Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1994 27 íþróttir Heiða Erlingsdóttir lék best af útileikmönnum Víkings gegn Stjörnunni á laugardaginn og hér er hún að skora eitt af fimm mörkum sínum án þess að Helga Sigmundsdóttir komi nokkrum vörnum við. DV-mynd GS Úrslltakeppni kvenna í handknattleik: Sagan endurtekur sig - Víkingur kominn yfir eftir 16-17 sigur 1 fr amlengdum leik í Garöabæ íslandsmeistarar Víkings hafa náð 2-1 forystu í viðureigninni við Stjörnuna í úrslitum 1. deildar kvenna í handknattleik. Víkingur lagði Stjörnuna, 16-17, i framlengd- um leik í Garðabæ á laugardag en staðan eftir venjulegan leiktíma var 15-15. Svo virðist sem sagan sé að endur- taka sig. Stjaman hefur unnið fyrsta leikinn undanfarin tvö ár en síðan hefur Víkingur unnið tvo leiki í röð og lagt grunninn að titlinum. Það sama hefur gerst í ár og nú getur Víkingur tryggt sér titilinn á heima- velli í Víkinni í kvöld. Stjaman hafði frumkvæðið allan leikinn en Víkingur komst ekki yfir fyrr en í framlengingunni. í fyrri hálfleik náði Stjaman þriggja marka forskoti, 5-2, en Víkingur minnkaði muninn í eitt mark fyrir hlé og stað- an var 8-7. í síðari hálfeik byrjaði Stjarnan einnig betur og náði fjögurra marka forskoti, 12-8. Héldu þá margir að björninn væri unninn en Víkings- stúlkur vom á ööru máli. Stjarnan var yfir, 15-13, þegar tæpar 7 mínút- ur vom til leiksloka. Inga Lára Þóris- dóttir minnkaði muninn í eitt mark og stuttu síðar varð Una Steinsdóttir Stjörnustúlka að fara meidd af leik- velli. Við það fór allt í baklás í sókn Stjörnunnar, liðið missti boltann hvað eftir annað og Heiða Erlings- dóttir jafnaði leikinn, 15-15, þegar fjórar og hálf mínúta var eftir. Á þeim tíma tókst hvomgu liðinu að skora og því var framlengt. Una kom nú aftur inn á en sókn Stjörnunnar var samt hálflömuð. Inga Lára kom Víkingi yfir í fyrsta sinn í leiknum úr vítakasti en Ragn- heiður Stephensen jafnaði fyrir Sfjömuna. í síðari hálfleik framleng- ingarinnar var það síðan Inga Lára sem gerði eina markið úr vítakasti og tryggði Víkingi sigur, 16-17. Víkingsliðið á hrós skilið fyrir góða baráttu og seiglu. Vörn liðsins var mjög góð og hélt Guðnýju Gunn- steinsdóttur í heljargreipum allan leikinn. í sókninni var það skynsem- in sem réð ferðinni. Hjördís Guð- mundsdóttir átti stórleik í markinu en af útileikmönnunum átti Heiða Erlingsdóttir bestan leik og Inga Lára var mikilvæg undir lokin. Varnarleikur Stjörnunnar var ágætur en sóknarleikurinn var höf- uðverkurinn. Hraðaupphlaupin gerðu þó gæfumuninn lengi vel en eftir að Víkingur girti fyrir þau var erfiðara um vik. Síðustu mínúturnar var algjört ráöleysi í sókninni og lið- iö gerði aðeins eitt mark síðustu 17 mínútur leiksins og framlengingar- innar. Nina Getskot var langbesti maður Uðsins. Erla Rafnsdóttir var nú í leik- mannahópi Stjömunnar en kom ekkert inn á. Fastlega má búast við því að Erla komi við sögu í kvöld. Hlutverk hennar verður væntanlega aö laga sóknarleik liðsins sem ekki hefur verið sannfærandi í síðustu tveimur leikjum. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephensen 6/4, Una Steinsdóttir 3, Hrund Grétarsdóttir 2, Guðný Gunn- steinsdóttir 2, Margrét Vilhjálms- dóttir 1, Herdís Sigurbergsdóttir 1. Varin skot: Nina Getsko 20/2. Mörk Víkings: Inga Lára Þórisdótt- ir 6/4, Heiða Erlingsdóttir 5/1, Halla María Helgadóttir 3, Svava Sigurðar- dóttir 2, Hulda Bjarnadóttir 1. Varin skot: Hjördís Guðmundsdóttir 17. Slök dómgæsla hefur einkennt úr- slitakeppnina í ár og á því varð engin undantekning á laugardaginn er þeir Óli Ólsen og Gunnar Kjartansson dæmdu. -BL Framfékkbronsið Fram tryggöí sér 3. sætið í 1. deild kvenna með því að bera sig- urorð af KR í tveimur leikjum, 20-17. Síðari leikurinn var tiltölu- ega jafn, staöan í hálfleik var 8-8 en Fram hafði betur á endasprett- inum og sigraði. Mörk Fram: Díana 5, Guðríður 4, Hafdis 3, Selka 2, Kristin 2, Margrét 2, Ósk l, Hafdis 1. Mörk KR: Sigríður 9, Nellý 3, Brynja 3, Anna 2. Stefán Kristjánsson er oröinn löglegur FH liöinu í handknatt- leik og getur leikiö með félaginu þegar það mætir Víkingi i úrslita- keppni 1. deildarinnar sem hefst á morgun. Stefán hefur æft FH- ingum undanfama mánuði eða allt frá því hann kom heim frá Þýskalandi þar sem han lék með Pfúllingen og um helgina tókst loks að ganga frá þeím pappímm sem gera Stefán löglegan. Alzlratapaði Alzira lið þeirra Geirs Sveins- sonar og Júlíusar Jónassonar tapaði fyrir Teka, 28-22, í undan- úrslitum spænsku 1. deiídarinnar í handknattleik á laugardaginn. Þetta var fyrri undanúrslitaleik- ur liðanna og sá síöari fer fram á heimavelli Alzira á miövikudags- kvöldi. Geir skoraöi 3 mörk í leiknum en Júlíus komst ekki á blað en hann lék einungis varn- arleikinn. í hinni undanúrslita- viðureigninni tapaði Barcelona á heimavelli fyrir Bidasona, 18-19. ÍSíúrsiítin ÍS tryggði sér i gær sæti í úrslit- unum um íslandsmeistaratitil kvenna í blaki með þvi að sigra Þrótt frá Neskaupstað öðm sinni í undanúrslitunum, 3-0, í Austur- bergi í gær. Sigur Stúdína var mjög öruggur því þær unnu hrin- umar 15-8,15-7 og 15-0. ÍS vann fyrri leik liðanna sem háður var í Neskaupstað á fóstudagskvöld- ið, 3-2, og mætir Víkingi í úrslita- leikjum um titilinn. Arnar mætir Davis Eyþór Eðvarðsson, DV, Hollandi: Arnar Gunnlaugsson er kom- inn í úrslit í vinsælum sjónvarps- þætti sem hollenska sjónvarpið hefur verið með í gangi i vetur. í þessum þætti mætast tveir leik- menn úr hollensku 1. deildinni í einvígi þar sem þeir spila á tvö lítil mörk í 5 mínútur og sá sem skorar fleiri mörk fer með sigur af hólmi. Nú er svo komið að tveir standa eftir Arnar og Edgar Dav- is hjá Ajax sem er einn efnileg- asti knattspyrnumaður Hollend- inga og verður væntanlega í leik- mannahópi Hollands í HM. -GH/VS/BL HKog ÍHíl deild HK úr Kópavogi og ÍH, litla liðið úr Hafnarfirði, tryggðu sér á laugar- daginn sæti í 1. deild karla í hand- knattleik á naesta keppnistímabili og taka þar sæti ÍBV og Þórs. Þetta verð- ur í fyrsta sinn í 10 ára sögu ÍH sem það leikur á meðal þeirra bestu og Hafnarfjörður mun því eiga þrjú lið í 1. deildinni næsta vetur. HK er ekki ókunnugt á þeim slóðum en liðið féll úr 1. deild á síðasta keppnistímabili. HK undir stjórn Þorgbergs Aðal- steinssonar landsliðsþjálfara tryggði sér sigur í deildinni með 31-21 sigri á nágrönnum sínum úr UBK eftir að staðan í leikhléi var 14-11 HK í vil. Óskar Elvar Óskarsson var að vanda markahæstur í HK-liðinu með 11 mörk, Jón Bersi Erlingsen var með 6 mörk og Gunnar Már Gíslason 5. Bragi Jónsson og Jón Þórðarson voru með 4 mörk hver fyrir Blika. ÍH lagði Gróttu á Seltjarnamesi, 23-24, í hreinum úrslitaleik. ÍH hafði frumkvæðið allan leikinn og í hálf- leik var staðan 9-12 ÍH í vil. Undir lokin sóttu Gróttumenn í sig veðrið og náöu að minnka muninn í eitt mark en nær komst liðið ekki. Sig- urður Örn Árnason skoraði 7 mörk fyrir ÍH, Jón Þórðarson 6, Guðjón Steingrímsson 4 og Ólafur Magnús- son 3. Þjálfari Hafnarfiarðarliðsins er Guðmundur Karlsson, íslands- meistari í sleggjukasti og fyrrum aðstoðarþjálfari FH. Hjá Gróttu var Ólafur Sveinsson markahæstur með 7 mörk og Þór Sigurgeirsson 4. Þá vann Fjölnir sigur á Fram, 27-23. Lokastaðan í úrshtakeppninni: HK...........10 6 2 2 249-209 18 ÍH...........10 8 1 1 243-213 18 Grótta........10 6 1 3 232-215 15 UBK...........10 5 0 5 225-233 10 Fjölnir.......10 2 0 8 214-242 4 Fram..........10 1 0 9 210-261 2 -GH Óskar Elvar Oskarsson, fyrirliði HK, með bikarinn og fagnar hér ógurlega ásamt félögum sinum,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.