Alþýðublaðið - 28.07.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.07.1921, Blaðsíða 3
ALÞYÐOBLAÐIÐ 3 B. S. R. Sími 716, 880 og 970. Sætaferð austur yfir fjall á hverjum degi. Alþýðublaðið er ágætast í eðli síau. Það er málgagn hrekklaus asta hiuta þjóðarinnar. Og það er eina blaðið hér, af stjórnmálablöð- um, sem berst fyrir hugsjón. Það ver lítilmagnann. Það hefir fyrst allra íslenzkra blaða bent oss á hættuna í þessu Spánarmáli. Hafi það þakkir og heiður allra góðra lilendinga. Vér snulum vona hið beztá. Civis. Spá er spaks geta. Röð heimsstyrjalda er nýbyrj uð, sem halda mun áfram með hér um bil mannsaldurs millibilum, unz heimsbyltingunni er lokið. Walther Rathenau. Ua lagiu og vcgin. Knattspyroan í gærkveldi fór svo að Fram vann K. R. með 3:1. Var leikurinn milli þessara íélaga merkilegur að því leyti, að K. R. hafði meira og minna yfirhöndina, en skorti svo tilfinn- anlega örugga „skot" menn, að mörg afbragðstækifæri til að skora mark urðu að engu. Sam. Thorst. reyndist ekki eins fjörugur leikari og ýmsir höfðu búist við, en þess verður að gæta, að hann er nýkominn hingað og lék því með mönnum sem hann ekki er æfður að leika við, og völlurinn hér er ekki heppiiegur kappleikavöll ur. Næsti kappleikur verður á morgun milli K. R. og Víkings, Borg kom í nótt, eins og gert var rað fyrir. Kemur steinolían, sem hún er með í góðar þarfir. Gullfoss kom í morgun frá út- löndum með margt farþega. Sig. Pórölfssön er ekki enn dauður úr öilum æðum. Hann er aftur tekinn að moka i Mogga. Hefir, nú ráðist í það verk, að draga fram úr myrkrunum háifrar alúar gamla sieggjudóma manns, sem að vísu var heimspekingur góður, en aldrei talinn nein fyrir- roynd í stjórnmálutn. O* það sem meira er S. Þ. byltir öllu við og færir í betra mál það sem spek- ingurinn hefir sagt. Er hann þar eins stórvirkur og „þúfnabaninn" nýi. En eina spurningu til S Þ : Hverjar eru heimildirnar, og hvað heita bækurnar, sem greinin^hans er tekin eftir? Gamaa væri að vita það, fyrir þá fáfróðu. Héðina Yaldimarsson cand. polit kom heim á Borg úr utan- för siuni. Hefir hann ferðast um England, til Paiísar og víðar. Kolaskip kemur væntanlega um helgina frá Ameríku til hf. Kveld- úlfs. Margir fóru f gær suður f Fossvog til þess að sjá „þúfna- banann". Hafís er sagður allmikill fyrir Norðurlandi, en ekki þó svo, að hann tefji skipaferðir. Sirius hafði séð fa vfða á leiðinni frá Horni að Siglufirði. Heyrst hefir að landinu hafi boðist stórlán f Englandi. en eng- ar sönnur eru á þvf, að það sé rétt. Væri það þó, er líklegt að stjórnin sitji sig ekki úr færi og taki því, séu kjörin betri e.n þau dönsku. Yarðskipið Mörgum þykir sem lítið gagn muni að iandhelgis- gæzlu varðskipsins, sém liggur hér dag eftir dag á höfninni. Og öðrum finst litill sómi fyrir her- mennina f þvf, að vera að slaga drukknir ura götur borgarinnar. Þykir sem vonlegt er, sem þeim mundi sæmra að rækja starfa sinn og gæta landheiginnar sómasam lega. En þeim verður kannske ekki kent um það, þó skipið liggi hér fulimikið. Það er ef til vill svo illa gert út (skömtuð kolin), að það má ekkl vera á siglingu. Hvað segir fsienzka stjórnin við þessu ? Forvitinn. Ársskýrsla Fískiféiags íslands er nýútkomin. Hefir hún ýmsan fróð leik að færa urn starfsemi félagsins og framkvæmdir. Mtt-^síastriSið. Kemalistar ieita tii Bandamanna. Khöfn, 27. júlí. Símað er frá Konstantínopel, að Angorastjórnin hafi flutt aust- ur til Rivas. Frá Aþenu er sfmað, að gríska herráðið íhugi hvort ekki sé til- tækilegt, að ráðast til Konstanfn- ópe), þrátt fyrir þær 10 þúsundir setuliðs, sem bandamenn hafa þar. Kemalistar hafa beðíð banda- menn að grfpa fram í og stöðva stríðið. Sama er mér. Eg veit ekki hver eg er. Eg veit ekki hvert eg fer. En hlæjandi bikarinn ber eg að vör. í brotsjóum hlæjandi stýri eg knör. Hvert gias í botn eg bergi þó báturinn iendi hvergi. Eg er það sem eg er og eitthvað víst eg fer. Hlæjandi freistingum fórnir eg gef, í faðmlögum syndanna dansað eg hef. Og klingi kátur við alla sem kæra sig um að svaila. Páll St. Pálmar. Aths. Þetta kvæði birtum vér ekki vegna þess að oss finnist það þess virði, heldur vegna hins, að menn sjái að svona á ekki að hugsa og — svona á ekki að yrkja. Hugsunarhátturinn er drep- andi og kveðskapurinn er til eink- is gagns nema þess, að sýna von- leysi höfundarins. Ritstj.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.