Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1994, Blaðsíða 4
24
MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1994
íþróttir__________________
Sagteftirleikinn:
Brotnuðum niður
síðustu mínúturnar
Ægir Már Kárasan, DV, Suöumesjnm;
„Við spiluðum mjög illa og þá sér-
staklega vamarlega séð í fyrri hálf-
leik. Þeir voru að skora bæði inni í
teig og svo hittu þeir vel í þriggja stiga
skotunum. Við vorum mjög seinir í
gang eins og í fyrsta leiknum og það
nýttu þeir sér. Við töluðum um það i
hálfleik að spila betri vöm og leggja
aðeins meira á okkur og að ná frá-
köstunum. Þetta gekk mjög vel í síð-
ari hálfleik, bæði í sókn og vöm, og
þá fengum við hraöaupphlaupin og
ódým stigin. Viö ætlum okkur sigur
í Grindavík á þriðjudaginn og mun-
um reyna að halda þessari vörn sem
við náðum upp í síðari hálfleik," sagði
Teitur Örlygsson yið DV en hann átti
stórleik í Uði Njarðvíkinga.
Verðum að keyra á
fullu allan tímann
Við brotnuðum niður síðustu 8 mín-
úturnar og þaö fór allt úrskeiðis hjá
okkur. Við spiluðum vel í fyrri hálf-
leik en við verðum að halda áfram
að spila eins vel í síðari hálfleik, það
þýðir ekkert að fara að slappa af
þótt við séum með forystu í hálfleik.
Við verðum að keyra á fullu allan
leikinn því þeir em með mjög gott
Uð. Það sem við ætlum að gera í
næsta leik er að spila vel í 40 mínút-
ur,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Wa-
yne Casey í liði Grindvíkinga.
A eftir að skoða
hvað fór úrskeiðis
„Það er ekki nóg að spila vel annan
hálfleikinn og þá sérstaklega á útivelU
á móti Njarðvik. Ég á eftir að skoða
hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleik.
Skotin duttu ekki niður eins og þau
gerðu í þeim fyrri og þeir náðu að
stöðva þriggja stiga skotin. ísak og fé-
lagar fóru í gang í síðari hálfleik og þá
var erUtt að eiga við þá,“ sagði Guð-
mundur Bragason, þjálfari og leikmað-
ur Grindvíkinga, eftir leikinn.
Njarövlk (44) 96
Grindavik (52) 82
4-3,4-8,15-14,15-21,19-21,19-25,
21-29, 30-41, 37-43, 38-50, 44-50,
(44-52), 49-58, 55-81, 62-62, 64-66,
70-66, 72-70, 79-70, 79-74, 90-79,
96-79,96-82.
Vítanýting: Njarövík 30/17,
Grindavík 21/16.
3ja stiga körfur: Njarðvík 5,
Grindavík 8.
Villur: Njarðvík 17, Grindavík
25.
Áhorfendur: um 800.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og
Jón Otti Ólafsson. Höfðu góð tök á
leiknum sem var sá síðasti sem
Jón dæmir og er eftirsjá að þessum
brosmilda dómara.
Maður leiksins: Teitur Örlygs-
son, Njarðvík.
Rondey Robin-
son hefur átt frá-
bæra leiki með
Njarðvíkingum í
fyrstu tveimur úr-
slitaleikjunum.
Rondey Robinson:
Erum vonandi komnir
með sjálf straustið
Ægir Mar Kárason, DV, Suðumesjum:
„Þeir hittu mjög vel í fyrri hálf-
leik en viö náðum að hanga í þeim
í þetta skiptið og misstum þá ekki
of langt frá okkur eins og síðast. í
síðari hálfleik náðum við upp góðri
vörn, liðsheiidin var öflug og viö
náðum að halda þeim algjörlega í
skefjum. Ég held að orsökin fyrir
því að við vorum svona rólegir í
fyrri hálfleik hafi verið sú að við
vorum að passa okkur á að safna
ekki villu"i eins og í fyrsta leiknum
og fórum því full varlega í sakim-
ar,“ sagði. Rondey Robinson,
Bandaríkjamaðurinn snjalli í liði
Njarðvíkinga, við DV eftir leikinn
í Njarðvík.
„Við komum sterkir til næsta
leiks og vonandi erum við komnir
með sjálfstraustið sem við þurfum.
Við verðum að vinna leikinn í
Grindavík og viljum ekki fara í 5
leiki á móti þeim. Það er kominn
tími á okkur að vinna þá á þeirra
eigin heimavefli en það er mjög
erfitt aö leika í Grindavík. Það er
alveg öruggt mál að við látum þá
ekki vera með 23 stiga forskot í
hálfleik,“ sagði Rondey sem leikið
hefur stórt hlutverk í Njarðvíkurl-
iðinu í fyrstu tveimur úrslitaleikj-
unum.
Teitur Örlygsson átti frábæran leik með Njarðvíkingum i sókn sem vörn og hér sýnir hann glæsiieg varnartilþrif undir körf-
unni gegn Wayne Casey. Jóhannes Kristbjörnsson Njarðvikingur stendur álengdar og fylgist með. DV-mynd G£
Staðan jöfn í baráttunni um Islandsmeistaratitllinn:
Teitw í stuði
- stórleikur hans lagði grunninn að sigri Njarðvíkinga
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
Njarðvíkingar sigruðu Grindvíkinga í
öðrum leik hðanna um íslandsmeistara-
titilinn í úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik, 96-82, í Njarðvík á laugardaginn og
jöfnuöu þar með metin en Grindvíkingar
unnu fyrsta leikinn í einvíginu.
Grindvíkingar byrjuðu leikinn mjög
vel og voru fljótir aö þagga niður í stuðn-
ingsmönnum Njarðvíkinga. Njarðvík-
ingar höfðu góðar gætur á Hirti Harðar-
syni og Wayne Casey og þá tók Marel
Guðlaugsson til sinna ráða og raðaði
niður hverri þriggja stiga körfunni á
fætur annarri. Grindvíkingar náðu mest
13 stiga forskoti í fyrri hálfleik en í leik-
hléi var munurinn 8 stig, 44-52. Varnar-
leikur Njarðvíkinga var mjög slakur í
fyrri hálfleik og leikmenn liðsins náöu
aldrei að sýna sitt rétta andlit.
Þegar líða tók á síðari hálfleikinn náðu
Njarðvíkingar að minnka muninn jafnt
og þétt, þeir lokuðu vörn sinni og Grind-
víkingar fengu ekki frið til að ná góðum
skotum. Njarðvíkingar pressuðu stíft og
náðu að stela boltanum oft af Grindvík-
ingum og um hálfleikinn miðjan var
staðan orðin jöfn. Síðustu 8 mínúturnar
voru algjörlega eign heimamanna.
Grindvíkingar virtust algjörlega búnir
og Njarövíkingar fognuðu gríðarlega
þegar leikurinn var úti.
Þegar Njarðvíkurhðið er að sýna sitt
rétta andht þá er erfitt að stöðva það. í
fyrri hálfleik í báöum leikjunum hafa
leikmenn Uðsins verið að skjóta úr léleg-
um færum og einstaklingsframtakið hef-
ur ráðið ríkjum en allt annað hefur ver-
ið upp á teningnum í síðari hálfleikjun-
um. Teitur Örlygsson átti frábæran leik.
Hann hélt Uði sínu á floti í fyrri hálfleik
og í síðari hálfleik dreif hann félaga sína
með sér. Rondey Robinson var mjög
sterkur og ísak kom mjög öflugur upp í
lokin og hann fékk það hlutverk að halda
aftur að Hirti Harðarsyni og leysti það
feiknalega vel. Jóhannes Kristbjömsson
komst ágætlega frá sínu sem og Friðrik
Ragnarsson.
Leikur Grindvíkinga var mjög kafla-
skiptur. í fyrri hátfleik gekk flest upp,
vörnin var sterk og hittni leikmanna góð
en í síðari hálfleik fór flest úrskeiðis.
Nökkvi Már Jónsson lék best Grindvík-
inga. Marel Guðlaugsson átti frábæran
leik í fyrri hálfleik og Guömundur
Bragason var þá ágætur líka. Hjörtur
Harðarson var í mjög strangri gæslu og
gekk illa í sókninni og munar um minna.
Þriðji úrslitaleikur Uðanna fer fram í
Grindavík annað kvöld og hefst leikur-
inn klukkan 20.30.
MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1994
25
Iþróttir
Urslitakeppni 1. deildar kvenna í körfu:
Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum:
„Við lékum mjög skynsamlega í
þessum leik og höfðum leikinn 1
höndum okkar allan síðarí hálf-
leikinn. Þær fengu aldrei tíraa til
að skjóta auðveldum skotum og við
náðum að stöðva þær. Fjórði leik-
urinn veröur án efa mjög flörugur
og sennilega munu úrslitin ekki
ráðast fyrr en á lokasekúndun-
um,“ sagði Sigurður Ingimundar-
son, þjálfari ÍBK, eftir sigur liðsins
á KR, 71-61, í Keflavík í gærkvöldi.
Þetta var Þriöji leikur stúlknanna
og staðan er 2-1 fyrir ÍBK.
Leikurinn var mjög sveiflu-
kenndur og mörg mistök voru á
báða bóga og mikill taugatitringur
hjá leikmönnum. Leikurinn byrj-
aði mjög fjörlega og var jafn en á
síðustu mínútum fyrri hálfleiks
náði ÍBK góðum kafla og hafði 12
stiga forskot í hálfleik, 37-25.
KR-ingar náðu að minnka mun-
inn í 6 stig um miðjan síðari hálf-
leik en náðu ekki að fylgja því eftir
enda Keflvíkingar mun ákveðnari.
„Við vinnum ekki Keflavík á þvi
aö tapa boltanum 30 sinnum í leik.
Það er hægt á móti lélegum liðum
en ekki gegn svona sterku liði. Við
gerum breytingar í sóknar- og
varnarleik okkar fyrir næsta leik.
Viö höfum ekki tapað á heimavelii
í vetur og ætlum ekki að gera það
í næsta leik,“ sagði Stefán Amar-
son, þjálfari KR-inga, eftir leikirm.
Anna María Sveinsdóttir var
besti maöur Keflvíkinga. Hún var
gríðarlega sterk í vörn sem sókn.
Olga Færseth átti einnig mjög góð-
an leik og þá sérstaklega í fyrri
hálfleik.
KR-ingar náðu sér aldrei al-
mennilega á strik í sóknarleiknum.
Helga, Þorvaldsdóttir, sem hefur átt
frábært tímabil með KR, átti ágæt-
an síðari hálfleik í sóknarleiknum
en hún var mjög grimm í varnar-
leiknum. Þá átti María Guðmunds-
dóttir góðan síðari hálfleik.
Stig IBK: Olga Færseth 21, Anna
María Sveinsdóttir 18, Björg Haf-
steinsdóttir 14, Hanna Kjartansdótt-
ir 10, Guðlaug Sveinsdóttir 4, Elin-
borg Herbertsdóttir 4.
Stíg KR: Helga Þorvaldsdóttir 18,
Guðbjörg Norðfjörö 14, María Guö-
mundsdóttir 14, Eva Havlikova 8,
Kristin Jónsdóttir 4, Kolbrún Páls-
dóttir 3.
Spenna á föstudagskvöld
Það þurfti að framlengja leik KR
og ÍBK tvisvar sinnum til þess að
fá fram úrslit í öörum úrslitaleik
liöanna í Hagaskóla á fóstudags-
kvöld. KR-ingar voru sterkari á
endasprettinum og sigruðu, 80-77.
Leikurinn fór flörlega af stað og
leiddu Keflavíkurstúlkur lengst af
venjulegs leiktíma en KR-stelpurn-
ar áttu góðan endasprett og náðu
að breyta stöðunni úr 63-54 í 63-63
og náðu þannig í framlengingu.
Þær komu síðan mjög ákveðnar til
leiks í framlenginguna en þá náði
Olga Færseth aö jafha tveimur sek-
úndum fyrir leikslok með tveimur
vitaköstum. KR lék síðan mun bet-
ur í seinni framlengingunni og
sigraði, 80-77.
„Þær voru stressaðri heldur en
við í framlengingunni og það réð
úrslitum. Þetta var rosaieg barátta
en við spiluðum skynsamlega vörn.
Við áttum í erfiðleikum með svæð-
isvörnina hjá þeim en þetta hafð-
ist. Það er gaman að vinna eftir
tvær framlengingar, við höfum lent
í framlengingum og gengiö illa svo
að þetta var errn meíra gaman,“
sagði Helga Þorvaldsdóttir sem átti
frábæran leik i liði KR.
„Við lékumilla síöustu fimm min-
útur venjulegs leiktíma á meðan
þær spiiuðu vel,“ sagði Sigurður
Ingimundarson, þjálfariKeflavíkur.
Stig KR: Helga Þorvaldsdóttir 26,
Eva Havlíkova 18, Kristín Jónsdóttir
17, Guðbjörg Norðflörð 12, Sara
Smart 4, Hrund Lárusdóttir 2 og
María Guðmundsdóttir 1.
Stig ÍBK: Olga Faerseth 22, Hanna
Kjartansdóttir 16, Anna María
Sveinsdóttir 16, Björg Hafsteindóttir
15, Guðlaug Sveinsdóttir 6 og Elín-
borg Herbertsdóttir 2. ih
Torf i endurráðinn
Torfi Magnússon var um helgina
endurráðinn landsliðsþjálfari karla í
körfuknattleik. Staða landsliðsþjálf-
ara var lögð niður tímabundið vegna
verkefnaskorts í fyrra og hætti Torfi
þá í kjölfarið. Undanfarnar vikur
hefur KKÍ verið í samningaviðræð-
um við Torfa og um helgina tókst
loks að ganga frá samningum.
Næstu verkefni íslenska landsliðs-
ins er þátttaka á Norðurlandamóti
sem fram fer í Svíþjóð 10.-14. maí en
þar leikur ísland í riðli með Litháum,
Finnum og unglingalandsliði Svía.
Þá fer Promotion-cup fram á írlandi
í byrjun júni. Þátttaka á þessum
mótum markar undirbúning fyrir
Evrópukeppnina 1995. Á FIBA þing-
inu í vor verður borin upp tillaga að
fjölga Uðum sem komast í undanúr-
slitakeppni Evrópukeppninnar. Þaö
þýðir að möguleikar Islands á að
komast í þá keppni aukast og sem
meira er landshðið leiki þá mikil-
væga landsleiki heima og að heiman.
GH
NJARÐVÍK
Nafn Stig Fráköst Stoðs.
Rondey Robinson 26 15 2
Valurlngimundarson 7 7 3
Friðrik Ragnarsson 11 1 3
Teitur Örlygsson 35 5 6
Jóhannes Kristbjörnsson 8 4 0
Ástþór Ingason 0 1 0
ÍsakTómasson 9 6 6
Samtals 96 39 20
GRINDAVÍK
Nafn Stig Fráköst Stoðs.
Wayne Casey 17 4 5
Guðmundur Bragason 14 8 1
Marel Guðlaugsson 14 2 0
PéturGuðmundsson 9 4 0
Nökkvi Már Jónsson 21 6 3
Hjörtur Harðarson 4 8 3
Unndór Sigurðsson 3 0 1
Samtals 82 32 13
. n SÁLFRÆÐILEGUR
SPENNUROMAN
ettir metsöluhöfundinn RAFAEL YGLESIAS
hbífandi skáldsaga
s
fjctíon
íWarner. j
: an ]
Ratael ^f^veiabour
i aim°sl s. ’ aftermath-
Á harrovong a on m
FEAH'
$18.95-) ln
airplane c
survlvors
reader s
har'- -
r survive:
OTTALAUS
hefur hlotið mjög góðar
viðtökur og verið þýdd á
mörg tungumál. íslenska
er níunda tungumálið sem
færir lesendum sínum
þessa heillandi skáldsögu
innan árs frá því aó bókin
kom út í Bandaríkjunum.
Rafael Yglesias er einn
fjölhæfasti rithöfundur okk-
ar tíma. Hann hefur ein-
stakt lag á að haida les-
andanum föngnum og gefa
persónum sínum það líf
sem þær þurfa til að búa
áfram í huga lesandans
þegar bókin er lesin til
enda.
Samnefnd kvikmynd veró-
ur synd í Sambíóunum
Meó aðalhlutverk fara Jeff
Bridges Rosie Perez og
Isabella Rossellíni.
OTTALAUS var efst á blaði hjá banda-
ríska stórblaðinu New York Times
þegar athyglisverðar skáldsögur árs-
ins 1993 voru rifjaðar upp (NYT Book
Review, 5 des. 1993). Það er ekki að-
eins að sögupersónurnar lifi af flug-
slysiö, heldur lifa þær áfram í hugum
lesendanna segir í umsögn blaðsins.
A NÆSTA SOLUSTAÐ