fyrir að vera samviska myndlistarheimsins. Ólafur Gíslason og Hulda Hákon sýna að Kjarvalsstöðum. DV-mynd ÞÖK „ísland við alda- hvörf' á Akureyri Gyifi Krisfjánsson, DV, Akureyri: Ljósmyndasýningin „ísland við aldahvörf' verður opnuð í húsnæði gömlu Heklu á Akureyri á morgun kl. 14 og mun verða opin næstu vik- urnar. Þessi glæsilega sýning var opnuð formlega í Reykjavík í febrúar sl. vegna 90 ára afmælis heimastjórnar á íslandi. Sýningin er lánuð til Akur- eyrar að beiðni Lýðveldishátiðar- nefndar Akureyrar. Sýningin verður orðin virka daga kl. 10-18 og um helg- ar kl. 14-18. Olíumálverk í Gallerí 11 Á laugardag veröur opnuð sýning á verkum Margrétar Sveinsdóttur í Gallerí 1 1 að Skólavörðustíg 4. Margrét sýnir olíumálverk og er þetta fyrsta einkasýning hennar í Reykjavík. Áður hefur hún haldið einkasýningar í Gautaborg og Stokk- hólmi og tekið þátt í samsýningum á ísafirði, í GautaborgogStokkhólmi. Vopnafjörður: Olíumálverk Edda María Guðbjörnsdóttir opnar sýningu á rúmlega 30 oliumálverk- um að Hótel Tanga á Vopnafirðí í dag kl. 18. Sýningin verður opin á laugar- dag og sunnudag frá kl. 14-22. Edda hefur meðal annars sýnt í Hafnar- borg. Hún nam verslunarfræði í Liibeck í Þýskalandi og sótti jafn- framt námskeið í myndhst á þeim árum. Verkefni um frið og umhverfisvernd Núna standa yfir sýningar í Hafn- arborg. í aðalsal sýnir Henrik Vagn Jensen, í Sverrissal sýnir Ásdís Sig- urþórsdóttir og í kafhstofu stendur yfir sýningin Verum vinir. Það er verkefhi um frið og umhverfisvernd sem unnin eru af nemendum í Grunnskólum Hafnarfjarðar við texta eftir Ólaf B. Ólafsson í tilefni af 50 ára afmæli íslenska lýðveldis- ins. Sýningar Listasaf n Háskóla Islands í Odda, sími 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Listhúsið Laugardal Sjofn Har sýnir olíumálverk og tússlita- myndir i sýningarsal sínum. Verkin eru flest frá árinu 1993. Sýningin er opin á verslunartima Listhússins. Ljósmyndasýning Blaðamannafélags Islands og Blaðaljósmyndarafélags Is- lands, Blaðaljósmyndir 1993, er í List- húsinu til 13. apríl. Mokka kaff i Skólavörðustíg Þar stendur yfir sýning á verkum Stein- gríms Eyfjörð Kristmundssonar. Sýn- ingin ber yfirskriftina „Pílagrímsferð Stefaníu Georgsdóttur í gegnum bibl- íuna". Sýningin er sölusýning og renn- ur allur ágóði til ABC-hjálparstarfs. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Safnið opið samkvæmt samkomulagi. Uppl. í síma 611016. Norræna húsið Þar standa yfir tvær sýningar. Annars vegar er sýning á teikningum eftir lista- manninn Olav Christopher Jensen og er þetta farandsýning sem kemur hing- að til lands í samvinnu við Norrænu listamiðstóðina á Sveaborg við Hels- ingfors. I anddyri stendur yfir sýning á myndum sem danska listakonan Bodil Kaalund gerði við biblíuna sem kom út í nýrri þýðingu á vegum Hins danska biblíufélags 1992. Portið Strandgötu 50, Hafnarf. Á morgun, laugardag, verður opnuð samsýning fimm kvenna frá Galleri Kletti og stendur hún til 24. apríl. Sýn- ingin verður opin alla d3ga frá kl. 14-18 nema á þriðjudógum. Póst- og símaminjasaf nið Austurgötu 11, Hafnarf., sími 54321. Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Saf n Ásgríms Jónssonar Bergstaðastræti 74, sími 13644 Sýning á vatnslitamyndum Ásgríms Jónssonar. í vetur verður safnið opið á laugardögum og sunnudögum kl. 13.30-16. Sjóminjasaf n íslands Vesturgötu 8, Hafnarfirði, s. 654242 Sjóminjasafnið er opið alla daga kl. 13-17. SPRON Álfabakka14 Listaverk eftir Þórdisi Árnadóttur til sýn- is í útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis við Álfabakka. Sýningin stendur til 22. april og er opin virka daga kl. 9-16. Stöðlakot Bókhlöðustíg 6 Nú stendur yfir Ijósmyndasýning Ingu Sólveigar. Verkin á sýningin, sem ber titilinn „In memoriam", eru öll unnin á síðasta ári. Sýningin, sem stendur til 17. apríl, verður opin daglega kl. 14-18. Þjóðminjasafn íslands Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-17. Slunkaríki ísafirði Þar stendur yfir einkasýning Ölafs Más Guðmundssonar og stendur hún til 17. april. Olafur sýnir þar myndverk, unnin með akrýllitum á striga og pappír. Listasaf nið á Akureyri Þar standa yfir tvær sýningar. I miðsal verða sýndar vatnslita- og olíumyndir Guðmundar frá Miðdal. I austursal verða sýndar Ijósmyndir Vigfúsar Sigur- geirssonar sem hann hefur tekið á Norðurlandi við ýmis taekifæri. Minjasaf nið á Akureyri AðalstrætJ 58, simi 24162 Dnirt Hanlfina kl 11-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.