Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1994, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1994
Fréttir
Komu auga á mann sem tók upp seðlaveski með peningum á veitingahúsi:
Tvö dæmd í fangelsi
fyrir að ræna mann
- traðkað á höfði mannsins og hann barinn með spýtu í höfuðið
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt þrítugan karlmann og tvítuga
konu í 12 og 8 mánaða fangelsi fyrir
rán með því að hafa ráðist á manninn
með ofbeldi og tekið af honum seðla-
veski með a.m.k. 30 þúsund krónum
og armbandsúr. Atburðurinn átti sér
stað á bílastæöi norðan við Grettis-
götu 87 aðfaranótt 10. óktóber síðast-
Uðins.
Maðurinn kærði atburðinn til lög-
reglu síðar sama dag en þá var hann
skrámaður á hálsi, bringu og kinn-
um, með glóðarauga og kúlu á
hnakkanum. Hann lýsti því að hönd-
um hans heíði verið haldið fyrir aft-
an bak og hann barinn í höfuðiö meö
spýtu. Maðurinn hafði verið ölvaður
á veitingahúsinu Keisaranum um
nóttina og taldi hann fyrst að tveir
menn hefðu rænt sig.
Við yfirheyrslur kvaðst konan hafa
ákveðið að reyna að komast yfir pen-
inga mannsins þegar hún sá hann
taka upp seðlaveski sitt á Keisaran-
um. Hjá lögreglu viðurkenndi konan
að hafa elt manninn ásamt félaga
sínum út af veitingastaönum, þau
stöövað fór hans og stohð rúmlega
30 þúsund krónum af honum og
greiðslukorti.
Félagi konunnar sagöi við yfir-
heyrslur að hún hefði traðkað á höfði
mannsins og viðurkenndi hann jafn-
framt að hafa hrint kærandanum.
Maðurinn viöurkenndi jafnframt að
hafa tekiö armbandsúr af honum.
Þegar kærandi kom fyrir dóm sagði
hann að þaö hefði rifjast upp fyrir
sér að það hefðu verið karl og kona
sem réðust á hann og rændu.
Héraðsdómur taldi sannað að sak-
bomingamir hefðu tekið veskið af
manninum með ofbeldi. Maðurinn
hefur 19 sinnum hlotið dóma fyrir
brot gegn hegningarlögum og um-
ferðarlögum. Hann hlaut síðast 6
mánaða dóm í desember. Konan hef-
ur áður hlotið dóm fyrir skjalafals
en hefur 7 sinnum sæst á sektar-
greiðslur fyrir brot á almennum
hegningarlögum. Fólkið var jafn-
frpmt dæmt til að greiöa manninum
sem það rændi 30 þúsund krónur í
skaðabætur.
-Ótt
Danskeppnin í Blackpool:
Sátuheima
með fótbrot og
puttabrot
Svo óheppilega vildi til að Asta
Lára Jónsdóttir, fjórfaldur íslands-
meistari í dansi, fótbrotnaöi í kapp-
leik í íslandsmóti kvenna í fótbolta í
lok janúar og var með spelkur á
vinstra fæti meðan alþjóðlega dan-
skeppnin í Blackpool var fyrir
nokkrum vikum. Svo óvenjulega
vildi til að dansfélagi Ástu Láru,
Andri Stefánsson, puttabrotnaði
fjórum vikum fyrir danskeppnina
þannig að þau voru bæði fjarri góðu
gamni meðan landar þeirra dönsuðu
í Englandi.
„Ég er alveg rosalega spæld yfir að
hafa brotnað í vetur því þetta er búið
að skemma svo mikið fyrir mér. Ég
get ekkert dansað og svo er ég búin
að missa af Blackpool. Ég er farin
að reyna smávegis að dansa en þaö
er ekki öruggt hvenær ég get byijað
að dansa aftur,“ sagði Ásta Lára þeg-
ar DV hafði samband við hana í gær.
Ásta Lára og Andri kepptu í flokki
sex til ellefu ára í Blackpool í fyrra
og vonuðust til að gera góða hluti í
ár. Þau verða tólf ára í vor og var
þetta því síðasta ánð sem þau keppa
í yngri flokknum. Ásta Lára og Andri
eru fjórfaldir íslandsmeistarar og
hafa oft komist í úrslit í danskeppni.
Ásta Lára er enn í endurhæfingu
þannig að óljóst er hvort þau ná að
keppa í íslandsmeistarakeppninni í
dansi í maí.
-GHS
ijiríiu
Ellefu ára danspar, Ásta Lára Jónsdóttir og Andri Stefánsson. Hún fótbrotn-
aði og hann puttabrotnaði skömmu fyrir alþjóðlegu danskeppnina i Black-
pool i Englandi fyrir stuttu og voru þau þvi f spelkum og gifsi meðan land-
ar þeirra dönsuðu i útlandinu.
Meinatæknar:
Dregiðúrrann-
sóknum umallt
að90prósent
Ástandið á Ríkisspítölunum,
Borgarspítala og Landakotsspít-
ala versnar stöðugt, vegna verk-
falls meinatækna, og er nú svo
komið að helmingur sjúkrarúma
á Landspítalandaum, eða 100-120
rúm, standa tóm auk þess sem
dregið hefur úr rannsóknum í
meinaefna- og blóðmeinafraeði-
deild um 75 prósent og sýklarann-
sóknum um 90 prósent, svo nokk-
ur dæmi séu nefhd.
„Ástandið verður verra með
hverjum klukkutimanum sem
líður. Innan spítalans er mjög
gott samstarf við meinatækna um
undanþágur en menn halda að
sér höndum á öllum sviðum.
Nánast helmingur af öllum
sjúkrarúmum hér standa tóm og
vinnuafl margra starfsmanna
nýtist ekki. Biðlistar lengjast og
maður veit ekki alveg í hvað
stefnir með vissar alvarlegar
rannsóknir, til dæmis blóðþynn-
ingar,“ segir Ásmundur Brekkan,
formaður Læknaráðs Landspítal-
ans. -GHS
EES-samningurinn:
Dagljósabún-
aðar
ekki kraf ist
Sjálfvirkur dagljósabúnaður á
bifreiðum, sem fluttur er til
landsins, verður ekki skylda
samkvæmt reglum sem gilda á
Evrópska efnahagssvæðinu. Að
sögn Guðna Karlssonar, deildar-
stjóra í dómsmálaráðuneytinu,
breytir þetta ekki þeirri reglu aö
ekið skuli með ökuljós jafht að
degi sem nóttu allan ársins hring.
Guðni segir að ekki hafi þótt
stætt á að halda þeirri reglu að
allir nýir innfluttir bílar hefðu
sjálfvirkan dagljósabúnað. Hægt
væri aö túlka slíka reglu sem
tæknilega viðskiptahindrun.
Hann bendir á að á víða I Evrópu
sé verið að innleiða notkun dag-
ljósa og að annars staðar á Norð-
urlöndunum sé slíkt skylda.
-kaa
í dag mælir Dagfari
Fleiri móðgaðir
Dagfari gerði það að umtalsefni í
gær hvað bankaráðsformaðurinn í
Seðlabankanum er móðgaður.
Formaðurinn, Ágúst Einarsson,
fulltrúi Alþýðuflokksins, móðgað-
ist svo rosalega að hann sá sig knú-
inn til að segja af sér formennsku.
Ágúst hélt nefnilega að það væri
einhvers virði að sitja í bankaráði
og að bankaráðið væri einhvers
virði og aö menn tækju mark á
því. Hvemig manninum hefur dott-
ið þetta í hug er hin mesta ráögáta
vegna þess aö bankaráð Seðlabank-
ans hefur aldrei ráöið einu né
neinu og aldrei til þess ætlast. Jó-
hannes Nordal hefur stjómað þess-
um banka í marga áratugi og
bankaráðið hefur ekki skipt neinu
og á ekki að skipta neinu. Bankaráð
er til punts í Seðlabankanum og
bankaráðsmenn sem halda annað
eiga ekki að vera í bankaráðinu.
En það em fleiri en Ágúst sem
hafa móðgast. Guðmundur Magn-
ússon prófessor, sem einnig situr í
bankaráðinu, sótti um og fékk þrjú
atkvæði. Hann er mjög móðgaður
yfir því að hafa ekki hlotið stöð-
una. Hann íhugar afsögn.
Ólafur B. Thors situr einnig í
bankaráðinu. Hann sótti að vísu
ekki um en hann er stórlega móðg-
aður yfir þeim yfirgangi í ráðherr-
anum að skipa bankastjóra án þess
að taka tillit til bankaráðsins. Olaf-
ur íhugar þó ekki afsögn enda er
hann orðinn formaður út á það aö
Ágúst Einarsson er meira móðgaö-
ur en hann. Ólafur passar sig sem
sagt á-því aö vera móðgaður en
ekki samt nógu móðgaður til að
hætta. Út á það verður hann for-
maður í bankaráðinu.
Einn umsækjendanna, Magnús
Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjár-
málaráðuneytinu, er mjög móðgað-
ur. Hann sótti ekki um stööuna en
sótti svo um hana þegar hann fékk
skilaboð frá ráðherra um að hann
hvetti hann til að sækja. Magnús
hélt að þessi skilaboð þýddu að
ráðherrann vildi gera hann að
bankastjóra og gladdist mjög yfir
þvi og sótti.
En svo kom í ljós aö ráðherrann
meinti ekkert með þessu og var að
plata Magnús sem sótti þótt hann
ætlaði ekki aö sækja um fyrr en
hann sótti af því að ráðherrann baö
hann um að sækja. Magnús getur
þó ekki sagt af sér sem bankaráðs-
maöur af því hann er ekki í banka-
ráðinu. Honum flnnst þetta hins
vegar hryggileg framkoma hjá ráð-
herranum og er það í sjáífu sér
skiljanlegt að Magnús sé hryggur
yfir því aö láta hafa sig að fífli.
Bæði hryggur og móögaður.
Ef menn halda aö nú sé nóg kom-
ið af móðgunum þá er þaö mis-
skilningur. Sighvatur bankamála-
ráðherra er bæði æstur og móðgaö-
ur yfir þessum viðbrögðum. Hann
er þó móögaöastur yfir fréttaflutn-
ingi Stöðvar tvö af málinu en Stöð
tvö hélt því fram að hálfur Alþýðu-
flokkurinn hefði móðgast út af
ráðningu Steingríms Hermanns-
sonar og Sighvatur hefði móðgast
út í flokksmenn sína yfir því að
þeir væru móðgaðir.
Sighvatur mótmælir því aö
flokksbræður hans hafi móðgast
eða hann hafi móðgast út af þeirra
móðgunum. Hann er aftur á móti
afar móðgaður yfir því að Stöö tvö
segir að hann hafi móðgast út í
móðgaöa flokksmenn sína og segir
þetta hreina lygi.
Gera má ráð fyrir að Stöð tvö
verði móðguð út í þessi ummæli
ráðherrans og þar með er skrið-
unni hleypt af stað. Það eru nánast
allir að verða móðgaðir út í alla.
Nema auðvitað þeir sem málið
snerist um, þ.e. bankastjórarnir
sem voru skipaðir! Eiríkur Guðna-
son hefur látiö fara lítið fyrir sér
en er sjálfsagt harla glaður yfir því
að hafa ekki verið í hópi þeirra
umsækjenda sem hafa móðgast yfir
því að hafa ekki fengið stöðuna.
Steingrímur Hermannsson hefur
heldur ekki látið í ljós neina móðg-
un þótt hann ætti jafnvel helst að
móðgast yfir þeim aðdróttunum
sem á honum hafa dunið, enda
stafa móðganir annarra langflestar
af því að þeir sætta sig ekki við að
maöur á borð við Steingrím sé tek-
inn fram yfir þá.
En Steingrímur hefur ekki móðg-
ast og ætlar ekki að móðgast þótt
Ágúst Einarsson og Guömundur
Magnússon og Ólafur B. Thors og
Magnús Pétursson séu allir stór-
lega móðgaðir yfir því að það skuli
ekki hafa veriö tekið mark á því
að þeir séu móðgaöir yfir því aö
Steingrímur er tekinn fram yfir þá.
Dagfari