Alþýðublaðið - 28.07.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.07.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ E.s. Suðurland , fer til Vestfjarða á máaudag /. ágúst sfðdegis. Vörur afheadist á fóstudag. Sölubúð á góðum * stað í bænum óskast til leigu nú þegar eða i. sept. Tilbóð með tilteknu leigugjaldí merkt „Sölubúð* leggist á afgr. blaðsins. 2—3 herbergi og- eldliús óskast tii leigu nú þegar eða írá i. ágúst. — Ábyggiieg greiðsla. Uppl. á afgreiðslu Alþýðublaðsins. Tilkynning'. Að gefuu tilefni vildi eg gjarnan láta rnfna mörgu og góðu við skiftamenn vita það, að verzlunin ,Von“ hefir alls eaga steinolíu selt nú í 14 daga. Virðingarfylst Gnnnar S. Sigurðason. Tll sölu er ágætur karlmanns bjólhestur á Hverfisgötu 90 (uppi) ÍBrunatryggingar á innbúi og vörum $ hvergl ódýrari en hjá 5 A. V. Tulinius ? V vátryggingaskrifstofu H* $ Eimskipafélagshúsinu, 2. hæð. Á Aiþbl. er blað allrar alþýðu. bíaðsias er i Aiþýðuhúsinn við fngólfsstræti og Hvcrfisgöta fSílXLÍ Augiýsingum sé skilað þangað «ða í Gutenberg í siðasta iagi kí 10 árdegis, þann öag, sem þær tiga »ð koma í biaðið. Áskríftargjaid ein r. á tnánuði. Augiýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Útsölnmenn beðnir að gera skil til aigreiðslunnar, að minsta kostt ársfjórðungslega Alþbl. kostar I kr. á mánuil. Ritst)órl og ábyrgðarmaðnr: ólafur Friðriksson. Prentsmiðian Gutenberg. y&ek Landan: Æfintýrl. honum bara þótt gaman að því. En hún var sem menn sízt skyldu reyna að kyssa með valdi. Það var að minsta kosti lítilfjörlegt, og að láta Jóhönnu verða fyrir því var hrein og bein vanhelgun. Sá maður hefði þurft að kunna sig betur. Auk þess var gert á hluta Sheldons sjálfs, að honum fanst; tilraun hafði verið gerð til þess að hafa af honum það, sem honum fanst hálfpartinn vera eign sín, og atbrýðissemi hans yfir- bugaði hann, við þessa hugsun. Rétt 1 því að hann komst ( þetta skap, skeltist hurð- in hranalega á eftir Tudor, sem rauk inn í stofuna og staðnæmdist frammi fyrir honum. Sheldon kom ,það á óvart, en honum gat ekki skjátlast, að keppinautur hans var bálvondur. „Jú, eg veit vel, að þessi labbakútslæti þín eru þér eðlileg," svaraði Sheldon, „en eg skil ekki hvers vegna þú vilt nota þau gagnvart mér. Þú getur varla haft í hyggju að vilja berjast við mig." „Jú, einmitt." „En, hví í ósköpunum?" Tudor leit fyrirlitlega á hann: „Þú hefir ekki sál í skrokknum á við lús. Það getur þá sérhver mangað til við Konu þína —“ „Eg á enga konu,“ greip Sheldon fram í. „Já, en svo ætti það þó að vera. Eins og nú er ástatt er það hneixli. Þú gætir að minsta kosti gengið að eiga hana, eins og eg er fús til þess." Reiðin yfirbugaði Sheldon nú í fyrsta sinn, síðan þrætan hófst. „Þú —“ byrjaði hann, en svo náði hann aftur alger- lega valdi yfir sér og hélt áfram rólegur: „Þú ættir að styrkja þig á einu gíasi, og hugsa svo ögn betur um málið. Eg gef þér það ráð. Auðvitað munt þú, þegar þú hefir hugsað þig um, ekki kæra þig um að dvelja hér lengur eftir að þú hefir talað þannig til mín„svo eg skal kalla á bátshöfnina á meðan. Þú getur verið kominn til Tulagi klukkan átta í kvöld." „Hvað næst?" spurði Tudor ertandi. Og um leið komst skriður á Sheldon: „Eg vona, að þú hegðir þér aldrei framar á þennan hátt, það er alt og sumt, sem eg vildi sagt hafa — já, og að mér væri aðeins ánægja að því, að lána þér hvalabát minn. n. mjög skömmum tíma skalt þú verða settur í land í Tulagi." „Eins og málinu væri þar með lokið,“ svaraði Tudor. „Eg skil þig ekki?“ „Þá er það vegna þess þú ekki vilt skilja mig.“ „Eg átta mig alls ekki á, hvað þú átt við,“ sagði Sheldon rólegur og blátt áfram 1 máli. „En eg sé, að þú ert á góðri leið með að gera yfirsjón þína að al- varlegu efni." Tudor glotti og sagði: „Það er því líkara, að það sé þú, sem blæst i glæð- urnar, fyrst þú býður mér að nota bátinn þinn til að komast af stað. Það þýðir það, að þú telur Beranda ekki nógu [stóra handa okkur báðum. Það er þá bezt að eg fræði þig um, að ekki einu sinni allar Salomons- eyjarnar eru nógu stórar handa okkur báðuiíf. Við verðum að jafna þetta með okkur, og það er bezt við gerum það strax og hér á staðnum." Hann snéri sér til dyranna, eins og hann ætlaði að láta framkvæma þetta, en hinn greip í öxl hans og snéri honum að sér. „Heyrðu nú, Sheldon. Eg er búinn að segja þér, að Salomonseyjaruar rúma ekki okkur báða.“ „Á þetta að vera tilboð um að kaupa Beranda?" „Nei. Alls ekki. Það er tilboð um að berjast." „En því i fjandanum viltu berjast við mig?“ Sheldon féll þetta þauf ver og ver, en hélt þó áfram: „Eg á i raun og veru ekki í neinum erjum við þig. Og hvers vegna viltu berjast við mig ? Eg hefi aldrei slett mér fram i þín einkamál. Þú varst gestur minn. Ungfrú Lackland er félagi minn. Ef þú hefir unað við það, að leita ástar hennar, en verið óheppinn, þá sé eg ekki, að það sé ástæða til þess að þú berjist við mig.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.