Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1994, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1994, Side 2
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1994 Fréttir Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði fóru á ný fram á frest í gærkvöld: Samningar stranda enn á bæjarstjórastólnum Stöðug fundahðld voru hjá sjálf- stæðismönnum í Hafnarfirði í gær. Seinnipartinn fóru þeir síðan fram á við alþýðubandalagsmenn að fá enn sólarhrings frest á samningaviðræð- um til að ræða málið frekar í eigin Fréttaljós röðum og verða stífir fundir á morg- un en vonast er til að eiginlegar sanmingaviðræður geti hafist aftur seinnipartinn á morgun. Formlegar viðræður flokkanna eru því enn í gangi þó fundarfrestur hafi staðið alveg frá því sl. fimmtudag. Málið þykir þó sitja nokkurn veginn við þaö sama. samkvæmt heimildum DV. þó að menn séu ívið bjartsýnni nú. Alþýðubandalagsmenn svöruðu neitandi í gær bréfi því sem 8 efstu menn sjálfstceðislistans sendu með ósk um að bæjarstjóri yrði ópólitísk- ur. Samkvæmt heimildum DV strandar málið nú eingöngu á bæjar- stjórastólnum og í gær hafði hvorug- ur aðila bakkað neitt með það. Mál- efnaágreiningur er talinn hverfandi. Jóhann Bergþórsson pg Ellert Borgar Þorvaldsson standa fast við kröfuna um óháðan bæjarstjóra en Magnús Jón, oddviti Alþýðubanda- lagsins, sækir stíft að fá bæjarstjóra- stólinn. „Þetta er fyrst og fremst stólatog. Agreiningur um málefni er enginn. Alþýðubandalagsmenn sækja míög fast í stólana. Ég trúi samt ekki öðru en þetta gangi saman á morgun," sagði einn sjálfstæðis- maður sem var ofarlega á lista við kosningar í samtali við DV í gær. Hlutur Jóhanns G. Bergþórssonar hefur verið stór í framvindu málsins síðustu daga en hann hefur gagnrýnt það mjög að Alþýðubandalaginu séu fengin of mikil völd. Hann hefur sagt við DV að það eina sem vaki fyrir honum sé hagur Sjálfstæðisílokks- ins. Heimildarmenn DV úr innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins í Hafnar- firði benda hins vegar á að fleira komi til. Talað er um að Jóhann efist til dæmis stórlega um stjómunar- og forystuhæfileika Magnúsar Gunn- arssonar, oddvita Sjálfstæðisflokks- ins, en Magnús ýtti eins og kunnugt er Jóhanni aftur fyrir sig í prófkjöri ílokksins fyrir kosningamar. Enn- fremur er talað um að Jóhann og Magnús Jón Árnason, oddviti Al- þýðubandalags, séu litlir vinir og því geti Jóhann ekki hugsað sér að Magnús Jón verði bæjarstjóri. Taliö er líklegt að ef ekki næst sam- komulag annað kvöld verði bæjar- stjórnarmyndunartilraunum flokk- anna tveggja slitið. Ef viðræðunum verður slitið gæti komið upp erfið staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn því samkvæmt heimildum DV lítur lang- stærstur hluti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði svo á að útilokað sé fyrir flokkinn að taka upp samstarf við krata, sérstaklega í ljósi þess að flokkurinn gagnrýndi mjög stjórn krata á bænum síðustu ár í kosninga- baráttunni. Einn af forystumönnum flokksins sagði viö DV í gær: „Þá þyrftum við að kokgleypa allt sem viö höfum sagt. Eitt af aðalmálum okkar í kosningabaráttunni var rót- tæk endurskoðun á rekstri bæjarins. Ljóst er að slík skoðun fengist aldrei í gegn færam við í bæjarstjórn með krötum. Þeir íjölmörgu sem kusu okkur geröu það alveg örugglega ekki til þess aö við færum síðan að starfa meö krötum." Þjóöhátíöarbúningur karla: Vildi hanna nútímaleg föt - segir sigurvegarinn 1 samkeppninni Johann Yngvi Jonsson klæðist vinningsfötunum, foreldrar Kristins, Sigfús Þormar og Sigríður Svava Kristinsdóttir, ásamt Margréti Skúladóttur Sig- urz, fegurðardrottningu íslands. Seyðisíjörður: Framkvæmd kosn- inganna kærð „Þetta eru mjög einfóld jakkaföt í rauninni. Jakkinn er frekar í síðara lagi, með sjalkraga og vestiö er með silfurtölum og tvöfaldri hnapparöð. Skyrtan er kremlituð með standkraga og lítilli silfurspennu. Bindið er í sama lit og skyrtan," seg- ir Kristinn Steinar Sigríðarson sem varð hlutskarpastur í samkeppni sem efnt var til um besta þjóðhátíð- arbúning karla. Búningurinn var valinn á sunnu- dagskvöld á Hótel Borg. Kristinn sendi inn þijár tillögur og varð ein þeirra hlutskörpust. Kristinn sendi efnin heim til íslands en fótin voru saumuð hér. Verðlaun fyrir besta búninginn eru 200.000 krónur. „Hugmyndin var að gera eitthvað nútímalegt en samt byggt á hefö- bundnum íslenskum fatnaði. Bún- ingurinn var hannaður með það í huga að karlmenn væru tilbúnir þess að ganga í honum en hann ekki not- aöur eingöngu sem þjóðhátíðarbún- ingur. Mér fannst búningurinn verða að líta vel út við hliðina á íslenska kvenþjóðbúningnum," segir Krist- inn. Kristinn er búsettur í New York og er lærður fatahönnuður. Hann hefur starfað í fjögur ár hjá stórfyrir- tækinu Gillian. „Ég er mjög ánægður með það sem ég geri og er ekki á leiðinni heim. Ég fæ tækifæri til þess að gera mjög margt hérna sem ég myndi ekki geta gert heima. Ég starfa sem deildar- stjóri einnar deildar hjá Gillians sem hannar aðallega kvendragtir á verði rétt fyrir ofan meðalleg. Jóhann Jóhannsson, DV, Seyðisfirði: Sýslumanni á Seyöisfirði hefur borist kæra frá Hermanni Vestra Guðmundssyni vegna þess aö kjör- stjóm haföi áður en hún sjálf greiddi atkvæði meinað umboðsmönnum listanna aðgang í um það bil klukku- stund á meðan hún gekk frá utan- kjörstaðaatkvæðum. Einnig hefur hann kært að atkvæði sem áður haföi verið úrskurðað ógilt var dæmt á D-lista. Lárus Bjamason sýslumaður hefur fengið sig úrskurðaðan vanhæfan til að taka málið aö sér vegna tengsla sinna við einn frambjóðendanna. Inger L. Jónsdóttir, sýslumanni á Eskifirði, hefur verið falin meðferð Kærumálsins. Stuttar fréttir Ferðamönnum fjölgar Erlendum ferðamönnum í mai fjölgaði um 32 prósent milli ára. Mbl. greindi frá. Placido Domingo hefur lýst yfir miklum áhuga á að koma til ís- lands. Haft er eftir Kristjáni Jó- hannssyni í Mbl. að það gæti orð- ið á listahátíð 1996. Konurslást Árásarmálum þar sem konur eiga í hlut hefur fjölgað nokkuð. „Það hefur færst í vöxt að konur bítist" segir í frétt Mbl. 2,5 milljóna hagnaður varð af rekstri Vátryggingafélagsins Skandia á síðasta ári en árið 1992 var 148 milljóna tap. Hálendiðlokað Hálendisvegir em almennt lok- aðir vegna aurbleytu. Lítiö tekur upp á hálendinu þessa dagana og ekki er víst að helstu leiöir verði færar í lok júní. RÚV greindi frá. Meiri grásleppa Grásleppuafli norðanlands er víða orðinn tvöfalt meiri nú en á sama tíma í fyrra. RÚV greindi frá. Barnabílstólar gagnslitlir Sérfræöingar teþa flesta barna- bílstóla sem landsmenn nota koma að litlu gagni. Stöð 2 sagði frá. EES biðsalur Hollenski forsætísráherrann telur að EES sé að breytast í bið- sal Austur-Evrópu þjóða. Þorskrannsóknir Nýjar rannsóknir á þorskklaki benda til þess að nýliðun veröi mun betri viö hrygningu stór- þorsks en smáfisks. Sjónvarpið sagði frá. Fækkað í bankastjórn Kristján Oddsson, fram- kvæmdastjóri íslandsbanka, læt- ur af störfum í haust og verður þá fækkað um einn í bankastjóm. Hágangur I á leið til Noregs í viðgerð: Fimm skip á Smuguveiðar Þrjú íslensk skip héldu í gær til veiða í Smugunni, Stakfell frá Þórs- höfn, Bliki frá Dalvík og Drangey frá Sauðárkróki. Á morgun halda Jökull frá Raufarhöfn og Hegranes frá Sauðárkróki á Smuguveiðar. Hágangur II, sem gerður er út frá Vopnafirði, er nú á veiðum við Smuguna en Hágangur I er á leið- inni frá Smugunni til Noregs þar sem hann hefur fengið vilyrði fyrir viðgerð. Magnús Jóhannsson, skipstjóri á Breka frá Vestmannaeyjum, sem kom til Seyðisfjaröar í gær með bilaðan spilgír, segir að sér hafi verið neitað um viögerð í Norður- Noregi í lok síðustu viku. „Þeir neituðu að taka á mótí okkur. Við ætluöum að fara til Kirkenes við landamæri Noregs og Rússlands. Þeir eru í rauninni að brjóta ha- fréttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna með þessu. Ef við tilkynnum um komu okkar með 24 tíma fyrir- vara eigum við að geta komið inn á hvaöa höfn sem er í Noregi. Skila- boðin sem við fengum vom að það væri allt vitlaust þarna út í okkur í Norður-Noregi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.