Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1994
23
Iþróttir
sigraöi landa sinn, Michael
Chang, 6-4 og 6-2, í úrslitaleik á
opna japanska meistaramótínu i
gær og vann þar með mótiö ann-
að árið í röð.
Krajiceksigraði
Richard Krajicek frá Hollandi
sigraði Carlos Costa frá Spáni í
úrslitaieik á opna spænska meist-
aramótinu í gær, 6-4,7-6,6-2.
Arantxa Sanchez Vicario frá
Spáni sigraði Gabrielu Sabatiní
frá Argentínu, 6-1 og 6-4, í úr-
slitaleik á Araelia Island tennis-
móti kvenna sem lauk á Flórída
í gærkvöldi.
Forráðamenn ítölsku meistar-
anna i knattspymu, AC Milan,
sögðu í gær að Hollendingurinn
Marco Van Basten væri á mjög
góðum batavegi eftir langvarandi
meiðsli og myndö spila með liðinu
næsta vetur.
Dýrarsekúndur
Það munaði aðeins 4 sekúndum
að Addis Abebe frá Eþíópiu ynni
sér inn 35 milljónir króna í gær.
Hann sigraði í 10 km götuhlaupi
í Indónesiu og hefði unnið sér
þessa upphæð inn með því að
koma 4 sekúndum fyrr í mark og
slá þar með heimsmetið!
Nigería varð i gær Afrikumeist-
ari landsliða í knattspymu með
þvi að sigra Zambiu, 2-1, i úrslita-
leik í Túnis. Filabeinsströndin
vann Mali, 3-1, i leik um 3. sætið.
Árangur Zambíu vekur þó
mesta athygli því nánast allt liðið
fórst í flugslysi í fyrra, á leið í
leik í undankeppninni. Nýtt lið,
undir stjóm Englendingsins Ian
Porterfield, fékk ekki á sig mark
í lokakeppninni, tyrr en í úrslita-
leiknum.
Óiga hjá Frankfurt
Klaus Toppmöller, þjálfari
Frankfúrt í Þýskalandi, og fyrir-
liðinn, Uli Stein,voru í gær rekn-
ir frá félaginu. Ástæðan er sú að
Stein hefur gagnrýnt aðra leik-
menn mjög á opinberum vett-
vangi. Sfiómin tók af skarið og
rak Toppmöller fyrir að hafa ekki
komiö augaá vandamálið ogfyrir
að lýsa yfir stuðningi við Stein.
Norskaríúrsfit?
Bækkelaget á alla möguleika á
aö veröa fyrsta norska hand-
knattleiksliðið til aö leika til úr-
slita í Evrópukeppni eftír stórsig-
ur á Constanta frá Rúmeníu,
30-16, í fyrri leiknum i undanúr-
slitum borgakeppni kvenna í
Noregi í gær.
Ogdanskarfika?
í EHF-bikarkeppni kvenna
stendur danska liðið Viborg mjög
vel að vígi eftir útísigur á Dijon
í Frakklandi, 12-19, í fyrri leik
liðanna í gær.
AUt bendir til þess að knatt-
spymumarkvörðurinn Brace
Grobbelaar sé á förum frá Liver-
pool þar sem hann komst ekki að
samkomulagi viö félagið um nýj-
an samning.
Benficatapaði
Sporting náði Benfica að stigum
á toppi portugölsku knattspym-
unnar í gær með 3-1 sigri á Boa-
vista. Benfica tapaði, 1-0, fyrir
Salgueiros á laugardag. -ÞS/VS
Jose Maria Olazabal slær glæsilega úr sandgryfju á efri myndinni og
á þeirri neðri er hann kominn í græna jakkann, sigurtákn US Masters.
Símamyndir Reuter
Bandaríska meistaramótið í gclfi:
Olazabal hélt
uppi heiðri
Evrópubúa
- sjötti sigur þeirra á sjö árum
Spánverjinn Jose Maria Olazabal
hélt uppi heiðri Evrópubúa í gær-
kvöldi meö því að sigra á banda-
ríska meistaramótinu í golfi, US
Masters, sem þá lauk á Augusta
National golfvellinum í Georgíu.
Þar með hafa Evrópubúar sigrað á
mótinu sex sinnum síðustu sjö ár-
in.
Heimamennirnir Tom Lehman
og Larry Mize börðust við Olazabal
um sigurinn á lokahringnum í gær
en Spánverjinn komst fram úr
þeim á 15. holu og lét forystuna
ekki af hendi. Hann lék á 279 högg-
um, níu undir pari, og sló tveimur
höggum færra en Lehman sem kom
nokkuð á óvart á mótinu og varð
annar.
„Ég reyndi að halda ró minni eft-
ir 15. holuna og þegar Lehman fór
að mistakast púttin hvert á fætur
öðra fór ég að hugsa að nú væri
röðin kannski komin að mér. Þetta
var mitt áttunda meistaramót
héma, og það erfiðasta af þeim öll-
um. Ég hef unnið 18 mót víðs vegar
um heim, en sigurinn hér er ein-
hver sá mikilvægasti,“ sagði hinn
28 ára gamli Olazabal að mótinu
loknu.
Eftirtaldir kylfingar höfnuðu í
efri hlutanum á mótinu:
Jose Maria Olazabal, Spáni...279
Tom Lehman, Bandaríkjunum ....281
Larry Mize, Bandarikjunum....282
Tom Kite, Bandaríkjunum......283
Loren Roberts, Bandaríkj....285
Jim McGovem, Bandaríkj.......285
Jay Haas, Bandaríkjunum......285
Corey Pavin, Bandaríkjunum..286
Emie Els, Suður-Afríku.......286
Raymond Floyd, Bandaríkj....287
Ian Baker-Finch, Ástralíu....287
John Huston, Bandaríkjunum..287
Tom Watson, Bandaríkjunum...288
Dan Forsman, Bandaríkjunum....289
Mark O’Meara, Bandaríkj.....291
Chip Beck, Bandaríkjunum....291
Brad Faxon, Bandaríkjunum...291
Severiano Ballesteros, Spáni.292
Hale Irwin, Bandaríkjunum....292
Bill Glasson, Bandaríkjunum..292
Ben Crenshaw, Bandaríkj.......292
Lanny Wadkins, Bandarikj....292
David Edwards, Bandaríkj....292
Greg Norman, Ástralíu.......292
Neðar vora kappar á borð við
Bemhard Langer, Nick Faldo, Nick
Price og Ian Woosnam, svo ein-
hveijir séu nefhdir.
-VS
Möguleikar Lakers minni
- eftir tvo ósigra um helgina. Charlotte eygir von um sæti í úrslitakeppninni
Möguleikar Magic Johnsons á að
stýra Los Angeles Lakers í úrslita-
keppni NBA-deildarinnar minnkuðu
verulega um helgina þegar lið hans
beið tvo ósigra. Fyrgt gegn Denver,
keppinaut sínum um 8. sæti vestur-
deUdarinnar, og síðan gegn Portland.
í austurdeildinni eygir Charlotte
skyndilega von um úrslitasæti eflir
tvo sigra rnn helgina og á enn mögu-
leika á að skáka New Jersey, Indiana
eða Miami og ná 8. sætinu.
Orlando tryggði sér sæti í úrslita-
keppninni í fyrsta skipti í 5 ára sögu
sinni í NBA með öraggum sigri á
Detroit aðfaranótt laugardagsins.
Shaquille O’Neal lék á ný með Or-
lando eftir veikindi og skoraði 40 stig
en Anfemee Hardaway gerði 26.
Denver náði fjögurra leikja forskoti
á Lakers með góðum útisigri í leik
liðanna. Það dugði ekki Lakers að
Vlade Divac skoraði 33 stig sem er
persónulegt met hans í NBA.
Úrslitin aðfaranótt laugardags:
Boston - Minnesota........112-108
Charlotte-NewJersey........99-78
Orlando - Detroit.........117-103
Philadelphia - New York...100-97
Washington - Cleveland....108-98
Indiana - Chicago......... 94-100
Seattle - Dallas..........111-93
LA Lakers - Denver.........99-112
Sacramento - Phoenix......104-101
Chicago skoraöi 12 stig á síðustu
mínútunni og tryggði sér þar með
sigurinn á Indiana. Scottie Pippen
skoraði 21 stig fyrir meistarana.
Alonzo Mouming skoraði 19 stig
fyrir Charlotte en Derrick Coleman
gerði 19 stig fyrir New Jersey.
Mitch Richmond skoraði 33 stig
fyrir Sacramento í fyrsta sigri liðsins
á Phoenix í 13 leikjum. Charles Bark-
ley skoraði 30 stig fyrir Phoenix.
Gary Payton skoraði 22 stig fyrir
Seattle en Jamal Mashbum 27 fyrir
Dallas. Clarence Weatherspoon skor-
aði 26 stig í óvæntum sigri Philadelp-
hia á New York. Charles Oakley
skoraði 18 fyrir New York.
Bakverðir Houston skutu
San Antonio í kaf
Bakverðirnir hjá Houston, Vemon
Maxwell og Kenny Smith, skutu San
Antonio í kaf í nágrannaslagnum.
Maxwell skoraði 27 stig og Smith 22
en David Robinson gerði 30 stig fyrir
San Antonio.
Úrslitin í fyrrinótt:
Houston - San Antonio......100-89
Atlanta - Washington.......117-103
Miami - Orlando............105-125
Philadelphia - Charlotte...122-127
Minnesota - Golden State...105-117
Chicago - Milwaukee........125-99
Utah - LA Clippers.........128-104
Portland - LA Lakers.......112-104
Chicago komst í 15-0 gegn Milw-
aukee og eftirleikurinn var auðveld-
ur. Scott Williams skoraði 21 stig fyr-
ir meistarana.
Larry Johnson skoraði 20 stig fyrir
Charlotte, sem sigraði Philadelphia
eftir framlengingu, en Clarence We-
atherspoon og Jeff Malone geröu 24
stig hvor fyrir heimaliðiö.
Chris Mullen skoraði 29 stig fyrir
Golden State en Doug West og Christ-
ian Laettner 24 hvor fyrir Minnesota.
Nick Anderson skoraði 25 stig fyrir
Orlando og Anfemee Hardaway og
Dennis Scott 24 hvor í nágranna-
slagnum gegn Miami.
Stacey Augmon skoraði 26 stig fyr-
ir Atlanta en Mitchell Butler 21 fyrir
Washington. Karl Malone skoraði 25
stig fyrir Utah en Ron Harper og
Terry Dehere 17 hvor fyrir Clippers.
Cliff Robinson og Clyde Drexler skor-
uðu 25 stig hvor fyrir Portland en
TonySmithl8fyrirLakers. -VS
Knicks tapaði
- gegn NJ Nets og útlitið er ekki bjart hjá liðinu í úrslitakeppnin]
tók 12 fráköst fyrir Nets og Patrii
NJ Nets vann New York Knicks í
fjórða skipti í fimm leikjum liðanna
í vetm- í nótt í NBA-deildinni og virð-
ist hafa heljartak á Knicks-liðinu ef
marka má úrslitin í vetur. Útlitið er
ekki bjart hjá Knicks þar sem allar
líkur em á því að liðin mætist í upp-
hafi úrslitakeppninnar.
Úrslitin í nótt:
NJ Nets - NY Knicks..........107-88
Detroit - Boston............111-116
Denver - Houston..............92-93
Seattle - Phoenix...........111-108
Derrick Coleman skoraði 17 stig og
Ewing skoraði 28 stig fyrir Knicks.
Dino Radja skoraði 25 stig og hirti
10 fráköst fyrir Boston en Lindsey
Hunter skoraði 22 stig fyrir Detroit.
Hakeem Olajuwon skoraði 31 stig
fyrir Houston er liðið marði sigur
gegn Denver.
Kendall Gill skoraði 29 stig fyrir
Seattle Supersonics er liðið vann
góðan heimasigur í nótt gegn Charles
Barkley og félögum í Phoenix. Bar-
kley skoraði 23 stig fyrir Phoenix.
-SK
Staðan í NBA-deildinni
Austurdeild: Vesturdeild:
NewYork 52 22 70,3% Seattle ...57 18 76,0%
Atlanta 52 23 69,3% Houston ...54 20 73,0%
Chicago 51 24 68,0% SanAntonio ...52 23 69,3%
Orlando... 45 29 60,8% Phoenix..... ...49 26 65,3%
Cleveland 42 33 56,0% Utah....... ...47 28 62,7%
Miami 40 35 53,3% Portiand.... ...45 30 60,0%
Indiana..... 39 35 52,7% GoldenState ...43 31 58,1%
NewJersey.... 40 35 53,3% Denver ...37 37 50,0%
Charlotte 35 39 47,3% LALakers ....33 41 44,6%
Boston 28 46 37,8% LACIippers ....26 48 35,1%
Philadelphia.. 23 52 30,7% Sacramento.......... ....25 49 33,8%
Washington... 22 53 29,3% Minnesota .20 54 27,0%
Detroit 20 54 27,0% Dallas .... 9 65 12.2%
Milwaukee 19 55 25,7%
Átta efstu lið úr hvorri deild komast í úrslitakeppnina. Þ aulið sen iþegar
eru komin í úrslit em feitletruð. Hvert liö leikur alis 82 leiki.