Alþýðublaðið - 28.07.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.07.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐÍJBLAÐIÐ vér erum hér ekki laagk á eftir nágrönnum vorum, enda skorkir oss fátt eins tilfinnanlega og slíka vél sem þessa. Bíknið hefir 70— 80 hesta afla mótorvél og eyðir bensýni og steinolíu, um 20 Iftr- um á klukkustund i fultu erfiði. Það vinnur þannig, sð með þunga slnum og breiðu hjólum þrýstir það niður þúfnakollunum, um leið og þsð fer yfir þá, en aftan til á því er sivalningur alsettur bjúg- hnifum (írá 100—150), snýst hann bæðí hart og títt og heggur með hnífunum sundur jörðina í smá tætlur og blandar jafnframt mold- inni. Allskonar tæki má svo hengja aftan í véliua er hún í annað sinn fer yfir jarðveginn. Sé áburði, t. d. dreifk um svæði, sem hún einu sinni hefir farið yfir, blandar hún fconum við aðra um- ferð saman við jarðveginn, og má þá um leið láta hana draga herfl og sáningarvél. Gekur hún þannig unnið því nær öll þau verk er þurfa til þess, að gera alt þýfl að rennisléttum völlum. Vélin er tekin til starfa í Foss- vogi, og byrjaði á þeim 10 hekt- örum, sem Búnaðarféiagið fékk hjá bænum til að reyna hana á. Lauk hún á skömmum tíma i gær við 10. hluta þess lands, og sagði Sigurður forseti, að húa mundi Ijúka verkinu öllu á viku, ef vel gengi. Þýzkur maður, sem ferðast heflr með samskoaar vélum um Norðurlönd og kent mönnum að stjórna þeim, stýrir henni hér, en tveir tslendingar éru að læra af honum að nota hana. Eins og nærri má geka fæst slfkt vélarbákn sem þetta ekki fyrir lftið verð, enda kostar það 60 þúsund krónur. Þecta fé mun ófengið enn, en væntanlega hieyp- ur landsstjórnin undir bagga með Búnaðarféiaginu og Ieggur fram féð. Það væri óskemtilegt, ef jafn þörf framför og þessi yrði að verða að engu fyrir þá sök eina, að landsstjórnin sæi ekki hver geysihagnaður er að því, að byrj að sé á þvf að nota hér á landi hin fullkomnustu jarðyrkjutæki sem föng eru á. Þegar þess er gætt hve stórvirk vélin er, og jafnframt ódýr í notk un, er ekki vafí á þvf, að það raargborgar sig að nota hana. Hún sparar ekki eingöngu vinnu- afl, heldur vinnur hún verkið miklu betur en bæði mannahendur og aðrar vélar. Þegar litið er yfir svæðið sem hún hefir rótað um í Fossvogi, er það til að sjá sem hálfgróið land. Um leið og hníf arnir tæta sundur grassvörðinn (15 — 30 cm. djúpt), þeyta þeir honum frá sér og fellur hann til jarðar ofan á moldina. Þetta hefir þann kost í för með sér, að flagið grær miklu fyr. Búnaðaríél. hefir t d. lofað að skila bænum til- raunasvæðinu grónu eítir tvö ár. Allir sem séð hafa þetta mikla og stórvirka jarðyrkjutæki ijúka upp einum munni um það, að hér sé komið það verkfæri sem gera muni byltingu á sviði búskapar- ins. Og ekki lítill hagur væri að þvf, ef vélin væri nú notuð það sem hægt er í eitt skifti fyrir öll hér í nánd við Reykjavik. Ræktnn Fossvogs. í Fossvogi er iand mikið og vel fallið til þess að ryðja með „þúfnabananum". Forseti Búnaðar- félagsins hefir mikla ágirnd á að fá að bylta landinu þar við öliu í einu, og kveður þar mundi mynd- ast nægilega stórt tún til að fóðra þær kýr allar, sem Reykjavík þarf á að halda. Nú er atvinnuleysi mikið hér i bænum, og eitthvað þarf að gera til að ekki verði neyð manna á meðal og menn hrúgist á hreppinn. Hér er verk sem slær tvær flugur í einu höggi, leysir úr mesta vandamálí og nauðsynja- máli bæjarins, mjótkurmálinu, og veitir fjölda manns atvinnu. Þvi þó vélin yrði notuð til að bylta um jarðveginum, er eftir að gera marga skurði í landið til að þurka það. En einmitt vegna þess að vélia er hér, er nauðsynlegt að nota tækifærið og framkvæma þetta nauðsynjaverk í einni svip- an. Hugsið ykkur Fossvog orðinn að einu túni á tveimur til þremur árum 1 Miklu fljótlegra er að bylta um því landi í Fossvogi sem enn er ógraflð f sundur, og því bezt að Ijúka því verki áður en skurð- ir verða grafnir. Menn munu spyrja hvar fé íá ist til þessa verks. Ef hægt er að fá fé til þess að framfleyta helming bæjarbúa á hreppsfé, hvort mundi þá ekki fáanlegt fé til gróðafyrirtækis ? Því vitanlega yrði stórhagnr að þvf fyrir bæinn, að þetta verk kæmist nú í fram- kvæmd. Hér verða allir hæjar- fulltrúarnir með borgarstjóra 6 broddi fylkingar, að leggjast á. eitt með þp.ð. að framkvseniEí. verkið strax. Ef viljinn er góður er enginn vandi að kotna þvf i framkvæmd. Landstjórnin er mfc að böglast við að taka rfkislán. Skyldi ekki hægt að fá þar ein 100 þúsund kr. til þessa verk>r Það liggur þó nær að styrkja slíkt þjóðþrifafyrirtæki og þetti væri, en að taka lán tii þess, að' greiða skuldir eiostakra mannat. erlendis. Vér sjáum hvað setur. JJvernig jer œel krðjnr Spánverja? Vér skulum ætla, að oss sé eng in hætta búin. Enn eigum vér menn, sem viðkvæmir eru fyrir sjálfstæði þjóðar vorrar. Munum vér ekki, að Bjarni og Benedtkt hömuðust á Dönum, er þeir vildur smeygja sfnum pólitfska iitlafingri inn í sérmálakúpu voraf Og þeir fengu enga sköfu, Og haldtð þið að þeir þoli Spánverjum meirar' Eða haldið þið að þeim hafl ekki verið alvara? — Sannlega, sann- lega segi eg yður, þessir menn ættu að vaka enn. Og „skömm væri það fyrir hnöttinn", eins og Benedikt kvað um meðferð Dana á Grænlendingum, ef fávísir Spán- verjar hlutuðust til um sjálfstæðí og þjóðþrif hygginna íslendinga, Margt bendir á, að íslendingar standi sem einn maður. Morgun- blaðið hefir talað voru máli fyrir munn Féturs Zophónfassonar me£ samþykki beggja ritstjóranna. Og/ ritstjórana verður að ætla báða tvo mjög svo þjóðrækna mennt, meðan annað liggur ekki fyrir.. Og þar að auki er annar gamal! og nýr good-templar, góður mað- ur og nýtur á marga lund. Tvær eru þær taugar, sem reira hann við ídandsstefnuna, og eru báðar sterkar. Tfminn ér oft heiðarlegur, Vts ir efc ekki altaf óvandaður, Lög- rétta gætir nafns sfns og Tempiar er ekki óþjóðræknari en önnur blöð, honum má treysta til góðs„

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.