Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1994, Page 26
58
Afmæli
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1994
Sannkölluð
HAPPASJOPPA
Opið frá 7-23.30
alla daga
Skalli
Hraunbæ 102 - sími 672880
Aðalfundur
íslandsbanka
Aðolíundur íslandsbanka hf. 1994
verður haldinn í Borgarleikhúsinu
mánudaginn 25. apríl 1994 og hefst kl. 1630.
Dagskrá
1. Aöalfundarstörf í samræmi við
19. grein samþykkta bankans.
2. Tillögur til breytinga á sam-
þykktum bankans:
a) Skipulagsbreytingar í
yfirstjórn
b) Um eignaraðild útlendinga
c) Um verkefni bankaráðs
d) Um verkefni bankastjórnar
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða
afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í
íslandsbanka hf. Ármúla 7, Reykjavík 3. hæð
20. og 22. apríl n.k. frá kl. 915-1600
og á fundardegi frá kl. 915 - 1200.
Ársreikningur félagsins fýrir árið 1993 sem og tillögur
þær sem fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til sýnis
á sama stað.
Hluthafar eru vinsamlegast beðnir um að vitja
aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna fyrir kl. 1200
á hádegi á fundardegi.
Reykjavík, 19. apríl 1994
Bankaráð íslandsbanka hf.
ÍSLANDSBANKI
Sigurður Haraldsson
Sigurður Haraldsson, b. í Kirkjubæ
á Rangárvöllum, nú búsettur að
Kornvöllum, er sjötíu og íimm ára
ídag.
Starfsferill
Sigurður er fæddist á Tjörnum
undir Vestur-Eyjafjöllum og ólst
upp undir Fjöllunum. Hann var við
nám í Bændaskólanum á Hólum
1937-39, við Iðnskólanum í Reykja-
vík 1943—47, varð byggingameistari
1950 og hefur auk þess sótt nokkur
kennaranámskeið.
Sigurður var kennari í Barnaskóla
Vestur-Eyjafjalla 1939^0, við
Bændaskólann á Hólum 1962-67,
skólastjóri á Strönd á Rangárvöllum
1967-72 og kennari í Gagnfræðaskól-
anum á HeUu 1973-86.
Hann var byggingameistari í
Reykjavík og í Rangárvallasýslu
1950-962, bústjóri á Hólum 1962-67
og hefur verið bóndi á Kirkjubæ
1967-92.
Sigurður var formaður Nemenda-
félags Hólaskóla 1938-39, Ung-
mennafélagsins Trausta undir Vest-
ur-Eyjafjöllum 1939-41, Hesta-
mannafélagsins Geysis á Rangár-
völlum 1957-62, Hrossaræktarsam-
bands Norðurlands 1964-86, Hags-
munafélags hrossabænda frá stofn-
un 1975-78. Hann var ritari Lands-
sambands hestamannafélaga
1979-85, hreppsnefndarmaður
Rangárvallahrepps 1970-78, forseti
Rotaryklúbbs Rangæinga 1978-79 og
formaður útgáfustjórnar Eiðfaxa
1977-80.
Fjölskylda
Sonur Sigurðar með Sigurbjört
Kristjánsdóttur er Kristján, f. 29.1.
1941, trésmiður í Keflavík.
Sigurður er þríkvæntur. Fyrsta
kona hans var Una Huld Guð-
mundsdóttir, f. 21.3.1918. Foreldrar
hennar voru Guðmundur Jóhanns-
son, verkamaður í Hafnarfirði, og
Júlíana Guðmundsdóttir húsmóðir.
Börn Sigurðar og Unu Huldar eru
Haraldur, f. 5.6.1942, verslunarmað-
ur í Reykjavík; Valgarður, f. 14.5.
1943, lögfræðingur í Reykjavík; Her-
móður, f. 26.9.1945, prentari í
Reykjavík; Þórhallur, f. 20.1.1947,
skemmtikraftur í Reykjavík.
Sigurður og Una Huld skildu.
Önnur kona Sigurðar er Sigríður
Ágústsdóttir, f. 21.8.1933. Foreldrar
hennar voru Ágúst Kristjánsson, b.
á Snotru í Landeyjum, og Guðbjörg
Guðjónsdóttir.
Börn Sigurðar og Sigríðar eru
Guðjón, f. 7.2.1954, trésmíðameist-
ari á Hellu; Sigríður, f. 24.9.1955,
bankastarfsmaður í Reykjavík;
Guðbjörg, f. 2.11.1958, húsfreyja í
Keflavík; Ágúst, f. 31.10.1964, bú-
fræðingur við framhaldsnám í bú-
fræði í Svíþjóð. Sigurður og Sigríður
skildu.
Þriðja kona Sigurðar er Eveline
Ella Haraldsson, f. 18.12.1937,
sjúkranuddari. Foreldrar Eveline
eru Heinrich Dethof, byggingaverk-
fræðingur í Þýskalandi, og Helena
Dethofhúsmóðir.
Foreldrar Sigurðar voru Haraldur
Jónsson, b. á Tjömum undir Eyja-
fjöllum, og kona hans, Sigríður
Tómasdóttir húsfreyja.
Ætt
Föðurbróðir Sigurðar er Ingiberg-
ur, faðir Egils Skúla, verkfræðings
og fyrrv. borgarstjóra. Haraldur var
sonur Jóns, b. í Vesturholtum, Jón-
geirssonar, b. í Neðra-Dal undir
Sigurður Haraldsson.
Eyjafjöllum, Jónssonar, b. í Hamra-
görðum, Jónssopar, fálkafangara á
Eyvindarmúla, ísleikssonar, lang-
afa Ragnhildar, langömmu Sváfnis
Sveinbjarnarsonar, prófasts á
Breiðabólstað í Fljótshhð. Móðir
Jóns í Vesturholtum var Gunnvör
Jónsdóttir, b. í Hlíðarendakoti, Ól-
afssonar, prests í Eyvindarhólum,
Pálssonar, klausturhaldara í Gufu-
nesi, Jónssonar, ættfóður Pálsætt-
arinnar. Móðir Jóns var Helga Jóns-
dóttir eldprests Steingrímssonar.
Sigríður var dóttir Tómasar, b. í
Svaðbæh undir Eyjafjöllum, bróður
Þórðar, langafa Stefáns Harðar
Grímssonar skálds, Þórðar Tómas-
sonar, safnvarðar og rithöfundar í
Skógum, og Ólafs Laufdal. Tómas
var sonur Tómasar, b. og smiðs í
Varmahlíð, bróður ívars, langafa
Oddgeirs Kristjánssonar tónskálds.
Tómas var sonur Þórðar, b. í Mold-
núpi Pálssonar, b. í Langagerði í
Hvolhreppi, Þórðarsonar, prests í
Skarði í Meðallandi, Gíslasonar.
Sigurður verður ekki heima á af-
mæhsdaginn.
Þórarinn Sigurður Kristinsson
Þórarinn Sigurður Kristinsson for-
stjóri, Holtaseli 35, Reykjavík, verð-
ur fimmtugur á morgun.
Starfsferill
Þórarinn fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp'í Kleppsholtinu. Hann
lærði vélvirkjun hjá Birni og Hall-
dóri í Reykjavík, stundaði nám við
Iðnskólann í Reykjavík og lauk
sveinsprófi 1965 og meistaraprófi
1969.
Þórarinn starfaði hjá Björgun hf.
1965-70 en hefur síðan rekið eigið
fyrirtæki, Víkurvagna, sem fram-
leiðir vagna og kerrur og dráttar-
beish.
Þórarinn situr í stjóm Björgunar
hf.
Fjölskylda
Kona Þórarins er Guðrún Sveins-
dóttir, f. 28.2.1948, húsmóðir. Hún
er dóttir Sveins Benediktssonar, sjó-
manns í Reykjavík, og Guðrúnar
Jónsdóttur húsmóður en þau eru
bæöi látin.
Börn Þórarins og Guörúnar eru
Gyða Þórdís Þórarinsdóttir, f. 8.4.
1965, húsmóðir og skrifstofumaður
í Kópavogi, gift Jóhannesi Valgeiri
Reynissyni matsveini og eiga þau
tvo syni; Sveinn Rúnar Þórarinsson,
f. 2.7.1966, vélvirkjameistarií
Reykjavík, kvæntur Rakel Jóns-
dóttur húsmóður og eiga þau tvær
dætur; Kristinn, f. 22.6.1968, tölvuð-
ur í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu
Jóhannsdóttur skrifstofumanni.
Foreldrar Þórarins eru Kristinn
Þórarinn Siguröur Kristinsson.
Guðbrandsson, f. 13.6.1922, forstjóri
í Björgun hf„ og kona hans, Gyða
Þórdís Þórarinsdóttir, f. 6.7.1922, d.
18.2.1992, húsmóðir.
Þórarinn og Guðrún taka á móti
gestum á heimili sínu á morgun,
sumardaginn fyrsta, milli kl. 17.00
og 20.00.
Kristbjörg S.
Kristbjörg S. Olsen húsmóðir, Þver-
brekku 4, Kópavogi, veröur áttræð
á morgun.
Starfsferill
Kristbjörg fæddist í Stakkahlíö í
Loðmundarfirði og ólst þar upp.
Hún flutti til Patreksfjarðar 1936 og
átti þar heima til 1974 er hún flutti
í Kópavoginn þar sem hún hefur
búiðsíðan.
Kristbjörg var formaður Kvenfé-
lagsins Sif um árabil og gjaldkeri
slysavarnadeildarinnar Unnar á
Patreksfirði.
Fjölskylda
Kristbjörg kvæntist 15.10.1938
Ásmundi B. Olsen, f. 2.12.1910, d.
21.5.1985, kaupmanni ogoddvita.
Hann var sonur Björns Matthías-
sonar, kaupmanns á Patreksfirði,
og Margrétar Víglundsdóttur Olsen
húsmóður.
Börn Kristbjargar og Ásmundar
eru Birna Á. Olsen, f. 16.2.1939,
hjúkrunarfræðingur, búsett í Hafn-
arfirði, gift Jóni V. Halldórssyni
bankadeildarstjóri og eiga þau eitt
bam; Ásrún A. Olsen, f. 4.2.1941,
verslunarmaður í Hafnarfirði, gift
Hilmi Guðmundssyni vélstjóra og
eignuðust þau íjögur börn en þijú
þeirra eru á lífi; Viðar Á Olsen, f.
26.12.1945, lögfræðingur í Amster-
dam í Hollandi, og á hann eitt barn
en sambýhskona hans er Valerie
Hamehnck bankamaður; Gunn-
laugur Már Á. Olsen, f. 2.7.1949,
bankafulltrúi í Reykjavík, og á hann
tvö börn en kona hans er Friðrikka
Hermannsdóttir skrifstofumaður.
Systkini Kristbjargar: Baldvin
Trausti, f. 7.2.1911, d. 6.12.1983, b.
á Sævarenda í Loðmundarfirði og
umboðsmaður á Seyðisfirði; Sigurð-
ur Snæbjörn, f. 29.12.1912, d. 16.11.
1980, b. í Stakkahlíð í Loðmundar-
firði og verkamaður á Seyðisfirði;
Ingibjörg, f. 18.11.1915, d. 9.4.1987,
húsmóðir í Reykjavík; Hulda, f.
26.11.1920, d. 26.4.1989, húsmóöir á
Þrándarstöðum í Eiðaþinghá; Ólaf-
ur, f. 18.4.1923, vélsmiður í Kaupa-
mannahöfn; Sigríður Ásta, f. 13.4.
1927, húsfreyja í Stakkahlíð og á
Olsen
Kristbjörg S. Olsen.
Seyðisfirði, nú búsett á Egilsstöð-
um.
Foreldrar Kristbjargar voru Stef-
án Baldvinsson, f. 9.1.1883, d. 10.8.
1964, b. og hreppstjóri í Stakkahlíð,
og Ólafía Ólafsdóttir, f. 12.11.1885,
d. 3.1.1971-, húsfreyja.
Kristbjörg verður að heiman á af-
mæhsdaginn.